Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 2. janúar 2011
og stórum eignarhaldsfélögum til hlut-
hafa þeirra voru þó vitanlega bara hluti
af þeim arðgreiðslum sem greiddar
voru út úr fyrirtækjum og félögum til
íslenskra fjárfesta á árunum fyrir efna-
hagshrunið. Minni og óþekktari fyrir-
tæki og félög og hluthafar þeirra nutu
einnig góðs af eignabólunni.
Eitt af vandamálunum við þessar
arðgreiðslur er að þær byggðu á ofmati
á eignum og stöðu þeirra fyrirtækja sem
um ræddi. Þetta ofmat á eignasöfnum
fyrirtækjanna og þar með virði þeirra
byggði að einhverju leyti meðal annars
á því að í einhverjum tilfellum ofmátu
eigendur þeirra félögin vísvitandi þegar
þau voru seld. Ein af ástæðunum fyrir
því af hverju hægt var að selja fyrirtæk-
in á uppsprengdu verði var sú í ein-
hverjum tilfellum að þau gengu kaup-
um og sölum á milli manna sem voru
viðskiptafélagar. Sambönd þessara
manna við tiltekin fjármálafyrirtæki, og
jafnvel eignarhald þeirra á þeim, gerði
þeim svo kleift að hafa nær óheftan að-
gang að því lánsfé sem bankarnir höfðu
fengið frá erlendum fjármálafyrirtækj-
um og sem íslensku bankarnir þurftu
að koma í umferð hér á landi. Því var
hægt að fjármagna kaup á fyrirtækjum
sem voru verðmetin allt of hátt með
lánum frá þessum bankastofnunum.
Gott dæmi um þetta eru Northern
Travel Holding-viðskiptin en í tölvu-
póstum sem Viðskiptablaðið hefur sagt
frá kemur fram að helstu stjórnendur
og eigendur FL Group, Hannes Smára-
son, Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi
Haraldsson, ofmátu þær eignir vísvit-
andi sem settar voru inn í eignarhalds-
félagið Northern Travel Holding árið
2008 en viðskiptin áttu sér stað á milli
hluthafa FL Group.
Um þessi viðskipti sagði Pálmi Har-
aldsson í viðtali við DV fyrr á árinu að
hann teldi að þau stæðust ekki skoðun:
„Ég hefði betur sleppt því að taka þátt í
þessu. Og ég skal vera fyrsti maðurinn
til að viðurkenna það, af því að þú ert að
tala um snúninga og annað slíkt, að það
er ekkert sem stenst skoðun í því máli
siðferðilega séð. Þeir stuðlar sem voru
notaðir þegar fyrirtækin voru verðmet-
in og keypt þarna inn voru út úr kort-
inu: Þau voru seld þarna inn á alltof
háu verði.“
Northern Travel Holding viðskiptin
eru bara eitt dæmið um slík viðskipti
þar sem eignirnar sem voru seldar voru
ofmetnar til muna.
Arðurinn sem var greiddur út úr
þessum félögum til hluthafanna byggði
á þessu ofmati eigna og gerði það að
verkum að arðgreiðslurnar voru hærri
en ella jafnvel þó engin innistæða væri
fyrir þeim. Ef fyrirtæki A seldi fyrirtæki
B eign C á yfirverði varð til hagnaður hjá
A sem nýst gat til þess að greiða hlut-
höfum félagsins arð í samanburði við
þennan gróða. Ef fyrirtæki B seldi eign
C svo áfram fyrir enn hærra varð aftur
til hagnaður fyrir hluthafa þess félags
sem gátu greitt sér hlut af honum í arð.
Sami bankinn fjármagnaði svo hugs-
anlega yfirtökurnar tvær og stendur
uppi með tapið þegar ljóst er að raun-
verulegt verðmæti eignar C stendur
hvergi nærri undir þeirri fjárhæð sem
fyrirtækið var keypt á. Kaupendur og
seljendur hlutabréfanna hafa kannski
hins vegar tekið út himinháan arð af
fjárfestingu sinni áður en bankinn sem
fjármagnaði viðskiptin þarf að afskrifa
kröfur sínar vegna þeirra að hluta til.
