Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Mánudagur 3. janúar 2011 hefur nægar tekjur,“ segir hann. Vil- hjálmur segir engu skipta hvort láns- hlutfallið sé 70, 80 eða 100 prósent. „Það eru fjárhæðin og tekjur fólks sem skipta miklu meira máli.“ Líst mjög illa á séreignarsparnað Vilhjálmi líst herfilega á að taka upp séreignarsparnað að nýju á Íslandi. „Nei, nei, nei. Ef fólk getur ekki sparað sjálft þá getur það bara átt sig,“ segir hann. Ráðvild sé þó oft af hinu góða. Umræðan að undanförnu um afnám verðtryggingar sé þó ekki til þess fallin að auka áhuga fólks á sparnaði. Vilhjálmur nefnir að það sé til fullt af fólki sem eigi lítinn pening þegar það lýkur námi. Þá byrji fólk að fá tekj- ur. Ef það kaupi skynsamlega, kannski tveggja til þriggja herbergja íbúð, eigi það ekki að vera vandamál. „Það var hins vegar vandamál þegar fólk var að kaupa íbúðir á verði sem var 270 pró- sentum yfir raunvirði,“ segir Vilhjálm- ur. Þess vegna sé vandamálið verðið. Ekki lánshlutfallið. Fólk verði hins vegar að vera skyn- samt í kaupum. „Ég byrjaði á því að kaupa mér tveggja herbergja íbúð og átti fullt í fangi með hana. Stækkaði síðan við mig seinna. Það hvarflaði ekki að mér að byrja á því að byggja mér 400 fermetra einbýlishús,“ segir hann. Húsnæði átti bara að geta hækkað „Það módel sem notað var við greiðslumat fyrir hrun gat einungis gengið ef húsnæðisverð myndi áfram hækka. Það módel virkaði ekki því það gat ekki staðist. Húsnæðisverð mun alltaf flökta að einhverju leyti. Því er alltaf vafasamt að veita lán fyrir 100 prósent af eignarverði nema einstakl- ingar séu í þeim mun öruggari stöðu til að geta staðið við greiðslubyrði láns- ins. Almennt séð eru 100 prósent fast- eignalán ekki skynsamleg, segir Þóra Helgadóttir hagfræðingur. Þetta eigi almennt við um allan heim og sýndi sig sérstaklega í Bandaríkjunum og að einhverju leyti á Íslandi. Þóra býr og starfar í Bretlandi og segir að þar hafi töluvert mikið verið rætt um fasteignamarkaðinn. Þar, líkt og á Íslandi, séu mörg heimili með neikvætt eigið fé á fasteignum sínum. „Vextir hér í Bretlandi hafa lækkað og því hefur fólk ekki enn fundið fyr- ir áhrifunum. Þegar vextir hækka að nýju, á sama tíma og laun standa jafn- vel í stað, þá mun fólk líklega lenda í erfiðleikum,“ segir hún. Fasteignaból- an á Írlandi hafi þó verið mun verri en bæði á Íslandi og í Bretlandi. Efna- hagsleg staða Írlands hafi ekki verið eins góð og Íslands og Bretlands áður en uppsveiflan hófst í þessum lönd- um. „Ástæðan fyrir því að fjármála- stofnanir víða í heiminum gátu veitt 100 prósent fasteignalán var sú að þær gátu selt áfram áhættu sína með því að koma lánunum í skuldabréfavafn- inga. Fólk er ekki lengur tilbúið að taka við þessum skuldabréfum líkt og áður. Þetta skapaði freistnivanda (e. mor- al hazard) hjá þeim sem veittu lán til fasteignakaupa,“ segir Þóra. Hún seg- ir að íslensku bankarnir hafi verið að fara í þá átt að búa til skuldabréfavafn- inga en það hafi ekki verið gert. „Ís- land kom seint inn í þessa húsnæðis- bólu á heimsmælikvarða eða ekki fyrr en seinni hluta ársins 2004. Íslenskir bankar gátu ekki notað fasteignalána- safn sitt til að fjármagna sig erlendis.