Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 3. janúar 2011 Mánudagur Félag N1 tók 150 milljónir í arð n Aðilar tengdir N1 eignuðust Kynnisferðir árið 2009 n Hlutafé hluthafanna fært niður - stærsti hluthafinn eignast félagið einn n Tók allt hlutafé aftur út úr félaginu í formi 150 milljóna arðs Kynnisferðir ehf., félag sem hefur síðustu ár verið í eigu olíufélags- ins N1 að mestu leyti, greiddi út 150 milljóna króna arð til hluthafa síns í fyrra. Hagnaður félagsins var sagður vera rúmar 233 milljón- ir króna á árinu. Fyrirtækið starfar á sviði ferðaþjónustu og á og rek- ur langferðabíla sem það leigir út og selur skoðunarferðir til ferða- manna. Á sama tíma og arðurinn var greiddur út var allt hlutafé eina hluthafa Kynnisferða ehf., Aust- ur-Vestur ehf., skrúfað niður í 0 og nýr eigandi eignaðist félagið. Í árs- reikningnum er þetta orðað sem svo að hlutafé félagsins hafi verið jafnað á móti ójöfnuðu tapi. Nýtt hlutafé að upphæð 150 milljónir króna var lagt inn í félagið. Nýr eigandi Kynnisferða, Hneta ehf., er að öllu leyti í eigu eignar- haldsfélagsins Ísdekks sem var stofnað af olíufélaginu N1 árið 2007. Skráður eigandi Ísdekks heitir Guðmundur Ásgeirs- son en félagið var stofnað af N1 árið 2007. Allir núverandi eða fyrrverandi stjórnarmenn Hnetu og Ísdekks tengjast N1 með einum eða öðrum hætti en þrír þeirra Jón Gunnsteinn Hjálmarsson, Guðjón Auð- unsson og Elías Bjarni Guð- mundsson hafa verið starfsmenn félagsins og Benedikt Ein- arsson er sonur stærsta hluthafa N1, Einars Sveinssonar. N1 eignast félagið Kynnisferðir hafa því farið frá því að vera í eigu nokkurra aðila, fjár- festingafélags í eigu móðurfélags N1, BNT, að 40 prósent leyti, Guð- mundar Arnaldssonar að 30 pró- sent, Gísla Friðjónssonar að 17 prósent, sem og annarra hluthafa yfir í að vera alfarið í eigu og lúta stjórn N1. Forstjóri N1 er Hermann Guðmundsson. N1 er eitt skuldugasta fyrir- tæki landsins en talið er að skuld- bindingar félagsins gagnvart lánardrottnum nemi allt að 70 milljörðum króna. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi síðan árið 2007 og hefur átt í viðræðum við stærsta lánardrottinn sinn Íslands- banka varðandi framtíð félagsins. Félagið nánast gjaldþrota Arðgreiðslan út úr Kynnisferðum og eignarhaldið á félaginu vekur mikla athygli í ljósi þess að í árs- reikningi félagsins fyrir árið 2008 gerði endurskoðandi þess, Gunn- ar Þór Ásgeirsson, fyrirvara við árs- reikninginn í ljós stöðu félagsins, nærri 240 milljóna króna taps og neikvæðrar eiginfjárstöðu. Í árs- reikningnum segir um þessa stöðu: „Til þess að félagið verði rekstrar- hæft á næstu 12 mánuðum þá þarf félagið að fara í fjárhagslega endur- byggingu...“ Félagið rambaði því á barmi gjaldþrots 2008, hlutafé hlut- hafans var skrúfað niður 2009, félag- ið skipti um eig- anda, þessi eig- andi lagði félaginu til 150 milljónir í formi nýs hluta- fjár og svo tók þessi sami hluthafi sömu upphæð út úr félag- inu í formi arðs við lok rekstrarársins. Í ársreikningi Kynnis- ferða fyrir árið 2009 orðar stjórn félags- ins tillöguna um arðgreiðsluna á eftirfarandi hátt: „Stjórn- in leggur til að greiddur verði 100 arð- ur af hluta- fé að fjár- hæð 150. millj. kr.“ Á sama tíma fóru aðilar tengdir N1 frá því að vera kjölfestufjárfestar yfir í að eiga fé- lagið að fullu. Í ársreikningi Hnetu, eiganda Kynnisferða, kemur fram að 150 milljónirnar sem settar voru inn í Kynnisferðir sem nýtt hlutafé hafi verið lán frá tengdu félagi. Ekki er vitað hvaða félag um ræðir. Hluta- fjáraukning Kynnisferða var því fjármögnuð með láni frá tengd- um aðila og svo greiða Kynnis- ferðir hlutafjáraukninguna aftur til Hnetu með arðgreiðslu. Skuld færð sem tekjur Í ársreikningi Kynnisferða fyrir árið 2009 er hagnaður félagsins á árinu, sem arðgreiðslan byggir á, ekki skilgreindur nánar. Í sam- anburði við árið á undan, þar sem tap félagsins var sagt nærri 40 milljónir, gekk starfsemin vel. Forsendur voru fyrir hendi til að greiða út arð þar sem félagið skil- aði hagnaði og eiginfjárstaðan var jákvæð um nærri 340 milljónir króna. Svo virðist hins vegar sem hagnaður Kynnisferða, og þar með forsendan fyrir arðgreiðsl- unni á hlutafénu, hafi