Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Page 15
Mannbroddar gegn breinbrotum Ungir sem aldnir leita í stórum stíl á slysavarðstofuna þegar færðin er slæm og hálka á gangstéttum og götum. Vetrarfærð er núna víða um land og til að mynda hefur snjónum kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu. Þá er vert að minna gangandi vegfarendur á mannbrodda. Þeir eru festir neðan á skó og koma í veg fyrir að notandinn renni í hálkunni. Mannbroddar fást meðal annnars hjá flestum skósmiðum og einnig hafa einstaka byggingavöruverslanir selt mannbrodda. Verðum því skynsöm og skellum undir okkur broddunum. Það gæti komið í veg fyrir beinbrot. Sjáum út um bílrúðuna Sólin er enn lágt á lofti og getur auðveldlega blindað ökumenn. Það er því mikilvægt að hafa gott skyggni út um rúðurnar og á heimasíðu Vegagerðarinnar eru ökumenn hvattir til að hreinsa bílrúðurnar reglulega. Þar segir að gæta þurfi þess að strjúka ekki framrúðuna að innanverðu með höndunum því þá getur húðfita sest á hana. Betra sé að nota sköfu eða láta miðstöðina vinna sitt verk. Reglulegur þvottur og bón á bílnum kemur dregur úr viðloðun snjós en auk þess er bónhúðin vörn gegn tæringu vegna saltsins á götunum. Mælt er með að fylla rúðuvökvageyminn með frostþolnum vökva og mikilvægt sé að skipta um léleg rúðuþurrkublöð. Þau skulu vera ósprungin og laus við tjöru. Oft nægi að strjúka yfir blöðin með tusku vættri með tjöruleys- andi efni. Eins er mikilvægt að hafa rúðusköfu og lítinn snjókúst á aðgengilegum stað í bílnum. Neytendur | 15Miðvikudagur 9. mars 2011 Nokkur góð ráð um hvernig næra má húðina á einfaldan og ódýran hátt: Hrein og náttúruleg efni Hársnyrtistofur fá á baukinn Ríflega 8 af hverjum 10 hársnyrtistof- um eru með verðskrá yfir þjónustu sína, samkvæmt nýlegri athugun Neytendastofu sem kannaði verðmerkingar á 156 hárgreiðslu- stofum. Í hitteðfyrra var sams konar athugun gerð og þá var hlutfallið 66 prósent en þá voru 128 stofur heimsóttar. „Einnig var skoðað hvort hársnyrtistofurnar væru með sérvörur sínar verðmerktar og kom í ljós að verðmerkingar voru ekki sem skyldi hjá 26 prósent þeirra 150 stofa sem voru með sérvörur til sölu. Þetta er alls ekki ásættanlegt,“ segir á neytendastofa.is. Þar segir að ríflega 50 stofur hafi fengið áminningu að þessu sinni. Munum eftir smáfuglunum Á þessum árstíma er mikilvægt að muna eftir fuglunum en þessi tími getur verið þeim erfiður. Margir venja sig á að setja út fuglafóður eða matvæli af borði sínu, svo sem epli, fitu og aðra matarafganga. Fugla- verndarféalg Íslands gefur ráð um hvað sé best að gefa þeim en þar seg- ir að í kuldum og frosthörkum þurfi fuglarnir mikla orku til að halda á sér hita og því sé fita ein besta fæðan handa þeim. Gott sé að gefa fuglum fitu sem fellur til á heimilinu eins og tólg, flot, kjötsag og mör en sú fæða er afar vinsæl hjá þeim. Eins sé hægt að nota aðra kjötafganga og jafnvel hægt að blanda fitu saman við brauð og jafnvel korn. Slík fæða getur haldið lífi í fuglunum sem reyna að þreyja þorrann og góuna. 276 þurfa að skila Lexus „Neytendastofu hefur borist tilkynn- ing frá Toyota á Íslandi um að inn- kalla þurfi 276 bifreiðar af gerðinni Lexus RX300, RX350, RX400h vegna teppahlífar við inngjafarfetil sem getur losnað og bögglast með þeim hugsanlegu afleiðingum að fetillinn fer ekki eðlilega í toppstöðu þegar honum er sleppt.