Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 9. mars 2011 Miðvikudagur Slitastjórn Kaupþings sækir kúlulán til Kaupsþingmanna: Skuldar nærri sjö milljarða Eignarhaldsfélag Ingvars Vilhjálms- sonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra markaðsviðskipta hjá Kaup- þingi, skuldar rúmlega 6,6 milljarða króna. Skuldin er tilkomin vegna kúluláns í erlendum myntum sem félag hans, Ingvar Vilhjálmsson ehf., fékk til að kaupa hlutabréf í Kaup- þingi á árunum fyrir íslenska efna- hagshrunið. Þetta kemur fram í árs- reikningi eignarhaldsfélagsins fyrir árið 2009. Ingvar færði hlutabréfin og skuld- ina yfir af eigin nafni og inn í umrætt eignarhaldsfélag rétt fyrir efnahags- hrunið haustið 2008. Slitastjórn Kaupþings, sem Ól- afur Garðarsson lögmaður fer fyr- ir, hyggst reyna að sækja umrætt lán til Ingvars í dómsmáli sem rekið verður fyrir íslenskum dómstólum. Fyrir taka verður í málinu fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur þann 15. mars næstkomandi. Samkvæmt útreikn- ingum DV fékk Ingvar 37 milljónir og 83 milljónir króna í arð vegna þess- arar hlutabréfaeignar sinnar í Kaup- þingi á árunum 2007 og 2008. Þegar DV hafði samband við Ingvar til að ræða við hann um kúlu- lánið og hlutabréfaeignina í Kaup- þingi síðla árs 2008 sagði hann að ekkert væri athugavert við það að eiga hlutabréf í einkahlutafélagi. „Það er ekkert óeðlilegt við að verð- bréf séu í hlutafélögum, það er form sem margir nota.“ Fyrirtökur verða í fleiri mál- um slitastjórnar Kaupþings gegn fyrrverandi starfsmönnum bank- ans um miðjan mánuðinn, meðal annars gegn fyrrverandi aðstoð- arframkvæmdastjóra fjárstýring- ar bankans, Hannesi Frímanni Hrólfssyni.  ingi@dv.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Suðurnesjum Húsavík Flúðir Vestmannaeyjar KALT ÚTI! Gas hitablásari 15Kw 18.900 Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.490 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 11.900 EURO handklæðaofn beinn hvítur 50x80 cm 7.290 EURO Panelofn 50x120 cm 12.390 MARGAR STÆRÐIR KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ VOTTUÐ GÆÐAVARA Sækir kúlulán til Kaup- þingsmanna Ólafur Garð- arsson, formaður slitastjórnar Kaupþings, reynir að sækja fimm milljarða króna kúlulán til Ingv- ars Vilhjálmssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsvið- skipta hjá bankanum. Líkt og greint var frá í síðustu viku ákvað knattspyrnudeild Víkings að reka þjálfarann Leif Garðarsson. Ekki hefur verið upplýst um ástæðu upp- sagnarinnar. Þrálátur orðrómur hefur hins vegar gengið um það að undan- förnu að Leifur hafi komið sjálfum sér til varnar á spjallsíðu Víkings. Á hann þar ýmist að hafa gengið undir nöfn- unum Albert Örn eða Albert Jónsson. Samkvæmt heimildum DV var orðið stirt á milli Leifs og stjórnar Víkings áður en Excel-málið fræga kom upp, þar sem viðkvæmar upp- lýsingar um leikmenn liðsins láku út. Stjórn Víkings gaf aldrei upp ástæðu fyrir uppsögn Leifs, en sömu heim- ildir herma að málið um dularfullan hulduaðdáanda Leifs hafi orsakað það að hann var rekinn í síðustu viku. Auk þess að skrifa á spjallborðið var til samnefndur notandi á Face- book. Honum var eytt í síðustu viku. Umræddur Albert Örn sagðist sjálf- ur vera fæddur 4. ágúst árið 1969. Þegar honum er flett upp í þjóðskrá enginn upp sem það passar við. Al- bert Örn virðist því ekki vera til. Lofsamaði Leif Huldumaðurinn hefur alltaf hald- ið uppi vörnum fyrir Leif og meira að segja þakkað honum fyrir frá- bæra spilamennsku liðsins, hann hafi aldrei séð annan eins fótbolta í Víkinni. „Vil hrósa þjálfaranum sem hefur sett sitt traust á unga Víkinga og ég hef tekið eftir honum á mörg- um leikjum 2. flokks og meira segja 3 leikjum í 3. flokki. Erum líka að spila 100% betri fótbolta en verð- um að klára færin. Þar liggur fjár- ans hundurinn. Fyrri þjálfari henti öllum í Berserki eða leyfði mönn- um ekki að æfa,“ segir í fyrsta inn- leggi huldumannsins á spjallborði Víkings. Alls eru innleggin 14 á spjall- borðinu. Í einu þeirra segir meðal annars: „Takk leikmenn og Leifur Garðarsson fyrir frábæran fótbolta í gær. Ár og dagar síðan Víkingur hefur spilað jafn flottan fótbolta og í Víkinni í gær.