Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 3. janúar 2011 Mánudagur
Lækkar vexti þeirra sem töpuðu á peningamarkaðssjóðum:
Bankinn slær sérkjör af
Betra loft
betri líðan
Airfree lofthreinsitækið
• Eyðir frjókornum og svifryki
• Vinnur gegn myglusveppi og ólykt
• Eyðir bakteríum og gæludýraflösu
• Er hljóðlaust og sjálfhreinsandi
Hæð aðeins 27 cm
Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is
Að minnsta kosti átta af þeim sem
hafa væntanlega verið viðskiptavin-
ir vændiskonunnar Catalinu Mike
Ncogo frá Miðbaugs-Gíneu sluppu
við ákæru vegna kaupa á vændis-
þjónustu vegna þess að millifærsl-
ur frá þeim til hennar áttu sér stað
áður en vændiskaup voru gerð ólög-
leg í apríl 2009. Þetta kemur fram í
stimpluðu skjali frá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu sem DV hefur
undir höndum. Í skjalinu er grein-
ing á fjármálum vændiskonunnar á
tímabilinu frá janúar 2008 til febrúar
2009. Ellefu karlmenn voru fyrr á ár-
inu dæmdir til sektargreiðslu fyrir að
kaupa vændisþjónustu af Catalinu.
Catalina afplánar nú tæplega
fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa
haft milligöngu um og grætt á sölu
vændis sem þriðji aðili, fyrir aðild
að fíkniefnainnflutningi, líkamsárás
og brot gegn valdstjórninni. Skjalið
var unnið sem hluti af rannsókn lög-
reglunnar á Catalinu og umsvifum
hennar. Enginn af viðskiptavinum
Catalinu hefur verið nafngreindur í
fjölmiðlum svo vitað sé.
Frá 52 til 28 ára
Í skjali lögreglunnar er rætt um fjár-
mál Catalinu og inn- og útstreymi
af bankareikningi í hennar eigu.
Þar segir meðal annars að á tíma-
bilinu sé um að ræða innborgan-
ir upp á samtals 3,5 milljónir króna
og að mikið sé um ræða fjárhæðir á
bilinu 30 þúsund til um 200 þúsund
sem greiddar hafi verið með reiðu-
fé. Svo segir: „Einnig er þar að finna
millifærslur fyrir samtals 665.000 kr
þar sem kennitala þess er stendur að
millifærslunni kemur fram.“
Þar á eftir er upptalning á við-
skiptavinum Catalinu þar sem
kennitala þeirra og nafn kemur fram.
Um er að ræða sjö karlmenn og eitt
erlent fyrirtæki með innlenda kenni-
tölu. Fyrirtækið starfaði hér á landi
við húsbyggingar og hefur komið
að byggingu ýmissa mannvirkja síð-
astliðin ár. Einnig er greint frá upp-
hæðunum sem þessir viðskiptavin-
ir greiddu inn á reikning Catalinu.
Dæmi um færslu um tiltekinn mann í
skjali lögreglunnar er: „Greiðir samt.
120.000 kr í tveimur færslum í apríl.“
Á bilinu 25 til 40 þúsund
Í skjalinu kemur fram að kúnnar
Cata linu hafi greitt henni á bilinu
25 þúsund til 40 þúsund krónur fyrir
þjónustuna. „Samkvæmt upplýsing-
um ÁFD mun gjaldið fyrir þjónust-
una hafa verið kr. 40.000 ef stúlkan
kemur til kúnnans en kr. 25.000 ef
hann kemur til hennar.“ Greiðslurn-
ar voru væntanlega bæði fyrir kyn-
lífsþjónustu sem Catalina veitti sjálf
og eins fyrir þjónustu sem stúlkurnar
sem unnu fyrir hana veittu.
Lögreglunni fannst einkennilega
mikill munur á opinberum tekjum
Catalinu og útstreymis af reikningi
hennar. Einu opinberu tekjur hennar
voru rúmar 130 þúsund krónur sem
Hafnarfjarðarkaupstaður greiddi
henni í janúar og febrúar 2008. Á móti
þessum tekjum eru rekjanleg útgjöld
að fjárhæð rúmlega 10 milljónum
króna. Á meðal þessara útgjalda eru
innborganir á greiðslukortareikning
upp á 3,5 milljónir króna og greiðsl-
ur til erlendra kvenna upp á nokkur
hundruð þúsund krónur. Hugsanlegt
er að þar hafi Catalina verið að greiða
konunum sem unnu hjá henni.
Greitt með reiðufé
Þessi munur á útstreymi og inn-
streymi af reikningi Catalinu bend-
ir auðvitað til þess að yfirleitt hafi
kúnnar hennar greitt henni fyrir
kynlífsþjónustuna með reiðufé. Því
er ekki nokkur leið að ná utan um
tekjur Catalinu af vændisstarfsem-
inni með því eingöngu að skoða
bankayfirlit hennar. Hún hefur sjálf
sagt að hún hafi haft um sex millj-
ónir á mánuði upp úr krafsinu. Í ein-
hverjum tilfellum greiddu kúnnarn-
ir henni þó ekki með reiðufé heldur
millifærðu peninga af sínum eigin
reikningum og inn á hennar reikn-
ing. Með því að skoða þessar pen-
ingafærslur gat lögreglan fundið út
hverjir hefðu keypt kynlífsþjónustu
af Catalinu og enduðu nöfn þess-
ara manna í bókum lögreglunn-
ar. Sumir þeirra voru væntanlega
dæmdir á meðan aðrir, sem nýttu
sér þjónustu Catalinu fyrir setningu
vændislaganna í fyrra sluppu með
skrekkinn.
