Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 12
12 | Fréttir 4.–6. mars 2011 Helgarblað Það gæti kostað Reykjanesbæ 12 milljarða króna að leysa aftur til sín allar eignir sem á undanförn- um árum hafa verið lagðar inn í Eignarhaldsfélagið Fasteign. Alls er um 30 eignir að ræða; skólabygg- ingar, samkomuhús, íþróttamann- virki, s afnahús, skolpdælustöð og fleira. Fasteignirnar og mannvirkin eru þinglýstar eignir EFF sem leigir Reykjanesbæ þær aftur á um 75 til 80 milljónir króna á mánuði. Í kjölfar bankahrunsins var ákveðið að milda áhrif falls krónunn- ar með því að lækka leiguna um 28 prósent. Gerður var um það samn- ingur við hlutaðeigandi sveitarfélög, Íslandsbanka og Háskólann í Reykja- vík, það er, þá aðila og félög sem eiga hlut í EFF. Samningurinn gilti til síðustu áramóta. Hafa ber í huga að helmingur leiguverðsins sveiflast með gengi evrunnar gagnvart krónu. Bergur Hauksson, framkvæmda- stjóri EFF, segir að framtíð félagsins sé óráðin en reynt verði að semja á þann veg að allir geti vel við unað. „Það er verið að skoða þetta allt í víðu sam- hengi. Upphaflegir leigusamningar gilda að teknu tilliti til gengis evrunn- ar gangvart krónu sem kemur leigu- tökum til góða.“ Eftir lækkun leigugjaldsins í kjöl- far bankahrunsins var áætlað að ár- legt leigugjald Reykjanesbæjar til EFF væri um 900 milljónir króna. Miðað við stöðuna nú gæti sú upphæð hæg- lega verið um eða yfir einn milljarður króna á ári. Deilt um skuldir og verðmat Samvkæmt heimildum DV er vel hugsanlegt að EFF verði leyst upp og hvert og eitt sveitarfélaganna, Ís- landsbanki og Háskólinn í Reykjavík haldi sína leið. Ágreiningur er um verðmat á nokkrum eignum Fast- eignar (EFF) , svo sem á lóðinni á Kirkjusandi, þar sem áður voru höf- uðstöðvar Strætisvagna Reykjavík- ur, en hún tilheyrir Íslandsbanka. Sama á við um lóðir við Háskólann í Reykjavík undir Öskjuhlíð. Verði Fasteign leyst upp og félagið lagt niður má samkvæmt heimildum DV gera ráð fyrir að eftir standi skuldir á bilinu 0,5 til 3,5 milljarðar króna. Því lægra sem matið verður á lóðunum því hærri verður skuldin sem eigend- ur EFF kunna að bera ábyrgð á. Tek- ist er á um verðmatið. Eins og fram hefur komið hefur einnig verið hugað að því að koma Háskólanum í Reykjavík út úr félag- inu til þess að minnka áhættu sveit- arfélaganna sem aðild eiga að EFF. Skuldir Háskólans í Reykjavík vegna nýbygginganna við Öskjuhlíðarfót nema að minnsta kosti 12 milljörð- um króna. Möguleg áföll EFF eru einnig tengd sveitarfélögunum sjálf- um. Álftaneshreppur á aðild að EFF en hann gat ekki greitt af skuldum sínum og er nú undir hæl ríkisins, hjá eftirlitsnefnd sveitarfélaganna. Kaupir skólann aftur Í fyrra ákvað bæjarstjórn Garðabæjar að bæjarfélaginu væri best borgið utan EFF, en það hafði lagt hluta Sjálands- skóla inn í félagið og greiddi umsamda leigu til eignarhaldsfélagsins. Ragný Þóra Guðjohnsen,  bæjar- fulltrúi af M-lista, lét færa til bókar á bæjarstjórnarfundi 17. febrúar síðast- liðinn, að fjárfrek verkefni væru fram- undan og í fyrra hefði verið tekið 400 milljóna króna lán sem meðal ann- ars væri ætlunin að nota til að kaupa 1. áfanga skólans af EFF. „Skólinn var á sínum tíma byggður fyrir ásættan- legar upphæðir eða um 550 milljón- ir. Hins vegar nýtist það ekki Garðabæ þar sem Eignarhaldsfélagið Fasteign er þinglýstur eigandi byggingarinn- ar og vegna bágrar stöðu þess mun Garðabær nú þurfa að kaupa 1. áfanga byggingarinnar á um 1,3 millj- arða ofan á hundraða milljóna leigu- greiðslur sem inntar hafa verið af hendi til Fasteignar.