Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Page 20
Sárþjáður af kvefpest, ónotum og ýmiskonar ólæknandi uppgerð, sit ég hér við skjáinn, kæru vin- ir, og skoða helstu veikleika samfé- lagsins í hnotskurn. Það eru samsær- iskenningarnar sem, ásamt pestinni, fylla höfuð mitt í dag. Þegar þau gengu bókstaflega í eina sæng, Gunnar hrosshaus og Jórunn frá Brún, þá brustu út slík fagnaðar- læti að engu var líkara en sveitungar þeirra væru orðnir vitstola allir sem einn. En svo komu fram veikleikar karlsins, sjálfumglaða, þegar nokkr- ar af kerlingunum í samkórnum fóru að væna hann um óþarfa káf. Þegar þetta fréttist þá hætti sálmakver frú- arinnar að seljast. En það kver hafði sérstaklega verið samið fyrir grátkór- inn í Rækjuvík. Og þegar sálmakverið hætti að seljast þá þótti það svo mik- il skömm að hjónin létu sig hverfa. Hann, sem áður hafði verið upptek- inn af eigin útliti, þorði ekki að sýna sig. Og hún, sem áður hafði gefið öll- um körlum hýrt auga, þorði ekki að opna augun á almannafæri. Það gerist stundum þegar fólk tekur ástfóstri við hugsjón eða eitt- hvað sem kannski er ekki beint af þessum heimi eða af veraldlegum toga, að þegar forsendur bresta þá er einsog heimsveldi hrynji. Auð- vitað vorkenni ég öllum sem líta svo stórt á sig að þeim er fyrirmunað að gera ráð fyrir því að annað fólk hafi tilfinningar. En um leið og þetta er spurning um siðvit, er þetta einnig spurning um sjálfsmynd; kannski ekki síst sjálfsskoðun, sjálfsgagn- rýni og viðeigandi sjálfshæðni. Þetta nefni ég hér og nú vegna þess að í dag þráttar ríka fólkið í Rækju- vík um keisarans skegg, ekki ein- vörðungu vegna þess að mottu- marsinn er stiginn, heldur fyrst og fremst vegna stórmerkilegra sams- æriskenninga sem ekki virðast eiga neinar rætur í raunveruleikanum. Og teorían er á þessa leið: Það er há- pólitískt herbragð á stjórnarheimil- inu að reyna að láta þjóðina borga Æseif. Og þetta er svo eldheitt hita- mál að það er undantekningalaust hvíslað. Flestir andstæðingar helm- ingaskiptaveldisins og svo þeir sem vilja sverja af sér sakir, vilja leggja á íslenska þjóð skuldaklafa til þess eins að geta í framtíðinni bent á þá staðreynd, að kenna má frjáls- hyggjufylkingu Sjálfstæðisflokksins og þjófafélagi Framsóknar um ófar- irnar. Já, þetta er flott teoría og sem almenn samsæriskenning þá er hún bara nokkuð góð, jafnvel þótt hún sé á fárveikum grunni reist og eigi ekki við nein rök að styðjast. Eymdin kemst á efsta stig og allt er mér til baga þegar lurðan lætur mig liggja alla daga. 20 | Umræða 4.–6. mars 2011 Helgarblað „Við erum ekki í stríði við neinn.“ n Einar „Boom“ Marteinsson, forseti mótorhjólasamtakanna MC Iceland, segir klúbbinn ekki í stríði en MC Iceland er við það að gerast fullgildur meðlimur í Hells Angels. – DV.is „Ég vona að við heyrum Je ne sais quoi í öllum homma- og lesbíuklúbbum Bandaríkj- anna.“ n Söngkonan Hera Björk vill komast inn í alla homma- og lesbíuklúbba Bandaríkj- anna en hún hefur túrað mikið síðan hún keppti í Eurovision í fyrra. – Fréttablaðið „Það vilja allir vera vinir manns.“ n Ungfrú Reykjavík, Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, hefur eðlilega fengið nóg af vinabeiðnum á fésbókinni eftir sigur sinn í fegurðarkeppninni. – Fréttablaðið „Greyið held ég að hafi bara áttað sig á því að það væri eins gott, að fylgja sínum foringja.