“ Huldumaðurinn bjó síðan til Facebook-síðu þar sem hann hélt áfram að lofsama Leif, nú fyrir frá- bæra frammistöðu í knattspyrnu- þættinum Sunnudagsmessunni á Stöð 2 Sport 2. Þegar fréttist að pist- ill um huldumanninn ætti að birtast á knattspyrnuvefsíðunni fotbolti.net hvarf Facebook-síðan snögglega. Ekkert hefur náðst í Leif frá því hann var rekinn úr starfi. Hann hefur því hvorki hafnað né staðfest þann orðróm opinberlega að hann hafi sjálfur búið til huldumanninn. Ekki sá fyrsti Notandinn Albert Örn er ekki fyrsta dæmið um að einstaklingar villi á sér heimildir á netinu í því skyni að lofsama einhvern. Orlando Figes, prófessor í sögu við Birkbeck-háskólann í London, varð uppvís að því í fyrra að villa á sér heimildir á vefsíðu Amazon. Lofsamaði hann bók eftir sjálfan sig en gerði lítið úr verkum annarra. Áður en hann varð uppvís að því að villa á sér heimildir hafði Orlando Figes hótað samstarfsmönnum á sínu fræða- sviði, blaðamönnum og dagblöðum sem gáfu í skyn að hann væri að verki málsókn. Þegar hann loks viðurkennn- di mistök sín sagðist hann hafa verið undir miklu álagi. Sagnfræðingurinn Robert Service varð fyrir því að Orlando Figes sagði bók hans „hræðilega“ á Am- azon. Sagði hann að þetta hefði haft mjög slæm áhrif á sig og eiginkonu sína. Robert Service var því feginn þegar upp komst um athæfi Orlandos Figes. n Orðrómur gengur um að Leifur Garðarsson hafi villt á sér heimildir n Kornið sem fyllti mælinn hjá Víkingi n Svipað mál í Bretlandi vakti mikla hneykslun Rekinn eftir fréttir af hulduaðdáanda Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Leifur Garðarsson Hefur ekki svarað opinberlega fyrir ásakanir um að hafa búið til huldumann á netinu til þess að lofsyngja sjálfan sig. „Takk leikmenn og Leifur Garðarsson fyrir frábæran fótbolta í gær. Ár og dagar síðan Víkingur hefur spilað jafn flottan fótbolta og í Víkinni í gær. Ölvaður ökumaður lét sér ekki segjast Karl á þrítugsaldri var tekinn í tvígang um helgina fyrir ölvunar- og fíkni- efnaakstur. Maðurinn var stöðvaður í miðborginni um miðnætti á föstu- dagskvöld og reyndist þá vera í ann- arlegu ástandi við stýrið. Maðurinn lét sér ekki segjast því rúmum sólarhring síðar, eða aðfara- nótt sunnudags, var maðurinn aftur kominn á stjá og enn var ökuferð hans stöðvuð í miðborginni. Sem fyrr var hann ekki í ástandi til að aka bíl. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn hafi áður komið við sögu hjá lögreglu. Í heildina voru þrettán teknir fyrir ölvunarakstur og fjórir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Vilja upplýsingar um ofurlaun Fjárlaganefnd hefur óskað eftir því að fá lista yfir þá ríkisforstjóra sem hafa neitað að fara að tilmælum, eða fyrirmælum, forsætisráðherra um að enginn ríkisforstjóri hafi hærri laun en ráðherrann. Þetta segir Sigmund- ur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar og fulltrúi í fjárlaga- nefnd Alþingis. „Fjöldi yfirmanna á stofnunum ríkisins hefur ekki lækkað laun sín í samræmi við yfirlýsingar forsæt- isráðherra þess efnis að enginn ríkisforstjóri þiggi hærri laun en ráðherrann,“ segir Sigmundur Ernir á heimasíðu sinni. Hann segir að þetta hafi verið upplýst á fundi fjár- laganefndar í morgun með fulltrú- um Ríkisendurskoðunar og Fjársýslu ríkisins. „Fjárlaganefnd hefur óskað eftir því að fá lista yfir þá ríkisforstjóra sem hafa neitað að fara að tilmælum / fyrirmælum forsætisráðherra. Og hafa greinilega komist upp með það … í ljósi óljósrar skilgreiningar á orð- inu ríkisforstjóri! Það verður athygl- isverður listi,“ segir Sigmundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.