Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 33
Katrín Sigurðardóttir Við Metropolitan safnið í New York. Bernd Ogrodnik Er staddur í Kanada að sýna. 33M E N N I N G A R V E R Ð L A U N D V 2 0 1 0H E L G I N 4 . – 6 . M A R S 2 0 1 1 LEIKLIST MYNDLIST Þetta er fyrst fremst viðurkenning á störf-um manns og ein- hverju sem maður hefur verið að berjast fyrir lengi,“ segir Bernd Ogrodnik brúðugerðarmeistari sem hlaut Menningarverðlaun DV í flokki leiklistar. „Það er líka mjög ánægjulegt að það sé verið að verðlauna brúðuleiklistina og það er mjög spennandi hvað það er mikið líf í kringum brúðuleik- hús á Íslandi núna,“ segir Bernd sem er nú í Kanada að sýna og gat því ekki tekið á móti verð- laununum sjálfur. Það gerði eig- inkona hans, Hildur Jónsdóttir, en hún rekur Brúðuheima í Borg- arnesi ásamt Bernd. Það var ekki síst fyrir Brúðu- heima sem Bernd hlaut verðlaun- in en þá opnuðu Bernd og Hildur síðastliðið vor. Brúðuheimar eru í senn safn, kaffihús, vinnustofa og brúðuleikhús og hafa fengið frábærar móttökur. „Á Íslandi er rosalega mikil virðing fyrir leik- húsinu, sama af hvaða toga það er. Þannig að þetta hefur bara gengið vel og bara spennandi tímar fram undan.“ Bernd segir að þótt hann hafi hlotið verðlaunin að þessu sinni eigi kona hans, Hildur, helming- inn af heiðrinum og rúmlega það. „Hún á mestan heiðurinn. Hún gerir allt sem skiptir máli. Ég sé bara um að leika mér með brúð- urnar,“ segir hann og hlær. Bernd kynntist brúðulist- inni fyrst þegar hann var strák- ur í Þýskalandi þar sem hann er fæddur og uppalinn. „Þegar ég var ungur sá ég brúðuleiksýn- ingu sem ég heillaðist rosalega mikið af og byrjaði strax að búa til brúður sjálfur. Svo fór ég eins og flestir aðrir brúðulistamenn að læra eitthvað annað fyrst. Fór að fikta með tónlist og hreyfilist. Svo trélist og útskurðarlist. Það sem heillar mig hvað mest við brúð- ulistina er hvað þetta er stórt og mikið listform. Það er svo mikið innan þess sem maður getur gert. Tónlist, leikhús, skáldskapur, út- skurður og fleira og fleira.“ Bernd kom fyrst til Íslands árið 1982 en hann féll samstundis fyr- ir landinu. „Þá dvaldi ég hérna í þrjá mánuði. Ég kynntist frábær- um hópi fólks sem kynnti mig fyrir landinu. Þá kynntist ég líka íslenska hestinum sem hefur alla tíð síðan verið stór partur af mínu lífi.“ Eftir það kom Bernd aftur og aftur til landsins og dvaldi loks hér í nokkur ár við gerð myndar- innar Pappírs Pési sem var gríðar- lega vinsæl barnamynd sem kom út árið 1990. „Ég flutti svo út til Bandaríkjanna og Kanada en kom alltaf aftur og settist hér að á endanum enda langbest að vera hérna á Íslandi.“ Það er nóg um að vera í Brúðuheimum á næstunni. Bernd og Hildur standa fyrir sinni fyrstu Frá Pappírs Pésa til Brúðuheima Bernd Ogrodnik er kominn langt í list sinni og segir velgengnina konunni sinni Hildi að þakka. alþjóðlegu brúðuleiklistarhátíð í lok mars auk þess sem áframhald verður á sýningunni Gilitrutt. En að lokum spyr Bernd: „Hvernig er veðrið heima á Íslandi? Ég er bú- inn að vera hérna í 30 stiga frosti og svei mér þá ef það var ekki bara 40 í nótt. Ég get ekki beðið eftir því að komast heim.