“ n Skutull, hundur þingkonunnar Ólínu Þorvarðardóttur, tók ásamt Ólínu þátt í þyrluæfingu hjá Vestfjarðardeild Björgunarhundasveitar Íslands. – DV Sóunarsamfélagið Leiðari Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar Ruglið í Rækjuvík Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Það gerist þegar fólk tekur ástfóstri við hugsjón eða eitthvað sem er kannski ekki beint af þessum heimi. Harmur trúðs n Staða Jóns Gnarr, borgarstjóra og skemmtikrafts, innan borgarstjórn- ar þykir vera í besta falli pínleg. Eftir mikið sprikl í bleikum jakkaföt- um og alls konar er borgarstjórinn nú áhugalaus og dapur að margra mati. Vekur at- hygli að hann er fjarrænn á fundum og setur sig ekki inn í málin. Þá kvartar hann stöðugt undan álagi. Þeir sem fylgj- ast með málum telja allt eins líklegt að Jón sé búinn að fá nóg og muni standa upp fyrr en varir. Harmur trúðisins sé orðinn of þungbær. Dagur ei meir? n Sá orðrómur er ágengur að Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingar í borgarstjórn, hyggist hætta afskiptum af stjórnmálum, að minnsta kosti tímabundið. Dag- ur er varaformað- ur Samfylking- ar en þykir vera veikur sem slíkur. Hann og eigin- kona hans eru bæði læknar og sagan segir að hún hyggi á framhalds- nám. En auðvitað getur meint yfirvof- andi brotthvarf Dags átt rót sína í ósk- hyggju pólitískra andstæðinga. Bankinn vildi ekki Baldur n Frétt DV um eignarhald Pálma Har- aldssonar á Ferðaskrifstofu Íslands og afskriftir Landsbankans á skuld- um fyrirtækis- ins vakti nokkra athygli í vikunni. Fleiri höfðu áhuga á ferða- skrifstofunni, meðal annars Baldur Guðnason, fyrrverandi for- stjóri Eimskips. Ein af ástæðum þess að Landsbank- inn vildi ekki Baldur mun hafa verið sú að honum og Sigurjóni Árnasyni, þáverandi bankastjóra Landsbank- ans, sinnaðist eftirminnilega í frægri boðsferð bankans til Mílanó árið 2007. Meðal annars af þessum sök- um mun Elín Sigfúsdóttir, eftirmaður Sigurjóns, ekki hafa viljað fá Baldur að ferðaskrifstofunni. Bloggarar Binga n Nokkur fjöldi bloggara hefur yfir- gefið Eyjuna í kjölfar þess að Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi höfuðs- maður Framsóknar í Reykjavík, eignaðist fjölmiðilinn. Það vekur aftur á móti athygli að Egill Helga- son, sem beinlínis hefur lýst yfir fyrirlitningu á Binga og bakhjörl- um hans, situr enn sem fastast. Sjálfur er Björni Ingi hinn roggn- asti og mun hafa haft á orði að allt sem þurfti til að halda Agli hafi verið að gauka að honum hækkun launa, sem fyrir voru 200 þúsund krónur. Það er þó öldungis óvíst að vistarböndin haldi og reyndar ólíklegt að Egill haldi út vistina hjá manninum með hnífasettið. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Á hverju ári borgum við vel yfir 25 milljarða dýrmætra króna til útlanda til að við- halda bílaflotanum okkar. Hliðarverk- anir þessarar eyðslu eru gríðarlegar. Loft-, sjón- og hávaðamengun, ásamt versnandi heilsu eru meðal þeirra. Eyðsla í umferðarmannvirki eykst. Bílastæðin og hraðbrautirnar taka síð- an pláss í borginni. Allar hliðarverk- anir þessarar eyðslu verða varla reikn- aðar út til hlítar. Þetta er líklega mesta sóun á Íslandi fyrr og síðar. Tryggvi Þór Herbertsson og Bjarni Benediktsson í Sjálfstæðisflokknum vilja að strax verði