Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Side 86

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Side 86
86 sport umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 10. desember 2010 föstudagur Mánuður frá síðasta sigurleik Nóvember var skelfilegur mánuður fyrir Englandsmeistara Chelsea en liðið náði aðeins fjórum stigum af fimmtán mögulegum í ensku úrvals- deildinni og missti þar af leiðandi toppsætið. Leikmenn liðsins glödd- ust mikið þegar desember gekk í garð en nýr mánuður hefur ekki gert lið- inu neitt gott. Chelsea byrjaði desem- ber á því að gera jafntefli við Everton í deildinni og tapaði svo fyrir Marseille í Meistaradeildinni. Það segir samt mikið um yfirburði Chelsea fram að þessari lægð að liðið er aðeins tveim- ur stigum á eftir toppliði Arsenal þrátt fyrir að hafa tapað öllum þessum stigum. White Hart Lane er þó vænt- anlega síðasti staðurinn sem Totten- ham vildi fara á um þessa helgi en þar hefur liðið ekki unnið í heil fimm ár. með tak á Chelsea Þann 27. ágúst 2005 vann Chelsea sigur á Tottenham á White Hart Lane, 2–0. Spænski bakvörðurinn Asier Del Horno og Írinn Damien Duff sáu um markaskorun fyrir liðsmenn Jose Mourinho sem hömpuðu bikarnum annað árið í röð það tímabilið. Þetta var þó í síðasta skiptið í bili sem Chel- sea innbyrti sigur á White Hart Lane því síðan þá hafa þeir hvítu haft tang- arhald á Chelsea. Í síðustu fjórum viðureignum liðanna hefur Totten- ham unnið þrjá leiki og einu sinni hafa þau skilið jöfn að stigum. Chelsea þarf svo sannarlega á sigri að halda en heill mánuður er síðan Englandsmeistararnir unnu síðast leik í ensku úrvalsdeildinni. Þá lögðu þeir Fulham að velli, 1–0, á heima- velli en eftir það komu tvö töp í röð fyrir Sunderland og Birmingham og nú síðast tvö jafntefli í röð gegn New- castle og Everton. Á meðan Arsenal og Manchester United, sem einmitt mætast á mánudagskvöldið, virðast vera að ná flugi hefur Chelsea-vélin svo sannarlega hikstað. Carlo Ance- lotti, stjóri Chelsea, veit að sigur get- ur komið liðinu aftur í góða stöðu þar sem United og Arsenal mætast á mánudagskvöldið eins og áður segir. Verðum að bæta okkur Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur eðlilega verið brúna- þungur undanfarnar vikur. Hveiti- brauðsdagarnir með liðið eru svo sannarlega búnir en í fyrra gekk ein- faldlega allt upp og framan af þessu tímabili líka. Eftir tapið gegn Mars- eille í Meistaradeildinni í vikunni var Ítalinn margreyndi afskaplega ósátt- ur og fannst nóg komið af slöku gengi sinna manna. „Þetta var ekki frammistaðan sem ég vildi sjá,“ sagði Ítalinn í vikunni. „Fyrri hálfleikurinn var góður, sér- staklega varnarlega, en á heildina litið getum við gert mun betur. Varnarlega vorum við skipulagðir en sóknarlega verðum við einfaldlega að gera bet- ur. Við fengum ekki mörg færi en úr- slitasendingarnar og skotin verða að vera betri. Á heildina litið verðum við að bæta okkar leik því næst eigum við leiki við Tottenham, Manchester Uni- ted og svo Arsenal,“ sagði Ancelotti. Leikjadagskrá Chelsea er nefni- lega ekkert grín eins og Ancelotti kom inn á. Leikir gegn þremur af fimm efstu liðunum og það í einni mestu lægð sem Chelsea hefur upplifað í mörg ár. Hræðumst ekkert Tottenham situr í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá Manchester City sem er í hinu eftirsótta fjórða sæti sem gefur þátt- tökurétt í Meistaradeildinni. Totten- ham er nú þegar búið að leggja sterka andstæðinga að velli á tíma- bilinu, lið á borð við Evrópumeist- ara Inter og erkifjendurna í Arsen- al á útivelli. Leikmenn liðsins fagna því leiknum gegn Chelsea og vonast til að geta eyðilagt drauma þeirra um annan Englandsmeistaratitil í röð enn frekar. „Við vitum að Chelsea er frábært lið,“ segir vængmaðurinn öskufljóti, Aaron Lennon. „Við hræðumst Chel- sea samt ekkert. Við hræðumst bara ekkert. Við höfum sýnt það á tíma- bilinu að við getum spilað vel og því verðum við að halda áfram. Það hef- ur einkennt okkur að vera góðir gegn stóru liðunum og Chelsea er svo sannarlega eitt af þeim. Það er nátt- úrulega Englandsmeistari. Við höf- um samt haft tak á Chelsea hingað til á okkar heimavelli og ég sé enga ástæðu til þess að sleppa því taki,“ segir Lennon. Stórleikur helgarinnar í enska boltanum er viðureign Totten- ham og Chelsea á sunnudaginn. Englandsmeistarar Chelsea hafa ekki unnið leik í úrvalsdeildinni í mánuð. Þeirra bíður erfitt verkefni því Chelsea hefur ekki lagt Tottenham að velli á White Hart Lane í fimm ár. Verður desember engu skárri en nóvember hjá meisturunum? tómas þór þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Laugardagur 11. desember 15.00 Aston Villa – WBA 15.00 Everton – Wigan 15.00 Fulham – sunderland 15.00 stoke – Blackpool 15.00 West Ham – man. City 17.30 newcastle – Liverpool sunnudagur 12. desember 13.30 Bolton – Blackburn 13.30 Úlfarnir – Birmingham 16.00 Tottenham – Chelsea helgin gengur ekkert john Terry er kominn aftur í Chelsea en liðinu gengur illa að vinna leiki. gengur hann frá Chelsea? Gareth Bale hefur farið illa með bakverði á tímabilinu. Í sögubækurnar Pepe Reina hélt hreinu í hund- raðasta skiptið síðastliðinn mánudag. Liverpool heimsækir newcastle á laugardaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.