Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Side 8
8 | Fréttir 4.–6. mars 2011 Helgarblað
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–17, sunnud. 12–17
Besta fjárfestingin?
Listmunauppboð í Galleríi Fold fer fram
mánudaginn 7. mars, kl. 18
Forsýning alla helgina
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
G
unnlaugur Scheving
Fjármáleftirlitið gagnrýndi Lands-
banka Íslands vegna lánveitinga til
Björgólfs Thors Björgólfssonar, aðal-
eiganda bankans, og tengdra aðila í
allt að eitt og hálft ár fyrir hrun. Taldi
stofnunin að lánveitingar bankans til
Björgólfs Thors hefðu farið langt fram
yfir lögbundið hámark miðað við eig-
infjárgrunn bankans. Þrátt fyrir at-
hugasemdirnar varð Landsbankinn
ekki við tilmælum stofnunarinnar,
meðal annars vegna þess að bankinn
vildi ekki gangast við því að flokka bæri
útlánahættu Björgólfs Thors og sam-
heitalyfjafyrirtækisins saman, jafnvel
þótt Björgólfur Thor væri stærsti hlut-
hafi lyfjafyrirtækisins. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í bréfaskiptum
á milli Fjármálaeftirlitsins og Lands-
banka Íslands frá árunum 2007 og
2008 sem DV hefur undir höndum.
Í einu bréfinu frá Fjármálaeftirlit-
inu til bankastjórnar Landsbankans
segir: „Áhættuskuldbinding LÍ gagn-
vart Björgólfi Thor Björgólfssyni nam
að minnsta kosti 51,3 ma.kr. eða 49,7%
af CAD EF LÍ og er langt yfir lögmæltu
hámarki.“ Umræddir útreikningar
voru byggðir á stöðu lána Björgólfs
Thors hjá Landsbankanum árið 2005.
Lögbundið hámark lánveitinga mið-
að við hlutfall af eiginfjárgrunni var
25 prósent í íslensku bönkunum. Um-
ræddar lánveitingar til Björgólfs Thors
og tengdra aðila voru því um 100 pró-
sentum hærri en þær máttu vera sam-
kvæmt þessu.
Slitastjórn Landsbankans hefur
verið með þessar lánveitingar til Björg-
ólfs Thors til rannsóknar um nokkurt
skeið en hefur ekki komist að niður-
stöðu í málinu eftir því sem DV kemst
næst.
Báðu um úrbætur
Fjármálaeftirlitið bað um úrbætur
vegna útlánaáhættunnar í bréfi sínu
til bankastjórnar Landsbankans í mars
2007. Í bréfinu, sem Jónas Fr. Jónsson
og Guðmundur Jónsson skrifuðu, seg-
ir orðrétt: „Fjármálaeftirlitið fer fram á
að niðurstöðurnar verði kynntar fyr-
ir stjórn Landsbankans, jafnframt að
bankinn geri viðeigandi ráðstafanir til
að bæta úr þeim athugasemdum sem
hér koma fram og geri Fjármálaeftirlit-
inu grein fyrir stöðu mála eigi síðar en
20. apríl 2007.“
Í umfjöllun um málið í Rannsókn-
arskýrslu Alþingis kemur fram að
þann 30. apríl 2007 hafi borist svar frá
Landsbankanum um málið. Þar segir:
„Hinn 30. apríl 2007 barst svar Lands-
bankans um að niðurstöður Fjár-
málaeftirlitsins hefðu verið kynntar
stjórn bankans. Jafnframt lýsti bank-
inn enn þeirri afstöðu sinni að halda
bæri áhættuskuldbindingum Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar og Actavis
aðskildum í skýrslu um stórar áhættu-
skuldbindingar.“ Landsbankinn var
því ósammála Fjármálaeftirlitinu um
skilgreininguna á Björgólfi Thor og
Actavis sem tengdum aðilum.
Jónas er gagnrýndur fyrir það í
skýrslunni að hafa ekki lagt deiluna við
Landsbankann fyrir stjórn Fjármála-
eftirlitsins sem þá hefði getað tekið af-
stöðu til þess hvort senda ætti málið
áfram til lögreglunnar. Tekið skal fram
að ekkert frekar var gert í rannsókn á
meintri vanrækslu Jónasar í starfi og
felldi settur ríkissaksóknari þá niður-
stöðu um mitt ár í fyrra.