gripið til aðgerða til að viðhalda notkun á einkabíln- um. „Þetta er bráðavandamál,“ sagði Tryggvi Þór í fréttum Ríkisútvarps- ins, þar sem hann fór fram á tafar- lausa lækkun á hlutfallslegum skatti á bensín. Bjarni Benediktsson sagði að vandinn þyldi ekki bið, enda væri fólk að fylla á tankinn hjá sér á hverj- um einasta degi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill líka draga úr skatti á bensín. Undanfarin tvö ár hafa skattar ver- ið hækkaðir á öllu mögulegu og skor- ið niður í öllu. Notkun á bensíni er ekki það sem við ættum að beita sér- tækum aðgerðum til að vernda núna. Þvert á móti ætti að svara bensín- hækkun með styrkingu almennings- samgangna, sem hefði víðtæk áhrif til hins betra. Nú er einstakt tækifæri til að laga sóunarsamfélagið okkar. Sjálfstæðismenn berjast fyrir frels- inu. Frelsið er ekki að neyðast til að eyða stórum hluta af öllum tekjum sínum í einkabíl til þess að komast í vinnu. Frelsið verður ekki varðveitt með því að lækka skatt á bensíni. Það verður varðveitt með valkostum. Frelsið er ekki einkabíll. Frelsið er að geta valið milli einkabíls og lífs án einkabíls. Það er að geta losnað við að eyða 100 þúsund krónum á mánuði til að reka bíl. Vandamálið er að stjórnmála- mennirnir okkar hafa gert það svo að hjá mörgum er það ekki valkostur að eiga ekki einkabíl. Nú þegar rekstr- arkostnaður á bíl hefur tvöfaldast á sex árum er verið að fækka ferðum Strætós. Vagnarnir ganga klukkutíma skemur á kvöldin og byrja tveimur tímum seinna á laugardögum í höfuð- borginni. Fjölmargir sem hafa í raun ekki efni á að eiga bíl verða að eiga hann, því oft er varla hægt að sækja vinnu með strætó. Nú liggur fyrir að nýjasti sparnaðurinn í Strætó kostar Landspítalann tugi milljóna króna, því starfsmenn hans þurfa að taka leigubíl í vinnuna. Það er bara Land- spítalinn. Heildarniðurstaðan fyrir samfélagið er án vafa að niðurskurð- urinn hjá Strætó hefur meiri kostnað en sparnað í för með sér. Almennt er það þannig á Íslandi að of miklum peningum er eytt, of mik- ið er flutt inn og fólk hreyfir sig of lít- ið. Styrking almenningssamgangna er líklega það besta sem við gætum gert í þessu. Skattalækkun á bensíni það versta. Þetta er rétt hjá Bjarna, Tryggva og Sigmundi, upp að því marki að það þarf að gera eitthvað strax. Ríkis- stjórnin verður að brjótast út úr inn- antómum hugsjónum og byrja að gera eitthvað til að stöðva sóunina. Hún lofaði fyrir tveimur árum að „stórefla“ almenningssamgöngur, en þær veikjast samt. Miðstjórn Framsóknarflokks-ins kemur saman til fundar á morgun laugardag. Þar verður lagt til að flokksþing verði haldið 15. til 17. apríl næstkomandi. Með mestum líkum. Verði tillagan samþykkt verður raunin sú að Framsóknarflokkurinn heldur sitt fyrsta flokksþing undir for- ystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar aðeins viku eftir þjóðaratkvæða- greiðslu um Icesave-samninginn. Þetta er djarflega valin tímasetning fyrir formanninn; enginn veit hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan fer. Einn harðsnúnasti andstæðing- ur samninga um Icesave frá fyrstu tíð er nefnilega formaður Framsóknar- flokksins, sem aukinheldur er bendl- aður við InDefence-hópinn. Hóp- urinn átti drjúgan þátt í því að telja forseta Íslands á að leggja Icesave II í dóm þjóðarinnar fyrir