Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 3. janúar 2011 Mánudagur Valdatíð Kennedy-fjölskyldunn- ar í Washington er nú lokið, í það minnsta um sinn. Fulltrúadeild- arþingmaðurinn Patrick Kennedy mun hætta þingmennsku nú um áramótin, en hann ætlar að einbeita sér að því að safna fé sem verja á til rannsókna á heilasjúkdómum. Fað- ir hans, Edward Kennedy, lést ein- mitt eftir baráttu við heilakrabba- mein sem greindist árið 2008. Hann var þar með næstsíðasti meðlim- ur Kennedy-fjölskyldunnar til að kveðja Washington á undan syni sínum. Þegar Edward, eða Teddy eins og hann var kallaður, lést í fyrra hafði hann verið öldungadeildar- þingmaður fyrir Massachusetts-ríki síðan árið 1962 eða í 47 ár. Hafa verið í Washington síðan 1947 Það var eldri bróðir Teddys Kenne- dys, John Fitzgerald Kennedy, sem hóf vegferð Kennedy-fjölskyldunn- ar í Washington þegar hann var kjörinn í fulltrúadeild bandaríska þingsins árið 1947, þá aðeins þrí- tugur að aldri. Hann var síðan kos- inn á öldungadeildarþingið árið 1953 og þar starfaði hann uns hann sigraði Richard Nixon í forseta- kosningum árið 1960. Kennedy tók við embætti forseta Banda- ríkjanna í byrjun árs 1961 en var myrtur í Dallas þann 22. nóvember árið 1963. Enn þá er deilt um hvað gerðist þann örlagaríka dag í Dallas og ljóst er að öll kurl eru ekki enn komin til grafar, þó að fullyrt sé í rannsóknarskýrslu um málið að Lee Harvey Oswald hafi verið einn að verki. Það voru aðeins tvö ár, 1960– 1962, þar sem enginn meðlimur Kennedy-fjölskyldunnar átti sæti í öldungadeildinni. Þegar John F. Kennedy varð forseti fékk hann Robert bróður sinn til að sitja í rík- isstjórn sinni, en hann var dóms- málaráðherra frá 1961 til 1964. Robert varð síðar öldungadeildar- þingmaður fyrir New York-ríki, en þeirri stöðu gegndi hann frá 1965 og allt þar til hann var myrtur árið 1968, þegar hann sóttist eftir út- nefningu demókrata til forseta- framboðs. Joseph Kennedy byggði upp veldið Það var faðir þeirra Johns, Roberts og Edwards sem lagði grunninn að glæstum stjórnmálaferli sona sinna. Hann tók við viðskiptaveldi föður síns í byrjun 20. aldar og færði út kvíarnar og varð einn rík- asti maður Massachusetts. Marg- ar sögusagnir hafa verið um hvaða brögðum Joseph beitti til að öðlast auð sinn, meðal annars var hann sakaður um víðtæk mafíutengsl og innherjaviðskipti í þann mund sem kreppan mikla skall á árið 1929. Náði hann þar að bjarga fjármála- veldi sínu og bæta við auð sinn í kjölfarið, þegar hann gat keypt upp fyrirtæki sem skyndilega voru orð- in verðlaus. Hetjudáð í heimsstyrjöldinni Joseph ætlaðist ætíð til mikils af son- um sínum og var þess fullviss að einn þeirra yrði einhvern tímann forseti Bandaríkjanna. Upphaflega var elsti sonurinn, Joseph yngri, þeirra lík- legastur en það breyttist skyndilega þegar flugvél hans var skotin niður er hann gegndi herskyldu í bandaríska flughernum í seinni heimsstyrjöld- inni. Þá tók John við keflinu en fer- ill hans var ævintýri líkastur. Hann barðist einnig í síðari heimsstyrjöld- inni þar sem hann var skipstjóri á PT-109-tundurspilli með 13 manna áhöfn. Árið 1943 lenti áhöfn Johns í ógöngum þegar tundurspillirinn var sprengdur í tvennt í Kyrrahafinu skammt frá Salómonseyjum. Tveir létust í sprengingunni en Kennedy náði að safna saman eftirlifandi með- limum áhafnarinnar á brot af skip- inu. Á því broti komst svo áhöfnin á eyðieyju sem var í nokkurra kílómetra fjarlægð. Áhöfninni var bjargað sex dögum síðar. Fyrir þetta afrek fékk John æðstu orðu bandaríska hersins fyrir hug- rekki og óhætt er að segja að ímynd hans sem stríðshetju hafi hjálpað til við að koma pólitískum ferli hans af stað. Hann var kominn til Washing- ton sem fulltrúadeildarþingmaður tveimur árum eftir stríðslok. Ættinni