Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 18
18 | Erlent 4.–6. mars 2011 Helgarblað Mohammad Yunus, nóbelsverð- launahafinn frá Bangladess, hefur verið skipað að stíga úr forstjórastóli Grameen bankans. Það var Yunus sjálfur sem stofnaði bankann í byrjun 9. áratugar síðustu aldar en hugmynd hans að svokölluðum „míkrólánum“ þótti byltingarkennd. Öðlaðist Yun- us heimsfrægð fyrir vikið og hlaut hann friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir að hafa umbreytt lífi millj- óna manna í Bangladess. Míkrólánin hafa gert fátæku fólki kleift að fá hag- stæð lán til að koma af stað atvinnu- starfsemi, en hugmyndina fékk Yun- us þegar hann sá fátækar konur búa til stóla úr bambus í fátækasta hverfi Chittagong – en þar starfaði Yunus sem prófessor í hagfræði. Konurn- ar þurftu að greiða allan hagnaðinn af því að selja stólana til lánveitanda og gátu því ekki keypt meiri bambus, til að gera fleiri stóla. Yunus lánaði þeim persónulega, og þar fór boltinn að rúlla. Of gamall Yunus var rekinn úr starfi samkvæmt fyrirskipun frá Seðlabanka Bangla- dess, en samkvæmt honum hefur Yunus brotið gegn lögum um starfs- aldur. Í Bangladess er fólki skylt að setjast í helgan stein við 60 ára aldur, en Yunus er sjötugur að aldri. Flestum þykir þó líklegra að brott- för Yunus tengist útistöðum hans við forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina. Í nóvember síðastliðnum var Yunus, í heimildamynd sem gerð hafði verið um Grameen bankann, sakaður um að hafa dregið sér fé. Þar á meðal átti að vera fé sem bankinn hafði þegið frá norsku ríkisstjórninni sem þróunaraðstoð. Yunus vísaði öllum slíkum ásökunum á bug, og það gerði líka þróunarmálaráðherra Noregs, sem hafði beina vitneskju um hvernig hinu norska fé hafði verið varið. Hasina fór þó fram á að starfsemi bankans yrði tekin til end- urskoðunar, en fréttaskýrendur segja að hún sé enn reið út í Yunus fyrir að lýsa því yfir árið 2006 að hann kynni að fara út í stjórnmálastarfsemi. Has- ina sagði eftir að hafa séð umrædda heimildamynd, að Yunus væri að „sjúga fé frá fólkinu sem hann hefur lánað.“ Mun halda áfram Yunus hefur síðan í desember stað- ið fyrir alþjóðlegri herferð fyrir því að stjórnvöld í Bangladess virði sjálf- stæði Grameen bankans. Meðal þekktra stuðningsmanna hans má nefna Bill Clinton, fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, og Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Í yfirlýsingu frá Grameen bankanum sem birtist á miðvikudag kom fram að bankinn hefði farið að lögum og skipað nýjan forstjóra. Lög- fræðiteymi bankans vinnur þó að því að halda Yunus í starfi, og mun hann líklega halda áfram að stýra bankan- um, þó það verði ekki að nafninu til. n Handhafi friðarverðlauna Nóbels og stofnandi Grameen bankans, Mohammad Yunus, hefur verið rekinn frá eigin banka n Hefur umbreytt lífi milljóna til hins betra n Forsætisráðherrann, Sheikh Hasina, hefur haft horn í síðu Yunus „Hasina sagði að Yunus væri að „sjúga fé frá fólkinu sem hann hefur lánað. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Yunus rekinn frá eigin banka Mohammad Yunus Öðlaðist heimsfrægð fyrir míkrólánastarfsemi og hlaut friðarverð- laun Nóbels árið 2006. Sheikh Hasina Forsætisráðherra Bangladess hefur horn í síðu Yunus. Muammar al-Gaddafi tekinn til rannsóknar hjá Alþjóðaglæpadómstólnum: Gaddafi til rannsóknar Muammar al-Gaddafi, leiðtogi Líb- íu, hefur fengið þau skilaboð frá Al- þjóðaglæpadómstólnum í Haag, að hann kunni að verða ákærður fyr- ir stríðsglæpi. Yfirsaksóknari dóm- stólsins, Luis Moreno-Ocampo, sagði að rannsókn væri þegar haf- in á „Gaddafi og hans innsta hring, en þar eru meðtaldir synir hans sem stýra í raun öryggissveitum Gadd- afis.