Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 3. janúar 2011 Mánudagur
L
ér konungur, sem Þjóðleikhús-
ið frumsýndi annan í jólum,
er einn fjögurra harmleikja
Shakespeares frá fyrstu árum
seytjándu aldar. Hinir eru Hamlet,
Óþelló og Macbeth. Þessir fjórir leikir
eru með stórbrotnustu skáldverkum
allra tíma, ef ekki þau stórbrotnustu.
Hvers vegna segi ég það? Jú, vegna þess
að í þeim getur mannkynið þekkt sjálft
sig – ef það kærir sig nokkuð um að
þekkja sjálft sig. Þeir fjalla allir um fólk
sem missir stjórn á tilfinningum sín-
um og hugsunum, brjálast í einhverj-
um skilningi þess orðs. Ástin er mið-
læg í þeim, eða öllu heldur ástarþörfin.
Sumir segja að öll sálfræði nútímans
eigi upphaf sitt í þeim; að hún byrji þar
og endi líka; að við verðum aldrei svo
fróð um sjálf okkur að við finnum þar
ekki eitthvað nýtt.
Charles Lamb, einn af merkustu
bókmenntamönnum Breta á rómant-
íska tímanum, hélt því fram að Lér
konungur væri óleikanlegt verk. Það
væri fyrst og fremst skrifað fyrir leik-
svið hugans og gæti aðeins notið sín á
því. Ef ég man rétt var Goethe á svip-
aðri skoðun. Þá rekur A.C. Bradley í
klassískri bók sinni um harmleikina frá
1904 allar þær veilur sem hann finnur
á verkinu, sem leikriti, og þær eru ekki
fáar. Þeir, sem eru ósammála, benda
gjarnan á það, hversu oft leikurinn hafi
verið sýndur, einkum á síðustu öld,
hversu vinsæll hann hafi verið af fræg-
um leikurum og leikstjórum.
Ég verð að játa að í þessu efni hall-
ast ég mjög á sveif með Lamb og Bradl-
ey . Þegar ég les verkið nú verkar það á
mig sem formtilraun sem gengur ekki
fyllilega upp í trúverðugu sviðsverki.
Þarna slær saman klassískum harm-
leik, farsa, trúarlegum táknleik, meló-
dramatískum reyfara og ævintýralegri
riddarasögu í þeim rómantíska mið-
aldaanda sem Shakespeare hallaði sér
að undir lokin á ferli sínum. Banda-
ríski bókmenntaprófessorinn Marjorie
Garber gerir ágæta grein fyrir þessu í
einni bestu bók, sem skrifuð hefur ver-
ið um leikrit Shakespeares á síðari tím-
um, Shakespeare After All. Ég hef séð
nokkrar sýningar á leiknum, en enga
sem mér hefur fundist verulega góð.
Á því er þó ekki vafi, að snjallir leikarar
geta gert sér mikinn mat úr helstu hlut-
verkum, einkum auðvitað kóngi sjálf-
um, dætrum hans þremur, fíflinu og ill-
menninu Játmundi.
Það er ástralskur leikstjóri, Benedict
Andrews, sem setur leikinn upp hér og
nú. Hann hefur leikstýrt mikið í heima-
landi sínu, auk þess sem hann hefur
unnið við Schaubühne am Lehn iner
Platz í Berlín, hinu forna leikhúsi Pet-
ers Stein. Því hefur verið stýrt af Tomasi
Ostermeier, einum þekktasta leikstjóra
Þjóðverja, ásamt öðrum síðustu tíu ár.
Andrews fer þá leið að hann strípar
stóra sviðið gjörsamlega svo að mið-
stöðvarofnarnir blasa við á bakveggn-
um innst, hið efra stigar og göngupall-
ar, ljósarár og annar tæknibúnaður;
það er ekki mikið eftir af dulúð leik-
hússins þegar svona er farið með það.