Ofmetið eigið fé
Í tilfelli starfsmannalánanna í Kaup-
þingi og Glitni voru milljarða króna
lánin til starfsmanna bókfærð sem eign
bankans og fölsuðu því í reynd eigna-
og eiginfjárstöðu fyrirtækjanna sem
þeim nam. Þetta var gert vegna þess að
gert var ráð fyrir því að bankarnir héldu
velli og hlutabréfaverð í þeim héldi
áfram að hækka. Engir peningar skiptu
hins vegar um hendur í viðskiptunum
heldur seldi bankinn starfsmönnunum
hlutabréfin á tilteknu gengi og bókfærði
kaupverðið svo sem skuld við bankann
og þar með eign hans. Í tilfelli Kaup-
þings fengu starfsmennirnir svo arð af
þessari hlutabréfaeign sem þeir höfðu í
reynd aldrei greitt fyrir og munu aldrei
greiða neitt fyrir í flestum tilfellum.
Lánin, sem fölsuðu eigið fé bankans,
verða svo afskrifuð en þeir fá að halda
arðinum vegna þess að ekki er hægt að
ná honum til baka með lögformlegum
hætti.
Myndin sem birtist þegar fjallað er
um arðgreiðslur út úr íslenskum fyrir-
tækjum og eignarhaldsfélögum með
þessum hætti er því sú að arðurinn
hafi byggt á eignamati sem stóðst enga
skoðun og var í mörgum tilfellum fals-
að. Frá því bankakerfið á Íslandi féll
haustið 2008 hefur komið í ljós hversu
miklar blekkingar voru stundaðar í ís-
lensku viðskiptalífi að þessu leyti. Góð-
ærið – hátt gengi krónunnar, mikill
kaupmáttur, hátt hlutabréfaverð og gott
aðgengi að erlendu lánsfé – var í reynd
byggt á sandi og þar með nær allt sem
af því leiddi. Ein af afleiðingum þessa
ofmats var vitanlega arðgreiðslur sem
runnu út úr fyrirtækjunum sem voru
ofmetin til muna í þessu góðæri. Öf-
ugt við góðærið sjálft voru þessar arð-
greiðslur hins vegar raunverulegar því
um var að ræða peninga sem fóru til
hluthafa þessara fyrirtækja þó hagnað-
artölur og staða þeirra hafi í reynd verið
ofmetin.
Þó nú fari fram almennt uppgjör
á Íslandi við þennan góðæristíma þar
sem leitast er við að leiðrétta ýmislegt
sem þá átti sér stað og kalla menn til
ábyrgðar fyrir brot sín þá virðist sem
ekki sé nokkur leið til að leiðrétta þess-
ar arðgreiðslur út úr íslensku góðær-
isfyrirtækjunum. Íslensku athafna- og
bankamennirnir sleppa því sennilega
ekki við allt – rannsóknir sérstaks sak-
sóknara eru byrjaðar að leiða það í ljós
– en þeir sleppa með arðinn sem þeir
tóku út úr góðærinu.
Brot úr viðtali við Pálma í Fons
Blaðamaður: „Það liggur alveg ljóst fyrir að þú tókst
þátt í nokkrum vafasömum viðskiptafléttum: Sterling,
Stím, Skeljungur, Northern Travel Holding ...?“
Pálmi: „Ég tók þátt í viðskiptum sem er ekkert óeðlilegt
að hafi verið gagnrýnd. Það skiptir engu máli hvað þú tekur
af þessu. Það er ekkert sem ég hef gert á liðnum árum sem
er hafið yfir gagnrýni. Hins vegar að ég hafi brotið lög og
reglur, það er af og frá.“
Blaðamaður: „Það eru þessir snúningar eða viðskipta-
fléttur sem fyrst og fremst hafa orðið til þess að fólk
hefur gagnrýnt þig og marga aðra auðmenn. Til að mynda
viðskiptin með Sterling-flugfélagið, í gegnum Northern
Travel Holding, sem var keypt þrisvar af þér og viðskipta-
félögum þínum og alltaf fyrir hærra verð í hvert skipti án
þess að félagið hefði skilað hagnaði. Fólk sér þetta bara
og hugsar: Þetta er skrítið. Þarna er augljóslega verið að fara á svig við einhver lög og reglur.“
Pálmi: „Nei, ég held að enginn hafi farið á svig við einhver lög og reglur. Staðreyndin er sú
