Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Síða 26
26 | Fólk 10. janúar 2011 Mánudagur Bláu augun lokalagið Allt fyrir samsöng með Ómari Elísabet Jökulsdóttir steig á svið í Norræna húsinu ásamt Heiðu í Unun, Hörpu, Ástu, Ósk Vilhjálms, Lillý kvikmyndagerðarkonu og Ómari Ragnarssyni og saman sungu þau Bláu augun þín, lokalag laugardagskvölds- ins og þar með lokalag karókímaraþ- onsins. Hilmar Örn lék undir á orgel. Elísabet segist hafa ætlað að syngja Blátt lítið blóm eitt er, en það hafi ekki verið til. „Björk stakk þá upp á þessu þar sem blátt kemur fyrir í textanum og þetta heppnaðist ótrúlega vel. Nú eru Bláu augun orðin nokkurs konar þjóðsöngur. Ég hefði aldrei þorað þessu ein, en hópurinn styrkti mig. Þetta var skemmtileg æfing í hugrekki. Kvöldið endaði svo á að allir sungu þjóðsönginn. Það var mögnuð stund,“ segir Elísabet. Og meira um maraþonið í Norræna hús- inu. Einar Kárason rithöfundur hefur ekki endilega verið þekktur sem andstæðingur virkjunarframkvæmda, en hann birtist óvænt seint á laugardagskvöld og söng Limbó Rock Twist með Ómari Ragnars- syni sem einmitt samdi lagið. „Eins og sjá má á YouTube hef ég sungið þetta lag með ýmsum frægum hljómsveitum, en lagið er tvímælalaust eitt af bestu lögum rokksögunnar. Textinn er flókinn, en ég hef komið mér upp ákveðinni tækni til að syngja textann. Ómar taldi að samsöngur okkar í þessu lagi myndi hafa góð áhrif á gang þjóðmála svo við ruddumst upp á svið þegar Björk ætlaði að enda kvöldið með þjóðsöngnum. Við stugguðum henni af sviðinu og sungum lagið, sem tókst svo vel að áhorfendur risu úr sætum og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Ég er að sjálfsögðu til í að hafa hvaða skoðun sem er ef ég fæ að syngja með Ómari, þá spyr maður ekki um smámál eins og framtíð lands og þjóðar,“ segir Einar hlæjandi. Allt frá Lalla Johns til Ólafs Ragnars Ragnheiður M. Kristj-ónsdóttir hefur ver-ið ráðin nýr ritstjóri Séð og heyrt. Ragnheiður er þaulreyndur blaðamaður, hóf feril sinn á DV árið 2005, en réðst til Séð og heyrt í nóvem- ber sama ár. Ragnheiður sagði ráðn- inguna ekki beint hafa komið sér á óvart og segist sérstak- lega ánægð með að vera fyrsti kvenritstjóri blaðsins, þó það skipti kannski ekki aðalmáli. Hún segir lesendur koma til með að sjá einhverjar breytingar. „Mér hefur alltaf þótt gaman að vinna „dæmigerð konuefni“, ég elska að skrifa um stjörnurnar og glamúr- inn. Við munum að sjálf- sögðu halda því áfram og jafnvel bæta við. Fréttir af fólki verða svo á sínum stað, kannski með örlítið breytt- um áherslum, fréttir af fólki sem er að gera eitthvað frum- legt og öðruvísi. Hugsanlega verðum við með innlit og ein- hverjar fleiri nýjungar. Þetta verður örugglega fjölbreytt, allt frá Lalla Johns upp í Ólaf Ragnar forseta.“ Hún segir mannabreyting- ar hugsanlegar, en það verði ekki alveg í bráð. „Hugmynd- in er að stækka blaðið og höfða til breiðari hóps.“ Ragnheiður er hvergi smeyk við aukna ábyrgð. „Mér finnst þetta spennandi og held ég kunni þetta ágæt- lega. Ég mun bara gera mitt besta. Það má líka segja frá því að besti skóli sem ég hef verið í var blaðamennskan á DV.“ Fyrsta eintak Séð og heyrt undir stjórn Ragnheið- ar kemur út næstkomandi fimmtudag. edda@dv.is Óhrædd við aukna ábyrgð Ragnheiður er þaulreyndur blaðamaður og tekur nú við ritstjórninni á Séð og heyrt. Svava Johansen verslunar-maður átti afmæli á föstu-daginn og tók sér frí frá út- sölunum í tilefni dagsins. Hún sagði þó útsölurnar ganga vel. „Fólk verslar eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir hún og telur að útsölur séu aldrei fjölsótt- ari en þegar harðnar í ári. „Þetta hefur verið jafnt og þétt frá því við byrjuðum, bæði í Kringlunni, Smáralind og Evu, nýju versluninni okkar á Lauga- veginum.“ Svava segir að vor- og sumar- fatnaðinum verði stillt út strax og útsölum lýkur. „Það er kannski hálffáránlegt að tala um sumartísku í þessu brjálaða veðri, en vor- og sumar- tískan verður mjög skemmtileg og einkennist af sterkum, glaðlegum litum. Gallaefnin eru að koma aft- ur, til dæmis lausar gallabuxur við stutta, teinótta jakka, tweed-jakka eða blazer-jakka. Leðrið kemur líka sterkt inn.“ Lætur sig ekki muna um að syngja „Já, Bjössi ætlar að bjóða mér í dekur í World Class og svo förum við út að borða. Aðalfagnaðurinn verður samt í kvöld þegar við hitt- um golffélaga okkar og höldum árlegan áramótafagnað. Þetta eru um 30 manns og alltaf gríðarlega gaman hjá okkur.“ Aðspurð hvort hún ætli að taka lagið fyrir hópinn skellihlær Svava. Hún er nefnilega hinn mesti ær- ingi og hefur ekki látið sig muna um að syngja fyrir hópa hingað til og þá oftast lagið I Will Survive. Svava er auðvitað löngu búin að sanna að hún er „surviver“ og segist alveg til í að hugleiða eitt- hvað nýtt. „Já,“ segir hún og hlær enn, „það er trúlega kominn tími á eitt- hvað nýtt, eins og Life Goes On eða New Adventures. Ég mæti bara með karókísettið og kórón- una og heimta athygli af því ég á afmæli. Þetta er samt ekki allt. Á morg- un fer ég með göngufólkinu mínu, sem kallar sig Jagerana, í sum- arbústað þar sem við ætlum að halda náttfatapartí. Við erum tólf, og nei, það verða sko engin tískunáttföt. Við verðum í Grímsnesinu eins og afdalavík- ingar. Mest minnir þessi samkoma á menntaskóla-„gig“, en er ekki einmitt svo mikilvægt að varðveita barnið í sér?“ Svava segist vera vön að hafa opið hús fyrir fjölskylduna þeg- ar hún á afmæli. „Ætli ég verði ekki að vera með þriðja í afmæli á sunnudaginn svo enginn verði svekktur. Taka glöð á móti fjöl- skyldunni, og að sjálfsögðu enn með kórónuna,“ segir hún og eng- ist af hlátri. Náttfatapartí kóróna og söngur Svava Johansen: n Svava Johansen tók helgina með trompi n Hvíldi sig frá verslunarrekstrinum n Hélt upp á afmælið sitt með stæl Eva á Laugaveginum Svava við opnun nýrrar verslunar í hjarta borgarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.