Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Qupperneq 14
Tími skíðaferða stendur sem nú
sem hæst og þeir sem hafa hug á að
fara og renna sér á skíðum erlend-
is ættu að fara að undirbúa það hið
fyrsta. Það er hins vegar ekki nauð-
synlegt að leita út fyrir landstein-
ana til að komast á skíði þar sem
nokkur góð skíðasvæði eru á land-
inu. Eins dugar eflaust einhverj-
um bara að skella sér á skauta með
fjölskyldunni og eiga góðar stund-
ir þar. DV skoðaði nokkra kosti fyrir
þá sem vilja fara í skíðaferð en tekið
skal fram að um óformlega könn-
un er að ræða og listinn er ekki
tæmandi. Líklegt er að hægt sé að
fá ódýrari ferð, hvort sem er innan-
lands eða utan.
Dýrt um páskana
Nokkrar ferðaskrifstofur bjóða
upp á pakkaferðir til útlanda á
skíði en helsti skíðatíminn er nú
í janúar og febrúar. Ástæðan fyr-
ir því mun vera að ferðir í kring-
um og um páskana eru mjög dýr-
ar og þær ferðaskrifstofur sem DV
ræddi við bjóða ekki upp á þann
tíma. Beðið var um upplýsingar
um hvað ferðaskrifstofurnar hafa
upp á að bjóða í skíðaferðunum og
hagstæðasta verðið fyrir fjögurra
manna fjölskyldu.
Austurríki
Expressferðir bjóða upp á skíða-
ferðir til Montafon, Lech og Ischgl
í Austurríki en helsti tíminn fyr-
ir skíðaferðir þar er í janúar og
febrúar. Hagstæðast væri fyrir fjög-
urra manna fjölskyldu að fara til
Montafon í janúar en þá er verðið
118.000 krónur á mann. Inni í því
verði er flug, gisting og hálft fæði.
Þess utan greiðir hver ferðamaður
10.000 krónur í rútu, til og frá flug-
velli, en þá er eftir að greiða fyrir
skíðapassann sem er um það bil
26.000 krónur á mann. Inga Dóra
Halldórsdóttir, hjá Expressferð-
um, sagði að frá drægist barnaaf-
sláttur sem fer eftir tíma og stað-
setningu en er oftast í kringum
10.000 á barn. Verð á skíðaferð fyr-
ir 4 manna fjölskyldu til Montafon,
með öllu inniföldu, yrði því rétt
tæplega 600.000 krónur.
Ítalía
Hjá Úrvali Útsýn fengust þær upp-
lýsingar að verð á skíðaferðum
væri mismundandi eftir tímabil-
um. Þegar leitað var að ódýrasta
fargjaldinu var það ferð til Selva
á Ítalíu í lok febrúar. Fyrir flug og
gistingu í íbúð með einu svefnher-
bergi væri meðalverð í slíka ferð
um 600.000 krónur fyrir fjögurra
manna fjölskyldu. Sú upphæð er
án fæðis og rútu frá flugvelli. Bent
var á að fjögurra manna fjölskylda
gæti verið í stúdíóíbúð og lækkar
þá upphæðin töluvert. Fékkst þá
heildarupphæðin 540.000 krón-
ur með akstri. Ofan á þetta bætast
30.000 krónur á hvern fullorðinn
og um 22.000 á barn vegna skíða-
passa í viku.
Akureyri
Á Akureyri er skemmtilegt skíða-
svæði í Hlíðarfjalli þar sem allir
geta fundið eitthvað við sitt hæfi,
hvort sem það er á snjóbretti,
svigskíðum eða gönguskíðum.
Skíðaleiga er á staðnum en skíða-
pakki kostar 11.900 krónur fyr-
ir fullorðna og 6.400 krónur fyr-
ir börn. Viku skíðapassi kostar
15.200 krónur fyrir fullorðna og
5.000 krónur fyrir börn.
Ferðakostnaður
Ef farið er frá Reykjavík þarf að
huga að ferðakostnaði. Sé farið á
bíl má gera ráð fyrir 16.300 krónum
í bensínkostnað, sé miðað við verð
á bensíni í dag fyrir bíl sem eyðir 10
lítrum á hverja 100 kílómetra. Flug
fyrir fjóra með Flugfélagi Íslands á
Akureyri kostar 52.620 báðar leiðir.
Þær upplýsingar fengust að iðulega
kæmu inn nettilboð og fólk væri
hvatt til að fylgjast með þeim. Eins
væri líklegt að flugfélagið byði upp
á pakkaskíðaferðir um páskana en
það skýrist þegar nær dregur. Vert
er að geta þess að ekki hefur verið
boðið upp á rútuferðir í fjallið úr
bænum og því erfitt að vera án bíls
þegar komast þarf á skíðasvæðið.
Gisting
Á Akureyri er um ýmsa möguleika á
gistingu að ræða. Sem dæmi er KEA
hótel með páskatilboð og mundi
bjóða fjölskyldunni gistingu í viku á
96.600 krónur og er það með morg-
unverði. Eins er hótelið með sér-
stakt skíðatilboð sem gildir ekki yfir
páskana og er háð bókunarstöðu.
Það hljóðar upp á 25.900 krón-
ur fyrir manninn en innifalið í því
eru 3 nætur og 2 kvöldverðir. Sig-
urbjörn Sveinsson hótelstjóri seg-
ir það afar hentugt að koma norð-
ur í miðri viku og skella sér á skíði.
