Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Síða 11
Fréttir | 11Miðvikudagur 9. mars 2011
Rektor Kvikmyndaskólans skiptir sér ekki af frítíma starfsmanna:
Húsvörður breyttist í vítisengil
Húsvörðurinn í Kvikmyndaskóla Ís-
lands er meðlimur í mótorhjólasam-
tökunum Vítisenglum. Hann um-
breyttist í vítisengil um síðustu helgi
þegar íslensku mótorhjólasamtökin
MC Iceland fengu inngöngu í alþjóð-
lega mótorhjólaklúbbinn Vítisengla.
Þetta hefur DV eftir traustum heim-
ildum. Húsvörðurinn vill þó sjálfur
ekki tjá sig um málið. „Ég hef ekkert
um þetta mál að segja,“ segir hann að-
spurður um þátttöku sína í Vítisengl-
um. „Ég bið þig bara vel að lifa.“
Húsvörðurinn var meðlimur í ís-
lenska mótorhjólaklúbbnum MC Ice-
land sem um helgina gekk formlega
inn í samtökin Vítisengla, eftir að hafa
verið með formlega stöðu áhangenda
samtakanna frá árinu 2009. Rektor
Kvikmyndaskólans, Hilmar Oddsson,
segist ekki hafa fengið málið inn á borð
til sín og segir að skólinn hafi hingað til
ekki haft afskipti af því sem starfsmenn
aðhafist í frítíma sínum.
Leiðtogi íslenskra vítisengla hef-
ur ítrekað sagt að þeir séu fjölskyldu-
menn og að samtökin séu fjölskyldu-
samtök. „Við erum fjölskylduklúbbur
fyrst og fremst, ekki glæpasamtök,“
sagði Einar Ingi Marteinsson, leiðtogi
vítisengla, sem er oft kallaður Einar
„Boom“, í samtali við DV á dögunum.
Einar hefur þó veigrað sér við því að tjá
sig um málefni samtakanna og svar-
aði mörgun spurningum DV með því
að segja „Nó komment“, eða „Ekkert
svar“, þegar hann var spurður út vígslu
MC Iceland inn í Vítisengla fyrir helgi.
Margir meðlimir Vítisengla á Ís-
landi hafa komist í kast við lögin sam-
kvæmt heimildum DV og stangast það
á við fjölskylduímyndina sem Einar
Ingi dregur upp af klúbbnum. Þess ber
þó að geta að þrátt fyrir að meðlimir
Vítisengla á Íslandi hafi gerst brotlegir
við íslensk lög hafa samtökin ekki ver-
ið dæmd fyrir að brjóta lögin.
adalsteinn@dv.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Frumsýning
í Kassanum 10. mars
Tryggðu þér miða!
eFtir HenriK ibsen
Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is
Enda telur hann að á sér og sínum
hafi verið brotið frá fyrsta degi. Hann
telur ríkið bera höfuðábyrgð í málinu
og ætlar því ekki að gefast upp þrátt
fyrir afsvar forsætisráðuneytisins.
Guðbrandur telur rétt sinn skýr-
an samkvæmt 6. og 13. grein Mann-
réttindasáttmála Evrópu um að hann
eigi að fá úrlausn sinna mála jafnvel
þó það hafi ekki tekist á þeim tveim-
ur dómstigum sem í boði eru hér á
landi. Hann hefur einnig farið með
málið fyrir Mannréttindadómstól
Evrópu en það gerði hann eftir að
hafa tapað málinu í Hæstarétti í fyrra
skiptið. Umsókninni var hafnað.
Sendi bréf til Ögmundar
„Það er ekki til í dæminu að ég gef-
ist upp. Það er bara ekki hægt,“ segir
Guðbrandur sem á mánudagsmorg-
un sendi Ögmundi Jónassyni inn-
anríkisráðherra bréf vegna málsins.
„Það verður að klára þetta mál. Það
var brotið á okkur og hefur verið gert
alla tíð síðan. Manni dettur í hug spil
þar sem er svindlað á manni lon og
don og síðan í restina er manni leyft
að hirða síðustu tvo slagina. Það er
hent í okkur smánarbótum fyrir að
láta hreppinn eiga sig.“
Guðbrandur segir að málið hafi
legið eins og mara á fjölskyldunni í
nærri þrjá áratugi. „Við vorum svo að
komast á þokkalegt ról þegar dómur
Hæstaréttar féll. Þá var bara gjörsam-
lega sparkað undan okkur fótunum
á nýjan leik. Ég hélt að við byggjum
í réttarríki þar sem réttlætið fengi
fram að ganga en það er bara barna-
trú. Þetta er ekki bara sorgarmál fyr-
ir okkur heldur íslenskt réttarkerfi,
stjórnsýslu og þjóðina almennt,“ seg-
ir hann að lokum og bíður eftir svari
Ögmundar.
Fyrir þá sem vilja kynna sér mál
Guðbrands betur hefur hann vistað
gögn sem hann hefur safnað að sér
á vefsíðunum gubrandur.blogspot.
com og gkh.blog.is/blog/gkh.
Guðbrandur Haraldsson „Manni hefur verið
lofað hinu og þessu af fjölda manns í gegnum
tíðina en svo er ekki staðið við neitt.“
Ekki á borði rektors Hilmar Oddsson
segir ekkert hafi komið inn á sitt borð er
varðar mál húsvarðarins en bendir á að
skólinn hafi hingað til ekki skipt sér af því
sem starfsmenn hans gera utan vinnutíma.