Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Síða 8
8 | Fréttir 12. janúar 2011 Miðvikudagur
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
Samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðuneytið greiddi stjórnsýslu-
fræðingnum Sigurði Helga Helga-
syni alls 6,9 milljónir króna frá því
í janúar 2009 og fram í október í
fyrra. Sigurður rekur ráðgjafarfyr-
irtækið Stjórnhætti ehf., sem sér-
hæfir sig í opinberri stjórnun og
stjórnsýslu. DV greindi frá því í síð-
ustu viku að á sama tímabili hefði
Sigurður fengið um 26 milljón-
ir króna í gegnum tvö félög í sinni
eigu frá félagsmálaráðuneytinu.
Sigurður vill sjálfur ekki upplýsa
um hversu háar greiðslur fyrirtæki
hans hafa fengið í heildina frá rík-
inu á tímabilinu sem um ræðir, en
ljóst er að á því 22 mánaða tímabili
sem er undir hafa fyrirtækin fengið
að lágmarki 32 milljónir króna frá
tveimur ráðuneytum.
Það jafngildir um 1,5 milljónum
á mánuði allt það tímabil. Eins og
greint var frá hér í blaðinu í síðustu
viku er einn fastur starfsmaður hjá
Stjórnháttum, auk Sigurðar. Verk-
efnin fyrir samgönguráðuneyt-
ið fólu í sér endurskipulagningu
samgöngustofnana, sérfræðiþjón-
ustu vegna fjárhaldsstjórnar Álfta-
ness og sérfræðiráðgjöf vegna
endurskipulagningar samgöngu-
stofnana.
Ekkert útboð
Í reglum um innkaup hins opin-
bera kemur fram að opinberir að-
ilar geti komist hjá því að fara með
verk í útboð ef kostnaður þess er
undir 12,4 milljónum króna. Ofan
á þá upphæð bætist síðan virðis-
aukaskattur. Eins og fram kom í
DV um helgina rukkaði Sigurður
félagsmálaráðuneytið í gegnum
tvö félög í sinni eigu. Sjálfur vildi
hann engu svara um ástæður þess.
Í svari Guðbjarts Hannessonar
velferðarráðherra kemur fram að
upphæðirnar hafi verið 13,2 millj-
ónir og 12,7 milljónir. Samanlagt
eru þær því yfir hámarki um út-
boðsskyldu. Í svari við fyrirspurn
til upplýsingafulltrúa velferðar-
ráðuneytisins kemur fram að sú
þjónusta sem félög Sigurðar veittu
hafi ekki verið boðin út. Sigurður
sagði við DV í síðustu viku að ekki
væri munur á starfsemi félaganna
tveggja. Líklegt má telja að ráðu-
neytið hefði ekki komist hjá því að
fara í útboð ef eitt félag hefði inn-
heimt þessa upphæð.
Vill skýrari svör
Kristján Þór Júlíusson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, lagði fram
skriflega fyrirspurn fyrir öll ráðu-
neytin um aðkeypta þjónustu.
Svör frá flestum ráðuneytum bár-
ust rétt fyrir jól. Í mörgum tilfellum
eru skýringar við hvern lið held-
ur snubbóttar. „Eftir þá yfirferð
sem ég er búinn að taka, þá er það
skynjun mín að þessi svör séu þess
eðlis að ég þarf að fara miklu betur
ofan í þetta því það er ekki verið að
svara þessu eins og ég ætlaðist til
að yrði gert. Þessi atriði eru dæmi
um greiðslur sem við verðum að
kalla eftir einhverjum frekari skýr-
ingum á,“ segir Kristján Þór.
„Þessi atriði eru
dæmi um greiðslur
sem við verðum að kalla
eftir einhverjum frekari
skýringum á.
n Sigurður Helgi Helgason fékk samtals 32 milljónir frá tveimur ráðu-
neytum n Verkin voru ekki boðin út n Þingmaður vill skýrari svör
Tugmilljónir
án útboðs
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Sigurður Helgi Helgason Fékk 6,9
milljónir frá samgönguráðuneytinu
ofan á 26 milljónir frá félags- og
tryggingamálaráðuneytinu.
