Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 3. janúar 2011 Mánudagur Lítil umræða hefur farið fram á Ís- landi eftir bankahrunið um hvert sé heppilegt lánshlutfall til fasteigna- kaupa. Nær eingöngu hefur verið rætt um afskriftir fasteignalána til þeirra sem tóku lán fyrir haustið 2008. Flest- ar lánastofnanir á Íslandi bjóða í dag upp á 70 til 80 prósent lán af markaðs- verðmæti fasteignar. Ekkert hefur þó verið rætt um þessar breytingar enda hefur sala fasteigna á Íslandi verið afar dræm eftir bankahrunið 2008. Bankar gátu áframselt áhættu sína Það var ekki bara á Íslandi sem fast- eignabóla myndaðist. Hrun á fast- eignamarkaði hófst í Bandaríkjunum þegar sumarið 2007 í kjölfar svokall- aðra undirmálslána eða vafninga (e. subprime loans). Önnur lönd eins og Ísland, Írland og Spánn hafa glímt við hrun á fasteignamarkaði svo fá ein séu nefnd. Þóra Helgadóttir hagfræðingur segir að hrunið á fasteignamarkaðin- um á Íslandi hafi þó ekki byggst á und- irmálslánum líkt og í Bandaríkjunum og á Írlandi. Íslensku bankarnir hafi ekki haft heimild til koma fasteigna- safni sínu í vafninga líkt og hægt var að gera víða erlendis. Erlendir bankar hafi hins vegar get- að velt áhættu sinni af útgáfu skulda- bréfa áfram til íslenskra fjármálastofn- ana með því að koma þeim í vafninga ásamt öðrum skuldabréfum. „Ástæð- an fyrir því að fjármálastofnanir víða í heiminum gátu veitt 100 prósent fast- eignalán var sú að þær gátu selt áfram áhættuna sína með því að koma lán- um sínum í skuldabréfavafninga,“ segir Þóra. Þetta var líklega ein helsta orsök þess að stærsta fasteignabóla sögunnar myndaðist víða um heim. Fólk mun þurfa að auka sparnað sinn Líklega eru fáir af yngri kynslóðinni sem muna eftir svokölluðum skyldu- sparnaði. Það var sparnaðarform sem var við lýði á Íslandi frá 1957 og þar til lög um skyldusparnað voru afnum- in árið 1993. Var öllum launþegum á aldrinum 16 til 25 ára gert skylt að greiða 15 prósent af launum sínum í skyldusparnað. Fólk átti síðan að nota þennan sparnað til fasteignakaupa. Pétur Blöndal alþingismaður telur að lítil umræða hafi farið fram um auk- inn sparnað Íslendinga eftir efnahags- hrunið. „Það hefur lítil umræða far- ið fram um gildi sparnaðar í íslensku þjóðfélagi eftir hrun,“ segir hann. Honum hugnast ágætlega að taka aft- ur upp eitthvert fyrirkomulag af fast- eignasparnaði hérlendis. 100 pró- sent fasteignalán séu ekki heppileg og betra sé að veita 70 eða 80 prósent fast- eignalán. Því lægra sem lánshlutfallið sé því öruggari séu veð fjármálastofn- ana. Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, telur það slæma hug- mynd að taka aftur upp skyldusparn- að á Íslandi. „Ef fólk getur ekki sparað sjálft getur það bara átt sig,“ segir hann. Stöðugt rýmri heimildir til fasteignakaupa Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, benti á það á bloggsíðu sinni í nóvember 2008 að eldri kynslóð fólks hefðu ekki staðið há lán til boða til fasteignakaupa. Áður fyrr var jafnvel algengt að fólk stað- greiddi fasteignir sínar. Sú þróun að veita 70 prósent lán til fasteignakaupa hófst ekki af neinni alvöru fyrr en upp úr 1996. Frá árinu 1999 gat síðan ákveðinn hópur fólks sem hafði tak- markaðar tekjur fengið allt að 90 pró- sent fasteignalán til fyrstu íbúðakaupa. Eftir að Kaupþing, Íslandsbanki og Landsbankinn hófu síðan að veita 100 prósent fasteignalán seinni hluta árs 2004 fór Íbúðalánasjóður að bjóða 90 prósent lán án takmarkana. Það hafði þó ekki verið stefna sjóðsins en í stað þess að draga sig af markaði fór Íbúðalána- sjóður í beina samkeppni við