Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 50
50 | Lífsstíll 4.–6. mars 2011 Helgarblað Gerðu garðverkin skemmtilegri Þýsk gæðatæki sem auðvelda þér garðvinnuna Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Keðjusagir Rafmagns- eða bensíndrifnar Hekkklippur Rafmagns- eða bensíndrifnar Úðabrúsar 1-20 ltr. Með og án þrýstijafnara Sláttuorf Rafmagns- eða bensíndrifin Garðsláttuvélar Rafmagns- eða bensíndrifnar Sláttutraktorar Ýmsar útfærslur Einnig mosatætarar, jarðvegstætarar, laufblásarar, kantskerar Kolbrá Bragadóttir, myndlistar-kona og verslunarstjóri í Karen Millen í Smáralind, er glæsi- leg kona sem tekið er eftir. Hún er dóttir Kolbrúnar Benediktsdóttur og Braga Ásgeirssonar myndlistargagn- rýnanda með meiru, og systir Fjölnis „tattú“ Bragasonar. Kolbrá sem verður fertug í sum- ar segir unna matvöru, hvítt hveiti og majónes ekki hafa góð áhrif á útlit- ið en hún reykir og fer tvisvar á dag í World Class. Hvernig byrjar dagurinn hjá þér? „Hann byrjar á því að vekjara- klukkan hringir klukkan 6.20 og ég fæ mér kaffibolla og sígarettu í ró og næði áður en Askur Ari sonur minn vaknar. Svo vek ég hann og fer á nátt- fötunum í World Class. Skelli mér í æfingagallann, æfi í klukkutíma eða einn og hálfan, fer svo í sturtu, hef mig til á tíu mínútum og fer í vinn- una.“ Hvernig ferðu að þessu á tíu mín- útum? Hvað gerir þú? „Hyljari fyrir augun, maskari, kinnalitur og svo leyfi ég hárinu að þorna. Þetta tekur enga stund.“ Hver var fyrsta snyrtivaran sem þú notaðir og hvernig gekk það? „Rauður varalitur frá Chanel. Ég var svona fjögurra ára. Mamma var búin að safna sér fyrir þessum fína varalit og leyfði sér að kaupa þetta. Ég tók mig til og prófaði hann, og ekki bara á varirnar heldur allt andlitið. Varliturinn skemmdist auðvitað en ég hef enn smekk fyrir Chanel.“ Hver er lykillinn að aðlaðandi út- liti? „Ég held að lykillinn sé sá að vera glaður og í góðu skapi. Geisla af lífs- gleði. Það er langfallegast á fólki. Ef ég tek eftir öðrum konum þá tek ég ekki eftir því í hverju þær eru eða hvern- ing þær eru málaðar heldur tek ég eftir gleði og sjálfsöryggi. Mér finnst ekki fallegt þegar fólk er með krónísk- an fýlusvip. Þú getur verið falleg, vel tilhöfð og flott klædd en ef fýlusvip- urinn er á andlitinu þá sést ekki feg- urðin.“ Hugsar þú um heilsuna? „Já, ég fer bæði fyrir og eftir vinnu í ræktina fimm til sex sinnum í viku. Á morgnana æfi ég í salnum og eftir vinnu fer ég í hot jóga. Minn stærsti löstur er eflaust sá að ég reyki og hef gert síðan ég var tíu ára. Ég hef samt alltaf hætt í kringum barneignir og brjóstagjöf en ég á þrjú börn. Mér finnst ekkert erfitt að hætta að reykja en mér finnst bara lífið skemmti- legra þegar ég reyki. Það er svo fínt að drepa tímann með þessu og svona. Gott líka þegar maður þarf að hugsa um hlutina.“ Hvaða fæðu ætti maður að forðast að þínu mati til að halda í fegurðina? „Ég myndi segja hvítt hveiti og majónes og þess háttar feitmeti og sósur. Einnig allar unnar matvörur.“ Hvaða snyrtivöru kaupir þú aftur og aftur? „Kanebo Sensai Fluid Finish-farða hef ég notað í svona fjögur ár. Hann er léttur og fellur að húðinni og er ekki gervilegur.“ Hvaða mistök gera Íslendingar þegar kemur að útlitinu? „Mitt heilræði er bara „less is more“. Konur og karlar eiga það til að fara yfir mörkin og gera of mikið, ofhlaða stílum, hárgreiðslu, förðun og þess háttar. Það mætti vera meiri fágun hjá okkur og fólk mætti líka vera sjálfstæðara í fatavali. Það eru of margir að eltast við það sama. Bæði unglingar og fullorðnir.“ Nefndu manneskjur sem þér finnst flottar í tauinu. „Hulda Ingvarsdóttir, yfirmað- ur minn hjá Karen Millen, er alltaf mjög smart. Hún er 46 ára og alveg gordjöss. Jóhanna Þorkels listakona er líka með afgerandi skemmtilegan stíl og geislar af sjálfsöryggi. Fjölnir bróðir minn finnst mér alltaf gordjöss líka og Kári Stefánsson er flottur og vel klæddur þó hann elti ekki tískuna, þeir vita báðir hvað fer þeim vel og að lokum leikarinn Ingvar E. Sigurðsson. Mér finnst hann mjög töff. Svo verð ég að bæta syni mínum Aski Ara við sem sjötta nafni en hann er átta ára gam- all og með ótrúlega þroskaðan smekk á tísku. Askur hefur hjálpað mér að velja föt síðan hann var smápatti og er sjálfur með sterkar skoðanir á því hvað er keypt fyrir hann.“ margret@dv.is Fer á náttfötunum í ræktina „Minn stærsti löstur er ef- laust sá að ég reyki og hef gert síðan ég var tíu ára. Lífsgleði er lykillinn „Lykillinn sé sá að vera glaður og í góðu skapi. Geisla af lífsgleði. Það er langfallegast á fólki.“ Beyoncé er ekki til í slaginn fyrr en hún er búin að setja á sig ilmvatn: Þokkadísin og tónlistarmaðurinn Beyoncé Knowles telur útlitið ekki full- komnað fyrr en hún er búin að setja á sig ilmvatn. Söngkonan setti nýverið á markað ilm númer tvö en nýju lyktina kallar hún Heat Rush. Beyoncé er á þeirri skoðun að klæðnaðurinn verði ekki fullkomnaður fyrr en búið er að kóróna hann með góðu ilmvatni: „Mér finnst ilmvatnið vera öflugasti fylgihlutur konunnar. Góður ilmur er kynþokkafullur, gefur karakter og þú seg- ir eitthvað sérstakt með ilminum sem þú notar. Ilmurinn er punkturinn yfir i-ið,“ sagði Beyoncé í viðtali við Cosmo- politan. „Ég man þegar ég var lítil stelpa að fylgjast með mömmu hafa sig til. Ég elskaði alltaf að sjá hana úða á sig ilmvatni í lokin. Þessi dásamlega lykt sem hún skildi eftir í herberg- inu til minningar um sig. Mér fannst þetta alltaf svo fágað og glamúrus, svo kvenlegt og kynþokkafullt. Í mínum huga getur kona verið mjög fallega klædd og vel útlítandi en hún er ekki til í slaginn fyrr en ilmurinn er komin á. Ilmurinn rammar þetta inn,“ sagði Beyoncé og bætti við að hún væri stolt og glöð yfir að fá að skilja eftir sína eigin minningu í heiminum með ilminum sín- um sem inniheldur meðal annars angan af kirsuberjum, appelsínum og ástríðuávexti. margret@dv.is Ilmurinn er punkturinn yfir i-ið M Y N D IR S IG TR Y G G U R A R I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.