Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 32
32 M E N N I N G A R V E R Ð L A U N D V 2 0 1 0H E L G I N 4 . – 6 . M A R S 2 0 1 1 HÖNNUN KVIKMYNDIR Það er auðvitað mikill heiður fyrir okkur að fá þessi fínu verðlaun. Það er alltaf gott að fá klapp á bak- ið,“ segir Magni Þorsteinsson sem ásamt Hugrúnu Dögg Árnadótt- ur, konu sinni, tók við menningar- verðlaunum DV í flokki hönnunar en þau eru eigendur og hönnuðir Kron by KronKron. „Þetta er mikil gleði fyrir okkur að fá viðurkenn- ingu fyrir allt púlið. Hugrún og Magni eru stödd í París um þessar mundir en tískuvikan er þar nú í fullum gangi. Ég er í þessum töl- uðu orðum að skrúfa saman hillur, það er svona ýmislegt sem fylgir þessu. En við erum núna að fara að fylgja eftir næstu línu hérna úti.“ Aðspurður segir Magni allt hafa gengið framar vonum. „Við erum alveg í skýjunum. Við höf- um fengið æðislegar viðtökur og alveg frábærar við nýju fatalín- unni. Skórnir hafa auðvitað geng- ið mjög vel og við erum núna að selja vörur frá okkur í um sjötíu búðum í fjörutíu löndum. Við erum töluvert mikið í Asíu og erum svona að opna fyrir Amer- íku núna.“ Fyrsta skólína þeirra kom út árið 2008 og segir Magni að þau séu núna farin að njóta árangurs erfiðisins. „Núna er fólk farið að vita af okkur og erum ekki lengur bara ný.“ Í rökstuðingi dómnefndar seg- ir: „Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, eigendur og hönn- uðir Kron by Kronkron, byrjuðu að hanna sína eigin skólínu árið 2008. Skórnir hafa síðan not- ið vinsælda um heim allan og ekki síst hér á Íslandi. Hugrún og Magni hafa sýnt mikinn dugn- að og eljusemi í gegnum árin. Þau hafa einnig vaxið í hönnun sinni, eins og sást meðal ann- ars með haust- línu síðasta árs. Þá færðu Hugrún og Magni einn- ig út kvíarnar og settu á markað fyrstu fatalínu sína. Í línunni eru kjólar og sokkabuxur. Hún er í skemmstu máli afar vel heppn- uð. Einnig ber að geta verslana Ég mjög sáttur. Ég hef einu sinni áður hlotið menningarverðlaun DV og mér finnst þetta óvenju skemmtileg verðlaun að veita viðtöku. Þau hafa beint sjón- um framhjá því augljósasta og verið að upphefja það sem hefur kannski aðeins týnst eða orðið út undan,“ segir Dagur Kári Péturs- son sem hlaut menningarverð- laun DV í flokknum kvikmyndir. Dagur Kári hlaut verðlaunin fyrir kvikmyndina The Good Heart. Myndin þykir einstaklega vel skrifuð, listræn kvikmynd sem sameinar hinar ýmsu hliðar kvik- myndalistarinnar í sannfærandi og heilsteypt verk. Í umfjöllun dómnefndar um kvikmyndina segir að myndin búi yfir ljóð- rænni dulúð og næmum húmor sem oft einkennir myndir hans. „Dagur Kári hefur sýnt það og sannað að hann er sívaxandi listamaður og kemur áhorfand- anum á óvart með óþrjótandi hugmyndaflugi í hverri mynd.“ Gekk mjög vel Kvikmyndin The Good Heart var „Mikill heiður“ „Þetta er harður heimur“ Eigendur Kron by KronKron eru í skýjunum yfir góðum viðtökum á nýrri línu. Dagur Kári Pétursson var verðlaunaður fyrir mynd sína The Good Heart. Hann íhugar jafnvel að taka sér hlé frá kvikmyndagerð í bili. Erfiður bransi Dagur segir að það sé erfitt að fá aðsókn á myndir sem eru ekki með mikið fjármagn til að verja í auglýsingar. sýnd í fyrra og var tekin upp í Bandaríkjunum og Dóminíska lýðveldinu. Hún skartar meðal annars Brian Cox og Paul Dano í helstu hlutverkum og fékk fína dóma þegar hún var tekin til sýninga. „Myndin gekk mjög vel að því leyti að hún fór í dreifingu út um allan heim og það var það sem var lagt upp með. Hún er á ensku og gerist í Bandaríkjunum. Dæmið gekk upp að því leyti,“ segir Dagur en bætir við að blik- ur séu á lofti í kvikmyndaiðnaðn- um, þá sérstaklega fyrir kvik- myndagerðarmenn eins og hann. „Það eru erfiðir tímar fyr- ir listrænar kvikmyndir. Það er dálítil mainstream-holskefla í gangi núna og það er erfitt að fá aðsókn á myndir sem eru ekki með hundrað milljóna dala aug- lýsingafjármagn. Þetta er harð- ur heimur að mörgu leyti en er engu að síður mynd sem gekk mjög vel upp.“ Óvissuásand Dagur, sem skaust upp á stjörnu- himininn árið 2003 með mynd sinni Nóa albínóa, segir að hann finni mikinn mun á landslaginu núna og þá. „Þá voru allir mark- aðir mun opnari fyrir listrænum kvikmyndum. Nú ríkir óvissuá- stand, bæði út af efnahagskrepp- unni og líka af því að það er komið skrið á sýningargluggana. Maður býr til kvikmynd og veit ekkert undir hvaða kringumstæð- um hennar verður notið. Maður býr til kvikmynd fyrir tjald en svo kannski horfir fólk á hana í símanum sínum,“ segir Dagur og bætir við að sjóræningjastarfsemi sé ekki að hjálpa kvikmynda- gerðarmönnum. „Á mörgum vígstöðum ríkir því mikil óvissa og ég lít á þetta sem óvissufasa í kvikmyndasögunni.“ Tekur sér hugsanlega pásu Aðspurður hvað sé framund- an segir Dagur að hann sé með nokkur verkefni í höfðinu. „Ég hef ekki alveg ákveðið hvaða stefnu ég ætla að taka. Ég mun hugsanlega taka mér smá hlé. Ég er líka tónlistarmaður og það hefur lengi staðið til að veita því stærra svigrúm. Að mörgu leyti langar mig að taka smá pásu frá kvikmyndagerð og sjá hvernig málin þróast og kannski prófa eitthvað nýtt.“ Þegar Dagur er inntur eftir því hvort það sé vel launað starf að vera kvikmyndagerðarmaður segir hann að það væri synd að segja það. „Ef maður tekur tíma- kaupið þá er maður verr staddur heldur en sendisveinninn. Þetta er bara starf eins og hvað annað sem maður reynir að láta ganga upp fjárhagslega.“ þeirra, Kronkron og Kron við Laugaveg, en í gegnum þær hafa þau kynnt vandaða hönn- un fyrir Íslendingum og sett svip sinn á íslenskt tískusam- félag.“ Vönduð hönnun Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson fengu Menningarverð- laun DV í flokki hönnunar fyrir Kron by KronKron Míó Sonur Hugrúnar og Magna mætti til að taka við verðlaununum í fjarveru foreldra sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.