Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Side 23
Tónlist | 23Miðvikudagur 16. febrúar 2011 ­meðlimir­ fjarri­ góðu­ gamni,­ en­ þeir­ höfðu­ sagt­ skilið­ við­ hljómsveitina­ áður­en­hún­fór­í­„frí“­árið­1980. Hljómsveitin­Eagles­er­enn­að­og­ er­staðfesting­þess­að­það­að­hætta­er­ ekki­það­sama­og­að­hætta. Inn og út um gluggann Pönksveitin­ Sex­ Pistols­ virtist­ aldrei­ ætla­að­deyja­drottni­sínum.­Strangt­ til­ tekið­ var­ hún­ starfandi­ frá­ 1975­ til­ 1978­ og­ í­ ljósi­ þess­ að­ sveitin­ gaf­ aðeins­ út­ fjórar­ smáskífur­ og­ eina­ hljóðversbreiðskífu­ er­ ótrúlegt­ hve­ mikil­áhrif­hún­hafði­á­pönkið. Sex­ Pistols­ lagði­ sig­ ávallt­ í­ líma­ við­ að­ ganga­ fram­ af­ fólki­ og­ þegar­ bassaleikarinn­Sid­Vicious­tók­við­af­ Glen­Matlock­var­stefnan­endanlega­ ráðin. Árið­ 1978­ var­ forsprakki­ hljóm- sveitarinnar­ og­ söngvari,­ Johnny­ Rotten,­ búinn­ að­ fá­ sig­ fullsaddan­ og­á­tónleikum­í­Bandaríkjunum­14.­ janúar­kastaði­hann­hljóðnemanum­ í­ gólfið­ í­ lok­ tónleikanna­ og­ yfirgaf­ sviðið.­ Síðar­ sagði­ hann­ að­ honum­ hefði­ fundist­ hann­ svikinn:­ „Þetta­ var­fáránlegur­farsi,­Sid­var­gjörsam- lega­út­úr­heiminum­–­hann­var­bara­ sóun­á­rými.“ Þann­ 17.­ janúar­ flosnaði­ bandið­ upp­og­meðlimir­þess­fóru­hver­í­sína­ áttina.­ Rétt­ rúmu­ ári­ síðar­ var­ Sid­ Vicious­ liðið­ lík.­ En­ eitthvað­ virtist­ sem­ hljómsveitinni­ gengi­ erfiðlega­ að­ hætta­ því­ hún­ kom­ saman­ árin­ 1996,­2002,­2003,­2007­og­2008. Árið­ 2006­ var­ hljómsveitin­ ­tekin­ inn­í­frægðarhöll­rokksins,­Rock­and­ Roll­Hall­of­Fame,­en­afþakkaði­þann­ heiður­ með­ nokkrum­ vel­ völdum­ orðum. Ray Davies og Kinks Í­ sumum­ tilfellum­ er­ hægt­ að­ segja­ að­hljómsveit­sé­í­reynd­einn­maður,­ eða­ tveir­ menn,­ þrátt­ fyrir­ að­ með- limir­ hennar­ séu­ fleiri.­ Í­ því­ sam- hengi­ má­ nefna­ Creedence­ Clear- water­Revival,­þar­sem­John­Fogerty­ var­ við­ stjórnvölinn­ –­ bróðir­ hans­ var­ einn­ meðlima­ en­ var­ ekki­ at- kvæðamikill,­ Dire­ Straits­ með­ Mark­ Knopf­ler­ í­ fylkingarbrjósti­ –­ bróðir­ hans­lék­á­riþmagítar­og­var­lítt­áber- andi­–­og­Kinks.­Í­Kinks­var­einnig­að­ finna­bræður,­Ray­og­Dave­Davies,­og­ og­ er­ sá­ síðarnefndi­ nánast­ fallinn­ í­ gleymsku. Hljómsveitin­ starfaði­ samfleytt­ í­ 32­ ár,­ frá­ 1964­ til­ 1996,­ og­ var­ líf- tími­ hennar­ sennilega­ næstlengstur­ hvað­ varðar­ hljómsveitir­ sem­ skutu­ upp­ kollinum­ á­ sjöunda­ áratugnum­ í­Bretlandi,­á­svipuðum­tíma­og­Be- atles. Reyndar­ hurfu­ tveir­ meðlima­ sveitarinnar,­ Pete­ Quaife­ og­ Mick­ Avo­ry,­á­braut,­sá­fyrri­1969­og­sá­síð- ari­ 1984,­ en­ bræðurnir­ héldu­ sam- starfinu­áfram­með­hinum­ýmsu­tón- listarmönnum­til­1996. Eftir­ að­ hljómsveitin­ leið­ ­undir­ lok­ kviknaði­ með­ reglulegu­ ­millibili­ orðrómur­ um­ mögulega­ endur- komu,­en­ólíkt­mörgum­öðrum­tón- listarmönnum­hugnaðist­Ray­Davies­ ekki­að­taka­upp­þráðinn­með­sínum­ gömlu­félögum­eingöngu­til­að­lifa­á­ fornri­ frægð­ og­ gamalli­ tónlist.­ Árið­ 2008­ sagði­ Ray­ í­ viðtali­ við­ BBC­ að­ forsenda­þess­að­Kinks­kæmi­saman­ aftur­ yrði­ að­ þeir­ myndu­ leika­ nýja­ tónlist. Í­fyrra­safnaðist­Pete­Quaife,­upp- runalegur­bassaleikari­Kinks,­til­feðra­ sinna­ og­ því­ ljóst­ að­ sveitin­ kemur­ ekki­ aftur­ saman­ í­ þeirri­ mynd.