Raunar minnti þetta mig allnokkuð á
nýlega Hamlet-sýningu Ostermeiers
á Schaubühne, sem fór einnig fram á
stóru opnu svæði, auk þess sem þar
rigndi ákaft ofan í moldir Ófelíu. Ætli
þetta sé einhver Schaubühne-stíll að
halda innreið sína, svona líkt og fág-
aður og kaldur stíll Peters Stein hafði
hér skamma viðdvöl fyrir margt löngu?
Tískusveiflurnar geta verið með ýmsu
móti í leikhúsi leikstjóranna og er víst
lítið við því að segja. Þó ætla ég að leyfa
mér að vona, að sá mikli vatnsagi, sem
flæddi hér um leiksviðin fyrir nokkrum
árum, sé ekki gera „come-back“ í hinni
ofurlöngu sturtusenu sem Andrews og
hans lið demba leikurum í.
Það er sitthvað snoturlega gert í
þessari sýningu. Ljósabeitingin er,
burtséð frá nokkurri einhæfni í fyrri
hlutanum, víða hnitmiðuð. Húskass-
inn, sem ýtt er inn á sviðið í miðjum
leik og hægt er að taka í sundur og
leggja saman, tvískipta eða gera að
einu lokuðu rými, hann hjálpar vissu-
lega til að skapa þá nánd sem leikurinn
þarf á að halda – þó að bákn þetta sé
sem slíkt þeygi fagurt. En sýningin er
líka full af alls kyns uppáfyndingum
leikstjórans sem eru hvorki frumlegar,
smekklegar né sniðugar. Mikið er um
alls kyns káf og stökk, skrýtnar hold-
legar athafnir sem gera næsta fátt fyr-
ir persónusköpun eða verkið í heild;
ég tel ástæðulaust að þreyta lesend-
ur með grafískum lýsingum eða upp-
talningu. Ég get þó ekki stillt mig um
að nefna upphafsatriðið fræga, þegar
Lér skiptir ríkinu á milli dætra sinna,
en þar er hann látinn taka þær Góner-
íl og Regan – vondu dæturnar – á kné
sér, rígfullorðnar konurnar, og reka
þeim langan og munúðarfullan remb-
ingskoss beint á munninn. Um stund
spurði maður sig hvort Hovhannes
Pilikian, sá frægi maður sem setti hér
um árið umtalaðan Lé á þjóðarsviðið,
væri afturgenginn (ég tek raunar fram
að ég sá þá sýningu ekki, en skilst að
hún hafi sjálf ekki verið nærri því eins
kynósa og leikstjórinn í sínum ræðu-
höldum). Ef Andrews heldur að svona
nokkuð sjokkeri okkur á einhvern hátt,
þá er það óskaplega mikill misskilning-
ur; við erum orðin ýmsu vön, líka hér
uppi á skerinu; maður fær bara smá-
aulahroll og yppir öxlum.
Ég á yfirleitt erfitt með að sjá hvað
hefur laðað Benedict Andrews að
þessu verki. Í löngu leikskrárviðtali
minnist hann sáralítið á hinar trúar-
legu skírskotanir og spurningar sem
það er fullt af, heldur fabúlerar eitt-
hvað um meinta heiðni Íslendinga
og um ríkjandi þjóðfélagsástand sem
hann hefur haft tækifæri til að kynna
sér nokkuð. Leikritið fjallar, segir hann,
um „áföll“ og „missi“, og vill greinilega
leggja það að jöfnu við þau áföll og
þann missi sem við Íslendingar höf-
um orðið fyrir á síðustu misserum. En
Lér konungur verður ekki túlkaður á
svo einfaldan og ódýran hátt, því mið-
ur. Lér ber – ólíkt þorra íslenskra borg-
ara – sjálfur sök á þeirri ógæfu sem yfir
hann dynur; skáldið fríar hann hvergi
af þeirri ábyrgð. Leikurinn er persónu-
drama um ofmetnað og blindni – og
tilfinningar og fýsnir sem taka ráðin af
manneskjunum með skelfilegum af-
leiðingum.