til skammar Eins hetjuleg og afrek Johns kunna að hljóma var ekki eins farið með Ed- ward. Hann gekk í herinn árið 1951 þegar Kóreustyrjöldin stóð sem hæst. Edward leist illa á að fara á vígvöllinn og notaði pólitísk tengsl föður síns til þess að vera skipaður í skrifstofu- stöðu hjá Atlantshafsbandalaginu í París. Þegar hér var komið sögu hafði Edward einnig verið vikið úr Harvard- háskóla fyrir svindl, en hann fékk skólafélaga sinn til að taka próf fyrir sig gegn greiðslu. Eftir að herskyldu hans lauk fékk hann aftur inngöngu í skólann og fór að ganga betur. Hann útskrifaðist svo sem lögfræðingur frá Virginíu-háskóla og hóf síðan afskipti af stjórnmálum. Eins og áður segir tók hann við öldungadeildarþingsætinu sem John átti áður, árið 1962. Eftir að báðir bræður Edwards höfðu verið myrtir litu margir til hans og vonuðust til þess að hann gerði atlögu að forsetaembættinu. Þeir draumar hurfu eins og dögg fyr- ir sólu árið 1969, þegar Edward ók bíl sínum út af brú hjá Chappaquidd- ick-eyju, nálægt ættaróðali Kennedy- fjölskyldunnar í Martha's Vineyard. Bíllinn lenti í vatninu og slapp Ed- ward ómeiddur. Með honum í för var hins vegar 28 ára gömul kona, Mary Jo Kopechne, sem hafði starf- að á kosningaskrifstofu Roberts. Ed- ward flúði af vettvangi, en líklegt þyk- ir að hann hafi ekið undir áhrifum áfengis . Edward tilkynnti ekki um slysið fyrr en degi síðar, en þá hafði lík Kopechne þegar fundist. Atvikið vakti mikla athygli í Banda- ríkjunum og víðar, og var talið að möguleikar Edwards til að verða for- seti væru þar með taldir. Það reyndist rétt, Edward gerði einu sinni tilraun til að fá útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi árið 1980, en tapaði þeirri baráttu fyrir Jimmy Carter. Bölvun og framtíð Kennedy- fjölskyldunnar Í Bandaríkjunum er mönnum tíðrætt um bölvun Kennedy-fjölskyldunnar. Hér hefur þegar verið minnst á dauða Josephs yngri í síðari heimstyrjöld- inni, sem og morðin á þeim John og Robert. Þá hafa tveir synir Roberts einnig látist fyrir aldur fram, David, lést úr of stórum skammti eiturlyfja árið 1984 og Michael lést í skíðaslysi árið 1997. Kyntáknið, John F. Kennedy yngri, sem var talinn til Íslandsvina, lést einnig í dularfullu flugslysi nálægt Martha's Vineyard árið 1999. Ómögulegt er að segja til um pól- itíska framtíð Kennedy-fjölskyldunn- ar. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru þó ekki bjartsýnir fyrir hennar hönd. Í raun má telja ótrúlegt að Patr- ick, sem nú er að kveðja stjórnmálin, hafi náð jafnlangt og raun ber vitni en hann hefur lengi barist við eitur- lyfja- og áfengisfíkn. Helstu vonir fjöl- skyldunnar eru nú bundnar við Joe Kennedy, elsta son Roberts, en hann var fulltrúadeildarþingmaður um 12 ára skeið, frá 1987 til 1999. Vonast var til þess að hann byði sig fram til öld- ungadeildarinnar þegar næst verð- ur kosið árið 2013. Í nóvember í fyrra gaf hann hins vegar út yfirlýsingu þess efnis, að hann hefði engan áhuga á að bjóða sig fram. Kennedy-fjölskyldan kveður Washington n Með brotthvarfi Patricks Kennedys úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings lýkur valdatíð Kennedy-fjölskyldunnar í Washington n Fjölskyldan hefur átt fulltrúa þar síðan 1947 n Ótrúleg saga sigra, vonbrigða og jafnvel bölvunar Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Það var faðir þeirra Johns, Ro- berts og Edwards sem lagði grunninn að glæst- um stjórnmálaferli sona sinna. Forsetinn með feðgum Hér má sjá forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, ásamt feðgun- um Teddy og Patrick Kennedy. Teddy lést í fyrra og nú hefur Patrick sagt skilið við stjórnmálin. Forseti John F. Kennedy á PT-109-tundurspillinum sem var sprengdur í loft upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.