Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 3. janúar 2011 Mánudagur Ríkisstjórnin getur í samræmi við ný- leg lög um fækkun ráðuneyta hald- ið áfram undirbúningi að stofnun atvinnuvegaráðuneytis með samein- ingu iðnaðar-, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytis. Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar og upphaflegt frumvarp stóð til að atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neyti yrði stofnað um nýliðin áramót samtímis formlegri stofnun innan- ríkisráðuneytis og velferðarráðuneyt- is með sameiningu eldri ráðuneyta. Ætlunin var þó að fresta stofnun at- vinnuvegaráðuneytisins til 1. apríl á þessu ári. Niðurstaðan á þingi varð á endanum sú að sameining ráðuneyta undir atvinnuvegaráðuneyti var ekki tímasett. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra hefur engu að síður heimild samkvæmt lögunum til að stofna nýtt ráðuneyti. Varnarleikir Jón Bjarnason sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra benti á í Morgun- blaðsgrein um áramótin að áform- in um að hrófla við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hefðu strax í upphafi sætt mikilli gagnrýni, ekk- ert síður innan greinanna sjálfra en innan VG. Um þetta atriði vísar hann einnig til samþykkta flokksráðs VG sem samþykkti fyrir ári að ekki yrði hróflað við stjórnsýslulegri stöðu eða dregið úr vægi málaflokkanna sem heyra undir sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytið. Jafnframt getur Jón þess að ofangreindar tímasetn- ingar hafi á endanum verið felldar brott. „Það er því misvísandi þegar sagt er að ákvörðun liggi fyrir um að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytið enda ástæða til að láta reyna á þá sameiningu sem þegar er orðin og meinta hagræðingu sem henni tengist,“ segir Jón í grein sinni. Málefnin eða persónan? Jóhanna Sigurðardóttir vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinn- ar þegar skrif Jóns voru borin undir hana í fjölmiðlum eftir ríkisráðsfund á gamlársdag og áréttaði að atvinnu- vegaráðuneyti yrði stofnað. Í ára- mótaávarpi sínu lagði hún áherslu á að leiddar yrðu til lykta áratugalang- ar deilur um auðlindamál. „Við þurf- um að ná sátt um nýjan grunn að sjálf- bærri og sanngjarnri stefnu varðandi dýrmætustu auðlindir þjóðarinnar, meðal annars um fiskveiðistjórnar- kerfið. Auðlindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti sem fólgin eru í vatninu, jafnt heitu sem köldu eiga að vera sameign þjóðarinnar og þannig þarf að ganga frá málum að arðurinn renni með sanngjarnari hætti en ver- ið hefur til allra Íslendinga,“ sagði Jó- hanna. Þar sem gert er ráð fyrir að um- hverfis- og auðlindamál verði und- ir sama ráðuneyti og atvinnuvegir og nýsköpun undir öðru ráðuneyti virðist einboðið að stjórnkerfisbreytingunum þurfi að ljúka áður en tekið verður til við að framfylgja auðlindastefnu ríkis- stjórnarinnar. Vert er að undirstrika að Jón og nánir samverkamenn hans hafa frá upphafi tekið illa hugmyndum um stofnun atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytis. Jafnvel hafa stuðnings- menn Jóns haldið fram að ráðherrar vilji hann út úr ríkisstjórninni og tal- að um aðför að honum. „Hann hefur verið lagður í pólitískt einelti með afar ósanngjörnum og illskeyttum hætti,“ sagði Atli Gíslason, þingmaður VG, í viðtali við DV í lok ágúst á nýliðnu ári. Eldfimt mál Forsætisráðherra hefur fullt umboð og lagaheimild til þess að halda áfram undirbúningi að sameiningu iðnað- ar-, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyta undir merkjum atvinnu- vegaráðuneytis og undir þá heimild skrifaði Jón einnig á þingi síðastliðið sumar. Þetta er einnig í samræmi við vilja meirihluta allsherjarnefndar Alþing- is sem fjallaði um fækkun ráðuneyt- anna og skilaði nefndaráliti. Varafor- maður nefndarinnar er Atli Gíslason en auk hans situr Álfheiður Ingadóttir í nefndinni fyrir vinstri græna. Nefndin taldi að þörf væri á lengra samráðsferli áður en atvinnuvegaráðuneytið yrði að veruleika og lagði því til að tíma- setningar yrðu felldar brott. Samt sem áður samþykkti meirihluti nefndar- innar síðastliðið sumar að haldið yrði áfram undirbúningi.  „Meiri hlutinn leggur áherslu á að áfram verði unnið að undirbúningi og samráði vegna at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneyt- is, þó ekki sé lögð til afgreiðsla á þeim hluta málsins nú, þannig að allar fyrir- hugaðar ráðuneytabreytingar nái fram að ganga eigi síðar en áformað var samkvæmt frumvarpinu. Það er skoðun meiri hlutans að í aðdraganda sameiningar ráðuneyta, í þessu tilviki sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytis og iðnaðar- ráðuneytis, geti verið heppilegt verklag að sami ráðherra gegni þeim ráðuneytum sem til stend- ur að sameina mánuðina áður en sameiningin á sér stað og stjórni því verki, til dæmis frá áramót- um.“ Þar sem Jón hef- ur lýst andstöðu við breytingar á sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytinu og ítrekað hana um áramótin er eins víst að hann geti orðið Þrándur í Götu þeirra breyt- inga sem hér eru nefndar og kveð- ið er á um meðal annars í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórn- arinnar. Ganga ekki í takt Fyrir um einum mánuði lagði Jón fram í ríkisstjórn frumvarp um sjáv- arútvegsmál, eins og DV hefur greint frá. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra fái heimild til að auka aflaheimildir á yfirstand- andi fiskveiðiári og að ríkinu verði heimilt að leigja sjálft út allt að 10 þúsund tonn af þorski og 5 þúsund tonn af ýsu auk annarra tegunda. Þetta átti að skila allt að 2,8 milljörð- um króna í tekjur fyrir ríkissjóð. Viðbrögð Steingríms J. Sigfússon- ar fjármálaráðherra og formanns VG við fréttum af þessu frumvarpi verða að teljast athyglisverð og verða vart skilin öðruvísi en sem gagnrýni á vinnubrögð Jóns. Í áramótaviðtali við DV sagði Steingrímur að venjan væri að fara ekki út með mál sem ekki hafi verið fjallað um í ríkisstjórn. „Þetta frumvarp var það seint fram komið að það var augljóst að það skipti litlu máli hvort það biði. Engum datt í hug að það yrði af- greitt fyrir áramót. Það sem við viljum skoða annars vegar eru fiskifræðileg rök með aukningu kvóta. [...] Hitt sem menn spurðu eðlilega um voru tengsl þessa frumvarps við stóra verkefnið um heildarendurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni og hvort þetta yrði ekki með einhverjum hætti að fara saman. Er ekki skynsamlegt að ná þessu fram einhvern veginn sam- an, líka mögulegri kvótaaukningu sem menn eru spenntir fyrir?“ Alþingi kemur saman á nýju ári þann 17. janúar. Af ummælum Stein- gríms má hins vegar ráða að margt sé enn órætt og eins víst að málið taki umtalsverðum breytingum áður en það verður afgreitt úr ríkisstjórn. Staða Jóns er allsérstök innan rík- isstjórnarinnar. Hann sætir gagnrýni fyrir vinnubrögð og þykir fara eigin leiðir án samráðs við aðra ráðherra úr báðum flokkum. Ljóst er þó að margir stjórnarliðar geta vel hugsað sér að styðja róttækar tillögur Jóns í frumvarpinu sem nú bíður afgreiðslu neðarlega í málaskrá ríkisstjórnar- innar. Andstaða Jóns við sameiningu ráðuneyta tengist án alls vafa hug- boði hans um að honum verði fórn- að og hann missi ráðherrastól líkt og Gylfi Magnússon, Álfheiður Inga- dóttir, Kristján L. Möller og Ragna Árnadóttir í byrjun september. Við- brögð hans og stuðningsmanna hans hafa því gefið þeirri kenningu byr undir vængi að „órólega deildin“ innan VG gefi ekki eftir ráðherrastól Jóns átakalaust, ekki síst vegna þess að þar á bæ telji menn ráðuneyt- ið undir stjórn Jóns einnig vera eitt helsta vígi ESB-andstæðinga. Afstaða Jóns og vinnubrögð vekja því blendin viðbrögð, ekki aðeins meðal stjórnarliða og innan ríkis- stjórnarinnar heldur einnig meðal hagsmunasamtaka innan sjávarút- vegsins. Samfylkingin þolir illa ein- dregna andstöðu hans við ESB en gæti fellt sig við róttæka stefnu hans í sjávarútvegsmálum. Landssamband íslenskra útvegsmanna aðhyllist af- stöðu Jóns til ESB en stendur stuggur af róttækum áformum hans varðandi stjórn fiskveiða. n Jóhanna Sigurðardóttir stendur fast við áform um frekari fækkun ráðuneyta n Jón Bjarnason óttast um ráðherrastólinn og snýst til varnar n Átök blasa við um stofnun atvinnuvegaráðuneytis og framtíð Jóns á ráðherrastóli Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is RáðheRRastóll jóns eR í uppnámi Brýna raustina Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnar- innar, hafa bæði brýnt raustina um jól og áramót gagnvart andstæðingum í eigin röðum sem og stjórnarandstæðingum. Einfari Framtíð Jóns Bjarnasonar á ráðherrastóli er ótrygg. Hann snýst til varnar, nú síðast í blaðagrein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.