Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 15
Reglur um útsölur Neytendasamtökin minna neytendur á reglur
sem fyrirtæki verða að fylgja við útsölur. Ein þeirra er að ef vara er auglýst á
tilboði eða útsölu verður hún að hafa verið í boði á „venjulegu“ verði áður. Ekki
má skella tilboðsmiða á vöru nema um raunverulegt tilboð sé að ræða. „Ef vara
hefur verið seld á lækkuðu verði í sex vikur má ekki lengur tala um lækkað verð
eða afslátt. Ef seljandi auglýsir lækkað verð verður hann að geta sýnt fram á
að verðið hafi verið hærra áður. Ekki má tala um rýmingarsölu nema að verslun
hætti eða að sölu á ákveðnum vöruflokki sé hætt,“ segir á ns.is. Enn fremur
segir að ekki megi nota orð eins og gjöf eða ókeypis þegar kaupauki fylgi vöru.
Erfðabreytt matvæli merkt Á Þorláks-
messu undirritaði Jón Bjarnason nýja reglugerð um merkingar
á erfðabreyttum matvælum og fóðri. Reglugerðin tekur gildi
í byrjun ágúst. Neytendasamtökin greina frá þessu og fagna,
enda er um að ræða mál sem samtökin hafa barist fyrir árum
saman. „Eftir tilkomu þessarar reglugerðar geta neytendur
sjálfir ákveðið hvort þeir vilja kaupa erfðabreytta vöru eða ekki.
Það sama gildir um bændur hvað varðar það fóður sem þeir
kaupa,“ segir á heimasíðu samtakanna, ns.is.
Neytendur | 15Mánudagur 3. janúar 2011
Á þessu ári verður dýrara að taka
strætó en í fyrra, það verður dýrara
að flytja inn bíla nema þeir séu sér-
lega sparneytnir, verð á bensíni og
dísilolíu hækkar og stór sveitarfélög
hækka útsvarið. Þá hækkuðu gjald-
skrár leikskóla og frístundaheim-
ila núna um áramótin auk þess
sem raforkuverð hækkar víða, svo
eitthvað sé nefnt. Fyrir flest heim-
ili þýðir þetta að útgjöldin á árinu
hækka og fólk hefur enn minna á
milli handanna en í fyrra.
DV hefur tekið saman það helsta
sem hækkar núna í upphafi árs.
Dýrara í leikskóla
Eftir að gjaldskrá leikskóla Reykja-
víkur hafði staðið óbreytt í tvö ár
ákváðu Besti flokkurinn og Samfylk-
ingin að hækka verðin. Einhverjar
hækkanir eru víðs vegar um landið.
Við breytinguna í Reykjavík hækkar
fæðis- og námsgjald í 4 til 8 stundir
um 5,35%. Hjón eða sambúðarfólk
greiða núna rúmum 1.100 krónum
meira á mánuði fyrir barn sem er
í átta stunda vistun. Gjaldið fer úr
20.655 krónum í 21.760 krónur, svo
dæmi sé tekið. Ef annað foreldrið er
í námi hækka leikskólagjöldin um
4.961 krónu á mánuði eða úr 16.799
krónum í 21.760. Það fæst því eng-
inn afsláttur af leikskólagjöldum ef
annað foreldrið er í námi. Þá er ekki
lengur frítt fyrir annað barn á leik-
skóla – afslátturinn fer úr 100 pró-
sentum í 75 prósent. Frítt er fyrir
þriðja og fjórða systkini, þar sem því
er að dreifa.
Hækkun á ári: 59.532 kr. – fyr-
ir sambúðarfólk með eitt barn þar
sem annað foreldrið er í námi.
Líka dýrara á frístundaheimili
Það verður líka dýrara að vista
börn á frístundaheimilum og
klúbbum í Reykjavík. Gjaldið
hækkar um 20 prósent og síðdegis-
hressing um 35 prósent. Þetta þýð-
ir að verð fyrir fólk með eitt barn
í fimm daga vistun hækkar um
2.425 krónur með síðdegishress-
ingu, úr 10.515 krónum í 12.940
krónur. Breytingin tekur gildi 1.
febrúar en á vef borgarinnar seg-
ir að gjaldskráin hafi verið óbreytt
síðastliðin þrjú ár.
Hækkun á ári: 29.100 kr. – fyrir
hjón með barn á frístundaheimili.
Hærri vörugjöld
Svokölluð vörugjöld, sem lögð eru á
nýja bíla við innflutning, taka breyt-
ingum nú um áramótin. Fyrirkomu-
lag á bifreiðagjöldum mun líka
breytast. Bæði þessi gjöld verða hér
eftir lögð á bíla eftir því hversu mik-
ið af koltvísýringi þeir gefa frá sér í
akstri á hvern kílómetra. Þetta þýð-
ir að þeir bílar sem menga meira,
til dæmis jeppar, verða dýrari í
innkaupum. Þetta miðar að því að
hvetja fólk til að kaupa sparneytn-
ari bíla og draga þannig úr mengun.
Fleiri gjöld leggjast nú á bif-
reiðaeigendur. Þannig leiða aukn-
ar álögur á eldsneyti til fimm króna
hækkunar, að lágmarki. Hins veg-
ar hefur verið bent á að hækkunin
verði heldur meiri þegar virðisauka-
skattur leggst á hækkunina og muni
nema sex til sjö krónum. Því til við-
bótar er spáð að svokallað heims-
markaðsverð á olíu fari enn
hækkandi – því má búast við
enn meiri hækkunum á elds-
neyti.
