Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 25
Sport | 25Mánudagur 3. janúar 2011
Nú þegar nýr áratugur gengur í garð er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl og skoða nokkur íþróttaafrek frá liðnum áratug sem héldu
heimsbyggðinni á brúnum sæta sinna. Hér á eftir fylgja nokkrar stundir sem gerðu þennan fyrsta áratug nýrrar aldar eftirminnilegan.
Stórar Stundir
Zidane kveður
með skalla
Úrslitaleikur HM í knattspyrnu 2006
Sannarlega ein af stóru stundunum á liðnum
áratug og ein sú eftirminnilegasta. Ítalía og
Frakkland mættust í úrslitaleik HM í fótbolta
árið 2006. Þar lék einn besti knattspyrnumaður
sögunnar Zinedine Zidane sinn síðasta leik.
Ákvað hann að ljúka glæstum ferli með því að
fá rautt spjald fyrir að skalla Marco Materazzi
miðvörð Ítala í bringuna. Ítalir unnu leikinn í
vítaspyrnukeppni.
Fullkomið tímabil eyðilagt
Superbowl 2008 New England Patriots voru á góðri leið með að
skrá sig í sögubækurnar í NFL-deildinni þegar kom að ofurskálinni árið
2008. Patriots hafði unnið alla leiki tímabilsins og hefði getað orðið
annað liðið í sögunni til að fara ósigrað í gegnum tímabilið. Patriots var
með forystuna fyrir lokasókn NY Giants, sem leidd var af hinum unga
Eli Manning. Eftir hreint ótrúlegt leikkerfi þar sem Eli var nálægt því að
vera rifinn niður þrisvar sinnum kastaði hann boltanum eins langt fram
og hann gat. Þar var mætt ólíkleg hetja, Dave Tyree, sem greip boltann
á milli handar sinnar og hjálms. Giants skoraði í næsta kerfi og vann
leikinn. Eitt eftirminnilegasta atvik í sögu Superbowl.
Besti leikur sögunnar
Úrslitaleikur Wimbledon-tennismótsins 2008 Tveir af bestu tennisköppum sögunnar
mættust í leik sem er af mörgum talinn sá besti í sögunni árið 2008. Svisslendingurinn Roger
Federer og Rafael Nadal léku þá til úrslita á Wimbledon en Federer hafði þá unnið mótið fimm
ár í röð. Nadal tókst að hirða titilinn af Federer í fimm lotum 6-4, 6-4, 6-7 (5-7), 6-7 (8-10) og 9-7.
Tvisvar sinnum þurfti að gera hlé vegna rigningar en leikurinn sjálfur var fjórir tímar og 48 mínútur.
Kraftaverkið í Istanbúl
Úrslitaleikur meistaradeildarinnar í knattspyrnu 2005 Þegar flautað var til hálfleiks í úrslitaleik meistaradeild-
arinnar árið 2005 var AC Milan með afskaplega þægilega forystu, 3-0, gegn Liverpool. Í seinni hálfleik hófst þó kraftaverkið.
Liverpool skoraði þrjú mörk á sex mínútum og kom leiknum í framlengingu. Á endanum réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar
sem endurkoma Bítlaborgarstrákanna var fullkomnuð og titillinn fór í fimmta skiptið til Liverpool. Svo sannarlega einn af
eftirminnilegri knattspyrnuleikjum allra tíma. Bestu hliðar Tigers
Opna bandaríska meistaramótið í golfi 2008 Tiger Woods endaði áratuginn á
slæmum nótum með framhjáhaldi og slakri frammistöðu á vellinum. Því má þó ekki gleyma að
hann er hæfileikaríkasti golfari allra tíma og á opna bandaríska meistaramótinu fyrir tveimur
árum sýndi hann það svo um munaði. Tiger spilaði meiddur á hné og fann til í hverju einasta
höggi. Það breytti því þó ekki að hann vann mótið eftir 18 holu umspil við Rocco Mediate.
Átta gulla Phelps
Úrslitasundið í 4x100 metra skriðsundi karla á Ólympíuleikunum 2008 Það var ekki
endilega það að Bandaríkin hömpuðu gullinu í þessari síðustu grein sundsins á Ólympíuleikunum
í Peking sem skipti máli. Það sem máli skipti var að Michael nokkur Phelps var hluti af bandaríska
liðinu og vann sín áttundu gullverðlaun á leikunum. Bætti hann þar með ríflega 30 ára gamalt met
landa síns Marks Spitz. Gullið var það fjórtánda í röðinni hjá Phelps sem var svo sannarlega ein af
stjörnum áratugarins.
á liðnum áratug
81 stig frá Kobe
L.A. Lakers gegn Toronto Raptors í NBA-deildinni
2006 Afar ólíklegt þykir í nútímakörfubolta að met Wilts
Chamberlains sem skoraði 100 stig í einum og sama leiknum
verði slegið. Hinn kyngimagnaði Kobe Bryant gerði þó heiðarlega
tilraun til þess 22. janúar 2006 þegar hann skoraði hvorki meira
né minna en 81 stig fyrir Lakers gegn Raptors. Leikurinn endaði
122-104 eftir framlengingu en Bryant skoraði 51 stig bara í seinni
hálfleik venjulegs leiktíma. Þetta er sögð besta frammistaða
körfuknattleiksmanns síðan Chamberlain setti metið 1962.
Hægði á en setti heimsmet
Úrslit 100 metra hlaupsins á Ólympíuleikunum
2008 Sjaldan hefur svo stutt hlaup verið jafn óspennandi.
Það er eins og sagt er, þetta var aldrei hlaup, þetta var
frumsýningarpartí heimsins á Usain Bolt. Jamaíkinn stakk
keppinauta sína af og þótt hann hægði verulega á sér um
tuttugu metrum áður en hann kom í mark varð hann samt
ólympíumeistari og bætti heimsmetið. Hann hefur síðan
bætt heimsmetið tvisvar og er óneitanlega fljótasti maður
heimsins.
Gula treyjan eftir krabbamein
Tour de France 2004 Sumarið 1995 vann Spánverjinn
Miguel Indurain Tour de France fimmta árið í röð og var
talið ógerlegt að nokkrum manni gæti tekist þetta aftur,
sérstaklega í þeirri samkeppni sem nú ríkir. Það þurfti þó
ekki að bíða lengi. Eftir að hafa undirgengist yfirgrips-
mikla krabbameinsmeðferð vegna eistnakrabbameins
mætti Lance nokkur Armstrong til sögunnar. Armstrong
vann sínar fyrstu Frakklandshjólreiðar árið 1999 en hann
vann keppnina sjötta árið í röð sumarið 2004. Til að
staðfesta pláss sitt í sögubókunum vann hann einnig árið
eftir og þar af leiðandi sjö ár í röð.