Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 3. janúar 2011 Mánudagur
Samaras afgreiddi Rangers Gríski
framherjinn Georgios Samaras var hetja Glasgow Celtic
þegar liðið lagði erkifjendurna úr Rangers í stórleik skosku
úrvalsdeildarinnar í gær, 2-0. Samaras skoraði bæði mörkin
í seinni hálfleik, það seinna úr vítaspyrnu sem hann krækti
sjálfur í. Glasgow-liðin eru auðvitað efst í deildinni eins og
venjulega. Celtic er á toppnum með 45 stig eftir nítján leiki
en Rangers er með fjórum stigum minna og hefur leikið
tveimur leikjum færra.
Beckham til Tottenham?Harry
Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að hann
vilji fá David Beckham til liðsins á láni fram í mars. Hingað
til hefur Beckham farið til AC Milan á þessum árstíma. „Við
hringjum í Galaxy og athugum hvort það sé ekki tilbúið
í þriggja mánaða lánssamning. Við erum allavega til,“
sagði Redknapp við BBC um helgina. Beckham er fæddur
í Tottenham-hverfinu og afi hans sem kynnti hann fyrir
knattspyrnu er mikill stuðningsmaður liðsins.
Enskir miðlar segja lið hafa áhuga á Eiði Smára:
Nokkur lið horfa til Eiðs Smára
Skelfingartímabili Eiðs Smára Guð-
johnsens hjá Stoke fer líklega að
ljúka en hann ætlar sér að fara frá
félaginu eins og komið hefur fram
víða. Enskir miðlar lista upp nokk-
ur félög sem hafa áhuga á Eiði en
hann hefur ekki tekið þátt í síðustu
tíu leikjum Stoke. Vegna fannferg-
is hafa leikir varaliðsins ekki farið
fram og hefur Eiður því varla leikið
knattspyrnu síðan um miðjan okt-
óber.
Í gær hélt The Mail on Sunday
því fram að Eiður Smári væri á leið-
inni til enska Championship-liðs-
ins Swansea. Stjóri liðsins er Brend-
an Rodgers en hann þekkir Eið
Smára vel frá því hann var hluti af
þjálfarateymi Chelsea. Swansea er
á meðal efstu liða í næstefstu deild-
inni á Englandi.
Eiði hugnast þó væntanlega að
vera áfram í ensku úrvalsdeildinni
og á hann samkvæmt miðlum þar
ytra í nokkur hús að venda. News
of the World hélt því fram í gær að
Fulham vildi frá landsliðsframherj-
ann og ætlaði að bjóða tvær millj-
ónir punda í hann. Þá var því einn-
ig slegið upp í gær að Avram Grant
vildi fá Eið Smára til West Ham en
þar á bæ þurfa menn á sterkum
leikmönnum að halda.
Vera Eiðs hjá Stoke hefur ver-
ið martröð ein. Hann hefur fjórum
sinnum komið inn á í ensku úrvals-
deildinni og einu sinni í deildarbik-
arnum. Eiður hefur á þessum tíma
ekki skorað mark, ekki gefið stoð-
sendingu og aðeins átt eitt skot að
marki.
tomas@dv.is Á förum Eiður Smári verður ekki mikið lengur hjá Stoke.
n Dramatískt 3-3 jafntefli Chelsea og Aston Villa n Ciaran Clark jafnaði
metin í uppbótartíma n Chelsea dottið úr meistaradeildarsæti
„Þetta er mikilvægt stig fyrir okkur,“
sagði kátur markvörður Aston Villa,
Brad Friedel, við Sky-sjónvarpsstöð-
ina eftir dramatískt 3-3 jafntefli Villa
gegn Chelsea á Brúnni. John Terry
kom Chelsea yfir, 3-2, á 88. mín-
útu en yngsti leikmaður Villa, Ciar-
an Clark, jafnaði metin í uppbótar-
tíma. Chelsea vann sinn fyrsta sigur
í rúman einn og hálfan mánuð gegn
Bolton í síðustu umferð en aftur er
Chelsea-vélin farin að hiksta og gaf
eftir tvö stig á heimavelli í gær. Ger-
ard Houllier, stjóri Villa, sagði fyrir
leikinn að hann væri í röngu starfi ef
sæti hans væri nú þegar orðið heitt.
Hann var ánægður með karakter
liðsins.
Fjör á Brúnni
Það vantaði ekki stuðið á Brúna í
gær en fyrstu tvö mörk leiksins komu
bæði úr vítaspyrnum. Frank Lamp-
ard kom Chelsea yfir en Ashley Yo-
ung jafnaði metin. Þegar seinni hálf-
leikur var nýhafinn skoraði Emile
Heskey sjaldgæft mark en sex mín-
útum fyrir leikslok jafnaði Didier
Drogba metin fyrir heimamenn. Svo
virtist sem John Terry hefði tryggt
Chelsea gríðarlega mikilvægan sigur
þegar hann skallaði boltann í netið
tveimur mínútum fyrir leikslok en þá
kom hinn kornungi Ciaran Clark til
skjalanna og skoraði jöfnunarmark í
uppbótartíma.
„Við lentum 3-2 undir en börð-
umst allt til enda og vonandi geta
þessi úrslit komið okkur í gang. Við
erum að fá til baka nokkra leikmenn
sem hafa verið lengi frá og nokkrir
þeirra voru í liðinu í dag. Við sýnd-
um í þessum leik að við getum svo
sannarlega barist og það þurfum við
að gera þar til leiktíðinni lýkur,“ sagði
markvörðurinn Brad Friedel eftir
leikinn.
Þurftum að vinna
Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, var
myrkur í máli fyrir leikinn og talaði
um að hann væri í röngu starfi ef strax
væri farið að kalla eftir uppsögn hans.
