Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólkið 3. janúar 2011 Mánudagur Þetta verður ekki týpískur hand-boltaþáttur,“ segir Anton Rúnars-son, stórskytta Valsmanna í N1- deildinni, sem verður þáttastjórnandi nýs þáttar um handbolta sem hefst á ÍNN 5. janúar. Ber þátturinn nafnið Harpix í hárið. „Við munum kynnast leikmönnum í íslenska landsliðinu ásamt fleirum, fara á bak við tjöld- in og kynnast persónunni á bak við leikmanninn. Við ætlum að reyna að gera þetta áhugavert, spennandi og skemmtilegt fyrir alla aldurshópa sem hafa gaman af sportinu,“ segir Anton. Í þættinum verða einnig tek- in viðtöl við landsþekkta einstakl- inga og ýmislegt annað sem tengist handboltanum. „Það verður spjallað um N1-deildina, landsliðið, atvinnu- mennskuna og ýmislegt fleira sem ekki hefur verið sýnt áður,“ segir Ant- on en íslenska landsliðið heldur á heimsmeistaramótið í handbolta um miðjan janúar. Anton sló í gegn í fyrra þegar hann fór á láni til Gróttu í N1-deildinni en hann leikur í dag með uppeldisfélagi sínu, Val. Verður ekkert skrýtið fyrir Anton að stýra handboltaþætti þegar hann er sjálfur lykilmaður í svona stóru liði? „Já og nei. Það er kannski að ein- hverju leyti svolítið skrýtið. Eftir að ég fékk spurninguna um hvort ég væri klár í að stýra þessum þætti hugs- aði ég mig vel um. Ég fékk álit hjá góðum mönnum innan handboltans og komst að þeirri niðurstöðu að ég myndi alla vega ekki tapa á þessu. Það vilja allir meiri og ítarlegri umfjöllun um handbolta og þar er ég sjálfur ekki undanskilinn. Eftir að mér var boðið þetta tækifæri, að stýra mínum eigin þætti með mínum hugmyndum, var þetta eiginlega aldrei spurning,“ segir Anton Rúnarsson, stórskytta og sjón- varpsmaður. tomas@dv.is Handboltakappinn Anton Rúnarsson byrjar með nýjan þátt á ÍNN: Allir fá harpix í hárið Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson játar því á Facebook að uppáhaldslagið hans sé með söng- konunni Beyoncé og segir það hljóta að kalla á sjálfsskoðun. Hann segir orðrétt í stöðufærslu sinni: „Ég ætla að opna mig á nýju ári. Uppáhaldslagið mitt 2010 er með Beyoncé! Það kallar óneitanlega á einhverja sjálfsskoðun! Hver ætli ég sé í raun og veru?“ Arnar Eggert Thoroddsen: Tek fyrirsætustörfin alvarlega Blaðamaðurinn og rokkspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddsen er að eigin sögn fyrirsæta í hjáverkum. Það fengu vinir hans á Facebook að vita þegar hann birti þeim sérstaka áramótakveðju þar sem hann sat fyrir fáklæddur. „Það kemur fyrir að ég þarf að sitja fyrir og þá tek ég fyrir- sætustörfin alvarlega. Þegar ég var beðinn um að sitja fyrir á mynd fyrir Viðskiptablað Morgunblaðsins þar sem ég dæmdi þessa græju sem ég held á skellti ég mér auðvitað úr að ofan.“ Arnari þykir þetta glæsileg mynd og í athugasemdakerfi Facebook gleðjast vin- ir hans mjög yfir uppátækinu en óvænta athygli fá þó húðlitir sokkarnir sem hann klæðist sem almennt þykja jaðra við að vera tískuglæpur. Sigurbjörg Þrastardótt- ir, ljóðskáld og vinkona Arnars, segir um sokkana: „Húðlitir sokkar! Gæfan fylgi þér, mikli straumbreytir.“ Áramótakveðja Arnars Eggerts Í kveðjunni óskar fyrirsætan, blaðamaðurinn og rokkspekúlantinn vinum sínum gleðilegs nýs árs og lýkur kveðjunni á þessum orðum: „Rokk og ról, nú sem endranær!“ Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona og afreksíþrótta-kona, setti Íslandsmet á heims- meistaramótinu í sundi sem fram fór í Dúbaí. Förin þangað reyndist mikil ævintýraferð og Ragnheiður auðvitað stolt af árangrinum. Í lok ferðarinnar ákvað hún að lyfta sér aðeins upp og lenti þá í kostulegri uppákomu á klúbbi í Dúbaí þar sem hún hitti hinn heimsþekkta fata- hönnuð Roberto Cavalli. Stóð uppi á stólum Skemmst er frá því að segja að Cav- alli hreifst svo mjög af Ragnheiði að hann eyddi kvöldinu í að ræða við hana. Viðstaddir sögðu uppá- komuna hafa verið bráðfyndna. „Cavalli er lágvaxinn og stóð uppi á stólum til að ná af henni góðum myndum,“ segir vinkona Ragnheið- ar. „Þá spjölluðu þau saman í nokkr- ar klukkustundir og bað hann í lok kvöldsins um heimilisfang Ragnheiðar til þess að geta sent henni kjóla. Hann sagði það verða jólagjöf hans til hennar.“ Það ætti að koma Ragn- heiði vel að mynda þessi góðu tengsl við Roberto Cav- alli enda er hún komin með umboðsmann og stefnir hátt í fyrirsætubransanum. Ragnheiður tók þessari yfir- drifnu athygli af stökustu ró en hafði að sögn ferðafélaganna afar gaman af þessu atviki. „Þetta var í lok ferðarinnar og í fyrsta skipti sem við fórum út,“ segir vinkona Ragnheið- ar. Það var tilviljun að við hittum hann þarna af því að daginn eftir var tískusýning hans í Dúbaí. Ragnheiður fór að sjálfsögðu á sýning- una og hafði gaman af.“ FÆR JÓLAGJAFIR FRÁ ROBERTO CAVALLI n Hitti hönnuðinn eftir Íslandsmet Kært á milli Kolfallinn fyrir sjarma Ragnheiðar. Heitar myndir Ragnheiður er komin með umboðsmann og stefnir hátt. Tengsl við Roberto Cavalli ættu að koma sér afar vel. Stórhrifinn Roberto Cavalli eyddi kvöldinu í félagsskap Ragnheiðar og vinkvenna hennar. Ragnheiður Ragnarsdóttir: Beyoncé í uppáhaldi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.