“ Þóra telur að á næstu árum verði gerð sterkari krafa um að fólk eigi ein- hvern höfuðstól áður en það kaupir sér fasteign. Það sé að minnsta kosti kraf- an í Bretlandi og líklegt að hið sama eigi við um Ísland. Það sé til dæm- is athyglisvert að fasteignamarkaður- inn í Þýskalandi hafi ekki lent í eigna- bólu líkt og í mörgum öðrum löndum í Evrópu. Enda Þjóðverjar þekktir fyr- ir aðhaldssemi í fjármálum. Það sé þó ólíklegt að Íslendingar færi sig í mikl- um mæli yfir á leigumarkaðinn þótt einhver smá breyting geti orðið þar á. Eins og sést í töflu með úttektinni eiga um 77 prósent Íslendinga sitt eigið húsnæði á meðan það hlutfall er sem dæmi einungis 41 prósent á meðal Þjóðverja. Íbúðalánasjóður enn í beinni samkeppni Að mati Þóru er að það áhætta fyrir ís- lenska skattgreiðendur að Íbúðalána- sjóður sé í samkeppni á lánamarkaði við aðrar banka- og fjármálastofnan- ir. Það sést líklega best á því að Alþingi samþykkti 8. desember síðastliðinn að veita Íbúðalánasjóði 33 milljarða króna lán til þess að eiginfjárstaða sjóðsins stæðist lög. „Það er allt í lagi að Íbúðalánasjóður veiti félagsleg lán en sé ekki í beinni samkeppni við al- menn lán. Íbúðalánasjóður ætti til dæmis ekki að ýta undir ákveðna hegðun neytenda á markaði þar sem hann fær hagstæðari lán á erlendum mörkuðum heldur en aðrar innlend- ar lánastofnanir. Það skapar ójafnvægi á markaði. Spurningin er hins vegar hversu sterkir íslensku bankarnir eru til að veita fasteignalán. Það er enn verið að byggja upp fjármálastofnan- ir eftir hrun og enn þá ríkir óvissa um afleiðingar kreppunnar á frammistöðu núverandi lána,“ segir Þóra. Hún segist vera sammála því að lít- il umræða hafi farið fram á Íslandi um hverju þurfi að breyta á fasteignalána- markaði. „Það sýnir sig bara hvern- ig umræðan hefur verið. Mikið ver- ið horft í baksýnisspegilinn en lítið áfram. Almennt er það vandamálið á Íslandi í dag. Það verður að horfa fram á veginn og reyna að finna út hvern- ig fyrirkomulag fasteignamarkaðarins á að vera í framtíðinni. Það ætti sér- staklega að vera hægt núna á meðan bankakerfið er enn veikt.“ Varaði við fasteignabólu hér 2001 „Ísland er frábært dæmi um hvað get- ur gerst þegar lítið og opið hagkerfi dregur úr regluverki sínu í blindni. Hið vel menntaða fólk landsins lagði mikið á sig og var í broddi fylking- ar með nýjustu tækni. Það hafði yfir- bugað landfræðilega afskekkta stöðu landsins, erfitt veður og vel nýtta fiski- stofna – eina helstu uppsprettu þjóð- artekna sinna – sem hafði leitt til þess að meðaltekjur fólks voru nálægt 40 þúsund dollurum á ári,“ segir í bók- inni Freefall eftir Joseph Stiglitz sem kom út árið 2010. Stiglitz vann skýrslu fyrir Seðla- banka Íslands árið 2001 sem bar heit- ið Peningamálastefna og gengisstefna í litlum og opnum hagkerfum: Ísland. Þar varaði hann meðal annars stjórn- völd við fasteignabólu. Hana væri hægt að takmarka með skattlagningu eða með því að takmarka lánveiting- ar til fasteignakaupa. Stiglitz var árið 2001 nokkuð upptekinn af því sem gerst hafði í Asíu við hrunið þar árið 1997. Sömu mistök voru síðan end- urtekin á Íslandi, sem olli hruni hér- lendis einungis ellefu árum á eftir löndum eins og Taílandi, Malasíu og Indónesíu. Íslensk stjórnvöld virðast í engu hafi farið eftir ráðleggingum Stiglitz sem hefur