Arnar Jónsson leikur kónginn, en
verður ekki það úr honum sem við
hefði mátt búast. Það sem vantar í leik
hans er umfram allt sú nístandi ör-
vænting sem grípur Lé smátt og smátt
og heltekur hann að lokum svo að hann
missir vitið. Arnar hefur alla listræna
burði til að gera þennan feril skiljanleg-
an og átakanlegan og ég hneigist mjög
til að kenna leikstjórninni um að svo
varð ekki. Þegar leikur hefst situr kall á
sínum tróni, þungbrýndur mjög, og lítil
hætta á að áhorfendur fái samúð með
slíkum fýlupoka. Auðvitað fer Arn-
ar víða vel með textann, það vantaði
nú bara, en hann á líka til að ofkeyra
röddina, einkum í atriðunum á heið-
inni, upp í hálfgert öskur. Bestur var
hann eftir að kóngur hefur misst vitið,
samtal hans og hins blinda Glostur-
jarls, sem Eggert Þorleifsson gerði góð
skil, varð eitt af því fáa sem snart mann.
Saga Glosturjarls og sona hans er ann-
ar aðalstrengur leiksögunnar, en hann
veikir leikstjórinn – eða dramatúrgur-
inn sem hann hefur sér til fulltingis –
með stórum og að minni hyggju mjög
hæpnum styttingum; andlát hans ber
til dæmis að á annan hátt og tilþrifa-
minni en í texta Shakespeares.
Aðrir leikendur eru einnig misjafn-
ir. Dæturnar voru allar frekar dauflegar,
og aftur sendist reikningurinn á leik-
stjórann öðrum fremur. Þær Góneríl og
Regan eru gerðar alltof miklar flennur í
meðferð Margrétar Vilhjálmsdóttur og
Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur; sú harð-
svíraða og kalda valdagræðgi, sem er
grunnurinn í skapgerð þeirra og firrir
þær að endingu vitinu, er lítt merkjan-
leg. Og Kordelíu Álfrúnar Örnólfsdótt-
ur skortir þann innri styrk sem persón-
an býr yfir; svo er framsögn Álfrúnar
og talandi leiðinlega flöt. Kunnir fram-
sagnarkækir Stefáns Halls Stefánsson-
ar voru sömuleiðis áberandi í túlkun
hans á Játmundi og gjallandi raddar-
innar verður auðveldlega þreytandi.
Þau Álfrún þurfa virkilega að taka sig á
í þessum efnum; þau verða að leita sér
góðrar þjálfunar jafnt í raddbeitingu
sem textameðferð, ef þau ætla að verða
nýtir Shakespeare-leikarar – því að
það hljóta þau að vilja verða, jafngóð-
um leikarakostum sem þau eru bæði
búin. Hætt við að hér og raunar víðar
ásannist það sem Arnar Jónsson drap á
í skemmtilega hvössu blaðaviðtali fyr-
ir hátíðarnar: hversu gróflega Shake-
speare hefur verið vanræktur á liðnum
árum, hversu illa hefur of oft verið far-
ið með verk hans og hversu leikendum
getur verið örðugt að fóta sig í þeim af
hreinu reynsluleysi.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Fíflið
í klassísku trúðsgervi. Hún lék sér með
textann af því öryggi og þeirri fyndni
sem er hennar aðalsmerki – og gaf
áhorfendum ekkert undir fótinn. Sem
sé engin finnskættuð hrossamóða hér!
Takk fyrir það, Ólafía Hrönn, svona
áttu alltaf að vinna! Atli Rafn Sigurð-
arson komst líka ágætlega frá miður
þakklátu hlutverk „engilsins“ Játgeirs.