verið til- kominn vegna gjaldfærslu á láni sem það á útistandandi hjá fyrr- verandi hluthafa félagsins, Aust- ur-Vestur. Í dag er það félag í eigu Kynnisferða - fór frá því að vera móðurfélag þess yfir í að vera dótturfélag - og er sami stjórnar- formaður í því félagi, Jón Gunn- steinn Hjálmarsson, og er stjórn- arformaður Kynnisferða, Hnetu og Ísdekks. Hagnaður Austur-Vestur er sagður hafa verið 222 milljónir árið 2009 og er sá hagnaður að öllu leyti tilkominn vegna „tekjufærð- ar skuldar við Kynnisferðir“. Í árs- reikningi Austur-Vestur fyrir árið 2008 kemur hins vegar fram að fé- lagið hafi skuldað dótturfélagi sínu Kynnisferðum 222 milljónir króna. Í ársreikningnum er þetta orð- að svona: „Að ákvörðun stjórnar Kynnisferða ehf. var krafa félagsins á hendur Austur-Vestur ehf. gjald- færð í árslok 2009. Bókfærð skuld Austur-Vestur ehf. í árslok 2008 er því tekjufærð á árinu 2009.“ Aust- ur-Vestur virðist því hafa skuldað Kynnisferðum 222 milljónir króna 2008 en ári síðar virðist þessu vera öfugt farið af einhverjum ástæð- um. Ekkert í ársreikningi Austurs- Vestur eða Kynnisferða bendir hins vegar til að annað hvort fé- lagið hafi greitt eða tekið við pen- ingum vegna þessarar skuldar en jafnframt virðist sem bæði félög- in hafi skilað hagnaði á rekstr- arárinu vegna greiðslu hennar. Í tilfelli Kynnisferða var skuldin við Austur-Vestur færð til bókar sem hagnaður. Kynnisferðir gátu svo greitt hluthafa sínum aft- ur hlutaféð sem hann hafði lagt inn í félagið vegna þessa og staða beggja félaganna virðist betri fyr- ir vikið. „Til þess að félagið verði rekstrarhæft á næstu 12 mánuðum þá þarf félagið að fara í fjár- hagslega endurbyggingu. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Skin og skúrir Félag í eigu olíufélagsins N1 fór frá því að ramba á barmi gjaldþrots árið 2008 yfir í að greiða hluthafa sínum 150 milljóna króna arð árið 2009. Hagnaður félagsins virðist hafa verið tilkominn vegna skuldaafskrifta. Hermann Guðmundsson er forstjóri N1 og Einar Sveinsson stærsti hluthafinn. Reykjavíkurborg hækkar: Dýrara í sund og strætó Ný gjaldskrá Strætó bs. tekur gildi í dag. Fargjöld hækka á bilinu 5 til 25 prósent vegna verðlagsbreytinga síðustu ára og minnkunar á framlög- um sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Stakt fargjald í strætó kostar nú 350 krónur en kostaði áður 280 krónur. Afsláttur eldri borgara mið- ast við 70 ár en ekki við 67 ár eins og áður. Börn og ungmenni fá nú ein- ungis afsláttarkjör með kaupum á sérstökum 20 miða kortum þar sem börn 6–12 ára greiða 40 krónur fyrir ferðina og ungmenni 12–18 ára 105 krónur. Ætli börn og ungmenni hins vegar að greiða fyrir eina ferð með peningum kostar það 350 krónur. Þá breytist einnig gjald- skrá sundlauga Íþrótta- og tóm- stundaráðs í Reykjavík. Stakt gjald fyrir full- orðna hækkar úr 360 krónum í 450 krónur en stakt gjald fyrir börn lækkar  í 100 krónur. Gjaldskylda fellur niður við 70 ára aldur og miðast við afmælisdag. Rafræn kort sem hafa þegar verið gefin út fyrir 67 ára og eldri á árinu 2010 gilda áfram. Þá hefur reglum varðandi ald- urstakmörk án fylgdarmanns í sund verið breytt og mega börn sem fædd eru árið 2001 og fyrr fara í sund án fylgdarmanns. Leituðu að týndum manni Björgunarsveitin Brák og lögregl- an í Borgarnesi leituðu í Hítardal á sunnudag að manni sem varð við- skila við félaga sinn um hádegisbilið. Um þrjátíu björgunarsveitarmenn leituðu á svæðinu að manninum, sem lét vita af sér í gegnum farsíma. Hann tjáði björgunarsveitarmönn- um að hann væri við bæjarrústir, en ekki var vitað nákvæmlega hvaða bæjarrústir maðurinn átti við. Mikil þoka var á svæðinu þegar leitað var að manninum en hann fannst síð- degis heill á húfi. Margir myndu sitja heima Átján prósent kjósenda myndu skila auðu eða kjósa ekki ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjórtán prósent tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp. Ríkisstjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna nýtur stuðnings 37 prósenta kjósenda. Fimm prósent þeirra sem svöruðu könnuninni sögðust myndu kjósa aðra flokka en þá sem bjóða nú þeg- ar fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.