“ Í þessu sambandi má benda á að byggingarvísitala hefur hækkað veru- lega á undanförnum árum sem end- urspeglast í hækkuninni frá uppruna- legum byggingarkostnaði. Fjallað var um vanda EFF á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrr í vet- ur. Þar kom fram vilji til þess að leysa eignirnar aftur til bæjarfélagsins, helst á lægra verði en þær voru lagðar inn í félagið á. Líklegt þótti þá að bæjarfé- lagið yrði samt sem áður að bera við- bótarskuldir vegna áfalla félagsins. Misheppuð tilraun Ljóst er að tilraun um samrekstur eigna sveitarfélaga og einkahluta- félaga undir hatti EFF hefur alls ekki tekist sem skyldi. Í upphafi var því haldið fram að byggingarfram- kvæmdir á vegum EFF væru allt að 30 prósentum ódýrari en á vegum sveitarfélaganna sjálfra og sveitarfé- lögin myndu njóta góðs af. Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður EFF sagði orð- rétt í bæklingi sem EFF gaf út löngu fyrir bankahrunið: „Við vorum með fyrstu sveitarfélögunum sem komu að EFF. Félagið hefur vaxið vel síðan og sýnt og sannað að þessi samstarfs- leið sveitarfélaganna til að byggja á hagkvæman hátt og eiga eignirnar í gegn um félagið er farsæl.“ Undir þetta tók einnig Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og stjórnarmaður í EFF. Hann komst í þá sérkennilegu stöðu að þurfa sem bæjarstjóri að framfyglja samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar um að losa bæjarfélagið út úr EFF. n Reykjanesbær þarf að leysa til sín skóla, íþróttamannvirki og fleira fyrir 12 milljarða króna af EFF n Framtíð EFF er enn óráðin og deilt er um skuldir og verð á eignum n Garðabær borgar EFF 1,3 milljarða króna til þess að losa sig út úr EFF „Skuldir EFF eru um 40 milljarðar króna en eigið fé er engu að síður áætlað um 18 prósent. Leigugreiðslur Reykjanesbæjar til Fasteignar hf. Eign *Upphæð í okt. 2010: Selið 268 Tjarnarsel 619 Garðasel 1.069 Heiðasel 603 Gimli 590 Holt 1.055 Vesturberg 2.654 Hjallatún 741 Akur 2.331 Heiðarbólsvöllur 53 Brekkustígsvöllur 208 Myllubakkaskóli 3.878 Holtaskóli 4.474 Njarðvíkurskóli 4.799 Heiðarskóli 7.161 Akurskóli 12.255 Byggðasafn 75 Hljómahöll/Stapinn 7.504 88 Húsið 719 Íþróttaakademían 3.918 Íþróttahús við Sunnubraut 2.957 Sundmiðstöð Vatnaveröld 8.513 Íþróttamiðstöðin Njarðvík 3.458 Íþróttavellir Keflavík 896 Íþróttavellir Njarðvík 350 Golfklúbbur Suðurnesja 739 Dráttarbraut grófin 740 Skólavegur 291 Þórustígur 3 / Skátar 135 Skolpdælustöð 428 Samtals: Um 73,5 milljónir króna á mánuði. *Upphæðir eru í þúsundum króna. Þungar greiðslur GREIÐIR 12 MILLJARÐA KRÓNA FYRIR EIGNIR EFF Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Kaupa skólann aftur Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að kaupa hluta Sjálands- skóla aftur af EFF fyrir 1,3 millljarða króna. Byggingarkostnaður var 550 milljónir króna. Eignir metnar á 12 milljarða Reykjanesbær leigir um 30 fasteignir af EFF fyrir um einn milljarð á ári, þar á meðal skóla, íþróttamannvirki og Hljómahöllina sem áður hét Stapi. MYND RÓBERT REYNISSON Bæjarstjórinn og stjórnarformaður- inn „Félagið hefur vaxið vel síðan og sýnt og sannað að þessi samstarfsleið sveitarfé- laganna til að byggja á hagkvæman hátt og eiga eignirnar í gegnum félagið er farsæl,“ sagði Árni Sigfússon fyrir nokkrum árum. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.