Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Síða 11
komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift Fréttir | 11Miðvikudagur 12. janúar 2011 Sími 568 9009 gaski@gaski.is www.gaski.is Tilboð í líkamsrækt 12 mánaða kort á 24.900 kr. gildir til 31. janúar 2011 Frír tími með sjúkraþjálfara sem setur upp æfingaráætlun Gáski sjúkraþjálfun er til húsa á eftirfarandi stöðum: Bolholti 8, Reykjavík Þönglabakka 1, Reykjavík að vernda sparisjóðinn í heimabyggð og annað eftir því. Þarna var fjölmik- ið af eldra fólki sem trúði og treysti á sparisjóðshugsjónina, því miður,“ segir hún. Situr þetta fólk uppi með háar skuldir? „Já, þetta er ansi stórt hlutfall af bæjarfélaginu,“ segir hún og er þá spurð hvernig það sé fyrir íbúa á Dal- vík að þurfa að borga þetta. „Hvernig getur þú ímyndað þér?“ svarar hún. Elvar stofnfjáreigandi segir að- spurður um gróðavon að forsvars- maður sjóðsins hafi fullyrt að hagn- aður sjóðsins myndi borga lán allra lántakenda. Fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Hins vegar hafi ver- ið gert lítið úr þeim sem gagnrýndu stofnfjáraukninguna. En hvers virði voru stofnbréfin áður, um 200 þúsund krónur á mann? „Já, eitthvað á því bilinu. En það er mikilvægt að það komi fram að það var aldrei að frumkvæði stofnfjárað- ila að fara í þessa hlutafjáraukningu út af einhverjum gróðasjónarmið- um. Hugmyndin að þessu er alfarið frá stjórninni.“ Lögðu traust sitt á Exista Afkoma Sparisjóðs Svarfdæla hafði verið mjög góð í aðdraganda hluta- fjáraukningarinnar árið 2007. Sam- kvæmt árshlutareikningi nam hagn- aður sparisjóðsins frá janúar til júní 757 milljónum króna. Á sama tíma- bili árið á undan nam hagnaðurinn 185 milljónum króna. Í útgefenda- lýsingu segir: „Árangur þessi er fyrst og fremst vegna auksins gengishagn- aðar sem varð til vegna eignarhluta sparisjóðsins í Exista hf. en spari- sjóðurinn hefur nú selt megnið af eign sinni í félaginu til Kistu-fjárfest- ingafélags ehf. en eignarhlutur spari- sjóðsins í því félagi nemur rúmlega 7%. Þá hefur sparisjóðurinn innleyst stóran hluta af eign sinni í Kaup- þingi hf. á tímabilinu. Í lok júní 2007 eru veltuhlutabréf um 34 prósent af heildareignum sparisjóðsins og get- ur því afkoma hans sveiflast verulega frá einu tímabili til annars.“ Fjárfestingafélagið Kista var að stærstum hluta í eigu SPRON, en auk þess áttu nokkrir aðrir sparisjóðir, svo sem Sparisjóðurinn í Keflavík, Sparisjóður Mýrarsýslu og Spari- sjóður Svarfdæla, í félaginu. Kista var, eins og Guðmundur Hauksson þáverandi stjórnarformaður SPRON orðaði það: „Verkfæri til að halda utan um eignarhlut þeirra í Exista.“ Helgi Ásgrímsson spyr hvert pen- ingarnir úr hlutafjáraukningunni hafi raunverulega farið. „Það kemur í ljós að peningarnir fóru ekki þangað sem þeir áttu að fara. Mér sýnist að þeir hafi farið í Kistu. Frá spari- sjóðnum og inn í Byr, svo frá Kistu í Exista. Þetta er algjör blekking og raunar orðinn þjófnaður því pening- arnir fóru ekki þangað sem þeir áttu að fara. Hlutafjáraukningin átti að fara til að stofna hlutafélag í kringum sparisjóðinn, ekki til að kaupa í Ex- ista,“ segir Helgi. Á næstu misserum eftir hlutafjár- aukninguna tók hins vegar að halla verulega undan fæti hjá Exista. Fé- lagið var á endanum tekið yfir af kröfuhöfum og allt þáverandi hlutafé þess er verðlaust. Við það varð lang- stærsta eign Kistu og þar með sjóðs- ins orðin að engu. „Hafa þau áhuga á að mæta okkur?“ Svo fór á endanum í júní í fyrra að Seðlabanki Íslands yfirtók 90 pró- senta eignarhluta í sparisjóðnum og því ljóst að Dalvíkingar og nærsveit- ungar sátu eftir með milljóna skuld- ir með háum mánaðarlegum afborg- unum og eign sem var að engu orðin. Hlutafjáraukningin hafði endað með ósköpum. Anna Björnsdóttir er reið yfir þessari niðurstöðu „Á fundi sem var haldinn stóð sparisjóðsstjórinn upp og lýsti því yfir að ef fólk afsal- aði sér ekki 90 prósenta hluta í sjóðn- um yrði honum lokað tveimur dög- um síðar. Þannig að enn eina ferðina var fólkið krossfest upp við vegg: Ef þú gerir ekki þetta, þá gerist þetta. Fólk samþykkti þetta, en ég gerði það reyndar ekki,“ segir Anna. Snemma árs 2008 áttu stofnfjár- eigendur möguleika á að selja bréf- in sín. Áhugasamir kaupendur voru „aðilar að sunnan“, eins og Elvar kemst að orði. „Á sama tíma sagði sparisjóðsstjórinn að það hefði aldrei verið ætlan upphafsmanna spari- sjóðanna að stofnfjáraðilar högn- uðust á eign sinni í sparisjóðnum.