Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 3. janúar 2011 Mánudagur Kaupmáttur rýrnar minnst hjá lágtekjufólki en mest hjá hátekjufólki: 15 prósent kaupmáttarrýrnun Frá 2008 til 2009 rýrnuðu tekjur hjóna og fólks í sambúð um fimmt- án prósent. Tekjur þeirra lægst laun- uðu lækkuðu minnst en tekjur fólks í efsta tekjuhópnum lækkuðu mest. Skattkerfið hafði talsverð áhrif á kaupmáttarskerðingu fjölskyldna í landinu, en hjá þeim sem lægst laun hafa dró skattkerfið úr kaupmáttar- rýrnuninni. Nemur kaupmáttarrýrn- un tíu prósent tekjulægstu heimil- anna 6,6 prósentum eftir skatt. Þetta kemur fram í fréttabréfi Þjóðmála- stofnunar þar sem rýnt er í tölur frá Ríkisskattstjóra. Fjármagnstekjur lækkuðu umtalsvert meira á sama tímabili, eða um 36 prósent að raun- virði. Í fréttabréfinu segir að á heildina litið sé ljóst að breytingar á skattkerf- inu hafi mildað kjaraskerðinguna á árinu 2009 fyrir hátt í 70% heimila, og þá mest í lægstu tekjuhópunum. Ef launafólki er skipt niður í tíu hópa eftir tekjum kemur í ljós að kjara- skerðingin eykst aðeins hjá þremur tekjuhæstu hópunum, og þá mest hjá þeim allra tekjuhæstu. Fer kaup- máttarrýrnunin hjá þeim hópi úr 23,8 prósentum fyrir skatt upp í 28,2 prósent eftir skatt. Kaupmáttur tuttugu prósent tekjulægstu heimilanna í landinu er sambærilegur því sem hann var á ár- unum 2006–2007. Hefur því kaup- máttur þeirra tekjulægstu færst aftur um 2 til 3 ár. Flestir tekjuhærri hóp- arnir verða fyrir kaupmáttarrýrn- un sem gerir kaupmátt þeirra sam- bærilega á við það sem hann var árið 2005. Talsvert meiri kaupmáttarrýrn- un á sér stað hjá tíu prósent tekju- hæstu heimilanna í landinu, en er kaupmáttur þeirra heimila álíka og hann var árið 2003. Sá hópur hefur þó talsvert meiri kaupmáttaraukn- ingu frá árinu 2000, eða um 37–38 prósent samanborið við 16–18 pró- senta kaupmáttaraukningu hinna hópanna. adalsteinn@dv.is Kaupmáttarrýrnun Minnst rýrnar kaupmáttur tekjulægstu heimilanna, eða um 6,6 prósent. Breytingar á vef ja.is: Lokað á Nova „Við hjá Já viljum gjarnan gera við- skiptavinum okkur kleift að senda ókeypis SMS af vefnum okkar, en það krefst eins og gefur að skilja samstarfs við símafyrirtækin,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Já en um ára- mótin hætti að vera hægt að senda SMS af vefnum ja.is í síma hjá símafyrirtækinu Nova. „Við höfum undanfarna mánuði prófað að selja auglýsingar með SMS-skeyt- unum en þær tekjur hafa því mið- ur ekki staðið undir væntingum okkar og Nova. Ég tek það fram að við eigum í góðu samstarfi við Nova en við getum ekki greitt með þessari þjónustu og því bendum við notendum ja.is á heimasíðu Nova, nova.is, ef þeir vilja senda ókeypis SMS til viðskiptavina Nova. Vetrarflug Air Berlin Tina Birke, talsmaður Air Berlin- flugfélagsins, útilokar ekki að fé- lagið hefji reglubundnar ferðir á milli Íslands og annarra áfanga- staða sinna yfir vetrartímann. Hingað til hefur félagið eingöngu flogið til Íslands á sumrin og hefur verið góður stígandi í umsvifum þess hér á landi. Fréttavefurinn turisti.is greindi fyrst frá þessu. Flugfélagið er annað stærsta flug- félag í Þýskalandi á eftir Luft- hansa. Félagið hefur 153 flugvélar í sinni þjónustu og flýgur til 146 áfangastaða víðsvegar um heim- inn. Félagið er jafnframt hluti af OneWorld-samstarfinu sem mörg af stærstu flugfélögum heims taka þátt í. Nær ekkert svifryk Styrkur svifryks var undir heilsu- verndarmörkum á fyrsta degi ársins í Reykjavík. Mældist þó svifryk við Grensásveg og við Blesugróf tals- vert