Landsbankinn hirtur – aftur
Um haustið 2007 framkvæmdi Fjár-
málaeftirlitið aftur athugun á útlán-
um til Björgólfs Thors hjá Landsbank-
anum og sendi bréf með niðurstöðum
sínum til bankans í febrúar 2008. Aft-
ur benti Fjármálaeftirlitið á að tengja
bæri Björgólf Thor og Actavis sam-
an í yfirliti um útlánaáhættu í bank-
anum. „Þá telur Fjármálaeftirlitið að
tengja beri Actavis við Björgólf Thor
Björgólfsson, en við það færu áhættu-
skuldbindingar vegna Björgólfs T.
Björgólfssonar úr 19,8% m.v. áður-
nefnda leiðréttingu í 42,1% af eigin-
fjárgrunni eða langt fram yfir leyfilegt
hámark.“ Þetta var aftur ótvíræð niður-
staða Fjármálaeftirlitsins sem Lands-
bankinn lét þó ógert að bregðast við.
Af þessu sést að Fjármálaeftirlitið
reyndi hvað það gat til að fá Lands-
bankann til að tengja Björgólf Thor
Björgólfsson og Actavis í umfjöll-
unum um lánveitingar til einstakra
skuldara bankans. Landsbankinn
varð hins vegar aldrei við þessari
beiðni og strandaði málið því á bank-
anum á endanum. Mat Fjármálaeftir-
litsins var hins vegar alltaf að Björg-
ólfur Thor hefði alltaf fengið of mikið
lánað hjá Landsbankanum miðað við
gildandi lög.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Jónas Fr. gagnrýndur
„Rannsóknarnefnd Alþingis hefur það til athugunar hvort meta beri framangreindar at-
hafnir eða athafnaleysi yðar sem mistök eða vanrækslu, í þeim skilningi sem vikið var að
í kafla II hér að framan, fyrir að ekki var unnið kerfisbundið og samræmt með þeim hætti
að málum væri komið í þann lögformlega farveg sem áskilinn er í lögum
og reglum sem Fjármálaeftirlitinu er að lögum falið að framfylgja og
fjármálafyrirtækjunum þá m.a. gefinn ákveðinn frestur til úrbóta
að viðlögðum þeim þvingunarúrræðum og stjórnsýsluviðurlögum
sem Fjármáleftirlitinu eru tæk væri úrbótum ekki sinnt. Hið sama
gildir um það athafnaleysi að leggja ekki mál Landsbanka Íslands
varðandi Björgólf Thor Björgólfsson og Actavis formlega fyrir
stjórn Fjármálaeftirlitsins til afgreiðslu. Þar með hefði sá
aðili sem endanlega var til þess bær innan stjórnkerfis
Fjármálaeftirlitsins getað tekið afstöðu til þess hvort telja
bæri brotið meiri háttar þannig að skylt væri að senda það
jafnframt til afgreiðslu hjá lögreglu.“
Virti ábendingar FME
að vettugi Landsbankinn
virti ítrekaðar ábendingar
FME um að tengja bæri
Björgólf Thor og Actavis að
vettugi og fékk sínu fram.
Við það héldust áhættu-
skuldbindingar vegna
Björgólfs undir lögbundnu
hámarki.
n Fjármáleftirlitið reyndi ítrekað að fá Landsbankann til að tengja Björgólf Thor og
Actavis í lánabókum bankans n Bankinn varð ekki við beiðninni n Rannsóknarnefnd
Alþingis taldi að skoða hefði átt hvort senda ætti málið til lögreglunnar
Aðvaraði Björgólf
frá því í mars 2007
Vörubílstjóri í háska:
Hugsaði bara um
að komast út
„Það var ekki góð tilfinning að vera
fastur. Það kom upp í huga manns
að ef kviknaði í bílnum, gæti maður
sig hvergi hreyft,“ segir Sigmundur
Guðmundsson vöruflutningabílstjóri
sem komst í hann krappan þegar
flutningabíll hans valt á Norðaustur-
vegi skammt frá bænum Hraunbrún
í Kelduhverfi um hálf fjögurleytið að-
faranótt miðvikudags.
Sigmundur var að ferja um 10 tonn
af þorski frá Raufarhöfn yfir á Ólafs-
fjörð þegar hann missti stjórn á bíln-
um en slabb og krap var á veginum.
„Maður réð ekki við eitt né neitt og fór
bara út af veginum,“segir Sigmundur
sem ber sig vel eftir veltuna.
Bíllinn rann eftir vegkantinum og
valt á hliðina svo stýrishúsið skekktist
með þeim afleiðingum að Sigmundur
lá fastur undir stýrinu.