bankana. Íbúðalánasjóður þurfti 33 milljarða vegna taps Samkvæmt grein Vilhjálms Bjarnason- ar, Íbúðalánasjóður og áhættustýring, greiddi fólk upp íbúðalán hjá sjóðnum fyrir nærri 150 milljarða króna á tæpu ári eftir innkomu bankanna á mark- aðinn. Í kjölfarið gerði Íbúðalánasjóð- ur „lánasamninga“ við bæði banka og sparisjóði upp á rúmlega 100 milljarða króna. Þannig hafði Íbúðalánasjóður í raun tekið á sig stóran hluta af áhættu bankanna á fasteignalánamarkaði. Af- leiðingarnar urðu þær að 8. desem- ber síðastliðinn þurfti Alþingi að sam- þykkja 33 milljarða króna framlag til sjóðsins svo hann stæðist lög um eig- infjárhlutfall. Árið 1999 varð Íbúðalánasjóður til í núverandi mynd þegar Húsnæðis- stofnun ríkisins var lögð niður en hún varð til árið 1957. Á sama tíma voru Byggingarsjóður ríkisins og Bygging- arsjóður verkamanna sameinaðir. Er talið að ríkið hafi á þeim tíma þurft að leggja hinum nýstofnaða Íbúðalána- sjóði til nærri 30 milljarða króna að núvirði. Var ástæðan tap Byggingar- sjóðs verkamanna á lánum til félags- legra húsnæðiskaupa. Það er svip- uð upphæð og sjóðurinn fékk nú fyrir áramót til að standast lög um eiginfjár- hlutfall. Óbreytt skipan skapar hættu Lánshlutfall fasteignalána hefur breyst í mörgum löndum á síðustu tveimur áratugum. Afleiðingarnar hafa víðar en á Íslandi skapað hrun á fasteigna- markaði. Þekktustu dæmin eru líklega Bandaríkin og Írland. Með tilkomu skuldabréfavafninga gátu fjármála- stofnanir áframselt ábyrgð sína líkt og Þóra Helgadóttir lýsti hér að ofan. Þar með gafst svigrúm til að veita 100 pró- sent fasteignalán. 100 prósent fasteignalán voru líka vandamál á Íslandi en lítið hefur ver- ið rætt um æskilegt lánshlutfall eftir hrunið. Gott dæmi um land sem ekki lenti í fasteignabólu er Þýskaland. Þar sparar fólk enn töluvert fyrir fasteign- um sínum. Er boðið upp á svokallað- an Bausparen, sem er sjö ára sparnað- arform sem fólk getur valið sér. Veitir atvinnurekandi mótframlag auk þess sem ríkið veitir skattaívilnanir. Í Þýska- landi taka líka margir 10 ára fasteigna- lán ólíkt Íslendingum sem taka flestir 25 eða 40 ára lán. Er lánshlutfall þá oft um 50 prósent og því verður áhætta fólks töluvert minni. Má segja að það sé svipað fyrirkomulag og tíðkaðist á Íslandi þar til fyrir um 15 árum er láns- hlutföll fóru að hækka. Munurinn á 10 ára og 40 ára fast- eignalánum getur sem dæmi verið gríðarlega mikill. Ef lántakandi tekur 20 milljóna króna verðtryggt lán með 5 prósent föstum vöxtum og árleg verð- bólga er 3 prósent er lántökukostnað- ur hans tæplega níu milljónir króna. Ef lánstíminn myndi hins vegar lengjast í 40 ár verður lántökukostnaður tæp- lega 50 milljónir króna. Eins er ólíklegt að verðbólga myndi haldast í 3 pró- sentum á Íslandi eins og verðbólgu- saga Íslands sýnir. Bæði Alþingi og fjölmiðlar hafa að mestu einblínt á skuldavanda nú- verandi fasteignaeigenda eftir hrun. Bæði Pétur H. Blöndal og Þóra Helga- dóttir voru sammála um að verðandi fasteignakaupendur á Íslandi þyrftu í auknum mæli að huga að því að eiga einhvern sparnað áður en þeir ráðast í fasteignakaup. Sagði Pétur að lítið hefði farið fyrir umræðu um sparnað almennt. Er þetta vandamál í flestum af þeim löndum sem nú glíma við af- leiðingar hruns á fasteignamarkaði. Lítil umræða um aukinn sparnað „Það er allt í lagi að veita 100 prósent fasteignalán ef lántakandi er með aðr- ar eignir að veði. Til að mynda innlán, hlutabréf eða jarðir eða eitthvað slíkt. 