Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Page 16
Í síðustu viku greindi DV frá ferð Lis Keqiang, næstráðanda í kín- verska kommúnistaflokknum, til Evrópu. Keqiang hóf ferð sína á Spáni, þá fór hann á fund Angelu Merkel í Þýskalandi og lauk síð- an ferð sinni í Bretlandi þar sem hann hitti meðal annars þá Dav- id Cameron forsætisráðherra og Nick Clegg varaforsætisráðherra. Tilgangur ferðar Keqiangs var að greiða götu viðskipta milli Kín- verja og Evrópusambandsins en þá lofaði hann einnig að Kínverjar myndu leggja sitt lóð á vogarskál- arnar til að kaupa upp ríkisskulda- bréf skuldugra Evrópuríkja – aðal- lega Portúgals og Spánar. Með Keqiang í Evrópureisunni voru 50 kínverskir embættismenn auk hundrað manna sem teljast til lykilmanna í kínversku viðskiptalífi. Á ferð þeirra í Bretlandi, eða nánar tiltekið í Skotlandi, var skrifað undir viðskiptasamninga sem eru metnir á það sem samsvarar um 480 milljörð- um króna. En lykillinn að samning- unum er talinn vera loforð Kínverja um að útvega Skotum pandabirni, sem hafa ekki sést þar um slóðir í 17 ár. Pandabirnir fyrir olíuhreinsistöð Nick Clegg ferðaðist með Li Keqi- ang og föruneyti hans til Skotlands þar sem skrifað var undir samninga milli Petro China, stærsta olíufyrir- tækis Kínverja, og Grangemouth- olíuhreinsistöðvarinnar sem er sú stærsta sinnar tegundar í Skotlandi. Samningarnir tryggja olíuhreinsi- stöðinni fjármagn sem þýðir að störf 2.000 starfsmanna Grangem- outh-stöðvarinnar eru ekki lengur í hættu. Rósin í hnappagatið var þó samningur sem þeir Clegg og Keqi- ang undirrituðu persónulega, þess efnis að dýragarðurinn í Edinborg fengi senn pandabirni af báðum kynjum – sem geta þá fjölgað sér. Bretar eru hæstánægðir með þess- ar málalyktir, en samningavið- ræður milli breskra og kínverskra stjórnvalda um möguleikann á að fá pandabirni hafa staðið yfir í fimm ár. Síðasta pandabirnan í Bretlandi, Ming Ming, bjó í dýragarðinum í Lundúnum uns henni var skilað til Kína árið 1994. Cameron vakti máls á mannréttindum Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að Kínverjar hafi með Evr- ópureisu Lis Keqiang verið að leit- ast eftir því að bæta ímynd sína í Evrópu svo greiða megi götu við- skipta í náinni framtíð. Var föru- neyti Keqiangs vel tekið og sagði David Cameron meðal annars að markmið Breta væri að auka út- flutning á breskum vörum til Kína. 16 | Erlent 12. janúar 2011 Miðvikudagur Flóðin í Queensland í Ástralíu halda áfram. Að minnsta kosti níu eru látnir og 70 er saknað: Neyðarástand í Ástralíu Ástandið fer versnandi í Queens- land í Ástralíu vegna gífurlegra flóða. Rignt hefur látlaust síðan á aðfanga- dag og tala Ástralar nú um verstu flóð á svæðinu frá því 1974, þegar stór flóð ollu miklu tjóni á svæðinu. Landsvæðið sem hefur farið undir vatn er stærra að flatarmáli en Þýska- land og Frakkland til samans. Í síð- ustu viku var vonast til þess að flóð- in væru í rénun en um helgina jókst rigning á ný. Nú er svo komið að um 30 þúsund hús eru talin ónýt vegna flóðanna og hundruð þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín á með- an það versta gengur yfir. Ljóst er að níu manns hafa þegar týnt lífi í flóð- unum og yfir 70 er saknað. Af þeim sem er saknað er fjöldi ungra barna, og fimm þeirra sem hafa látist voru á barnsaldri. Flóðin eru nú talin ógna Bris- bane, sem er stærsta borgin í Queens land. Eftir mikið úrhelli í bænum Toowoomba, sem er í 600 metra hæð yfir sjávarmáli, renn- ur nú regnvatnið á miklum hraða í átt til Brisbane. Þar eru ár þeg- ar farnar að flæða yfir bakka sína. Forsætisráðherra Queensland-rík- is, Anna Bligh, segir að íbúar Bris- bane standi nú frammi fyrir mestu náttúruhamförum sem sést hafa í ríkinu síðastliðin 30 ár. „Við erum nú að ganga í gegnum skelfileg- ar raunir. Ég hvet því alla til að sýna stillingu, þolinmæði og sam- heldni.