Ekki skemmdi
útsýnið
n Lofið að þessu sinni fær Veislu-
turninn í Kópavogi fyrir einfaldlega
frábæran brunch, eins og ánægð-
ur viðskiptavinur segir: „Við fórum
þangað, öll fjölskyldan, og mat-
urinn var frábær, þjónustan
með eindæmum góð og ekki
skemmdi útsýnið. Það var
meira að segja nammib-
ar handa litla fólkinu,
sem fannst enn meira
spennandi að komast
á þann bar en að borða
matinn.“
Ryðfríir pottar
þykja bestir
Pottar og pönnur eru til á hverju
heimili og eru að öllum líkindum
þau eldhúsáhöld sem mest eru
notuð. Heilsubankinn mælir með
að fólk kynni sér úr hverju áhöldin
eru búin til því mikilvægt sé að vita
hvaða efni maður hefur í höndunum
og hvers þarf að gæta við notkun
þeirra. Á vef Heilsubankans eru
taldar upp helstu tegundir þeirra
en það eru álpottar, teflonhúðaðir
pottar, emileraðir pottar og ryðfríir
stálpottar sem almennt þykja þeir
bestu með tilliti til heilsu.
50 mínútna bið
n Lastið fær Hrói höttur fyrir lé-
lega þjónustu. Viðskiptavinur fékk
heimsenda pítsu 50 mínútum eftir
að hann pantaði og þegar hún kom
var hún köld. Honum var þá boðinn
afsláttur sem varla nam nema heim-
keyrsluafslættinum. „Starfsmaður
viðurkenndi að hafa villst og að það
væri brjálað að gera. Mér var boðin
ný pítsa en langaði ekki að bíða aftur
svipaðan tíma svo að ég
afþakka hana hjá vakt-
stjóra,“ segir viðskipta-
vinurinn sem bætir
við að vaktstjórinn
hafi ekki viljað veita
frekari afslátt vegna taf-
anna. „Ég hefði betur fengið
mér örbylgjupítsu frá Krón-
unni.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Hafðu þetta í huga á ferðalögum erlendis Í dimmasta
skammdeginu láta margir sig dreyma um að fara til útlanda í frí. Sumir láta drauminn
rætast og kaupa sér farmiða út fyrir landsteinana. Fyrir utan að muna eftir vegabréfi
og farmiða er ýmislegt sem þarf að huga að þegar ferðast er til útlanda. Ef fólk leigir sér
bílaleigubíl erlendis er gott að vita að íslenskt ökuskírteini gildir á Norðurlöndunum og
í þeim löndum sem eru innan EES. Ferðamönnum er heimilt að hafa ákveðið magn af
vörum, áfengi, tóbaki og fleiru með sér inn í landið tollfrjálst. Eins geta ferðamenn fengið
endurgreiddan hluta virðisaukaskatts af keyptum vörum. Þessar og fleiri upplýsingar er
að finna á island.is og gott er að kynna sér framangreind atriði fyrir brottför.
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 12. janúar 2011 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 212,9 kr. Verð á lítra 213,4 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 212,8 kr. Verð á lítra 213,2 kr.
Verð á lítra 213,6 kr. Verð á lítra 213,4 kr.
Verð á lítra 212,7 kr. Verð á lítra 213,1 kr.
Verð á lítra 212,8 kr. Verð á lítra 213,2 kr.
Verð á lítra 212,9 kr. Verð á lítra 213,9 kr.
Algengt verð
Almennt verð
Algengt verð
Akureyri
Melabraut
Algengt verð
Sparaðu hálfa milljón
á skíðum innanlands
n Skíðaferð fjögurra manna fjöl-
skyldu til útlanda kostar 600.000
krónur n Vikuferð innanlands kost-
ar um 155.000 krónur n DV skoðaði
hagstæðustu skíðaferðirnar„Bent var á að
fjögurra manna
fjölskylda gæti verið í
stúdíóíbúð og lækkar
þá upphæðin töluvert.
Fékkst þá heildarupp-
hæðin 540.000 krónur
með akstri.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Ódýrt á skauta
Fyrir þá sem ekki komast á skíði þetta árið má benda
á að tilvalið er að skella sér á skauta en það getur
verið mikil skemmtun fyrir fullorðna jafnt sem börn
að renna sér á skautum. Auk þess fær maður góða
hreyfingu út úr þessari íþrótt. Þrjár skautahallir eru
á landinu, tvær eru á höfuðborgarsvæðinu og ein á
Akureyri. Á milli salíbuna er svo hægt að fá sér hress-
ingu, hvort sem það er heimatilbúið nesti og kakó á
brúsa eða keypt á staðnum. Sjá má opnunartíma fyrir
almenning á heimasíðum skautahallanna.
Í Skautahöllinni í Laugardal er verðið inn á ísinn 600
krónur fyrir 16 ára og yngri en leiga á skautum 400 krónur. Leikskólabörn borgar aðeins
200 krónur fyrir aðgang og skauta en aðgangseyrir fyrir fullorðna er 850 krónur auk 400
króna í skautaleigu. Eins er boðið upp á fjölskyldupakka sem kostar 3.200 krónur en það
er fyrir fjóra, þar af einn fullorðinn.
Í skautahöllinni í Egilshöll er verðið 500 krónur fyrir börn og 700 fyrir fullorðna og leiga
á skautum er 300 krónur. Fjölskyldupakki fyrir 4 með skautum er á 2.600 krónur.
Á Akureyri fá börn yngri en 4 ára aðgang og skauta leigða á 300 krónur. Börn á
aldrinum 5 til 16 ára borga 500 krónur en eldri 600 krónur. Skautaleiga fyrir alla 5 ára og
eldri er 300 krónur. Eins er hægt að kaupa 10 tíma kort á 4.000 krónur.
Skíðaíþróttin Að fara á skíði er góð útivera og mikil hreyfing.