Haukur Hilmarsson ávarpaði hæstaréttardómara:
„Stoltur af andófinu“
Samningi við
Álftanes rift
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað
á fundi sínum á mánudag að rifta
samningi fyrirtækisins og sveitar-
félagsins Álftaness frá árinu 2007
um kaup, uppbyggingu og rekst-
ur fráveitu Álftaness. Ástæðan er
verulegar vanefndir sveitarfélags-
ins á greiðslum til Orkuveitunnar
samkvæmt samningnum. Í tilkynn-
ingu frá Orkuveitunni kemur fram
að krafan á hendur sveitarfélaginu
nemi tæpum 90 milljónum króna.
Orkuveitan keypti fráveitu Álfta-
ness árið 2007 en í samningnum
var kveðið á um að OR fengi mán-
aðarlegar greiðslur frá sveitarfé-
laginu. Erfiðlega hefur gengið að fá
þessar greiðslur.
Ólafur kominn
á Grensásdeild
Tónlistarmaðurinn Ólafur Þórðar-
son, sem slasaðist illa þegar sonur
hans réðst á hann í fyrra, er kominn
á endurhæfingardeild Landspítalans
á Grensás. Hann er meðvitundarlaus
en merki eru um hægan bata. Þetta
kom fram á Vísi á þriðjudag. Rann-
sókn á málinu er lokið og verður það
sent embætti ríkissaksóknara á næstu
dögum. Sonur Ólafs, Þorvarður Davíð,
sem játað hefur árásina verður að lík-
indum ákærður fyrir tilraun til mann-
dráps. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi.
Bandaríkjamenn
gefa ekkert eftir
Philip J. Crowley, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, sagði á
daglegum blaðamannafundi ráðu-
neytisins í Washington á mánudag
að Luis Arreaga, sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi, hefði fullvissað
stjórnvöld á Íslandi um að aðgerðir
bandaríska dómsmálaráðuneytisins
gagnvart Birgittu Jónsdóttur þing-
konu væru innan ramma banda-
rískra laga. Crowley var spurður um
fund Arreaga með fulltrúum utanrík-
isráðuneytisins þar sem sendiherr-
ann var krafinn svara um framgöngu
Bandaríkjanna gagnvart þjóðkjörn-
um fulltrúa Íslands. Birgitta Jónsdótt-
ir er þessa stundina stödd í Toronto í
Kanada þar sem hún hélt fyrirlestur
um upplýsingafrelsi á þriðjudag.
Haukur Hilmarsson ávarpaði sjálfur
dómara Hæstaréttar við lok aðalmeð-
ferðar ákæruvaldsins gegn honum og
Jason Thomes Slader. Haukur og Jason
voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykja-
víkur fyrir að raska öryggi flugvéla þeg-
ar þeir hlupu inn á flugbraut í þeim
tilgangi að koma í veg fyrir að flogið
yrði með Paul Ramses úr landi í flótta-
mannabúðir á Ítalíu.
„Blekið var varla þornað á dómsorði
okkar Jasons þegar Ramses fékk stöðu
flóttamanns. Sú staða náðist fram með
sleitulausu andófi almennra borgara
sem hófst þarna á flugvellinum,“ sagði
Haukur þegar hann ávarpaði þá Jón
Steinar Gunnlaugsson, Ólaf Börk Þor-
valdsson og Pál Hreinsson hæstarétt-
ardómara. Sagðist hann hafa litið á það
sem siðferðislega skyldu sína að koma
Paul Ramses til hjálpar.
Haukur mótmælti þeim ummælum
saksóknara að hann hefði ekki velt því
fyrir sér hvort nokkur hætta stafaði af
aðgerðum þeirra Jasons. Sagðist hann
margoft hafa rökstutt fyrir rétti hvernig
hann komst að því kalda mati að með
aðgerðunum stofnaði hann engum í
hættu.
„Ég get að sjálfsögðu ekki annað en
verið stoltur af að hafa tekið þátt í því
andófi og raunar er fátt sem ég get verið
jafn stoltur af. Ég hef aldrei getað fund-
ið það í mér að sjá að mér og enginn
dómur, hvorki í héraði né Hæstarétti,
getur breytt því,“ sagði Haukur sem lauk
ræðu sinni með orðum Martins Luth-
ers King: „Þau sem gera friðsamlega
byltingu ómögulega gera blóðuga bylt-
ingu óhjákvæmilega.“ hanna@dv.is
Í Hæstarétti Haukur og Jason reyndu að hindra að flogið væri með Paul Ramses úr landi.