ári. Iceave-formaðurinn Nýjar skoðanakannanir sýna svo ekki verður um villst að mesta andstaðan við samninga um Icesave er að finna meðal framsóknarmanna. Þetta fell- ur ágætlega að annarri niðurstöðu í nýlegri skoðanakönnun, sem sagt þeirri að meðal kjósenda nýtur Ól- afur Ragnar Grímsson forseti mestr- ar hylli þeirra sem kjósa Framnsókn- arflokkinn. Reyndar er staðan sú að meirihluti kjósenda allra flokka, nema Framsóknarflokksins, styður núver- andi Icesave-samning. Vitað er að enginn einhugur er inn- an flokksins um þessa andstöðu við Ic- esave-samninginn. Á sama tíma og Siv Friðleifsdóttir, þingkona flokksins, lýs- ir því opinberlega að hún ætli að styðja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur Gunnar Bragi Sveinsson fram- sóknarþingmaður uppi merkjum for- manns síns með harðri gagnrýni á samninganefndina sem vogaði sér í vikunni að standa að kynningu á nýju mati á eignasafni Landsbankans sem virðist þjóðinni einkar hagfellt. Líklegt er að fleiri þingmenn flokksins, eins og Guðmundur Steingrímsson, styðji Ic- esave-samninginn. Hljóðlátur klofningur En Icesave-málið verður ekki mesta átakamálið á flokksþingi Framsókn- arflokksins. Kvisast hefur að hafinn sé samblástur harðra ESB-andstæð- inga innan Framsóknarflokksins um að herða andstöðuna innan flokksins við ESB-umsóknina og aðild að Evr- ópusambandinu. Ganga í NEI-banda- lagið með villta vinstrinu í VG og þjóð- ernisvæng Sjálfstæðisflokksins. Þetta væri vissulega umtalsvert fráhvarf frá samþykkt flokksþingsins í janúar 2009, en hún felur í sér að óhætt sé að styðja aðildarumsókn að fullnægðum skil- yrðum meðal annars um hagsmuni Íslands í sjávarútvegs- og landbúnað- armálum. Evrópumálin verða framsóknar- mönnum óþægur ljár í þúfu, ekki síst fyrir forystuna sem ævinlega þarf að sýna tilburði til að auka fylgi flokks síns. Langtímum saman hefur það þvælst á milli eins og tveggja stafa tölu, frá 9 upp í 13 prósent. Auðvelt er að benda á að þingmenn eins og Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson og Gunnar Bragi Sveinsson eru svarn- ir andstæðingar ESB og gott ef ekki félagar í Heimssýn, að minnsta kosti sum hver. Jafnaugljóst er að þriðjungur þing- flokksins, Guðmundur Steingrímsson, Birkir Jón Jónsson og Siv Friðleifsdóttir greiddu atkvæði með aðildarumsókn. Sigmundur Davíð formaður þarfnast því leiðsagnar góðra manna og stjórn- kænsku til að ráða til lykta ESB-málinu á komandi flokksþingi. Spurt er hvort búast megi við mót- framboði gegn sitjandi formanni flokksins. Hefur hann staðist prófið og vaxið á formannsstóli? Sem stendur er ólíklegt að Guð- mundur Steingrímsson eða nokkur annar fari fram gegn Sigmundi Davíð í formannskjöri. Framsóknarflokkur- inn var í sárum eftir tíð formannsskipti þegar Sigmundur Davíð tók við og ekki ólíklegt að almennir flokksþings- fulltrúar vilji að þessu sinni sneiða hjá átökum um formannstólinn. Það merkir hins vegar ekki að eining sé um Sigmund Davíð. Allt veltur á því hvort honum tekst að bægja frá spennunni vegna ESB-ágreiningsins og sameina hjörðina. Því má halda fram að tilhneigingin til klofnings sé jafn rík innan Fram- sóknarflokksins og VG. Falinn eldur í Framsókn Kjallari Jóhann Hauksson „Frelsið verður ekki varðveitt með því að lækka skatt á bensíni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.