haft hörmulegar af- leiðingar fyrir íslenskan almenning. Takmörkuð lán eldri kynslóða Flestir hafa líklega heyrt sögur frá eldri kynslóðinni um hvernig fasteigna- kaup voru áður fjármögnuð. Áður fyrr var algengt að fólk staðgreiddi fast- eignir sínar. Flutti inn í hálfklárað- ar íbúðir eða hús og safnaði sér fyr- ir hlutum eins og eldhúsinnréttingu, raftækjum og öðru slíku. Var það ekki keypt fyrr en hægt var að stað- greiða það. Líklega eitthvað sem fáir hafa gert á síðustu árum. Guðmund- ur Gunnarsson, formaður Rafiðnað- arsambands Íslands, fjallaði um þetta á bloggsíðu sinni þann 16. nóvember 2008: „Ég er líklega af þessari frekjukyn- slóð. Byggði mína fyrstu íbúð 1971 efst í Breiðholti, á sama hátt og allir gerðu á þessum tíma, höfðu gert áður og lík- lega fram undir 1995. Fengum hana afhenta tilbúna undir tréverk eins og það heitir. Við hjónin máluðum síðan allt og gólfið líka. Fengum gefins gamla hurð hjá einum úr fjölskyldunni sem nýtt var sem útihurð. Með nokkrum spýtum var búið til borð undir eldhús- vask. Fengum gamla eldavél á slikk. En keyptum nýtt klósett og baðkar. Sett- um tusku í stað baðherbergishurðar. Þannig fluttum við inn og bjuggum þarna í 7 ár. Á þeim tíma keyptum við smám saman það sem upp á vantaði. Gerðum allt sjálf, eða unnum það í skiptivinnu. Það lán sem við fengum var hús- næðislán sem dugði fyrir tæplega helmingi íbúðarinnar eins og hún var afhent tilbúin undir tréverk og sam- eign máluð, en ekki með gólfefnum. Ég vann fyrir hinum helmingnum á kvöldin og um helgar hjá byggingar- meistaranum í heilt ár, þegar ég hafði lokið fullum vinnudegi hjá mínum aðalvinnuveitanda, auk þess að ég seldi nýlegan Fólksvagn sem ég átti. Með þessum hætti tókst okkur ung- um hjónum með tvö lítil börn að fjár- magna íbúðina.“ Pétur Blöndal Íslendingar eru ekki nógu duglegir að spara. Þóra Helgadóttir „Ástæðan fyrir því að fjármálastofnanir víða í heiminum gátu veitt 100 prósent fasteignalán var sú að þær gátu selt áfram áhættuna með því að koma lánum sínum í skuldabréfavafninga.“ Joseph Stiglitz Vann skýrslu fyrir Seðlabankann þar sem hann varaði meðal annars stjórnvöld við fasteignabólu. Vilhjálmur Bjarnason „Nei, nei, nei. Ef fólk getur ekki sparað sjálft þá getur það bara átt sig.“ Bóla Íslendingar gátu fengið 100 prósent fasteignalán á tímabili. Dæmi um kostnað fjölskyldu sem tók 20 milljóna króna verðtryggt lán með 5,4 prósent vöxtum til 25 ára 1. ágúst 2008. Höfuðstóll 01.08. 2008 20.000.000 krónur Höfuðstóll 01.12. 2010 22.392.000 krónur Fyrsta afborgun 122.700 krónur Núverandi afborgun 136.400 krónur Markaðsverðmæti 01.08. 2008 20.000.000 krónur Markaðsverðmæti 01.12. 2010 17.358.000 krónur Kostnaður Afborganir í 27 mánuði 3.590.000 krónur Hækkun höfuðstóls 2.392.000 krónur Lækkun á verðmæti 2.643.000 krónur Samtals kostnaður 8.623.000 krónur Kostnaður á mánuði 319.400 krónur Kostnaður frá 2008 Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði í Evrópu. Spánn 85% Írland 81% Noregur 78% Grikkland 77% Ísland 77% Ítalía 75% Finnland 70% Belgía 70% Bretland 68% Lúxemborg 67% Portúgal 66% Svíþjóð 61% Austurríki 55% Frakkland 54% Danmörk 52% Holland 48% Þýskaland 41% Sviss 31% Í eigin húsnæði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.