Persónan var að vísu gerð alltof bjálfa-
leg í upphafi, auðsæilega að fyrirlagi
leikstjóra, nánast eins og maðurinn
væri greindarskertur. Eftir að hann hef-
ur fækkað fötum og er orðinn gerandi í
leiknum, náði Atli Rafn sér mjög vel á
strik; grannvaxinn og tálgaður kropp-
urinn féll frábærlega að þeirri ímynd
hins þjáða lausnara sem þarna er að
baki, og afmyndunin í gervi hins geð-
veika varð óhugnanleg á alveg réttan
hátt. Sviðsnærveran sterk og mynd-
ugleg. Atli Rafn er leikari sem sjaldan
bregst og hann er einn þeirra sem eiga
að fá að leika Shakespeare miklu oftar:
ég sé hann mjög vel fyrir mér í Jagó eða
jafnvel bara Hamlet.
Búningar eru nútímalegir og vöktu
ekki sérstaka athygli, nema helst kjól-
ar Gónerílar og Regan. Kjóll Kordelíu
virtist eiga að undirstrika barnsleika
hennar og átti ugglaust sinn þátt í því
hversu krakkaleg hún orkaði, ásamt
leikstjórn; ég nefni aðeins hið undar-
lega upphlaup hennar í fyrsta atriðinu.
Var einhver hugsun að baki því að gera
þau Játgeir svona viðrinisleg í byrjun?
Víða fór vel á því að tefla saman lifandi
tónlistarflutningi Hildar Ingveldardótt-
ur Guðnadóttur, sem strýkur strengi
í annarri hliðarstúkunni, og rafrænni
hljóðalist Benny Nielsen sem ómaði
innan úr sviðsgímaldinu, til dæmis
undir endurfundum Lés og Kordelíu.
Leikurinn er fluttur í nýrri þýðingu
Þórarins Eldjárns. Sjálfsagt er að gefa
góðum þýðurum færi á að spreyta sig
á Shakespeare og Þórarinn kemst að
mörgu leyti vel frá því. Það er mik-
il þraut að íslenska þennan texta, svo
fullur sem hann er af líkingum, vís-
unum og skírskotunum, sem oft flétt-
ast á lúmskan hátt inn í orðræðuna,
og víst má benda á margt í frumtext-
anum sem ekki skilar sér hér eða fær
á sig annan blæ en í honum. En svip-
að má segja um þýðingu Helga Hálf-
dánarsonar. Þýðing Þórarins er ekki
eins bundin bragarhættinum og þýð-
ing Helga, sem er lítt til bóta fyrir minn
smekk, en á ef til vill að gera málfarið
aðgengilegra. Það sem ég hef náð að
bera þessar þýðingar saman finnst mér
þýðing Þórarins almennt standa Helga
að baki, bæði hvað varðar skáldleg til-
þrif og jafnvel trúnað við frumtextann;
þið getið bara litið á það hvernig þeir
fara með hin frægu orð Glosturjarls um
guði, stráka og flugur í fjórða þætti; þar
er Helgi tvímælalaust betri að mínum
dómi.
Og heildarniðurstaða leikdómar-
ans? Jú, þó að sýningin sé unnin af
augljósri kunnustu nær hún ekki upp
fyrir meðallagið. Það besta, sem um
hana verður sagt, er að hún verður
ekki langdregin, þökk sé einkum stytt-
ingum, líflegu sjónarspili og góðum
leiktilþrifum hér og þar. Það er dýrt
að fá hingað leikstjóra, ég tala nú ekki
um ef þeir fá að taka með sér hjástoð-
armenn, og í ofanálag að standa fyr-
ir stórframkvæmdum á sviðinu, því
varla er steypibaðið mikla ókeypis.
Góðir erlendir leikstjórar, sem hingað
hafa komið, sumir oftar en einu sinni,
hafa veitt ferskum anda inn í íslenskt
leikhús, en Benedict Andrews þarf að
gera stórum betur til að komast í þann
hinn flokkinn fríða.
Lér konungur eftir William
Shakespeare
Þjóðleikhúsið
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Leikstjórn: Benedict Andrews
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Lér í kaldri sturtu
Leikdómur
Jón Viðar
Jónsson
„Ég á yfirleitt erfitt með
að sjá hvað hefur lað-
að Benedict Andrews að þessu
verki.