Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Qupperneq 52
52 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 4.–6. mars 2011 Helgarblað
STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is
SJÓNVARPSTILBOÐ
TILBOÐ 249.990
FULLT VERÐ kr. 329.990
ideas for life
Panasonic TXP42GT20 - Full HD 3D
42" Full HD 3-D THX NeoPlasma sjónvarp með 1920x1080p upplausn, THX, Vreal
Pro5 Engine - High Contrast Filter, 600Hz Intelligent Frame Creation, Infinite Black
5.000.000:1 (Native) skerpa, Pro 24p Smooth Film/Play Back, 0.001 msec svartíma,
x.v Colour, Progressive Scan, VIERA CAST nettengingu, Digital Cinema Colour 3D
Colour, Motion Pattern Noise Reduction 3D Comb Filter, C.A.T.S háskerpu HDTV
DVB-T stafrænn móttakari (MPEG4), kortalesari, 2 x USB tengi fyrir Wi-Fi/HDD
upptöku, 2x Scart (með RGB), 4 HDMI, innbyggður gervihnattamóttakari, PC tengi ofl.
SKERPA
5.000.000:1
PRO 5
600Hz
FULL
HD
1920x1080p
AVATAR
3D Blu-Ray
FYLGIR
MEÐ!
Ö
llum að óvörum steig Steve
Jobs, forstjóri Apple-fyrir-
tækisins, á svið á miðviku-
daginn til að kynna iPad 2
spjaldtölvuna sem beðið hefur verið
eftir með mikilli eftirvæntingu. Jobs,
sem verið hefur í veikindaleyfi frá því
í janúar, var furðu brattur og hress í
viðmóti þrátt fyrir að líkaminn virtist
einungis orðinn skinn og bein.
Sama verð, öflugri tölva
Auk þess að vera þynnri og léttari
státar iPad 2 tölvan af töluvert öfl-
ugri örgjörva, 1GHz tvíkjarna A5,
sem að sögn skilar allt að helmingi
meiri hraða en í fyrri útgáfunni auk
þess sem grafísk vinnsla á nú að vera
um níu sinnum skilvirkari en í upp-
haflegri útgáfu spjaldtölvunnar vin-
sælu. Þrátt fyrir öflugri tölvu er líftími
rafhlöðu hinn sami og áður að sögn
Apple, eða um 10 klukkustundir.
Apple tók þann pól í hæðina að
hækka ekki verð á þessari annarri
kynslóð iPad og kostar ódýrasta út-
gáfan (16GB WiFi-only) 499 banda-
ríkjadali eða rétt tæpar 58 þúsund
krónur. Jafnframt lækkaði fyrirtæk-
ið verð á fyrstu kynslóð iPad um 100
bandaríkjadali og geta margir því
gert kjarakaup þessa dagana ef þeir
eru á höttunum eftir vænlegri spjald-
tölvu.
Tvær myndavélar
iPad 2 er búin tveimur myndavél-
um, á bakhlið tölvunnar er myndavél
sem getur tekið upp í 720p upplausn
með 30 römmum á sekúndu auk
þess að vera með 5x stafrænan að-
drátt (digital zoom) en myndavélin
sem er á framhlið tölvunnar er ætluð
fyrir myndspjall og tekur upp í hefð-
bundnum VGA-gæðum.
Vangaveltur höfðu verið um að
skjár þessarar útgáfu yrði í hærri
upplausn og gæðum en svo reyndist
ekki vera, iPad 2 er sem fyrr með IPS
LCD snertiskjá með 1024 x 768 upp-
lausn.
Sex útfærslur
Sex mismunandi útfærslur verða á
boðstólum fyrir væntanlega kaup-
endur, annars vegar Wi-Fi með 16,
32 eða 64GB geymslurými – og hins
vegar Wi-Fi + 3G með sömu útfærsl-
um á geymslurými.
Útgáfa iOS 4.3 kemur samhliða
iPad 2 en þessi uppfærsla stýrikerfis-
ins býður upp á mörg ný forrit og að
sögn Apple er Safari-netvafrinn nú
orðinn mun snarpari. iTunes hefur
nú einnig verið uppfært vegna iOS
4.3.