Hann segist ekki hafa verið hrædd-
ur: „Það eina var að þegar bílinn rann
eftir kantinum kom snjór framan í
andlitið á mér sem ég hélt að væru
glerbrot og ég væri þá illa skorinn í
framan. Það fyrsta sem ég gerði var
að athuga hvort það blæddi eitthvað
úr andlitinu á mér en svo var ekki. Þá
hugsaði ég bara um að komast út.“
Gögn úr húsi og
bíl Magnúsar
Hluti af þeim 150 kílóum af skjölum
og gögnum sem sérstakur saksóknari
hefur nú undir höndum í tengslum
við rannsókn á málefnum Kaupþings
voru sótt á heimili og í bíl Magnúsar
Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra
Kaupþings í Lúxemborg og síðar Ha-
villand banka. Kemur þetta fram í Við-
skiptablaðinu. Á mynd með fréttinni
má sjá hús Magnúsar í Lúxemborg og
Mercedes Benz-bifreið í hans eigu en
myndin var tekin í fyrrasumar.
Magnús var handtekinn í maí í
fyrra og þurfti að sitja í gæsluvarðhaldi
í eina viku vegna rannsóknar sér-
staks saksóknara. „Sú reynsla að sitja
í gæsluvarðhaldi er nokkuð sem ég
óska engum að þurfa að upplifa,“ sagði
hann í yfirlýsingu eftir að gæsluvarð-
haldinu lauk. Taldi Magnús að það
hefði verið algjör óþarfi að úrskurða
hann í gæsluvarðhald þar sem hann
hefði sýnt fullan samstarfvilja.
Innanríkisráðherra undrast ráðningu Valtýs Sigurðssonar:
Valtýr ræður sig til Lex
„Já, ég hef ráðið mig til Lex sem ráð-
gjafi án vinnuskyldu,“ segir Valtýr
Sigurðsson ríkissaksóknari en hann
lætur af störfum hjá embættinu þann
1. apríl næstkomandi. Eftir það mun
hann hefja ráðgjafarstörf hjá lög-
mannsstofunni Lex sem er stærsta
lögmannsstofa landsins.
Aðspurður hvort fyrirhuguð störf
hans hjá lögmannsstofunni gætu
ekki haft áhrif á mál sem hann hef-
ur til meðhöndlunar sem ríkissak-
sóknari segir Valtýr að hann viti ekki
til þess að mál tengd Lex hafi kom-
ið upp hjá embættinu upp á síðkast-
ið. Gerðist það yrði tekið á því sem
venjulegu vanhæfi.
Valtýr segir að hann muni fá
greidd eftirlaun frá embættinu þegar
hann hættir sem ríkissaksóknari eins
og aðrir forverar hans og hæstarétt-
ardómarar. „Þetta er án vinnuskyldu
og ég fer þangað sem ráðgjafi. Ég fæ
greitt fyrir þá vinnu sem ég vinn. Ég
mun ekki fá föst laun og ef ég vinn
ekki neitt fæ ég ekki neitt.“
Ögmundur Jónasson innanrík-
isráðherra hafði ekki heyrt um mál-
ið þegar DV leitaði eftir viðbrögð-
um hans. Aðspurður hvort ráðning
Valtýs gæti valdið árekstrum segir
hann: „Varðandi þá spurningu, hvort
hætta sé á hagsmunaárekstrum þeg-
ar ríkissaksóknari fer að vinna á lög-
mannsstofu sem fæst við verkefni
sem snerta hans embætti, þá er það
mjög vægt til orða tekið.“ Ögmund-
ur segir einnig að hann myndi vilja
heyra þessar fréttir frá ríkissaksókn-
ara sjálfum því hann eigi erfitt með
að trúa því að þetta geti staðist.
Aðspurður hvort það þyki eðli-
legt að maður í þessari stöðu, sem
fær eftirlaun sem fyrrverandi ríkis-
saksóknari, ráði sig svo í vinnu, seg-
ir Ögmundur: „Mér finnst að kjör
einstaklinga séu eitt. Annað mál eru
þeir hagsmunir og trúnaður sem
einstaklingum hefur verið treyst fyr-
ir. Það eru verðmæti sem ekki verða
talin í krónum og aurum og þar kem-
ur að skyldum manna gagnvart sam-
félagi sínu.“
Ríkissaksóknari Hefur tilkynnt
samstarfsmönnum sínum að hann hyggist
hefja störf hjá Lex. Mynd HEiðA HELGAdóTTiR