Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 48
Fulham-leðursófi Það er ekki auðvelt að finna karlmannlega n og ofvaxinn sófa sem passar samt vel inn á heimilið. Fulham-sófinn, sem kost ar á bilinu 635 til 900 þúsund krónur, ætti þó að sóma sér vel inni á hverju heimili. Sófi nn er með djúp sæti, arma úr tré og er klæddur leðri. Sófinn er algjörlega handsm íðaður, sem útskýrir verðmiðann. Hann er til í þremur útgáfum með þremur mismuna ndi stærðum á gormum í sætinu. 48 | Lífsstíll 4.–6. mars 2011 Helgarblað Patricia Field ver hönnuðinn sem sagðist elska Hitler: Tískudrottningin Patricia Field hefur stigið fram til varnar hönnuðinum John Galliano sem var harðlega gagnrýnd- ur fyrir ummæli sín um Hitler en hann sagðist hreinlega elska einræðisherrann illræmda. Ummæli Gallianos urðu til þess að honum var sagt upp störfum hjá tísku- húsinu Dior. Patricia, sem er frægust fyrir framlag sitt til Sex and the City, dásamar orku, fegurð og gáfur Gallianos. Hún segir ummælin hafa verið farsa og grín af hans hálfu og furðar sig á því að fleiri skuli ekki stíga fram til varnar þessum virta hönnuði. „Á hverju misseri sér tískubransinn nýtt leikhús í boði Johns Gallianos. Þessi farsakenndu ummæli voru líka leikhús, nema hann var ekki staddur í leikhúsi eða kvikmynd,“ sagði Patricia Field sem hefur jafnframt sent 500 valdamiklum einstaklingum í tísku- og skemmtana- bransanum áskorun um að koma Galliano til varnar. ALLT Á HVOLFI SKEMMTILEGT MARMELAÐI Kynning í Hagkaup, Skeifunni föstudag og laugardag Nýtt marmelaði, ný áferð – engin heil ber 5 hlutir sem bara karlmenn myndu kaupa Vefsíðan Uncrate er hugsuð sem inn- kaupalisti fyrir karlmenn. Á síðuna bætast við nokkrir hlutir vikulega sem eiga að höfða til karlmanna. Bílar, mótorhjól, skór, kvikmyndir, tölvudót og mataráhöld eru meðal þess sem má finna á vefsíðunni. DV tók saman brot af því besta. Sverðstafir Ef þú vilt líta út fyrir að vera r aunverulegur óþokki þarftu n okkra hluti – þar á meðal sverð sem er falið er í göngustaf. Sverðstafurinn fæ st fyrir 81 til 460 þúsund krónur. Margar mismunandi gerðir eru í boði. Þó að notag ildið sé ekki mikið er alveg ljóst að einhverjir James Bon d-aðdáendur myndu vilja eig a svona grip. Ummælin voru leikhús Til varnar góðum vini Patricia Fields hefur stigið fram til varnar hönnuðinum John Galliano. Sagðist elska Hitler John Galliano var rekinn frá tískuhúsinu Dior fyrir glæfraleg ummæli sín. Peningaklemmuhnífur Það er ekki á hverjum degi sem maður sér peningaklemmu og hníf sameinað. Græjan er hönnuð af John Kubasek og fæst hún fyrir 36 þúsund krónur. Þú getur þó verið öruggur m eð að setja peningaklemmuna í vasann því ýt a þarf á þar til gerðan hnapp til að hnífsblað ið skjótist út. Tölvuleikjaborð Ef þú ert piparsveinn og býrð einn í íbúð er l íklegt að þú viljir tölvu- leikjaborðið. Gamlir klassískir tölvuleikir í b orði sem þú getur annars notað fyrir hvað sem er. Náttborð sem nýtist sem leikjatölva hljómar vel að mati einhverra. Tölvuleikjaborðið fæst fyrir 540 til 620 þúsund. William WalletVeski sem heldur vel utan um peningana þína. Veskið, sem kostar tæpar 5.500 krónur, er búið til úr álplötum sem bundnar eru saman með latex-teygjum og klemmu úr járni. Þetta einfalda veski er þó öruggt og haldast kortin og seðlarnir þínir í veskinu þrátt fyrir að það líti út fyrir að vera opið. Veskið er til í nokkrum útgáfum, þar á meðal í svörtu og glansandi rauðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.