Dýrara í strætó
Stakt fargjald fyrir börn og
unglinga í strætó hækkaði
um 250 prósent um ára-
mótin. Frá árinu 2007
hefur kostað 100 krón-
ur fyrir ungmenni að
kaupa staka ferð
en nú mun farið
kostar 350 krón-
ur. Almenn far-
gjöld fyrir full-
orðna hækka
úr 280 krón-
um í 350 krón-
ur. Hækkunin
nemur 25 pró-
sentum. Þetta er
gert til að mæta
því að far-
gjaldatekjur
Strætó hafa rýrn-
að um helming að
raunvirði frá því
Strætó bs. var stofn-
að árið 2001 – að
því er segir á bus.is.
Fargjöldin hafi ekki
haldist í hendur við
verðlag. Þá kemur
fram að sveitarfélögin
á höfuðborgarsvæð-
inu muni jafnframt
draga úr framlögum
sínum til Strætó bs. á
þessu ári.
Tímabilskort hækka
hlutfallslega minnst
eða á bilinu 14 til 15
prósent. Minnst hækk-
un verður þannig á 20
miða kortum barna og
ungmenna. Börn sex
til tólf ára geta keypt 20
miða kort þar sem ferðin
kostar 40 krónur en ung-
menni 12 til 18 ára greiða
105 krónur á ferð þeg-
ar 20 miða kort er keypt.
Þá miðast afsláttur eldri
borgara við 70 ár í stað 67.
Hækkun á ári:
26.000 kr. – fyrir ung-
menni sem kaupir tvö stök för í
viku.
Áfengi og tóbak hækkar enn
Hækkanirnar eru fjarri því upp tald-
ar. Orka kostar meira á nýhöfnu ári
en því síðasta. Þannig hækkuðu
gjaldskrár RARIK, eða Rafmagns-
veitna ríkisins, um 8,3 prósent um
áramótin auk þess sem dreifingar-
taxti Orkubús Vestfjarða hækkaði
um 6 prósent.
Áfengi hækkar nú í fjórða sinn á
tveimur árum. Léttvín hækkar um
fjögur prósent eins og bjór auk þess
sem sterkt vín hækkar um 1 pró-
sent. RÚV greindi frá því á dögun-
um að margar tegundir hafi hækkað
um allt að 50 prósent frá árinu 2008
– áður hafi áfengisgjald hækkað
um 12,5 prósent, svo 15 prósent og
þá 10 prósent áður en þessi 4 pró-
sent hækkun kom til. Loks hækkar
tóbaks gjald um 3 prósent.
Útsvarið hækkar líka
Enn má telja til hækkanir. Sum
stóru sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu hækka útsvar á þessu ári.
Fjögur af hverjum fimm sveitar-
félögum eru með útsvarsprósent-
una í hámarki, eða 13,28 prósent.
Reykjavík, Seltjarnarnes, Garða-
bær og Mosfellsbær hafa öll svig-
rúm til hækkana en bæjarstjórn
Garðabæjar ætlar að halda útsvar-
inu í 12,46 prósentum. Þá hefur
Sandgerðisbær ákveðið að hækka
útsvarið. Sá sem hefur 4 milljón-
ir í árslaun greiðir nú 33 þúsund
krónum meira í útsvar ef hann býr í
Reykjavík en Garðabæ.
Þá má nefna að fjármagnstekju-
skattur og tekjuskattur fyrirtækja
hækkar í 20 prósent og erfðafjár-
skattur tvöfaldaðist nú um áramót-
in. Fjármagnstekjuskattur einstakl-
inga hækkar úr 18 í 20 prósent en
sú hækkun á að skila 1,5 milljörðum
króna í ríkiskassann á árinu. Tekju-
skattur fyrirtækja hækkar einnig úr
18 í 20 prósent. Þá hækkar hinn ný-
legi auðlegðarskattur úr 1,25 pró-
senti í 1,5 prósent.
Erfðafjárskattur hækkar úr 5 pró-
sentum í 10 prósent. Þannig greið-
ir sá sem erfir milljón 100 þúsund í
skatt í stað 50 þúsund króna áður.
Ljóst má vera að árið 2011 verð-
ur mörgum neytendum þungt fjár-
hagslega. Þeir geta þó kannski hugg-
að sig við að skilagjald fyrir einnota
umbúðir hækkar úr 12 krónum í 14
– það er ef til vill ljósið í myrkrinu.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
2011 verður
mun dýrara
n Skattar á bensín hækka n Gjaldskrár leikskóla og frístundaheimila
hækka n Dýrara er að flytja inn bíla n Miklu dýrara fyrir börn í strætó
Meiri hækkun Álögur á
áfengi og tóbak hækkuðu
enn um áramótin.
Bagginn þyngist
Fjölmargir kostnaðarliðir
hækkuðu nú um áramótin. Víða
hækkaði útsvar og rafmagn,
svo eitthvað sé nefnt.
„Ljóst má vera að
árið 2011 verð-
ur mörgum neytendum
þungt fjárhagslega.