Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 19
Í „Íslensk félagsfræði - landnám al-þjóðlegrar fræðigreinar“ frá 2004 má lesa eftirfarandi málsgrein eft- ir Dr. Jóhannes Nordal, fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka Íslands: „Stríðsgróðanum var að mestu beint til uppbyggingar sjávarútvegs og áhersla lögð á sjálfsþurftarbúskap með eflingu landbúnaðar og vernd- aðs iðnaðar. Þessi íhaldssemi í at- vinnumálum studdist við víðtæk höft á öll viðskipti við umheiminn sem drógu úr samkeppni og erlendum áhrifum, en hvort tveggja var Þránd- ur í Götu aukinnar fjölbreytni og nýj- unga. Íhaldssemin var líka dragbítur á sviði vísinda og háskólanáms.“ Hér er verið að lýsa þróuninni eft- ir 1945, en í raun hófst hún við full- veldið 1918. Heimastjórninni var ljóst að Íslendingar réðu ekki við ýmis verkefni. Þessi afstaða breyttist á stríðsárunum 1914 til 1918 en þá fengu ríkjandi öfl glýju í augun sem endaði í fullveldinu. Landinn losn- aði þá undan meintri ánauð Dana. Með þessu urðu hálfgerð hamskipti á viðmiðum íslensks samfélags. Allt gekk út á að sanna sig fyrir umheim- inum; „við getum, við kunnum. Við erum hvorki amlóðar eða hálfdrætt- ingar heldur fullsterkir og getum staðið teinréttir í lappirnar.“ Þetta varð eins konar skuldbinding en samtímis dragbítur og klafi ekki að- eins á flokka heldur alla landsmenn. Alveg fram á þennan dag tröllríður bergmál þessa í eyrum landsmanna þegar þeir eru hvattir til að kaupa ís- lenskt! Og í heitu pottum lauganna státa rosknir karlar sig yfir að kaupa fokdýrar íslenskar vörur þótt þær séu mun dýrari en innfluttar. Lesandinn hlýtur að sjá inntakið í þessari tragi- kómísku þversögn. Greining þversagnarinnar (1) Eiginlega er sjálfstæðið einhver mesta ógæfa sem riðið hefur yfir landsmenn og satt best að segja má jafna afleiðingum þessa ótrúlega af- leiks við mörg Móðuharðindi. Ekki þarf annað en að bera afkomu Ís- lands saman við frændþjóð eins og Dani frá 1918 til að öllum verði ljóst, - að virðisauki á unna klukkustund er í nánast öllum atvinnugreinum mun lægri en þar, - að eiginfjármögnun fyrirtækja er mun lægri – og dýrar, - að tímalaun eru í sama mæli lægri, - að samkeppni er víðast hvar í skötulíki, - að mikillar einokunar eða fákeppni gætir bæði í vissum atvinnugrein- um og á landsvæðum, - að innfluttar vörur eru að jafnaði dýrari, - að byggingarverð húsnæðis er miklu hærra, - að kaupmáttur unninnar klukk- stundar er verulega lægri, - að margskonar frelsi láglaunahópa er gríðarlega skert, - að velferðin er afar skert, - að frelsi bótaþega er skert, - að mannréttindi mæta andstöðu og eru skert. Greinilegt er að forsendur Heima- stjórnarinnar hafa lítið breyst þó að þjóðin hafi þrefaldast í mannfjölda. Verkefni sjálfstæðra þjóða eru mörg hver óháð mannfjölda. Myndi til dæmis Heimaey ráða við að stofna utanríkisþjónustu, þing, ríkisstjórn, löggæslu, háskóla, þjóðminjasafn og svo framvegis ef hún lýsti yfir sjálf- stæði? Ræður íslenska þjóðin við verkefnin í listanum hér að ofan? Greining þversagnarinnar (2) Sjálfstæði hverrar þjóðar þarf mátt- arstólpa. Íslendingar hafa endurnýj- anlegar auðlindir og mannauð sem er engu lagi líkur vegna dugnaðar og harðfylgis þótt menntun hans sé ábótavant. Fyrir flesta ef ekki alla at- vinnurekendur ættu þetta að vera kjöraðstæður. Því miður hefur Ís- lendingum ekki verið gefin stétt at- vinnurekenda og athafnamanna sem hefur getað nýtt þær. Greining þversagnarinnar (3) Atvinnulíf án máttarstólpa er í stöð- ugum hremmingum og stendur ekki undir væntingum sjálfstæðisins um betra líf. Þetta hefur aftur litað alla pólitík þjóðarinnar. Stjórnmála- menn, verkalýðsfélög og fjármálafyr- irtæki hafa endalaust þurft að bjarga fyrirtækjum og byggðarlögum fyrir horn með margskonar fyrirgreiðslu og leikfléttum. Segja má að rekin hafi verið sérstök velferðarpólitík gagn- vart atvinnurekendum. Framlögin til þeirra hafa sennilega verið marg- falt hærri en til bótaþega. Þessar að- stæður hafa valdið ham- eða pól- skiptum allra flokka í atvinnmálum. Sú íhaldssemi sem lýst er í tilvitn- uninni, endurspeglar vantrú stjórn- málamanna á íslenskum atvinnurek- endum, Að þeir standist ekki erlenda samkeppni þar sem sjálfstæðið er í húfi. Umræða | 19Mánudagur 3. janúar 2011 2011 verð- ur frábært Ólíkindatól gegn sægreifum 1 Hryssan og Lilja: „Mér er einfaldlega sama hvort hún fer.“Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra segist löngu hættur að líta á Lilju Mósesdóttur sem stjórnarþingmann. 2 Hvert fór innhólfið mitt? Horfnir Hotmail-aðgangar Netrisinn MSN hafði vart undan að svara kvörtunum frá reiðum neyt- endum fyrstu dagana eftir áramót. 3 Ráðherra trúlofast rithöfundiKatrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra trúlofaðist Bjarna Bjarnasyni rithöfundi á nýju ári. 4 Frosthörkur og vetrarríki í vinnuvikunni Búast má við miklum kulda í vikunni samkvæmt Sigga Stormi. 5 F.C. EvilSkotið er á Tony Pulis, þjálfara Stoke, í Gulu pressunni á DV.is. 6 Avram Grant vill Eið SmáraStjóri West Ham vill fá íslenska landsliðsmanninn frá Stoke. 7 Árni Þór ráðherraefniTalið er líklegt að Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, taki við stöðu Katrínar Jakobsdóttur sem menntamálaráð- herra þegar hún fer í fæðingarorlof. Gunnar Helgason sló í gegn með tilþrifum sínum í áramótaskaupinu. Þar túlkaði hann Jón Gnarr borgarstjóra Reykvíkinga með eftirminnilegum hætti. Hver er maðurinn? „Gunnar Helgason.“ Voru ekki óeðlilega margir Hafnfirðingar í þessu skaupi? „Nei, það voru alls ekki óeðlilega margir Hafnfirðingar, það voru mjög eðlilega margir Hafnfirðingar í skaupinu.“ Eru allir Hafnfirðingar fyndnir? „Það má eiginlega segja það, meira að segja Pierro er fyndinn. Þeir skilja þessa sneið sem þekkja mig.“ Nú er eðlilegt að grínistar fari með völd, heillar það þig ekkert? „Nei, það er gott að búa í Hafnarfirði, það er auðvitað allt í klessu en við reynum okkar besta. Ég hef nóg að gera í mínu og ætla alls ekki að fara að dreifa mér í pólitíkina.“ Hvar fengust þessi jakkaföt sem þú varst í? „Guð minn góður! Guð minn góður! Þau voru úr búningadeild Sjónvarpsins. Þar fundust þessi fínu bleiku jakkaföt.“ Hvernig varðirðu gamlárskvöldinu? „Ég horfði náttúrulega á áramótaskaupið og við fjölskyldan skutum upp ógrynnunum öllum af flugeldum. Við höfðum það nú frekar rólegt eins og venjulega, tókum í spil fjölskyldan og kjöftuðum fram eftir og svona.“ Eruð þið skotglöð? „Alveg hrikalega skotglöð, ég veit eiginlega ekki hvernig ég get lagt meiri áherslu á það. En í ár var kannski ekki alveg eins miklu skotið upp þótt öðrum hefði fundist magnið mikið. Það var minna í ár, auðvitað kreppan!“ Hvernig verður árið 2011? „Ég held að árið 2011 verði alveg hreint frábært. Það verður mikið að gera hjá mér og ég er nú þegar byrjaður að leikstýra leikritinu Draumur á Jónsmessunótt með nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem er þrælskemmtilegt verkefni.“ „Ég borða hangikjöt.“ Sigurður Sveinn Jónsson 69 ára, bakari „Hamborgarhrygg.“ Ásberg Einarsson 43 ára, sjómaður „Bara hrygg, íslenskan hrygg.“ Þór Magnússon 58 ára, verkstjóri „Það er engin föst hefð.“ Snorri Sigfinnsson 23 ára, kokkur „Naut og kartöflur og tilheyrandi.“ Jón Trausti Óskarsson 29 ára, kokkur Mest lesið á dv.is Maður dagsins Hvað borðar þú á gamlárskvöld? Gott í bili Jólasveinar tínast nú til fjalla einn af öðrum og veruleikinn tekur við í mannabyggðum. Það var fararsnið á áhöfninni á Brimnesinu þegar ljósmyndara bar að garði á sunnudagskvöld. Haldið var til veiða skömmu síðar. MyNd SiGTryGGur Ari Myndin Félagsmálastofnun atvinnurekenda Dómstóll götunnar „ Segja má að rekin hafi verið sérstök velferðarpólitík gagnvart atvinnurekendum. Framlögin til þeirra hafa sennilega verið margfalt hærri en til bótaþega. Kjallari Sævar Tjörvarsson doktor í félagsfræði skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.