Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 14
Frábær humarsúpa n Lofið fær Sægreifinn fyrir humar- súpu sem aldrei klikkar. Viðskipta- vinir, sem reglulega heimsækja stað- inn, segja að alltaf sér hægt að ganga að góðri humarsúpu vísri. Drjúgur skammtur af brauði og smjöri fylgir og súpan er auk þess vel úti látin; bæði er skálin djúp og dágóður slatti af humri í hverri skál. Humar- súpuna á Sægreifanum ættu allir að prófa. Bannað að fara í ljós Fólki yngra en 18 ára er nú óheimil notkun sólarlampa, í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum, á sólbaðsstofum og öðrum sam- bærilegum stofum. Fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins að síðustu áratugi hafi tíðni sortuæxla í húð hér á landi aukist verulega. Talið er líklegt að aukningin stafi einkum af notkun ljósabekkja, auk tíðari sólarlandaferða. Frá 1990 hafi Íslendingar verið með lægstu tíðni sortuæxla í húð á Norðurlöndum en á síðustu árum hafi hún aukist mikið og séu íslenskar konur nú með hæstu tíðnina. Lega landsins gerir að verkum að sólargeislun er tiltölulega lítil en notkun ljósabekkja tvöföld eða þreföld samanborið við nágrannalöndin. Fullorðnir mega áfram baða sig í ljósum ljósabekkja. Engir pakkar bárust n Íslenskur fjölskyldufaðir vildi lasta póstinn. Sagðist hafa sent pakka til ungrar íslenskrar fjölskyldu í Þýska- landi þann 6. desember. Sendingin hafi átt að taka fjóra til sex daga en á aðfangadag voru engir pakkar komn- ir. Hann segist hafa fengið þau svör frá póstinum að pakkarnir hafi þann 8. desember verið í Dan- mörku þaðan sem þeir áttu að fara til Þýska- lands. „Við fjölskyldan erum sár því þetta er mikið tilfinningamál fyrir okkur og hvað þá fyrir blessuð börnin,“ sagði hann. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Þættir um peninga Ferð til fjár er yfirskrift sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á RÚV í kvöld, mánudag. Annar þáttur verður á dagskrá næsta mánudag. Stofnun um fjármálalæsi stendur að gerð þáttanna en í þeim verður fjallað um fjármál á fróðlegan og skemmtilegan hátt, að því er segir í kynningu á þættinum. Tekið verður á algengum ranghugmyndum um peninga, sparnað og eyðslu. Hugtök um peninga eru útskýrð á mannamáli og áhorfendur vaktir til umhugsunar um eigin fjármál. Þættirnir byggja á samnefndri bók eftir Breka Karlsson en umsjónarmaður er fréttamaðurinn Guðmundur Gunnarsson. Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirðharðsdóttir og Laddi eru á meðal leikenda. 14 | Neytendur Umsjón: Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 3. janúar 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 209,5 kr. Verð á lítra 211,3 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 209,3 kr. Verð á lítra 211,0 kr. Verð á lítra 210,1 kr. Verð á lítra 211,4 kr. Verð á lítra 209,2 kr. Verð á lítra 211,1 kr. Verð á lítra 209,4 kr. Verð á lítra 211,2 kr. Verð á lítra 209,5 kr. Verð á lítra 211,3 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð Áramótaheit margra er að taka upp heilbrigðari lífsstíl og huga að reglu- legri og góðri hreyfingu. Í janúar fyll- ast að jafnaði líkamsræktarstöðvar af fólki með háleit markmið um að koma líkamanum í betra form og gerði DV verðathugun á líkamsræktarkortum á nokkrum stöðum. Ekki var unnt að taka saman upplýsingar um allar lík- amsræktarstöðvar á landinu og eins skal þess getið að ekki voru skoðuð hin ýmsu tilboð né aðstaða til líkamsrækt- ar á stöðunum en ætla má að íburðar- meiri stöðvar séu dýrari. Athugunin leiddi í ljós að töluverður munur er á verði kortanna eftir stöðvum en mest- ur verðmunur reyndist vera 131,1 pró- sent. Ódýrast á Selfossi DV gerði sams konar könnun fyrir ári og voru þá svipaðar niðurstöður. Eins og þá eru ódýrustu árskortin hjá Actic en fyrirtækið er með stöðvar víða um land. Einhver munur er á kortunum hjá Actic eftir staðsetningu en lægst er það á Selfossi á 27.990 krónur. Tekið skal fram að Actic er með lægsta verðið af þeim stöðvum sem hér eru skoðað- ar og ekki útilokað að hægt