Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Side 2
2 | Fréttir 9. mars 2011 Miðvikudagur
Sex æðstu stjórnendur Arion banka
fengu 156 milljónir króna í laun á síð-
asta ári. Bankastjórarnir sem stýrðu
bankanum í fyrra, þeir Finnur Svein-
björnsson sem hætti störfum í júní og
Höskuldur H. Ólafsson sem tók við þá,
höfðu saman 46 milljónir króna í árs-
laun í fyrra og fimm framkvæmdastjór-
ar bankans fengu samtals 109,9 millj-
ónir króna í laun.
Hjá Íslandsbanka fengu Birna
Einars dóttir bankastjóri og sjö fram-
kvæmdastjórar bankans 178 milljónir
króna í fyrra; Birna ríflega 30 milljónir
og framkvæmdastjórarnir um 21 millj-
ón á mann.
Samanburður á ársskýrslum bank-
anna tveggja sýnir að mánaðarlaun á
hvert stöðugildi hjá Arion banka hækk-
uðu um 19 prósent á milli áranna 2009
til 2010 – úr 575 þúsund krónum á
mánuði að jafnaði í 686. Hjá Íslands-
banka hækkuðu launin um 17 prósent
– úr 609 þúsund krónum í 710 þúsund
krónur. Um 1.100 manns vinna hjá
hvorum banka.
10 milljónir fyrir að byrja
Finnur Sveinbjörnsson stýrði Arion
banka fyrri hluta ársins í fyrra. Hann
hafði 16 milljónir króna í laun fyr-
ir fimm mánaða vinnu í fyrra, eða lið-
lega 3,2 milljónir króna á mánuði.
Höskuldur tók við 1. júní og greiddi
bankinn honum 30 milljónir króna
fyrir sjö mánaða vinnu, eða liðlega 4,3
milljónir króna á mánuði að jafnaði.
Föst mánaðarlaun Höskuldar eru þó
lægri ef marka má svör upplýsingafull-
trúa bankans, sem birtust á Pressunni.
Þar kom fram að hann hefði fengið
10 milljóna króna eingreiðslu fyrir að
byrja í starfi bankastjóra. Föst laun séu
2,9 milljónir á mánuði.
Til samanburðar hafði Birna Ein-
arsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka,
2,6 milljónir króna á mánuði í laun í
fyrra og Steinþór Pálsson, bankastjóri
Landsbankans, hafði um 1,1 milljón
króna. Þess ber þó að geta að Íslands-
banki og Arion banki hafa skilað upp-
gjöri fyrir síðasta ár en Landsbankinn
ekki.
Ríkið á 13 prósent í bankanum
Árið 2009 var bankastjórinn Finnur
Sveinbjörnsson með um 1,75 milljónir
króna í laun á mánuði sem bankastjóri
Arion banka. Höskuldur er því með 119
prósent hærri laun en bankinn greiddi
bankastjóranum árið 2009. Þess má
geta að Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætirsáðherra sagði á Facebook-síðu
sinni, þegar laun Höskuldar komust
í umræðuna, að engin siðleg réttlæt-
ing væri á ofurlaunum sem þessum.
„Það er ólíðandi að æðstu stjórnendur
banka og fyrirtækja skammti sér millj-
ónir í laun á meðan almenningur berst
í bökkum vegna glímunnar við afleið-
ingar bankahrunsins,“ sagði hún en
hún sagði aftur á móti ekkert um það
hvort og þá hvernig brugðist yrði við
þessu. Þess má geta að Bankasýsla rík-
isins á fyrir hönd ríkisins 13 prósenta
hlut í bankanum.
Fyrrverandi ráðuneytisstjóri stýrir
lögfræðisviði
Ljóst er að það gefur vel að starfa sem
framkvæmdastjóri hjá bönkunum. Þeir
eru fimm hjá Arion banka og höfðu
hver um sig 1,8 milljónir króna á mán-
uði í fyrra. Það er um 35 prósent meira
en árið á undan. Þeir sem gegna þess-
um stöðum nú eru Gísli Óttarsson,
framkvæmdastjóri áhættustýringar-
sviðs, Stefán Pétursson, sem stýrir fjár-
málasviði en hann starfaði áður hjá
Landsvirkjun. Helgi Bjarnason er fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs en hann
var áður framkvæmdastjóri Sjóvá-Al-
mennra líftrygginga og aðstoðarfor-
stjóri Sjóvár. Jónína S. Lárusdóttir, sem
var ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneyt-
isins þegar bankahrunið varð, stýrir
lögfræðisviði og Hermann Jónasson
stýrir framkvæmdum á þróunar- og
markaðssviði en hann var forstjóri far-
símafyrirtækisins Hive og var þar áður
hjá Landsbankanum.
Milljarða hagnaður
Hagnaður Arion banka í fyrra nam
12,6 milljörðum króna eftir skatta,
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
samkvæmt uppgjöri bankans. Þetta
er svipuð afkoma og árið 2009, þeg-
ar hagnaðurinn nam 12,9 milljörðum
króna en í frétt frá bankanum segir að
árið 2010 hafi einkennst af umfangs-
miklum aðgerðum til að leysa úr mál-
um skuldsettra fyrirtækja og einstakl-
inga. Um 14 þúsund einstaklingar hafi
nýtt sér greiðsluerfiðleikaúrræði sem í
boði séu og fjárhagslegri endurskipu-
lagningu hafi lokið hjá um 500 fyrir-
tækjum.