“ Forsætisráðherra Ástralíu, Julia Gillard, tók í sama streng en varaði jafnframt við því að tala lát- inna gæti farið hækkandi. bjorn@dv.is Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Bíða björgunar uppi á þaki Vatnsstraumurinn umlykur þetta hús í Toowoomba. Pandabirnir innsigla viðskiptasamninga n Evrópureisu Lis Keqiang, næstráðanda Kínverja, lauk í Bretlandi með viðskiptasamningum sem eru metnir á 480 milljarða íslenskra króna n Loforð um að Bretar fengju pandabirni innsiglaði samninginn n David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vill auka viðskipti við Kínverja Innsigla samninginn Zhang Yongli, fulltrúi Kínverja, og Donald Emslie, yfir- maður dýragarðsmála í Skotlandi, innsigla samninginn um pöndurnar. „Rósin í hnappagatið var þó samningur sem þeir Clegg og Keqiang undirrituðu persónulega, þess efnis að dýragarðurinn í Edinborg fengi senn pandabirni. Hnerraði byssukúlu Ótrúlegt þykir að Ítalinn Darco Sangermano hafi lifað það af þeg- ar hann fékk byssukúlu í höfuðið á nýársnótt í hafnarborginni Napólí. Þar um slóðir tíðkast það að byss- ueigendur skjóti af byssum sínum upp í loftið þegar nýju ári er fagn- að. Sangermano var á leið úr kirkju þegar kúla úr riffli datt af himnum ofan og hæfði hann í ennið. Kúlan hægði á sér og endaði fyrir aftan hægra auga Sangermanos, án þess þó að skaða augað. Mikið blæddi úr nefi Sangermanos en þegar hann var kominn á spítala hnerraði hann og kúlan skaust út um nefið. Eftir að hafa gengist undir aðgerð, þar sem lausar beinflísar voru fjarlægðar, var Sangermano útskrifaður af sjúkra- húsinu og mun hann ná fullum bata að sögn lækna. Fyrrverandi leið- togi repúblikana í fangelsi Tom DeLay, fyrrverandi leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. DeLay var fundinn sekur um peningaþvætti og glæpsamlegt samsæri. DeLay er gef- ið að sök að hafa komið fjármunum með ólöglegum hætti til frambjóð- enda repúblikanaflokksins í Texas árið 2003. DeLay sagðist við úrskurð dómara vera saklaus. „Dómari, ég get ekki sýnt iðrun vegna einhvers sem ég tel að ég hafi ekki gert,“ sagði DeLay, þegar dómarinn spurði hvort hann sæi eftir glæpum sínum. Assange gæti verið líflátinn Lögfræðingar Julians Assange, að- alritstjóra uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, segja að verði skjólstæð- ingur þeirra framseldur til Svíþjóðar séu góðar líkur á því að hann verði framseldur þaðan til Bandaríkj- anna. Í Bandaríkjunum gæti Ass- ange átt von á því að verða haldið í fangabúðunum í Guantanamo, eða í versta falli verða tekinn af lífi fyrir njósnastarfsemi. Þetta sagði Mark Stephens, aðalverjandi Assange, við dómara í Bretlandi eftir stuttan fund í gær, þar sem fjallað var um fram- salsbeiðni Svía. Assange segir að Wikileaks muni halda sínu striki og að búast megi við miklu af gögnum innan skamms frá samstarfsaðilum uppljóstrunarsíðunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.