Átta af kúnnum
Catalinu sluppu
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
n Átta af kúnnum Catalinu eru nafngreindir í skjali frá lögreglunni n Versluðu við
vændiskonuna fyrir lagasetningu sem bannaði vændiskaup n Catalina nær tekju-
laus samkvæmt opinberum gögnum n Tíu milljónir fóru samt af reikningi hennar
„Greiðir samt.
120.000 kr. í tveim-
ur færslum í apríl.
Meiri tekjur Catalina virðist hafa verið með talsvert meiri tekjur en kom fram í opinberum
gögnum um hana. Nærri tíu milljóna króna munur var á útstreymi fjármuna af reikningi
hennar og opinberum tekjum á eins árs tímabili.
Leynigögn
Hamingjuóskir
frá sjálfum sér
Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík
sendi sjálfum sér afmæliskveðju á
Facebook-síðu sinni. Hann átti af-
mæli á sunnudag og varð þá fjörutíu
og fjögurra ára gamall. Með kveðj-
unni lét hann fylgja tengil á mynd-
band með lagi sem ber heitið Happy
birthday to me, eða Til hamingju
með afmælið ég. Viðbrögð lesenda
létu ekki standa á sér og rigndi
kveðjunum inn á síðuna, enda
borgarstjórinn fremur vinamargur á
Facebook.
Björgvin fékk
fálkaorðu
Forseti Íslands sæmdi tólf einstakl-
inga heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu á nýársdag. Meðal þeirra
var söngvarinn Björgvin Halldórs-
son sem fékk riddarakross fyrir
framlag sitt til íslenskrar tónlistar.
Aðrir sem fengu orðu voru Ágústa
Þorkelsdóttir bóndi, Bryndís Halla
Gylfadóttir sellóleikari, Dóra Guð-
björt Jónsdóttir gullsmiður, Jón Karl
Karlsson fyrrverandi verkalýðsleið-
togi, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
fyrrverandi sveitarstjóri, oddviti og
alþingismaður, Karl M. Guðmunds-
son fv. íþróttakennari og fræðslu-
stjóri ÍSÍ, María Jóna Hreinsdóttir
ljósmóðir, Pétur Gunnarsson rithöf-
undur, Ragnar Guðni Axelsson ljós-
myndari, Rannveig Löve fyrrverandi
kennari og Sigurgeir Guðmunds-
son formaður Slysavarnarfélagsins
Landsbjargar.
Landsbankinn hefur slegið af sérkjör
þeirra innistæðueigenda sem töp-
uðu peningum í peningamarkaðs-
sjóðum gamla Landsbankans. Við-
skiptavinir Landsbankans fengu bréf
dagsett 28. desember þar sem þeim
var tilkynnt að 3,95 prósenta vaxta-
kjör þeirra yrðu lækkuð niður um
hálft prósentustig eða í 3,45 prósent.
Í bréfinu til viðskiptavinanna seg-
ir orðrétt: „Þegar Peningamarkaðs-
sjóðir Landsbanka Íslands hf. voru
gerðir upp í lok október 2008 var
innistæða þín lögð inn á Sparireikn-
ing P með tímabundnum sérkjör-
um. Reikningurinn ber í dag 3,95%
vexti. Nú hefur verið tekin ákvörðun
um að loka fyrir frekari innborganir
á Sparireikning P, þar með talið laun
og reglubundinn sparnað frá og með
21. janúar 2011. Frá þeim degi mun
innistæða þín á Sparireikningi P bera
sömu vexti og efsta þrep Vaxtareikn-
ings Landsbankans, sem í dag eru
3,45 prósent.“
í bréfinu eru viðskiptavinirnir,
sem notið hafa þessara kjara í um tvö
ár, hvattir til þess að gera viðeigandi
ráðstafanir. Þeir geti farið í sitt útibú
til að stofna nýjan sparnaðarreikning
eða gert það í gegnum einkabanka
Landsbankans.
DV ræddi við innistæðueiganda
í Landsbankanum sem var virkilega
ósáttur við hvernig bankinn hegðaði
sér í þessu máli. Þeir sem notið hefðu
þessara vaxtakjara ættu það sameig-
inlegt að hafa tapað allt upp í þriðj-
ungi innistæðna sinna í peninga-
markaðssjóðum og fengið þessi kjör í
einhvers konar sárabætur. Viðskipta-
vininum sárnaði að í sama bréfi og
vaxtakjör væru skert, skyldi tekið
fram að bankinn legði mikla áherslu
á góða þjónustu við viðskiptavini
sína.
Landsbankinn Viðskiptavinir sem áður
fengu 3,95 prósent vexti þurfa nú að láta sér
3,45 prósent vexti að góðu verða.