Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Qupperneq 12
12 | Fréttir 9. mars 2011 Miðvikudagur Sigurgeir Ingimundarson fylgdist með því þegar átta ára sonur hans lenti í einelti. Eineltið var stöðugt eftir það, drengurinn var útskúfað- ur og niðurlægður allt þar til skóla- göngunni lauk. Þá fór hann brot- inn út í lífið, stútfullur af höfnun og minnimáttarkennd. Lífi hans lauk þegar hann var 21 ára gamall því hann sá ekki aðra lausn. Núna er sjö ára sonur hans líka lagður í einelti og Sigurgeir er ráðalaus. Lengi í afneitun Eftir að Berglind Þorvaldsdóttir sagði frá því að sonur hennar hefði haldið sig heima í heilan mánuð vegna eineltis ákvað Sigurgeir að segja sína sögu líka. Þau voru lengi nágrannar og hann þekkir því vel til. „Ef maður setur sig upp á móti einhverju hérna er fjölskyldan lögð í einelti líka. Þannig að ég hef ekki tjáð mig mikið um þetta út á við,“ segir Sigurgeir en líkt og Berglind býr hann í Hveragerði. „Strákurinn minn er sjö, að verða átta. Hann hef- ur verið greindur ofvirkur og með athyglis brest. Við vorum lengi í af- neitun og ýttum þessu frá okkur. Við litum lengi á þetta sem strákapör, en það er ekki hægt.“ Sonur hans var enn í leikskóla þegar hann byrjaði að tala um ein- elti. „Þar varð enginn var við neitt þannig að ég upplifði sjálfan mig sem ómerking þegar ég talaði um þetta, eins og ég væri að búa þetta til. En síðan hélt þetta áfram í skól- anum og nú er ástandið orðið ólíð- andi. Hann kemur arfapirraður heim úr skólanum og við fáum að heyra það á hverjum einasta degi að strákarnir hafi verið að stríða hon- um.“ Skítur í skólatöskunni Fyrir nokkrum vikum hvarf taskan hans en fannst aftur nokkrum dög- um síðar þegar vinkona þeirra hjóna gekk fram á skóladótið hans á kvöld- göngu. „Það lá þarna á víð og dreif og þetta var meira og minna blautt og skemmt. Við tilkynntum þetta en fáum alltaf sömu svörin frá skól- anum, að þeir hafi ekki tekið eftir neinu. Þetta minnir mig stundum á apana þrjá sem sjá ekki, heyra ekki og tala ekki. Steininn tók þó úr fyrir rúmum mánuði þegar hann kom heim út- úrpirraður og argur í skapinu og sagði að eldri strákar hefðu komið inn í stofuna og sett grænt slím ofan í eitt hólfið í töskunni hans. Við vor- um á leiðinni út og þetta gleymdist. Nokkrum dögum seinna var ég að ganga frá nestinu í töskuna hans og fann svona svakalega fýlu að ég kúg- aðist aftur og aftur. Þá var búið að smyrja skít í hólf- ið, þetta var þvílíkur viðbjóður. Task- an var þvegin mörgum sinnum og látin liggja dögum saman í hreinsi- „Hann hefur komið heim allur marinn á bakinu, fötunum hans hefur verið stolið og á tímabili þorði hann ekki að borða nestið í skólanum þannig að hann kom alltaf svangur heim. Sonur minn fyrirfór Sér n Sigurgeir Ingimundarson grætur enn son sinn n Sonurinn svipti sig lífi 21 árs eftir langvarandi einelti n Horfir upp á yngri son sinn lenda í því sama n Eineltið byrjaði í leikskólanum n Er sjö ára og niðurbrotinn legi. Konan mín hringdi í skólann og talaði við skólastjórann sem sagðist ætla að setja eitthvert eftirlitsteymi af stað. Í kjölfarið fékk sonur minn um- sjónarmann með sér út í frímínútur og í nokkra daga var hann mjög sæll. Honum leið mjög vel og var greini- lega látinn í friði. En svo hætti það.“ Rosaleg vanlíðan Drengurinn á einn vin sem hef- ur haldið tryggð við hann. Annars er hann einn. „Sá strákur segir okk- ur frá því sem gerist en oft eru þetta eldri strákar sem eru að stríða syni mínum. Hann hefur komið heim all- ur marinn á bakinu, fötunum hans hefur verið stolið og á tímabili þorði hann ekki að borða nestið í skólan- um þannig að hann kom alltaf svang- ur heim. Ég fékk aldrei skýringar á því. Hann æfði fótbolta með Hamri en við urðum að láta hann hætta. Hann hljóp með en boltinn var aldrei gefinn á hann.“ Vanlíðanin leynir sér ekki. „Hann borðar og borðar og ég á ofsalega erf- itt með að hemja hann. Hann skell- ir hurðum, grýtir hlutum og stríðir systur sinni sem er nákvæmlega það sama og hann verður fyrir sjálfur. Hann er vælinn og grátgjarn og líður mjög illa. Það fylgja því mikil átök að koma honum í skólann því hann vill ekki fara þangað. Þannig að við fylgjum honum í skólann á hverjum degi. Við getum ekki annað. Ef við leyfum honum að sleppa því að fara þá opn- um við fyrir flóttaleið. En ég trúi því og treysti að það verði tekið á þessu. En vitaskuld er ótti í mér. Ég er búinn að ganga í gegnum þetta einu sinni með mjög sársaukafullum hætti.