Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Side 15
Ráð gegn ferðaveiki Margir finna fyrir svokallaðri ferðaveiki þegar þeir leggja land undir fót. Á síðunni heilusbanki.is má finna ráð við slíkri veiki en þar er mælt með að hvíla sig vel daginn fyrir brottför. Forðast skal áfenga drykki sem og djúpsteiktan og brasaðan mat. Ráðlagt er að borða góðan morgunmat en forðast skal kaffið. Bananar eru góðir til að narta í ef ógleðin gerir vart við sig og mikilvægt er að drekka vel af vatni. Kóladrykkir eru einnig góðir en þá er betra að hafa þá flata og eins er mælt með engiferöli. Engifer slær á ógleði svo hægt er að tyggja engifer eða taka engiferhylki. Kanill við ýmsum kvillum Kanill hefur lengi verið notaður í matargerð og sem bragðefni í kökur en kanill er einnig talinn getað hjálpað gegn meltingartruflunum, sveppasýkingu og liðagigt. Hann á einnig að geta unnið gegn sykursýki ásamt því að geta hamið vöxt krabbameinsfruma. Þetta kemur fram á síðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Kanill er unninn úr innri berki kaniltrésins en besti kanillinn þykir sá sem kemur frá Sri Lanka. Góð og áhrifamikil blanda er að hræra saman tvær matskeiðar af hunangi og 3 teskeiðar af kanil í um það bil hálfan lítra af vatni eða tei og drekka daglega. Neytendur | 15Miðvikudagur 12. janúar 2011 Sparaðu hálfa milljón á skíðum innanlands Kostnaður fyrir fjögurra manna fjölskyldu í viku á Akureyri Skíðaútbúnaður fyrir fjóra 36.600 krónur Skíðapassi í viku fyrir fjóra 40.400 krónur Ferðakostnaður með bíl 18.300 krónur* Ferðakostnaður með flugi 52.620 krónur Hótelgisting 96.600 krónur Gisting á gistiheimili 60.000 krónur Ódýrasti kosturinn fyrir fjölskylduna hljóðar upp á 155.300 krónur. Sé kosið að fljúga og gista á hóteli er heildarupphæðin 226.220 krónur. * (HvalfjaRðaRgöng innifalin) Kostnaður fjölskyldu Á Íslandi eru nokkur góð skíðasvæði sem hægt er að heimsækja og má þar nefna Ísafjörð, Dalvík, Siglufjörð og skíðasvæði Reykjavíkur í Bláfjöllum og Skálafelli. Skíðasvæði Reykjavíkur Dagskort Fullorðnir 2.200 krónur Börn 650 krónur Skíðaleiga: skíði, skór og stafir Fullorðnir 3.500 krónur Börn 3.000 krónur Rúta frá Reykjavík Fram og til baka 1.500 krónur Skíðasvæði Ísafjarðar Dagskort Fullorðinir 1.900 krónur Börn 800 krónur 7 daga kort Fullorðnir 11.500 krónur Börn 4.750 krónur Skíðasvæði Dalvíkur Dagskort Fullorðnir 1.600 krónur 15 ára og yngri 700 krónur Skíðasvæði Siglufjarðar Dagskort Börn 500 krónur Fullorðnir 1.500 krónur Skíðaleiga Skíði 2.000 krónur Bretti 2.000 krónur Skíðaskór 700 krónur Brettaskór 700 krónur Skíði/skór/stafir 2.500 krónur Bretti/skór 2.500 krónur Skíðasvæði Þá sé lítið af fólki í brekkunum og þar gott að vera. Gistiheimilin eru nokkur og til að mynda hjá AK-gist- ingu mundi vikan kosta um 60.000 krónur í fjölskylduherbergi. Þar er ekki boðið upp á morgunverð en eldhúsaðstaða er fyrir gesti. Hlíðarfjall Fólk á öllum aldri skemmtir sér á skíðum. Áramótin eru sá tími sem fólk hugsar til baka yfir liðinn tíma en horfir jafnframt fram á við. Algengt er að fólk strengi áramótaheit við þetta tækifæri og margir eru með háleit markmið um þá hluti sem þeir vilja breyta í lífi sínu. Oft fara áramótaheitin á annan veg en ætlað var og búast má við að ein- hverjir reiðist sjálfum sér þegar heitin eru ekki haldin. „allt eða ekkert“ sjónarhornið „Það þarf ekki að horfa á þetta út frá „allt eða ekkert“ sjónarhorn- inu. Það er aldrei allt tapað þó svo þú fallir einu sinni,“ segir Árný Ingvarsdóttir sálfræðingur. Hún skrifaði grein um áramótaheit og markmiðssetningu sem sjá má á vefsíðunni fyrirfolk.is. Í greininni segir að til séu þeir sem ákveða að strengja ekki áramótaheit því þau séu til þess eins fallin að vera svik- in. Árný segir að til þess að auka líkurnar á því að áramótaheitin verði að veruleika sé mikilvægt að byggja upp „góð markmið“ og vert sé að hafa nokkur atriði í huga. Skilgreina markmiðin Í fyrsta lagi þarf að skilgreina markmiðin vel. Hún segir að séu þau óljós, til dæmis: „Ég ætla að hugsa betur um heilsuna,“ sé erf- itt að segja til um hvenær þeim er náð. Í grein Árnýjar segir: „Ef við hins vegar einsetjum okkur til dæmis að mæta í spinning á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, og fara í nudd síðasta fimmtudag í hverjum mánuði eru mun meiri líkur að við höldum því til streitu þegar eldmóðurinn tek- ur að dvína er líður á janúarmán- uð.“ Hafa markmiðin sýnileg Annað atriði sem þarf að hafa í huga er að gott sé að markmið- in séu sýnileg og aðgengileg. „Til dæmis er hægt að skrifa þau á blað og hengja upp í svefnherberginu svo þau séu það fyrsta – og síðasta – sem við sjáum á hverjum degi.“ Eitt í einu Árný segir að mikilvægt sé að taka eitt markmið fyrir í einu en ein af helstu mistökum sem við gerum við markmiðssetninguna er að ætla okkur of mikið. Skynsamlegt sé að gera lista yfir þau markmið sem við viljum ná og byrja á einu þeirra. „Um leið og markmiðið er orðið að veruleika eða hegðun- in sem við viljum tileinka okkur er orðin að venju er tímabært að snúa sér að því næsta,“ segir hún. Sveigjanleiki í hugsun Að lokum skal hafa í huga að ekki má láta hindranir koma í veg fyrir að við reynum að ná settum mark- miðum. Ef við föllum af hestinum er mikilvægt að fara upp á hann aftur og halda áfram. „Við meg- um ekki hugsa sem svo að fyrst við héldum okkur ekki við plan- ið, þá sé alveg eins gott að hætta við.“ Hún segir að við eigum frek- ar að tileinka okkur sveigjanleika í hugsun og halda áfram þaðan sem frá var horfið. Margt smátt gerir eitt stórt Árný bætir því við í lokin að við verðum að muna að ekkert mark- mið er óbrigðult. „Ef við komumst að því að það sem við töldum rétt hentar okkur ekki er um að gera að breyta markmiðum sínum, að- laga þau eða bæta. Einnig skul- um við hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt. Því kann að reynast gott að búta stærri markmið nið- ur í undirmarkmið, en það dregur úr líkum á að okkur fallist hend- ur vegna þess hversu fjarlægt eða ósnertanlegt markmið okkar kann að virðast.“ „ Í fyrsta lagi þarf að skilgreina markmiðin vel en séu þau óljós er erfitt að segja til um hvenær þeim er náð. Hafðu mark- miðin sýnileg Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Sumum reynist erfitt að standa við áramótaheitin n lykilatriði að skrifa markmiðin niður og hafa þau sýnileg Áramótaheit Árný Ingvarsdóttir sálfræðingur segir mikilvægt að skilgreina markmiðin. líkamsrækt Hvort sem markmiðið er að standa sig vel í ræktinni á nýju ár eða hætta að reykja er mikilvægast að skrifa markmiðin niður nákvæmlega og hafa þau sýnileg. MynD PHotoS.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.