100 prósent fasteignalán eru hins veg- ar óeðlileg því þá er tryggingin lítil ef lántakandi hættir að greiða af láninu. Með kostnaði og vöxtum getur mynd- ast skuld sem er hærri en veðið. Eins ef fasteignin lækkar í verði, þá er engum greiði gerður,“ segir Pétur Blöndal. Að hans mati er heppilegra að veita 70 eða 80 prósent fasteignalán. Því lægra sem lánshlutfallið sé því ör- uggara sé að veita lánið og að dæm- ið sé þá líklegra til að ganga upp. Það geri fólki þó erfiðara um vik að spara þá fjármuni sem upp á vantar. Pét- ur telur að það gæti verið gott að taka upp einhvers konar fyrirkomulag af skyldusparnaði að nýju fyrir væntan- lega íbúðarkaupendur. Það sé þó frá- leitt að hækka skatthlutfall launþega enn frekar í núverandi ástandi. Hér- lendis sé lífeyrissparnaður skylda sem hafi reynst vel. Í Þýskalandi er sem dæmi boð- ið upp á sjö ára fasteignasparnað sem kallast Bausparen. Hann er ekki skylda en launþegum stendur til boða að greiða í slíkan sparnað. Er þá veitt mót- framlag frá atvinnurekanda auk þess sem ríkið veitir niðurfærslu á sköttum gegn því að samningur standi í sjö ár og eftir það sé keypt fasteign. Pétur seg- ir að það sé svipað form og séreignar- sparnaður á Íslandi nema að séreign- arsparnaðurinn sé ætlaður fyrir ellina. „Hægt væri að útvíkka séreignarsparn- aðinn. Þá er spurning hvort ríkið eigi að hvetja til sparnaðar með skattaívilnun.“ Erlent lánsfé orðið takmarkað Pétur telur að lítil umræða hafi farið fram um aukinn sparnað Íslendinga eftir efnahagshrunið. „Nú getum við ekki lengur gengið í erlenda sjóði og tekið lán. Erlendir lánveitendur hafa hafnað okkur eftir að hafa tapað risa- upphæðum. Ég hef enga trú á því að lausn á Icesave muni breyta því við- horfi.“ Pétur telur ólíklegt að Íslendingar muni frekar kjósa sér leiguhúsnæði á næstu árum í stað þess að eiga sitt eigið húsnæði. „Þó að það hafi orð- ið mikil lækkun á fasteignamarkaði undanfarið þá hækkaði fasteignaverð mjög mikið áður. Þeir sem keyptu fyr- ir árið 2004 eru enn í gróða af sínum fasteignakaupum. Lægra verð býð- ur auk þess upp á kauptækifæri fyrir unga fólkið,“ segir Pétur. Markaðsverðmæti stóra vandamálið „Ég hef aldrei skilið umræðu um láns- hlutfall. Það skiptir máli hvað íbúðin kostar. Raunverð fasteigna hækkaði á Íslandi um 170 prósent fram í októb- er 2007. Menn voru að hækka láns- hlutfall þegar íbúðaverð var í hæstu hæðum. Það var miklu meiri skað- valdur en nokkurn tímann gengis- tryggingin sem menn hafa sem mest rætt um,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Ís- lands. Hefur hann bent á það í grein- inni Íbúðalánasjóður og áhættustýr- ing sem kom út í október 2010 að þegar íbúðaverð náði hæstu hæðum í október 2007 hafði það hækkað um 150 til 170 prósent umfram almennt verðlag. Að mati Vilhjálms skiptir fast- eignaverð höfuðmáli. Það hafi ver- ið komið út fyrir öll skynsemismörk í góðærinu. 100 prósent fasteignalán eigi alltaf rétt á sér. Það skipti þó öllu hver eigi að borga af þeim. „Það er til fólk sem kaupir ódýra íbúð og fær 100 prósent lán og það er allt í lagi ef það Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Óbreytt kerfi gæti valdið nýju hruni n Flestir eru sammála um að 100 prósent fasteignalán gangi bara ef aldrei kemur niðursveifla á markaðinum n Þóra Helgadóttir hagfræðingur segir að 100 prósent fasteignalán hafi einungis verið möguleg þar sem bankar gátu áframselt áhættu sína n Pétur H. Blöndal alþingismaður segir að Íslendingar verði að tileinka sér meiri sparnað„Það er allt í lagi að veita 100 prósent fasteignalán ef lántakandi er með aðrar eignir að veði. Til að mynda innlán, hlutabréf eða jarðir eða eitthvað slíkt. Pétur H. Blöndal alþingismaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.