að allir stuðlar í verðmati á fyrirtækjum hækkuðu. Það gat enginn tapað á neinu. Það voru öll
viðskipti bara upp á við. Þegar við skoðum Sterling-viðskiptin í dag ...“
Blaðamaður: „Þau eru dæmi um snúning, er það ekki ...?“
Pálmi: „Já, ég ætla að staðfesta það hér og nú. Það besta sem hefði getað komið fyrir mig
hefði verið að ég hefði átt Sterling áfram. Ég held að það sé enginn vafi á að ég axla mína
ábyrgð í þessu máli. Ég var þátttakandi í þessu. En þetta voru þær reglur sem voru í gildi.“
Blaðamaður: „En þið bjugguð reglurnar til?“
Pálmi: „Nei, að sjálfsögðu voru það stjórnvöld sem settu reglurnar.“
Blaðamaður: „Nei, þú sagðir áðan að allt hefði hækkað á markaði. Það er einhver sem býr
til eftirspurnina á markaði?“
Pálmi: „Það er bara markaðurinn sem býr til eftirspurnina. Það eru ekki bara tveir aðilar
sem búa til eftirspurnina. Fleiri en einn aðili höfðu áhuga á Sterling þegar það var selt í fyrsta
skipti.“
Blaðamaður: „Það er kannski sala tvö og þrjú sem við höfum meiri áhuga á.“
Pálmi: „Ég fékk gott tilboð í Sterling frá FL Group og seldi það á háu verði og innleysti
mikinn hagnað. Á sama tíma seldi ég hlutabréfin mín í FL Group. Sterling gekk svo illa í
kjölfarið á forstjóraskiptunum hjá félaginu en FL Group hafði sett það sem skilyrði, þegar
þeir eignuðust meirihlutann í félaginu, að ráða amerískan forstjóra í stað Almars Arnar, sem
hafði staðið sig vel. Þetta voru mikil mistök og urðu félaginu dýrkeypt.
Þá var búin til þessi snilldarflétta sem kallast Northern Travel Holding. Hún innihélt
Sterling, Iceland Express og Astreus.
Þarna gerði ég gríðarlega stór mistök þegar Fons seldi Iceland Express inn í þetta félag og
FL Group seldi Sterling inn í félagið. Ég hefði betur sleppt því að taka þátt í þessu. Og ég skal
vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það, af því að þú ert að tala um snúninga og annað
slíkt, að það er ekkert sem stenst skoðun í því máli siðferðilega séð. Þeir stuðlar sem voru
notaðir þegar fyrirtækin voru verðmetin og keypt þarna inn voru út úr kortinu: Þau voru seld
þarna inn á alltof háu verði. En svona voru bara þessir verðmatsstuðlar sem voru notaðir á
þessum tíma sem voru drifnir áfram af hagkerfinu. Hagkerfið var drifið áfram af því umhverfi
sem var í gangi, það streymdu peningar inn í bankakerfið ...“
„Þau voru seld
þarna inn á
alltof háu verði.
Ein hæsta arðgreiðslan Ein hæsta arðgreiðslan út úr einu félagi á árunum
fyrir íslenska efnahagshrunið var arðgreiðsla FL Group árið 2007 vegna
rekstrarársins 2006. 15 milljarðar voru þá greiddir í arð til hluthafa félagsins. Þar
af runnu 3 milljarðar til Hannesar Smárasonar sem sést hér ásamt Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni og nokkrum öðrum hluthöfum og stjórnarmönnum í FL Group.
Arðgreiðslur nokkurra fyrirtækja og
félaga á Íslandi fyrir hrun.
FL Group
Hagnaður 2006: 44,6 milljarðar.
Arður: 15 milljarðar
Hluthafar
n Oddaflug B.V. (19,8%) Hannes
Smárason fékk þrjá milljarða í arð til
félags síns í Hollandi.
n Gnúpur fjárfestingafélag hf
(17,2%) Magnús Kristinsson og Kristinn
Björnsson fengu 2,6 milljarða í arð.
n BG Capital ehf. (16,2%) 100 prósent
í eigu Baugs. Fengu 2,4 milljarða í arð.
Exista
Hagnaður 2006: 37,4 milljarðar.
Arður: 10,9 milljarðar.
Hluthafar
n Bakkabraedur Holding B.V (47,4%)
Bakkabræður fengu rúmlega fimm
milljarða í arð til félags síns í Hollandi.