­ En­ arfleifð­Kinks­lifir­áfram. Eina hljómsveitin sem skiptir máli Breska­hljómsveitin­The­Clash­spratt­ úr­sama­jarðvegi­og­Sex­Pistols­og­var­ stofnuð­ 1976.­ Upphaflegir­ meðlimir­ voru­Joe­Strummer,­Mick­Jones,­Paul­ Simonon­ og­ Nicky­ Headon.­ Sveit- in­ sló­ í­ gegn­ með­ fyrstu­ breiðskífu­ sinni,­ The­ Clash,­ árið­ 1977­ og­ end- urtók­ leikinn­ í­ Bandaríkjunum­ með­ útgáfu­London­Calling­um­áramótin­ 1979/1980. En­brestir­komu­í­samstarf­með- lima­ sveitarinnar­ og­ árið­ 1982­ yfir- gaf­ trymbillinn­ Headon­ sveitina­ og­ árið­ síðar­ kvaddi­ Mick­ Jones,­ aðal- gítarleikari,­ vegna­ togstreitu­ inn- an­ sveitarinnar.­ Þá­ voru­ eftir­ tveir.­ Þeir­ héldu­ áfram­ með­ nýjum­ með- limum­en­sveitin­lagði­upp­laupana­ árið­1986. Upp­úr­2000­gældu­upprunalegir­ meðlimir­ hljómsveitarinnar­ við­ þá­ hugmynd­ að­ taka­ upp­ samstarf­ aft- ur.­ Ástæðan­ var­ að­ taka­ átti­ hljóm- sveitina­ inn­ í­ Rock­ and­ Roll­ Hall­ of­ Fame­og­voru­Strummer,­Headon­og­ Jones­tilbúnir­í­slaginn,­en­Simonon­ var­ekki­ginnkeyptur­fyrir­hugmynd- inni­og­sagði­það­ekki­vera­í­anda­The­ Clash­að­koma­fram­á­jafn­dýrkeyptri­ samkomu­og­athöfnin­í­frægðarhöll- inni­ yrði.­ Allar­ vonir­ um­ að­ Clash­ tæki­ upp­ samstarf­ í­ sinni­ uppruna- legu­ mynd­ urðu­ að­ engu­ þegar­ Joe­ Strummer­ féll­ frá­ í­ desember­ árið­ 2002. Til­ hljómsveitarinnar­ var­ gjarna­ skírskotað­ sem­ „einu­ hljómsveitar- ninar­sem­máli­skipti“. Aftur og nýbúinn Án­ efa­ er­ hægt­ að­ tína­ til­ fjölda­ hljómsveita­sem­hafa­haldið­fleiri­en­ eina­og­fleiri­en­tvenna­lokatónleika.­ Bandaríski­ sönghópurinn­ The­ Ma- mas­and­the­Papas,­sem­naut­mikilla­ vinsælda­ á­ sjöunda­ áratug­ síðustu­ aldar,­ lagði­ tvisvar­ árar­ í­ bát;­ starf- aði­frá­1965­til­1968­og­sló­nýjan­upp- hafstón­árið­1971­en­lét­gott­heita­ári­ síðar. The­ Doors­ er­ gott­ dæmi­ um­ hljómsveit­ sem­ neitaði­ að­ gefa­ upp­ öndina.­ Jafnvel­ eftir­ dauða­ for- sprakkans,­Jims­Morrisons,­árið­1971­ héldu­þrír­eftirlifandi­meðlimir­sveit- arinnar­ áfram­ samstarfi­ um­ hríð.­ Enn­ þann­ dag­ í­ dag­ eru­ tveir­ með- limannna,­ Ray­ Manzarek­ og­ Robby­ Krieger,­enn­að­og­kalla­sig...­Manza- rek-Krieger.­ Þeir­ flytja­ eingöngu­ lög­ The­ Doors­ en­ hljómsveitin­ sem­ slík­ er­eðlilega­fjarri­góðu­gamni. Hljómsveitin­The­Boston­sem­sló­ í­ gegn­ með­ samnefndri­ breiðskífu­ árið­1976­er­enn­að,­eða­þannig.­Sag- an­um­sleggjuna­endingargóðu­kem- ur­upp­í­hugann­hvað­Boston­varðar,­ því­aðeins­einn­upprunalegu­meðli- manna,­Tom­Scholz,­er­í­hljómsveit- inni­ og­ fjöldi­ tónlistarmanna­ sem­ hefur­ komið­ við­ sögu­ hljómsveit- arinnar­ telur­á­annan­tug­og­spurn- ingin­ „Hvenær­ hættir­ hljómsveit?“­ vaknar. Að hætta eða hætta ekki n Allar hljómsveitir hverfa einhvern tímann af sviðinu n Sumar eru lífseigari en aðrar og neita að deyja drottni sínum n Oft eru belgirnir nýir en vínið gamalt og staðið n Það er kúnst að þekkja sinn vitjunartíma Monkees Michael Nesmith (lengst til hægri) snéri sér að framleiðslu tónlistarmyndbanda árið 1971. „Við tókum bara fjórtán ára frí,“ sagði Glenn Frey, en reyndar voru tveir fyrrver- andi meðlimir fjarri góðu gamni, en þeir höfðu sagt skilið við hljómsveitina áður en hún fór í „frí“ árið 1980. White Stripes Tíminn verður að leiða í ljós hvort þessi vinsæla hljómsveit er hætt eða hvort um verður að ræða hlé, langt eða stutt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.