Ísland loks á lista
Mikla athygli vakti hjá þeim Íslend-
ingum sem fylgdust með á netinu
þegar iPad var kynnt, að á meðal
þeirra 25 landa þar sem spjaldtölv-
an kemur fyrst í sölu er Ísland. Land-
ið hefur hingað til ekki beint verið
áberandi í heimssýn eða markaðs-
setningu Apple-fyrirtækisins.
Tæplega 90 iTunes-verslanir eru
nú starfræktar í jafnmörgum lönd-
um en Íslendingar hafa þurft að
nota óhefðbundnar leiðir til að geta
nýtt sér verslunina, stofna aðgang í
iTunes-verslunum annarra landa og
þá með erlent heimilisfang en vin-
sælasta leiðin er að kaupa sérstök
inneignarkort til að kaupa tónlist eða
leigja kvikmyndir og sjónvarpsþætti.
App Store fyrir Íslendinga
Ástæða þess að engin iTunes-versl-
un hefur verið opnuð fyrir Íslendinga
liggur að öllum líkindum í því að ekki
hefur tekist að semja um ýmis hags-
munamál rétthafa og dreifingaraðila
hér á landi.
Samkvæmt heimildum blaðsins
má hins vegar vænta þess að for-
ritaverslun Apple, App Store, verði
opnuð Íslendingum innan tíðar,
samhliða komu iPad 2 til landsins.
Verslunin verði þó hvorki þýdd né
staðfærð heldur verði notast við
sama viðmót og enskumælandi
þjóðir eiga að venjast. Þetta þýð-
ir þó að Íslendingar geti notast við
eigin heimilisföng og kreditkort
þegar þeir stofna aðgang í verslun-
inni.
palli@dv.is
Óværa komst
í Android-forrit
Í ljós hefur komið að um 50 forrit í Android
Market, forritaverslun Google fyrir Android-
tæki, innihéldu óværu (malware) sem getur
hreinlega yfirtekið síma eða spjaldtölvu
notandans og þannig nálgast viðkvæmar
eða mikilvægar persónuupplýsingar. Google
hefur þegar fjarlægt umrædd forrit úr versl-
uninni en ekki er ljóst þegar þetta er skrifað
hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar varðandi
þau eintök sem þegar hafa verið keypt og
innsett á tölvur eða síma. Talið er að allt að
200 þúsund tæki geti verið sýkt af óværunni.
Óværan sem kölluð er „DroidDream“ er sögð
sérstaklega skæð þar sem hún geti sjálf
sótt viðbótarkóða í gegnum nettengingu og
þannig stökkbreyst. Þannig sé engin leið að
vita nákvæmlega hvað óværan aðhafist eftir
að hún verði virk. Gera má ráð fyrir að sala á
vírusvörnum fyrir Android-kerfi verði stígandi
á næstunni.
iMovie og Garage-
band fyrir iPad
Samhliða kynningunni á iPad 2 í vikunni
kynnti Steve Jobs, forstjóri Apple, sérstakar
útgáfur á iMovie- og Garageband-forrit-
unum fyrir iPad 2. Í iMovie verður hægt að
gera fjölrása hljóðupptökur, nákvæma
myndklippingu og einnig geta notendur
notast við mörg ný þemu, AirPlay yfir í Apple
TV og möguleikann á að deila hágæðamynd-
skeiðum. iMovie mun kosta 4,99 banda-
ríkjadali og verður sett í sölu þann 11. mars
næstkomandi. Sama verð og útgáfudagur
er fyrir Garageband-hljóðupptökuforritið
en þessi útgáfa fyrir iPad státar af átta rása
upptöku, hljóðfærum þar sem hægt er að
notast við snertiskjáinn til að spila á, yfir
250 hljóðlúppur (loops) og samhæfni við
Mac-útgáfu forritsins.
n iPad 2 kemur til landsins síðar í mánuðinum n Ísland meðal þeirra 25
landa sem spjaldtölvan kemur fyrst til n App Store opnað fyrir Íslendinga
App Store og
iPad 2 til Íslands
iPad 2 og App Store Íslendingar eru loks
komnir inn á kortið hjá Apple og eru meðal þeirra
25 landa sem fyrst munu fá iPad 2. MYNDIR APPLE INC.