yfir heilsuverndarmörkum á miðnætti. Loft var þó ferskt og tært í borginni þegar leið á daginn en bíla- umferð var hverfandi. Loftmengun mældist vart í borginni klukkan 14 á laugardag. Til samanburðar mældist svifryk á nýársdag 2010 vel yfir sól- arhringsmörkum, eða 225 míkró- grömmum á rúmmetra. Steinþór Stefánsson bjargaði lífi fjögurra ungmenna á sunnudags- morgun þegar hann gekk fram hjá brennandi húsi á Akureyri klukkan rúmlega sjö um morguninn. Hann hringdi í neyðarlínuna sem kallaði til slökkvilið en hófst að því loknu sjálfur handa við að reyna að vekja fólkið sem var í húsinu. Hann barði á glugga og veggi hússins í von um að einhver myndi vakna. Það tókst og náði hann að vekja tvo karlmenn sem sváfu á neðri hæð hússins. Slökkviliðið, sem var aðeins fjórar mínútur á vettvang, segir manninn vera sannkallaða hetju. Sjálfur segist hann ekki vilja gera mikið úr hetjudáð sinni. Barði á glugga „Ég þarf nú ekki mikið að gorta mig af þessu,“ segir Steinþór þegar hann er beðinn um að lýsa atvikinu. „Ég var bara í smá heilsubótargöngu og svo heyri ég í reykskynjaranum og geng á hljóðið. Þá sé ég þennan ægilega reyk þannig að ég fer í það að reyna að vekja fólkið sem var í húsinu. Það kom einn strax út og svo náði ég að berja á glugga til að vekja annan,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá slökkvi- liðinu á Akureyri hringdi Steinþór at- vikið inn um tuttugu mínútur yfir sjö á sunnudagsmorgun. Steinþór sem sjálfur hafði enga fyrri reynslu af björgunarstörfum brást hárrétt við, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri. Hann fór ekki sjálfur inn í húsið en mikill reykur var kominn um allt húsið. „Það var svo fullt af reyk að þegar drengurinn vakn- aði og opnaði hurðina þá lagði maður nú ekki í það að fara þangað inn,“ seg- ir hann en hann þekkir fólkið sem býr í húsinu ekki neitt. Steinþór segir það hafa verið einskæra tilviljun að hann hafi verið á gangi þarna um morgun- inn og að hann hafi ákveðið að ganga þessa leið. Sofnaði brosandi „Maður sofnaði með bros á vör eftir að það var allt í lagi með fólkið,“ seg- ir hann aðspurður um hvernig til- finningin væri að byrja árið með því að bjarga fjórum mannslífum. „Nei, ekki neitt, ekkert meira en maður hef- ur heyrt svona um hvað þessi reykur er skuggalega hættulegur,“ segir hann aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann kynnt sér hvernig á að bregð- ast við þegar kviknar í. „Ég lagði bara áherslu á að vekja þau. Þegar mér varð ljóst að þau hefðu vaknað þá – ég svo sem veit ekki hvað maður hefði gert, ætli maður hefði ekki örugglega asnast til að hlaupa þangað inn hefðu þau ekki vaknað.“ Bæði slökkviliðsmenn og lögreglu- menn sem voru á vakt á sunnudags- morgun segja að Steinþór hafi unnið mikla hetjudáð. „Ég er svo innilega sammála því að þessi maður er mik- il hetja. Hann bjargar mannslífum hérna, og ég er ekki að tala um eitt eða tvö, hann bjargar þarna fjórum manneskjum,“ segir slökkviliðsmað- ur sem sinnti útkallinu. Líðan fólks- ins er góð en þau voru öll fjögur flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Voru þau öll með minniháttar reykeitrun. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is n Maður bjargaði fjórum úr brennandi húsi n „Sýndi hárrétt viðbrögð,“ segir slökkviliðsmaður n „Maður sofnaði með bros á vör,“ segir hetjan„Ég þarf nú ekki mikið að gorta mig af þessu. Bjargaði fjórum úr brennandi húsi Hetjan Reyk lagði á móti Steinþóri þegar hann kom að húsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.