Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Side 30
BÓKMENNTIR BYGGINGARLIST 30 M E N N I N G A R V E R Ð L A U N D V 2 0 1 0H E L G I N 4 . – 6 . M A R S 2 0 1 1 Svona viðurkenning eins og þessi er afskaplega mikils virði því hún fleytir manni áfram,“ segir Kristín Steinsdóttir rithöfundur sem hlaut Menningarverðlaun DV í flokki bókmennta fyrir bók sína Ljósa. Krístin segir að það að fá við- urkenningu á þennan hátt sé mik- ilvægt. „Það fær mann til að trúa á sjálfan sig og hvetur mann til að takast á við komandi verkefni. Öll svona viðurkenning er því mjög örvandi.“ Kristín segir að efnið í bók- inni hafi lengi leitað á hana. Hún lagðist í mikla rannsóknarvinnu en bókin fjallar um konu á 19. öld sem þjáist af geðhvarfasjúkdómi og er byggð á sögulegum staðreynd- um. „Mig hafði lengi langað að kynna mér betur örlög konu sem var með þennan geðhvarfasjúk- dóm. Bókin er ekki ævisaga en til að geta skrifað um geðhvarfasýki þarf maður náttúrulega að kynna sér mjög margt. Ég var með óskap- lega mikla heimildavinnu því þó að þetta sé skáldsaga þarf hún að vera lögð alveg í rétt umhverfi, annars er hún ekki sönn. Það líða fimmt- án ár frá því að ég fer að hugsa um þetta fyrir alvöru og þangað til bókin kemur út og ég skrifa hana um aftur og aftur.“ Nostrið við bókina gerði hana betri að mati Kristínar en hún segir svona efni þurfa mikla yfirlegu því engu má skeika. „Þó maður sé að skrifa skáldsögu verður maður allt- af að vera með staðhætti rétta. Sag- an byrjar í kringum 1874 og henni lýkur árið 1938 en það er löngu áður en ég fæðist svo ég þarf að sjálfsögðu að setja mig inn í alveg annan heim og aðra heima. Ljósa er í Reykjavík um aldamótin nítján hundruð og svo er hún er austur í Suðursveit bæði fyrir og eftir alda- mót þannig að það er margt sem ég þarf að kynna mér áður en ég sest niður og skrifa. Maður þarf að vinna heimavinnuna ef þetta á að ganga upp.“ Þetta er fyrst og fremst mikill heiður fyrir mig og mitt sam- starfsfólk að fá þessi verðlaun,“ sagði Sigríður Sigþórsdóttir sem var aðalhönnuður Sundlaugar- innar á Hofsósi, sem fékk Menn- ingarverðlaun DV í flokki bygg- ingarlistar. Sigríður er stödd á ráðstefnu á Ítalíu og gat því ekki verið viðstödd verðlaunaafhend- inguna, en hún kvaðst vera afar þakklát þegar blaðamaður DV ræddi við hana í síma. „Það er ætíð gaman að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf og sérstak- lega að fá þessi verðlaun því þau eru í raun einu verðlaunin sem eru veitt fyrir byggingarlist á Ís- landi í dag.“ Eins og synt sé út í Drangey Það var Sigrún Birgisdóttir, lektor og fagstjóri í arkitektúr við Lista- háskóla Íslands, sem stýrði dóm- nefndinni um byggingarlist en auk hennar sátu arkitektarnir Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Sveinn Bragason í dómnefnd. Í rökstuðningi dómnefndar sagði: „Staðsetning sundlaugarinnar er valin til að ná tengslunum við hafið, laugarkerið stefnir á Drang- ey. Kantur þess hluta kersins er lægri þannig að vatnið fellur fram af honum og sjónrænt rennur sundlaugarvatnið og sjórinn í eitt. Auðmýkt gagnvart umhverfinu og landslagi fjarðar, fjalla og Drang- eyjar einkenna verkið.“ Í samtali við DV sagði Sigrún að verkið væri til fyrirmyndar og vel að verðlaununum komið. „Eitt það fallegasta er einmitt þessi sjónlína sem er í lauginni og vísar til Drangeyjar. Þegar synt er út laugina er engu líkara en að mað- ur sé að hefja sund til Drangeyj- ar sjálfrar.“ Geta gestir sundlaug- arinnar á Hofsósi fetað í fótspor Grettis sterka Ásmundssonar og synt til Drangeyjar, í það minnsta fyrstu metrana. Lyftistöng fyrir sveitarfélagið Sigrún sagði það einnig jákvætt hvað sundlaugin hefur reynst sveitarfélaginu Hofsósi mikil lyfti- stöng. Sundlaugin var gjöf frá þeim Lilju Pálmadóttur og Stein- unni Jónsdóttur, en þær lögðu frá upphafi mikinn metnað í verkefn- ið. „Þetta hefur gjörbreytt sveit- arfélaginu. Mér skilst að viðskipti á eina veitingastaðnum á Hofsósi hafi aukist um 30 prósent síðan sundlaugin var vígð. Nú hefur í raun skapast nýr áfangastaður, bæði fyrir erlenda ferðamenn sem og Íslendinga.“ Eru það orð að sönnu hjá Sigrúnu. Síðastliðið sumar voru gestir sundlaugarinnar rúmlega 30 þúsund talsins, sem er saman- „Fær mann til að trúa á sjálfan sig“ „Eins og synt sé til Drangeyjar“ Kristín Steinsdóttir rithöfundur lagðist í mikla heimildarvinnu fyrir skrif bókarinnar Ljósa. Sundlaugin á Hofsósi hlaut Menningarverðlaun DV fyrir byggingarlist. Örvandi viðurkenning Kristín Steinsdóttir rithöfundur segir verðlaunin hvatningu til að takast á við komandi verkefni. Stefanía Sigfúsdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Sigríðar. lagður fjöldi allra annarra sund- lauga í Skagafirði. Sigríður starfar hjá Basalt arkitektum, og henni til aðstoðar voru Jóhann Harðar- son, Marcos Zotes Lopes, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir og Stefanía Sigfúsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.