“ Elvar segir að stjórnin hafi stoppað þessi áform strax. „Einn stjórnar- maður sagði á stofnfjárfundi að hann myndi ekki geta litið framan í nokk- urn mann ef stofnfjáraðilar færu að hagnast á sínum hlut í Sparisjóðn- um. Þetta var orðrétt og þetta geta margir vitnað um,“ segir Elvar. Anna tekur undir orð Elvars „Stjórnarmenn í stjórn sparisjóðsins lýstu því yfir á fundi að þeir vildu ekki mæta þeim stofnfjárhafa sem seldi bréfin sín í Sparisjóði Svarfdæla. Því var lýst yfir opinberlega á fundi yfir okkur. Nú er mér spurn í huga, hafa þau áhuga á að mæta okkur?“ spyr hún. Í persónulegum ábyrgðum Þrátt fyrir að lánið frá Saga hafi upp- haflega verið kynnt með veði í stofn- fjárbréfunum sjálfum komust stofn- fjáreigendur að því að svo var alls ekki. Allir lántakendur eru í per- sónulegum ábyrgðum fyrir lánun- um sem hafa hækkað mikið á með- an eignin á bak við þau þurrkaðist út. Sem fyrr segir átti niðurgreiðsla lánsins til Sögu Banka að greið- ast upp á 18 mánuðum. Í bréfi frá bankanum sem lántakendum barst á milli jóla og nýárs eru boðnir nýir skilmálar. „Til að koma til móts við þá óvissu sem nú er uppi um stöðu erlendra lánssamninga hefur bank- inn ákveðið að bjóða skilmálabreyt- ingu lánasamningsins […] Skilmála- breytingin felur í sér að lánstíminn yrði lengdur úr 18 mánuðum í 180 mánuði eða 15 ár og að afborgan- ir miðast við að lánið hafi upphaf- lega verið tekið í íslenskum krón- um. Mismunurinn á slíku láni og núverandi láni yrði sett á svokallað biðlán.“ Þetta var meðal annars gert vegna óvissu um lögmæti erlendra lánasamninga. Í bréfinu segir að áætluð mánað- arleg greiðsla sé um 50 þúsund krón- ur næstu 180 mánuði. Lántakendur sitja því í skuldasúpu næstu 15 árin vegna þess að stjórn sparisjóðsins vildi fá hlutdeild í hinum ævintýra- lega hagnaði Exista, sem síðar varð að engu nema skuldum. Elvar seg- ir þá stöðu sem upp er komin vera erfiða fyrir stofnfjáraðila í Dalvík- urbyggð. „Ef þetta fellur ekki undir dóm Hæstaréttar Íslands um gengis- tryggð lán, þá þarf fólk að greiða allar þessar 7–8 milljónir króna. Þá er bara allt í rúst hérna í byggðarlaginu.“ Anna tekur í sama streng: „Ég held að fólk sé afskaplega dapurt og sjái ekki mjög bjartan veg fram und- an.“ Helgi segir að það hvarfli að sér að málefni sparisjóðsins eigi heima hjá sérstökum saksóknara. „Við ætt- um að fá hann í þetta. Það væri kannski gáfulegasta leiðin og kostn- aðarminnsta. Hvar eru peningarnir? Við höfum aldrei notið neins af þeim og eigum svo bara að borga. Við eig- um bara að fá þessa peninga,“ segir Helgi. „Þar var bara keyrt á fundarmenn þannig að þeir sáu sitt óvænna og sáu fram á að tapa því sem þeir áttu ef þeir væru ekki með. Sparisjóður verður fjárfestingarsjóður n 1884 – Stofnaður þann 1. maí eftir undirbúning sem staðið hefur yfir frá því í febrúar. n Innleggjendur í lok fyrsta starfsárs eru 28. n 1904 – Ársvelta sparisjóðsins er 13.300 krónur. n 1913 – Sjóðurinn lætur útbúa fyrir sig sérstakar sparisjóðsbækur n 1919 – Ársvelta sjóðsins komin í 100 þúsund krónur. n 1940 – Sparisjóðurinn lánar fyrir hafnarframkvæmdum á Dalvík. n 1974 – Miklar breytingar gerðar á stjórn og skipulagi sjóðsins eftir að Dalvíkurhreppur verður sérstakt sveitarfélag. n 1979 – Sparisjóðurinn flytur í nýtt húsnæði. n 1985 – Friðrik Friðriksson verður sparisjóðsstjóri. n 1993 – Þrír sparisjóðir sameinast undir heitinu Sparisjóður Svarfdæla. n 2006 – Myljandi hagnaður á sjóðnum í kjölfar góðs gengis Exista. n 2007 – Ákveðið að sparisjóðurinn gefi menningarhúsið á Dalvík. n 2007 – Hlutafé aukið um 500 milljónir. n 2010 – Sjóðurinn stendur svo illa að Seðlabankinn yfirtekur 90 prósenta hlut í honum. n 2011 – Stofnfjáreigendur sitja uppi með milljóna skuldir. Sparisjóður Svarfdæla „Þetta var blekking“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.