Kaupþing
Hagnaður 2006: 85,3 milljarðar.
Arður: 10,4 milljarðar.
Hluthafar
n Exista B.V. (18,9%) Bakkabraedur
Holding B.V. átti 47% í Exista og
Bakkabræður fengu því tæpan milljarð í
arð til félags síns í Hollandi.
n Kjalar Invest B.V. (9,7%) Ólafur
Ólafsson fékk rúman milljarð í arð til
félags síns í Hollandi.
Glitnir
Hagnaður 2006: 38,2 milljarðar.
Arður: 9,4 milljarðar.
Hluthafar
n FL GLB Holding B.V. (13,5%)
n FL Group Holding Netherlands B.
(10,2%)
Straumur
Hagnaður 2006: 45,2 milljarðar.
Arður: 7,8 milljarðar.
Hluthafar
n Landsbanki Luxembourg S.A.
(41%) Landsbankinn í Lúx fékk því 3,2
milljarða greidda til Lúxemborgar.
Landsbankinn
Hagnaður 2006: 40,2 milljarðar.
Arður: 4,4 milljarðar.
Hluthafar
n Samson eignarhaldsfélag ehf.
(41%) Björgólfsfeðgar fengu 1.800
milljónir í arð. Félagið skráð á Íslandi.
Kaupþing
Hagnaður 2007: 71,2 milljarðar.
Arður: 14,8 milljarðar.
Hluthafar
n Exista B.V. 23% Bakkabraedur
Holding B.V. átti 45% í Exista og Bakka-
bræður fengu því 1,5 milljarð greiddan í
arð til félags sín í Hollandi.
n Egla Invest B.V. (9,9%) Ólafur
Ólafsson fékk 1,5 milljarð í arð til félags
síns í Hollandi.
Glitnir
Hagnaður 2007: 27,7 milljarðar.
Arður: 5,5 milljarðar.
Hluthafar
n FL Group Holding Netherlands B.
(17,7%)
n FL GLB Holding B.V. (13,1%) Þessi
tvö félög fengu 1.700 milljónir greiddar
til Hollands.
Fons
Eigendur: Pálmi Haraldsson og
Jóhannes Kristinsson.
Arður 2007: 4,4 milljarðar
Greitt til Mathew Holdings S.A.
Arðgreiðslur fyrir hrun
Arðgreiðslur Kaupþings til starfsmanna árið 2007 og 2008 vegna rekstrarársins á undan.*
Nafn 2007 2008
Sigurður Einarsson 90 milljónir 144 milljónir
Hreiðar Már Sigurðsson 61 miljón 124 milljónir
Magnús Guðmundsson 50 milljónir 72 milljónir
Ingólfur Helgason 38 milljónir 74 milljónir
Ingvar Vilhjálmsson 37 milljónir 83 milljónir
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson 36 milljónir -
Ármann Þorvaldsson 32 milljónir 46 milljónir
Steingrímur Kárason 23 milljónir 32 milljónir
Kristján Arason 20 milljónir 28 milljónir
Þórarinn Sveinsson 17 milljónir 24 milljónir
Bjarki H. Diego 14 milljónir 20 milljónir
Guðný Arna Sveinsdóttir 13 milljónir 18 milljónir
Frosti Reyr Rúnarsson 11 milljónir 15 milljónir
Helgi Sigurðsson 10 milljónir 14 milljónir
Guðni Níels Aðalsteinsson 9 milljónir 13 milljónir
Hannes Frímann Hrólfsson 9 milljónir 13 milljónir
Svali Björgvinsson 8 milljónir 12 milljónir
Gísli Hauksson 6 milljónir 8 milljónir
Samtals hjá þessum 18 483 milljónir 740 milljónir
n Vitað var út frá hluthafalista frá Kauphöllinni 2008 hverjir höfðu aukið hlut sinn. Þeir
voru Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Ingvar Vilhjálmsson þar sem
þeir voru á lista yfir 20 stærstu hluthafa Kaupþings. Aðrir eru áætlaðir með sama
eignarhlut og 2006 að undanskildum Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni.
*Tölur fyrir árið 2007 voru áætlaðar út frá lánabókinni 2006. Fyrirvari í 2008 tölum er að flestir hafi ekki aukið hlut sinn frá 2006.
Arðgreiðslur Kaupþings