“ Grætur enn son sinn heitinn Sonur hans úr fyrra hjónabandi var í Árbæjarskóla. Frá átta ára aldri var hann lagður í einelti. „Sonur minn fyrirfór sér 21 ára gamall þegar hann var búinn að gefast alveg upp. Sjö ár eru síðan þetta gerðist en ég held að ég sé ekki enn búinn að ganga í gegn- um sorgina. Það er ekki rétt að tím- inn lækni öll sár. Ég fékk taugaáfall og gat ekki tekist á við þetta. Enn fæ ég grátköst, leggst í djúpt þunglyndi, rosalegan söknuð og ofsalega reiði út í kerfið því eineltið í Árbæjarskóla var þekkt á þessum tíma en það var ekki tekið á því. Skólinn viðurkenndi aldrei eineltið. Ansi víða virðist það vera þannig að skólayfirvöld sjá ekki hvað er að gerast. Kannski er líka erf- itt að bregðast við þessu. Allavega var þetta þannig að drengurinn minn fékk aldrei að vera með og upplifði sig utangarðs þar til hann gafst upp og svipti sig lífi.“ Af því að við erum öryrkjar? Með þessa reynslu að baki er erfitt að horfa upp á eineltið sem yngri sonur hans verður nú fyrir. „Ég missi mig þegar ég sé að sjö ára strákur- inn minn er að verða fyrir því sama. Fyrst eftir að við komum til Hvera- Guðjón Sigurðsson, skóla stjóri í Grunnskólanum í Hveragerði, seg- ir að einelti sé ekki liðið í skólan- um. Berglind Þorvaldsdóttir sagði í DV á mánudaginn að sonur henn- ar hefði ekki mætt í skólann í mán- uð út af einelti. Guðjón getur ekki rætt um einstök mál en segir að þetta sé mál sem ekki hafi tekist að leysa. „Drengurinn hefur ekki mætt í skólann þannig að við höfum ekki getað unnið með hann en þetta er einstakt tilfelli sem er mun flóknara en almenn eineltismál. Ég gef ráðu- neytinu skýrslu um þetta mál,“ segir hann en ráðuneytið óskaði eftir upp- lýsingum um málið eftir umfjöllun DV. „Við höfum mjög markvissar og skýrar vinnureglur varðandi einelti. Frá árinu 2004 höfum við unnið eftir Olweus-eineltisáætluninni.“ Glíma við gamla drauga Hann segir að Grunnskólinn í Hveragerði hafi verið á meðal fyrstu skóla sem tóku þessa eineltisáætlun upp. „Í gamla daga var þetta þaggað niður eins og þú veist. Menn vissu ekki hvað þetta var þannig að eng- inn gerði neitt. Eins og aðrir sitjum við uppi með gamla drauga. Það var ekki tekið á þessu af því að menn vissu ekki hvað þetta var og á með- an kvöldust menn og píndust. Nú er þetta fólk að stíga fram þannig að það verður heilmikið mál fyrir okk- ur að vinna okkur út úr þessu. Það er skelfilegt að vita til þess að ég hafi útskrifað nemendur sem fara ósáttir frá skólanum.“ „Allt á réttu róli“ Hann segir einelti koma upp í Hveragerði eins og alls staðar. „Þess vegna erum við að vinna með það. Ef allir vinna saman, skólasamfé- lagið allt, foreldrar, kennarar og nemendur, þá tekst að leysa þetta, ef allir dansa saman í takt. Það er því miður ekki alltaf þannig. Það er misjafnt hvernig það gengur að hafa samskipti við heimili. En þetta er allt á réttu róli eftir því sem um- ræðan er opnari. Það er í rauninni jákvætt í sjálfu sér að umræðan fari af stað. Þeim mun meiri líkur eru á að við náum að vinna alveg með þetta. Það eiga allir rétt á því að þeim líði vel og það höfum við lagt áherslu á.“ Sár stimpill „Einelti er viðbjóður sem hvergi á að líðast og eftir því höfum við unnið. Allir starfsmenn skólans eru meðvitaðir um það út á hvað þetta gengur, nemendur og foreldr- ar, þannig að við erum vakandi fyr- ir þessu og það eru umsjónarfund- ir í öllum bekkjum þar sem rætt er um einelti. Deildarstjórar viðkom- andi stigs stíga síðan inn í málið ef hitt dugar ekki til. Þetta gengur allt út á það að stoppa gerendur. Þeir vita ekki hvað þeir eru að gera, því það er enginn svo illa innrættur að hann vilji vísvitandi láta öðrum líða illa. Námsráðgjafinn er yfir þessari áætlun og hann vinnur líka með nemendum. Við gefumst aldrei upp. Þess vegna finnst mér svolít- ið sárt að við séum að fá þennan stimpil á okkur því við teljum okkur vera að vinna faglega. Niðurstöður sýna að nemendum í grunnskólan- um hér líður betur en annars stað- ar, eða um 95% nemenda. En auð- vitað þurfum við að ná til þessa fimm prósenta hóps líka.“ „Við sitjum uppi með gamla drauga“ n Skólastjórinn í Hveragerði segir skólann ekki líða einelti 7. mars 2011 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Sigurbjörn Guðni Sigurgeirsson f . 1 . d e s e m b e r 1 9 8 1 d . 2 . s e p t e m b e r 2 0 0 3 „Ég vildi ekki valda þeim vonbrigðum yfir því hve misheppnaðan son þau áttu. Davíð Michelsen Reyndi að verjast eineltinu með öllum mögulegum leiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.