Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Page 96
n Jón Gnarr borgarstjóri opn-
aði Jólabæinn á Hljómalindarreit
við hátíðlega athöfn klukkan 15 á
fimmtudag. Með honum í för var
hans gamli félagi Sigurjón Kjart-
ansson en þeir gerðu það gott eins
og margir muna í grínþáttunum
Fóstbræðrum á sínum tíma. Það
var enginn skortur á fóstbræðrum
á Hljómalindarreit á fimmtudaginn
því Karlakórinn Fóst-
bræður söng fyrir við-
stadda sem gæddu
sér á heitu súkku-
laði. Í Jólabænum
verða verslanir og
sölubásar til jóla, auk
þess sem samfelld
viðburðadag-
skrá verður
þar og víð-
ar í mið-
borginni
á næst-
unni.
Ástin spyr ekki um
aldur!
Fóstbræður
opnuðu Jólabæ
n Veitingahúsaeigendurnir Simmi
og Jói ætla að standa fyrir tónleika-
röð á Hamborgarafabrikkunni í
desember. Áætlað er að fá marga af
eftirtektarverðustu tónlistarmönn-
um landsins til að spila á staðnum í
hádeginu. Jónas Sigurðsson hefur
þegar troðið upp með hljómsveit
sinni Ritvélar framtíðarinnar. Meðal
annarra sem koma fram í hádeg-
inu næstu daga eru Selma Björns,
Páll Óskar, Bjartmar og
Bergrisarnir, BlazRoca
og Klassart. Tónlist-
armaðurinn Jón
Jónsson mun
síðan halda
lokatónleikana
á Þorláks-
messu-
kvöld.
bJartmar
treður upp
n Tímaritið Séð og heyrt greinir frá
því í vikunni að Karl Th. Birgisson,
ritstjóri Herðubreiðar, sé á föstu
með Önnu Lilju Jóhannsdóttur
sálfræðinema. Nokkur aldursmun-
ur er á parinu, því ritstjórinn Karl
er 47 ára en Anna er 21
árs. Samkvæmt
Séð og heyrt hafa
þau verið saman
í nokkra mánuði
og segja kunn-
ugir að þau geisli
af ást. Karl hefur
vakið athygli fyrir
Orð skulu standa,
sem sýnt hefur
verið í Borgar-
leikhúsinu.
Karl th. með
Kærustu
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Áskriftarsíminn er 512 70 80
Fréttaskot 512 70 70
sólarupprás
11:06
sólsetur
15:34
Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi
bankastjóri Kaupthing Singer og
Fried lander og höfundur bókarinn-
ar Ævintýraeyjunnar hefur búið í
London undanfarin ár. Hann segist
í samtali við DV ekki vera á heimleið
á næstunni „þar sem hlutirnir væru
óljósir í augnablikinu.“ Hann kann vel
við sig í London þar sem hann starf-
ar sem ráðgjafi og vinnur jafnframt
að eigin verkefnum sem að hans sögn
„ganga ágætlega.“
Árið 2007 keypti Ármann 365 fer-
metra hús á Dyngjuvegi í Laugarás-
hverfinu fyrir 92 milljónir. Til stóð að
bæta tveimur hæðum við húsið og
með því stækka það um 270 fermetra
ásamt því að byggja tvöfaldan bílskúr
og breyta öllu innra skipulagi þess.
Framkvæmdir stóðu stutt og stöðvuð-
ust með öllu árið 2008 í miðju banka-
hruninu og hefur húsið því staðið
hálfklárað að utan og fokhelt að innan
nágrönnum til lítillar gleði. Nú hefur
orðið breyting þar á og und-
anfarna tvo mánuði hefur
sést til verkamanna að störf-
um á lóðinni. Ármann tjáði
blaðamanni að ekki væri
ætlunin að klára húsið
heldur væri aðeins verið
að klára það sem þyrfti
svo unnt yrði að fjar-
lægja vinnupallana og
þannig koma í veg fyr-
ir slysagildrur. Einnig
ætlaði hann að láta mála húsið
að utan svo það yrði ekki leng-
ur þyrnir í augum nágrannanna.
Aðspurður segist hann ekki
vita hvort hann selur
húsið og endurtek-
ur að hlutirnir séu
„óljósir hjá hon-
um í augnablik-
inu eins og hjá
fleirum.“
hanna@dv.is
Ármann Þorvaldsson ætlar ekki að snúa aftur til Ævintýraeyjunnar í bráð:
ánægður í london
Ekki á leiðinni heim Ármann
sagði að hlutirnir væri óljósir hjá sér
eins og fleirum í augnablikinu.