Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Page 94
Svali á FM957:
Kennir fólKi
Crossfit
94 fólKið 10. desember 2010 Föstudagur
sveinn Waage:
Bleikt.is
opnaður
Íslenski kvennavefurinn bleikt.is, vef-
ur fyrir drottningar, verður opnaður
í dag en spenna yfir opnun vefjarins
hefur stigmagnast. Nú þegar á síðan
rétt tæplega 5.400 vini á Facebook
þrátt fyrir að ekki hafi birst einn
stafkrókur. Hlín Einarsdóttir er ritstjóri
vefjarins en hún hefur verið dugleg
að skrifa pistla á Pressuna og vakið
mikla athygli. Mikið hefur gengið á í
undirbúningi vefjarins og varð Hlín
meðal annars fyrir því óláni að fara úr
axlarlið í viðtali á Bylgjunni. Hlín situr
fyrir á veggspjaldi til að kynna opnun
vefjarins ásamt Ásdísi Rán sem mun
skrifa á bleikt.is ásamt öðrum konum
sem ætla að skrifa um málefni fyrir
konur.
„Kjötar“
Nilla upp
Eftir að hinn ungi Níels Thibaud Gir-
erd sló í gegn með rímum sínum í
netsjónvarpi mbl.is fékk hann sinn
eigin þátt. Í nýjasta innslagi sínu
fer hann í þjálfun til einkaþjálfara
Íslands, Egils Einarssonar. „Ef þú ætlar
að vera banga einhverjar chicks þá
verður þú að kjöta þig upp,“ var það
fyrsta sem Egill sagði við Nilla. Egill
lét Nilla gera hinar ýmsu æfingar og
fóru þeir meðal annars í bekkpress-
una. Það kom fljótt í ljós að líkamlegir
burðir eru ekki sterka hlið Nilla en
hann náði ekki að lyfta nema 30
kílóum. Hann reyndi við 40 og 50 en
án árangurs. Það er því ljóst að Gillz á
erfitt verkefni fyrir höndum.
„Ég er búinn að æfa Crossfit núna
í tvö ár og fór til Englands að sækja
mér réttindi til að kenna þetta,“ seg-
ir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kalda-
lóns, betur þekktur sem Svali, sem
stýrir morgunþættinum Svali og fé-
lagar á FM957. Svali hefur unnið
á FM í nítján ár en nú ætlar hann
að kenna Crossfit samhliða þeirri
vinnu.
„Ég ætlaði fyrst að sækja um rétt-
indin bara til þess að hafa þau. En ég
er svo heppinn að hafa verið að æfa
með svo góðu fólki í Crossfit Reykja-
vík að ég ætla að fara að þjálfa þar.
Ég er búinn í útvarpinu á milli eitt
og tvö á daginn þannig að ég fer
að kenna eftir það,“ segir Svali, en
hvernig kynntist hann Crossfit fyrst?
„Það var nú bara skorað á mig
að mæta. Evert Víglundsson, Cross-
fit-kennari, sagði við mig í beinni
að ég væri ekki maður með mönn-
um nema ég væri í Crossfit. Sjálf-
um fannst mér nú bara tímaeyðsla
að labba þarna inn en ég ákvað að
taka áskoruninni. Svo var þetta ein-
faldlega svo skemmtilegt og í engu
samræmi við að fara í ræktina. Ég líki
þeim hlutum ekki einu sinni saman.
Það er íþróttafólk í Crossfit. Þarna
erum við að móta grunninn með æf-
ingum á borð við ólympískar lyfting-
ar og fimleika,“ segir Svali.
Útvarpsmaðurinn geðþekki er
fjögurra barna faðir og nú getur
hann farið að draga krakkana með
sér á æfingar. „Nú erum við að inn-
leiða „Crossfit kids“. Krakkar eru
með allt sem þarf í þetta innbyggt en
við þurfum bara að virkja það. Þessi
námskeið byrja í janúar þannig að
þá get ég farið að draga fjölskylduna
með,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, Svali
á FM957. tomas@dv.is
M aður tók undir sig stökk, í dúnúlpunni og með farangurinn á bakinu, og hljóp
þarna um flugvöllinn eins og gas-
ella,“ segir Sveinn Waage um það
þegar hann hitti Liverpool-goð-
sögnina Kenny Dalglish á flug-
vellinum í Manchester í vikunni.
Sveinn var staddur á Englandi þar
sem hann var fararstjóri Liverpool-
klúbbsins í ferð á leik Liverpool og
Aston Villa á mánudaginn.
„Við vorum á leiðinni heim, á
flugvellinum í þessari borg sem
maður reynir nú að eyða sem allra
minnstum tíma í. Eins og oft á
þessum flugvöllum þá var þarna
einhver jólasveinn að reyna að
selja manni miða í einhverju bíla-
happdrætti. Þar sem ég hafði smá
tíma til að drepa þá leyfði ég hon-
um að röfla aðeins í mér. Þá kom
félagi hans og sagðist hafa séð
Kenny Dalglish hjá „terminal“ níu.“
Sveinn var ekki lengi að rjúka
af stað eins og fyrr sagði og fann á
endanum kappann. „Ég veit ekki
hvað ég hljóp langt en það var
komið „go to gate“ hjá okkur. Ég
fann hann þarna og henti af mér
draslinu og svo var myndavélin rif-
in upp.“ Fyrir jafn heitan Liverpool-
aðdáanda og Svein er varla hægt
að hitta fyrir stærri stjörnu enda lét
Sveinn allar klisjurnar fjúka til að
fá mynd af sér með kappanum. „Ég
kom með línur eins og „Your bigg-
est fan from Iceland“ og svona. Ég
hugsaði bara á meðan „Hvað ertu
að segja?“ Sem betur fer átti hann
ekkert í Icesave.“
Sveinn hefur áður hitt margar af
skærustu stjörnum liðsins en hann
segir að það hafi verið toppurinn
að hitta Dalglish. „Ég hef borðað
með Ian Rush, Neil Ruddock, Phil
Thompson og John Aldridge og
það var ágætt en bara að hitta hann
toppaði það.“
Sveinn segir að ferðin hafi
heppnast einstaklega vel enda
unnu hans menn sannfærandi
3–0 sigur. Það var þó fimbulkuldi
í Bítlaborg og átti Sveinn meira að
segja erfitt með að klæða hann af
sér. „Ég var þarna í tveimur peys-
um, með húfu, vettlinga og í dún-
úlpunni en það vantaði samt ekki
ungar stúlkur í nárasíðum smápils-
um og engum sokkabuxum. Það
er eitt af undrum veraldar hvern-
ig þessar dömur klæða sig þarna í
kuldanum. Mjög fyndið að sjá þær
trítla þarna um á pinnahælum í
snjónum.“ asgeir@dv.is
Hljóp
DalglisH uppi
Sveinn Waage, einn heitasti Liverpool-
aðdáandi landsins, náði mynd af sér með
knattspyrnukappanum Kenny Dalglish á
flugvellinum í Manchester. Sveinn, sem er
tröll að burðum, hljóp eins og fætur toguðu
um flugvöllinn með farangurinn á bakinu.
Hann segir það eitt af undrum veraldar
hvernig ungar stúlkur í Liverpool-borg
klæði sig í kuldanum.
Sveinn og Kenny Á flugvellinum í Manchester.
Sveinn Waage Einn
heitasti Liverpool-
stuðningsmaður
landsins.
Útvarpsmaður í flottu formi Svali er
kominn með kennsluréttindi í Crossfit og
ætlar að kenna samhliða vinnu í útvarpi.