“ Fórnarlömbin í byltingunni í Líbíu telja nú vel á annað þúsund, en sú tala gæti verið mun hærri. Gaddafi hefur miskunnarlaust reynt að berja niður byltinguna allt síðan hún hófst 15. febrúar. „Rannsóknin beinist að Gaddafi fyrir að hafa skipað öryggis- sveitum sínum gegn almenningi sem stundaði friðsamleg mótmæli. Rann- sóknin mun beinast að alvarlegustu glæpunum og þeim sem eru ábyrgir fyrir þeim,“ sagði Moreno-Ocampo. Gaddafi hefur farið mikinn á síð- ustu dögum í stríði sínu gegn mót- mælendum. Á miðvikudag fyrirskip- aði hann flugher sínum að varpa sprengjum á borgina Brega í austur- hluta Líbíu, en þar höfðu mótmæl- endur náð undirtökum. Sprengju- regnið hélt áfram á fimmtudag en fréttir frá Brega hafa reynst af skorn- um skammti. Bresk yfirvöld fengu staðfest að einn þeirra sem féllu í Brega hafi verið breskur ríkisborgari, sjö barna faðir frá Manchester. Saif al-Islam, sonur Gaddafis, var beðinn um viðbrögð við sprengjuregninu í Brega. Hann sagði að loftárásirnar á borgina hefðu ekki átt sér stað: „Þetta er allt saman stór misskilningur.“ Luis Moreno-Ocampo Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag. Lokað fyrir rafmagnið Forseti Fílabeinsstrandarinnar, Laurent Gbagbo, hefur lokað fyr- ir rafmagn til norðurhluta lands- ins, sem er undir stjórn stuðnings- manna Alassanes Ouattara. Eins og frægt er orðið tapaði Gbagbo í forsetakosningum fyrir Ouattara í nóvember í fyrra, en hefur neitað að viðurkenna úrslitin og situr enn sem fastast. Hann sagði við eftirlits- menn frá Sameinuðu þjóðunum að lokað hefði verið fyrir rafmagninð af „pólitískum ástæðum“. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fullyrða að Fílabeinsströndin sé á barmi borg- arastyrjaldar. Frá Mílanó til Vínar Karima El Mahroug, eða Ruby hjartaþjófur eins og hún er kölluð á Ítalíu, virðist ekki hata sviðsljósið. Hún er einmitt ólögráða vændiskon- an sem Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, er sakaður um að hafa sængað hjá. Nú er Ruby búin að flytja sig um set, í bili að minnsta kosti. Hefur henni verið boðið að fylgja austurríska milljarðamær- ingnum Richard Lugner á hið árlega Óperuball í Vínarborg, en það hef- ur verið haldið síðan á 18. öld fyrir heldri borgara Austurríkis. Lugner er í það minnsta á svipuðum aldri og Berlusconi, hann er 78 ára. Ruby mun þiggja 40 þúsund evrur fyrir greiðann. Matvælaverð aldrei hærra Samkvæmt vísitölu Sameinuðu þjóðanna um matvælaverð á heims- markaði hefur matarverð aldrei verið hærra en í febrúar síðastliðn- um. Meðal þeirra afurða sem hafa hækkað hvað mest eru kaffibaunir, sem hafa tvöfaldast í verði, sem og verð á hveiti sem hefur rúmlega tvö- faldast. Verð á kakóbaunum hefur einnig hækkað umtalsvert, eða um 40 prósent. Ástæðan fyrir hækkandi matvælaverði er fyrst og fremst rakin til átaka í heiminum. Átökin í Mið- Austurlöndum hafa orsakað mikla hækkun á olíuverði sem hefur áhrif á landbúnað í heiminum. Hækkun á kakóverði er bein afleiðing átaka á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti kakóbaunaframleiðandi í heimi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.