Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 15
að hóp sem hefur sterk tengsl í út-
löndum. Hópurinn standi að fram-
leiðslu og sölu sterkra fíkniefna,
einkum amfetamíns, hér á landi og
til marks um mátt hópsins er talið
að hann búi yfir styrk til að fram-
leiða fíkniefni og flytja þau úr landi
til sölu annars staðar í heiminum.
Í skjölunum segir einnig að
meðlimir hópsins beri vopn og
hiki hvergi við að beita grófu of-
beldi, jafnt gagnvart öðrum hóp-
um og einstaklingum. Fram kemur
að hópurinn sé mjög vel skipu-
lagður og að aðrir glæpahópar á
Íslandi óttist hann mjög.
Íslenskir hópar sameinast
Eins og fram kom í DV fyrr á árinu
stofnaði Jón Hilmar Hallgrímsson,
eða Jón stóri eins og hann kallar
sig, hóp sem ber nafnið Semper Fi.
Hans er getið í gögnunum sem DV
hefur undir höndum. Þar segir að
nafn hópsins sé eins konar kjörorð
bandarískra landgönguliða og sé
stytting á orðasambandinu „Semp-
er fidelis“ sem merki Ávallt trúr.
Meðlimir hópsins hafa ítrekað
komist í kast við lögin, aðallega í
tengslum við fíkniefni en einn-
ig eru tengingar við margvíslega
brotastarfsemi á borð við rekstur
á spilavítum, peningaþvætti, of-
beldi og hótanir. Opinber tilgangur
hópsins er að æfa saman lyftingar
og bardagaíþróttir en lögregla hef-
ur grun um að tilurð hópsins megi
rekja til ótta íslenskra brotamanna
við aukin umsvif þess glæpahóps
sem Pólverjar og Litháar myndi í
undirheimum. Með öðrum orðum
hafi íslenskir glæpamenn samein-
ast til að geta mætt ógnunum og
ofbeldisverkum erlendu mann-
anna.
Fram kemur einnig að til standi
að byggja Semper Fi upp eins
og MC Iceland og Black Pistons.
Innan hópsins munu menn bera
stöðuheiti og félagsmenn greiða
gjöld til að njóta verndar inn-
an hópsins. Raunar sé starfsem-
in komin á það stig að hópurinn
leiti nú að hentugu húsnæði undir
starfsemina.
Ef marka má greiningu lögreglu
á ástandinu í undirheimum virðist
hún hafa nokkuð til síns máls þeg-
ar hún spáir því að von sé á upp-
gjöri enda metur lögreglan það
svo að almenningi, sem og starfs-
mönnum lögreglu og tollþjónustu,
stafi ógn af þeirri þróun sem orðið
hefur.
Fréttir | 15Helgarblað 4.–6. mars 2011
UPPGJÖRIÐ ER Í NÁND
MC ICELAND/HELLS ANGELS
Stofnaður: 2009
Foringi: Einar „Boom“ Marteinsson
Meðlimir: Vel á annað hundrað með
áhangendaklúbbum.
Facebook-vinir: Ekki með Facebook-síðu
Höfuðstöðvar: Gjáhellu í Hafnarfirði
MC BLACK PISTONS/OUTLAWS
Stofnaður: Líklega 2010
Foringi: Ríkharður Ríkharðsson
Meðlimir: 10
Facebook-vinir: 643
Höfuðstöðvar: Engar
GLÆPAHÓPUR LITHÁA OG
PÓLVERJA
Stofnaður: Ekki vitað
Foringi: Ekki vitað
Meðlimir: Ekki vitað
Facebook-vinir: Ekki með Facebook-síðu
Höfuðstöðvar: Ekki vitað
SEMPER FI
Stofnaður: 2010-2011
Foringi: Jón stóri
Meðlimir: Óvíst en fjölgar hratt
Facebook-vinir: 504
Höfuðstöðvar: Leitar að húsnæði
Hóparnir sem lögreglan óttast:
M
Y
N
D
S
IG
TR
Y
G
G
U
R
A
R
I J
Ó
H
A
N
N
SS
O
N
M
Y
N
D
B
JÖ
R
N
B
LÖ
N
D
A
L
SV
IÐ
SE
T
T
M
Y
N
D
FRAMHALD Á
NÆSTU SÍÐU
Uppgjör Í leyniskjölum kemur fram að lögreglan hafi
áhyggjur af fjórum hópum og til uppgjörs gæti komið.