“ Hildur Jónsdóttir Bernd þakkar henni velgengnina. Ég er í fyrsta lagi ákaf-lega þakklát. Ég veit að dómnefndin er fólk sem best er fært um það að dæma hvað sé gott og hvað skipti máli á Íslandi og af því sem íslenskir listamenn eru að gera,“ sagði Katr- ín Sigurðardóttir myndlistarkona þegar henni var tjáð að hún hefði hlotið Menningarverðlaun DV árið 2010 í flokki myndlistar. Katrín hefur sýnt mikið undanfarin ár, bæði hér á Íslandi og í Bandaríkj- unum þar sem verk hennar hafa hlotið mikla athygli. Nú síðast var hún fengin til að búa til verk til sýningar í tveimur sölum Metr- opolitan-safnsins í New York sem hún vinnur í samráði við safneign- ina. „Ég hef aldrei lagt eins mikið undir listrænt séð eins og í þessari sýningu og þess vegna er ég mjög þakklát fyrir það að fólk taki eftir henni,“ segir Katrín. Vill deila verðlaununum Katrín vill deila verðlaunum sín- um með öllum þeim sem tilnefnd- ir voru í flokki myndlistar. „Vegna þess að við erum öll úr sömu hringiðunni, við erum öll vinir, tölum saman og deilum reynslu okkar og verkum og lærum af hvert öðru,“ segir Katrín. „Í þess- um hópi er fólk sem hefur verið kennarar mínir, samkennarar mín- ir og nemdendur mínir. Við erum bara öll einn og sami hópurinn og þess vegna eigum við það skilið að eiga þessi verðlaun saman.“ Ómetanlegt að hafa konur sem fyrirmynd Hún vill þó sérstaklega minnast á Hrafnhildi Schram í því samhengi, vegna þeirra rannsókna sem hún hefur stundað á síðustu árum í þágu kvenna í myndlist. „Með því að heiðra Hrafnhildi þá erum við líka að heiðra allar þær íslensku konur sem hafa verið að reyna að stunda myndlist. Mín blessun hefur verið sú að alveg síðan ég var lítil hef ég verið umkrind mjög sterkum konum í myndlist og þær hafa verið mínar fyrirmynd- ir. Það er ómetanlegt þegar konur eru fyrirmyndir fyrir aðrar konur í greinum sem hafa ekki, á tímum viðkomandi kvenna, verið viðtek- in störf fyrir konur.“ Hjartað á tveimur stöðum Katrín segir það vera ofboðslega gaman að fá þessi verðlaun fyr- ir eitthvað sem hún hefur unnið hörðum höndum að, ekki bara á Íslandi, heldur einnig á erlendri grundu. „Ég er mjög þakklát fyrir það að augu manna á Íslandi bein- ist líka út á við til þeirra Íslend- inga sem vinna bæði á Íslandi og erlendis. Að því leyti vil ég deila þessum verðlaunum með okkur „Aldrei lagt eins mikið undir“ Katrín Sigurðardóttir vill deila verðlaununum með öllum sem tilnefndir voru. öllum sem erum í þeirri stöðu að kalla á athygli að íslenskri myndlist frá augum útlendinga.“ Hún er bæði með vinnustofu í Reykjavík og í New York og segist búa jafn mikið á báðum stöðum. „Ég er alls ekki í þeirri stöðu að landamæri takmarki það hvernig ég sé sjálfa mig og heimili mitt og þess vegna lít ég svo á að ég búi á báðum stöðum. Hjarta mitt er á báðum stöðum.“ Katrín segir ýmis skemmtileg verkefni vera fram undan hjá sér sem þó sé ekki tíma- bært að gera opinber strax. Unnur móðir Katrínar Tók við verðlaununum fyrir hennar hönd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.