Góð afkoma bankans vekur athygli
í ljósi þessa en ekki er að sjá að afskrift-
ir skulda hafi gengið nærri bankanum
en tekið er fram að eiginfjárhlutfall
bankans hafi aukist um 5,3 prósentu-
stig í fyrra – sé nú 19 prósent og það sé
„vel yfir mörkum FME“ eins og bank-
inn státar sig af á heimasíðu sinni.
Meira en 20 milljónir í árslaun
Íslandsbanki skilaði 29,4 milljarða
króna hagnaði í fyrra og áætlar að op-
inber gjöld hafi numið 8,1 milljarði
króna. Eiginfjárhlutfall bankans var
26,6 prósent, töluvert hærra en hjá
Arion banka. Eins og áður sagði hafði
Birna Einarsdóttir bankastjóri um 2,6
milljónir króna á mánuði í fyrra. Hún
hækkaði í launum um 600 þúsund
krónur á mánuði frá árinu 2009. Sjö
framkvæmdastjórar bankans höfðu
147 milljónir króna í laun eða 21 millj-
ón króna á mann. Þeir hækkuðu um
10,5 prósent í launum – höfðu 18 millj-
ónir króna á mann árið 2009.
Framkvæmdastjórarnir eru sjö;
Una Steinsdóttir er yfir viðskipta-
bankasviði.
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG
og formaður viðskiptanefndar Al-
þingis, hefur opinberað þá skoðun
sína að himinháan skatt, eins kon-
ar ofurskatt, eigi að leggja á þá sem
hafa allra hæstu launin. Það eigi að
gera til þess að koma í veg fyrir að
hæstu laun verði í líkindum við það
sem þau voru fyrir hrun. Fundað var
í viðskiptanefnd í gærmorgun þar
sem fulltrúar bankanna og Banka-
sýslu ríkisins voru kallaðir til. Lilja
segir í samtali við DV að þar hafi þær
skýringar á háum launum banka-
stjóra fengist að miðað hefði verið
við meðallaun framkvæmdastjóra
hjá 40 stærstu fyrirtækjum landsins.
Hún segist aðspurð enn þeirr-
ar skoðunar að nauðsynlegt sé að
grípa í taumana. Innan VG sé af al-
vöru rætt um að leggja 65 prósent
tekjuskatt á laun yfir tvær milljónir
króna. „Þetta hefur verið rætt í þing-
flokki VG og almennt hefur verið
tekið jákvætt í slíkar hugmyndir. Það
er nauðsynlegt að gefa skýr skilaboð
um að við viljum ekki þetta mikla
launabil sem var hér fyrir hrun,“ seg-
ir Lilja og bendir á að launum lág-
og millitekjuhópa hafi verið haldið
niðri frá hruni. Ótækt sé að hækka
aðeins hæstu laun.
Spurð um þann milljarða hagn-
að sem bankarnir eru að sýna segir
Lilja að hún hefði heldur viljað að
hluti hagnaðarins hefði runnið til
viðskiptavina bankanna í stað kröfu-
hafa þeirra eða eigenda. Hún segir
einnig að hún hefði viljað sjá bank-
ana skila hagnaði vegna hagræðing-
ar í rekstri en ekki vegna endurmats
á eignasöfnum, eins og raunin sé að
stórum hluta.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, fer hörðum
orðum um launakjör æðstu stjórn-
enda fjármálastofnana landsins.
Leggur hún til að ríkisstjórnin leggi
fram frumvarp um 70 til 80 prósent
skatt á laun sem fara yfir 1.200 þús-
und krónur á mánuði. „Fregnir af
launakjörum bankastjóra Arion
banka eru storkun við íslenskt sam-
félag og stjórnvöld landsins. Fjár-
málastofnanir landsins voru endur-
reistar með almannafé, eftir að þær
höfðu spilað rassinn úr buxunum og
leitt hér hörmungar yfir land og lýð.
Já, þetta samfélag sem legið hefur í
sárum eftir hrun, kom þeim aftur á
lappirnar og já, gaf þeim síðan end-
urheimt athafnafrelsi,“ segir Ólína á
bloggsíðu sinni.
Stjórnarþingmenn vilja leggja ofurskatt:
„Storkun við íslenskt samfélag“
Gegn launaskriði tekjuhárra Lilja og
Ólína vilja setja mjög háa skatta á ofurlaun.
Launaskrið toppanna
Laun 2009 Laun 2010
Birna Einarsdóttir
(Íslandsbanki)
24 millj. 31 millj.
Framkvæmdastjórar
(Íslandsbanki)
18 millj. 21 millj.
Höskuldur Ól/Finnur
Sveinbj. (Arion banki)
21 millj. 46 millj.
Framkvæmdastjórar
(Arion banki)
16 millj. 22 millj.
Birna Einarsdóttir
(Íslandsbanki)
Framkvæmdastjórar
(Íslandsbanki)
Höskuldur Ól/Finnur
Sveinbj. (Arion banki)
Framkvæmdastjórar
(Arion banki)
25%
hækkun
17%
hækkun
25%
hækkun
119%
hækkun
76 milljónir samtals
Birna Einarsdóttir og
Höskuldur Ólafsson höfðu
saman um 76 milljónir króna
í árslaun í fyrra. Næstu
undirmenn þeirra, fram-
kvæmdastjórar bankanna,
höfðu ríflega 20 milljónir
króna í árslaun hver.
n Launaskrið toppanna í bönkunum n Hækkanirnar ná ekki
til almennra bankamanna n Framkvæmdastjórar bankanna
með meira en 20 milljónir króna í árslaun n Margir fram-
kvæmdastjórarnir störfuðu hjá bönkunum fyrir hrun
Sex toppar
fengu 156
milljónir