sé að finna árskort á lægra verði. Hæsta verð hefur lækkað Dýrustu árskortin í þessari könnun eru hjá Hreyfingu líkt og fyrir ári en svo virðist sem stöðin hafi lækkað verð síð- an þá. Nú kostar kort sem er staðgreitt 64.692 krónur. Ef fólk vill dreifa greiðsl- unni yfir árið kostar þar 5.990 krónur á mánuði sem gera 71.880 krónur. Sama kort kostaði hins vegar 73.280 krónur fyrir ári. World Class og Bjarg hafa ekki breytt verðinu á sínum kortum síðan í síðustu könnun og Sporthúsið hefur lækkað það um 500 krónur. Árskort í Baðhúsinu hefur hækkað um tæpar 4.000 krónur á milli ára. Eins og fyrr segir þá er ekki tekið mið af tilboðum sem stöðvarnar bjóða upp á en þau eru mörg og neytendum er einnig ráðlagt að athuga hvort stétt- arfélög þeirra greiði niður kostnað á líkamsræktarkortum. Skólakortin Margar líkamsræktarstöðvar bjóða námsmönnum upp á ódýrari kort en annað hvort eru þau árskort eða til 10 mánaða. Í þeim flokki eru það einn- ig Actic-stöðvarnar sem bjóða upp á lægstu kortin en árskort fyrir náms- menn á Selfossi er á 25.990 krónur. Studio Dan á Ísafirði auglýsir ekki sér- stök skólakort en bendir á að skólafólk fái 13 prósenta afslátt af mánaðarkort- um og þriggja mánaða kortum. Lík- amsræktarstöðin Bjarg á Akureyri aug- lýsir sérstakt verð fyrir námsmenn en það gildir einnig fyrir öryrkja, einstæða foreldra og ellilífeyrisþega. n Töluverður munur á líkamsræktarkortum n Munar allt að 131% n Ódýrast í Actic á Selfossi n Svipað verð og fyrir ári Stöð Árskort Verðmunur* Árskort (áskrift) Mánaðarkort Skólafólk Actic Selfoss 27.990 kr. - - - 25.990 kr. Actic Vestmannaeyjum 31.990 kr. 14,3% - - 27.990 kr. Actic Sundlaug Kópavogs 35.990 kr. 28,6% - - 31.990 kr. Heilsuakademían 44.995 kr. 60,8% - 7.995 kr. - Studio Dan Ísafirði 46.800 kr. 67,2% - 8.300 kr. 13% afsl. af völdum kortum Veggsport 49.900 kr. 78,3% 4.600 kr. 10.900 kr. 42.900 kr. (12 mán.) Hress Hafnarfirði 58.990 kr. 110,8% - 10.990 kr. 39.990 kr. (12 mán.) Sporthúsið 61.000 kr. 117,9% - 11.900 kr. 38.900 kr. (10 mán.) Bjarg Akureyri 62.000 kr. 121,5% 5.167 kr. 11.100 kr. 57.600 kr. (4.800 á mán.) Baðhúsið 62.900 kr. 124,7% - 11.900 kr. 49.900 kr. (10 mán. World Class 63.420 kr. 126,6% 5.880 kr. 12.130 kr. - Hreyfing 64.692 kr. 131,1% 5.990 kr. 10.900 kr. - * Miðað er við ódýrasta árskortið, í Actic Selfossi Verð á kortum líkamsræktarstöðva Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Ekki voru skoðuð ýmis tilboð né aðstaða til líkamsræktar. VELDU ÓDÝRUSTU LÍKAMSRÆKTINA Einkaþjálfari um líkamsrækt: Hugsa hreyfinguna til lengri tíma Margur er væntanlega með slæma samvisku eftir allan þann mat og kræsingar sem torgað var yfir hátíðirnar því í janúar fyllast líkamsræktarstöðvar af þeim sem vilja hrista af sér jólakílóin. „Það sem skiptir mestu málið þegar fólk fer af stað aftur í líkamsræktinni eftir hlé er að byrja rólega,“ segir Jens Andri Fylkisson, einkaþjálfari hjá Heilsuakademíunni. Fólk verður að hugsa hreyfinguna til lengri tíma og passa að sprengja sig ekki strax með því að fara of geyst af stað. „Ég hvet líka fólk til að nota fagfólkið og leita sér aðstoðar hjá einkaþjálfurum.“ Jens segir að hann hafi oft séð fólk fara af stað af fullum krafti með það markmið að ná af sér aukakílóum á mettíma. „Fólk fer þá of geyst af stað og nýtir ekki aðstoð þjálfaranna. Þá er hætta á því að fólk geri æfingar rangt og skaði sig. Betra er að fara á námskeið eða fylgja uppsettu plani. Ef fólk vill leita til einkaþjálfara þá er sniðugt að fara saman í hóp,“ segir hann. Auk þessa er afar mikilvægt að huga að mataræðinu og borða reglulega. „Helst þarf að borða fimm til sex sinnum á dag. Gott er að vigta matinn og forðast unnin mat og skyndibita. Eins þarf að draga úr neyslu hvíts sykurs og hveitis. Við þurfum að borða hollari og betri mat og hægt er að fá ráðleggingar hjá þjálfara í sambandi við það,“ segir Jens að lokum. gunnhildur@dv.is Líkamsræktar- stöðvar Margir huga að aukinni hreyfingu í byrjun nýs árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.