Hann var þó heldur kátari eftir jafn-
teflið magnaða í gær og sagði í viðtali
við breska ríkissjónvarpið: „Þessi leik-
ur sýndi karakterinn í liðinu. Baráttu-
andinn var svo sannarlega til staðar.
Ég er ánægður fyrir hönd stuðnings-
mannanna því þeir hafa stutt okkur í
gegnum súrt og sætt.“
Chelsea gengur ekkert þessa
dagana og er nú sex stigum á eft-
ir Manchester United sem á leik til
góða á meistarana. Til að bæta gráu
ofan á svart er Chelsea meira að
segja dottið úr meistaradeildarsæti.
Það er í fimmta sæti ensku úrvals-
deildarinnar með þrjátíu og fimm
stig. Aston Villa er í fimmtánda sæti.
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Langt í toppinn
Gengur ekkert Terry skoraði mark á 88. mínútu en samt vann Chelsea ekki. MynDiR ReuTeRS
Kátir Villa-menn Ciaran Clark gerði
allt vitlaust með marki í uppbótartíma.
Úrslit
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Liverpool - Bolton 2-1
0-1 Kevin Davies (43.), 1-1 Fernando Torres
(49.), 2-1 Joe Cole (90.).
Man. City - Blackpool 1-0
1-0 Adam Johnson (34.).
Stoke - everton 2-0
1-0 Kenwyne Jones (23.), 2-0 Sjálfsmark
Phil Jagielka (69.).
Sunderland - Blackburn 3-0
1-0 Danny Welbeck (11.), 2-0 Darren Bent
(19.), 3-0 Asamoah Gyan (89.).
Tottenham - Fulham 1-0
1-0 Gareth Bale (42.).
WBA - Man. united 1-2
0-1 Wayne Rooney (3.), 1-1 James Morrison
(14.), 1-2 Javier Hernández (75.).
West Ham - Úlfarnir 2-0
1-0 Ronald Zubar (51. sm), 2-0 Freddie Sears
(79.).
Birmingham - Arsenal 0-3
0-1 Robin van Persie (13.), 0-2 Samir Nasri
(58.), 0-3 Roger Johnson (66. sm)
Chelsea 3 - 3 Aston Villa
1-0 Frank Lampard (23. víti), 1-1 Ashley
Young (41. víti), 1-2 Emile Heskey (47.), 2-2
Didier Drogba (84.), 3-2 John Terry (90.), 3-3
Cieran Clark (90.).
Wigan - newcastle 0-1
0-1 Shola Ameobi (18.).
Staðan
Lið L u J T M St
1. Man. Utd 19 11 8 0 41:18 41
2. Man. City 21 12 5 4 33:16 41
3. Arsenal 20 12 3 5 42:22 39
4. Tottenham 20 10 6 4 30:23 36
5. Chelsea 20 10 5 5 36:18 35
6. Sunderland 21 7 9 5 24:22 30
7. Bolton 21 7 8 6 33:28 29
8. Stoke City 20 8 3 9 25:24 27
9. Liverpool 19 7 4 8 23:24 25
10. Newcastle 20 7 4 9 29:31 25
11. Blackpool 18 7 4 7 26:30 25
12. Blackburn 21 7 4 10 26:34 25
13. Everton 20 4 10 6 21:24 22
14. WBA 20 6 4 10 26:36 22
15. Aston Villa 20 5 6 9 23:37 21
16. West Ham 21 4 8 9 22:33 20
17. Wigan 20 4 8 8 17:32 20
18. Fulham 20 3 10 7 19:24 19
19. Birmingham 19 3 10 6 18:24 19
20. Wolves 20 5 3 12 20:34 18
Enska B-deildin
Leeds - Middlesbrough 1-1
Millwall - Crystal Palace 3-0
Bristol City - Cardiff 3-0
Burnley - Sheff. united 4-2
Coventry - ipswich 1-1
Doncaster - Scunthorpe 3-0
Hull - Leicester 0-1
norwich - QPR 1-0
Heiðar Helguson var í byrjunarliði QPR en
var tekinn af velli í hálfleik.
nott. Forest - Barnsley 2-2
Preston - Derby 1-2
Swansea - Reading 1-0
Watford - Portsmouth 3-0
Hermann Hreiðarsson byrjaði á vara-
mannabekk Portsmouth en kom inn á fyrir
Ibrahima Sonko á 85. mínútu.
Staðan
Lið L u J T M St
1. QPR 24 13 8 3 42:15 47
2. Swansea 25 13 4 8 30:23 43
3. Norwich 24 12 6 6 40:32 42
4. Leeds 25 11 8 6 45:41 41
5. Cardiff 24 12 4 8 38:29 40
6. Watford 23 10 6 7 45:34 36
7. Millwall 24 9 8 7 31:23 35
8. Burnley 23 9 8 6 38:31 35
9. Coventry 25 10 5 10 30:30 35
10. Nottingham F. 22 8 10 4 31:21 34
11. Reading 24 8 10 6 35:26 34
12. Derby 24 10 3 11 39:35 33
13. Doncaster 22 9 6 7 36:35 33
14. Leicester 25 9 5 11 34:42 32
15. Portsmouth 23 8 6 9 32:34 30
16. Hull 24 7 9 8 23:27 30
17. Bristol City 24 8 6 10 29:35 30
18. Barnsley 23 8 6 9 28:34 30
19. Ipswich 23 8 4 11 26:31 28
20. Middlesbro 24 7 4 13 25:34 25
21. Sheffield Utd 24 7 4 13 23:39 25
22. Scunthorpe 22 7 2 13 25:38 23
23. Cr. Palace 24 6 4 14 25:44 22
24. Preston 23 5 4 14 27:44 19