“ Frá þessu greinir á vef Neytendastofu. Þar kemur líka fram að þeir bifreiðaeigendur sem um ræði muni fá sent bréf eða haft samband við þá símleiðis. Ekki er tekið fram hvort ökumönnum sé hætta búin vegna þessa. Húðin er stærsta líffærið og mikil- vægt að hugsa vel um hana. Húð- in gegnir fjölmörgum hlutverkum, svo sem að verja önnur líffæri gegn meiðslum og sýkingum og verja okkur gegn sólbruna, ofþornun og hitabreytingum. Eins framleiðir hún D-vítamínið sem er okkur svo mikilvægt en auk þess gefur hún okkur kost á að skynja áferð um- hverfisins. Ýmsar húðsnyrtivörur eru á markaðinum sem eiga að gera kraftaverk fyrir húðina en virkni þeirra er misjöfn og margir eru fullir efasemda um hvort smyrja eigi slíkum efnum á sig. Á sumum þeirra má jafnvel finna varúðarorð um skaðsemi efnanna séu þau not- uð í óhófi eða þau innbyrt. Það er því spurning hvort það sé hollt og gott fyrir líkamann að nota þessar vörur. Á heilsubankinn.is má finna nokkur ráð um það hvernig næra má húðina á náttúrulegan hátt sem er einnig einfaldur og ódýr. Þar seg- ir að gagnlegt sé að taka inn Omega 3-fitusýrur en yfir vetrarmánuði og í miklum kulda getur verið gagnlegt að auka inntökuna. Hún verði fyrir vikið mýkri og síður þurr. Kókosolía er einnig talin gefa húðinni raka og verja hana gegn skaðlegum sólargeislum. Olían mun ýta undir uppbyggingu nýrra vefja, er græðandi og dregur úr öldrun. Að lokum er bent á að lífræna Jojoba-olíu sem er fljótandi vax úr kaldpressuðum plöntum. Hún fari djúpt ofan í húðina og hjálpi við að koma jafnvægi á rakastig hennar. Olían sé nærandi, ýti undir teygjan- leika húðarinnar og vinni gegn hrukkumyndun. Þess skal gæta að náttúrulegu efnin sem við notum séu hrein og ekki sé búið að blanda tilbúnum efnum við þau. gunnhildur@dv.is Stærsta líffærið Húðin gegnir mörgum og mikilvægum hlutverkum og því nauðsynlegt að fara vel með hana. MYND PHOTOS.COM Þórdís J. Kristjánsdóttir lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að finna hárbeitt brot af dúkahnífsblaði í pott- inum þegar hún ætlaði að sjóða sér hafragraut. Haframjölið er frá Eur- oshopper og keypti Þórdís pokann í Bónus í Spönginni. Hún getur ekki hugsað þá hugsun til enda ef hún hefði gleypt hnífsblaðið. Glampaði á hnífsblaðið „Mér fannst þetta bara óhugnanlegt. Þetta var ósköp venjulegur dagur hjá mér er ég náði í haframjölspoka, sem ég var hálfnuð með, upp í skáp. Ég setti þrjár kúffullar matskeiðar af haframjöli í pottinn þegar ég fór með hann að vaskinum sá ég glampa á eitthvað innan um haframjölið,“ seg- ir Þórdís þegar hún lýsir því hvern- ig hún uppgötvaði brotið af dúka- hnífsblaðinu. Hún segist hafa dregið dúkahnífsblaðið upp úr pottinum en það var ekki stærra en svo að það rúmaðist í matskeiðinni. „Mér krossbrá og það fyrsta sem ég hugsaði var, hvað ef ég hefði ekki tekið eftir þessu í pottinum og hnífs- blaðið hefði farið ofan í mig,“ segir hún. Hún segir það ekki vera ætlun- ina að koma neinum í vandræði með því að segja frá þessu. Henni hafi einungis fundist það mikilvægt að vara fólk við. „Það er ekki gott að fá svona ofan í sig. Eitthvað hefur gerst og þetta gæti leynst í fleiri pökkum.“ Harma atburðinn Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að að- standendur verslunarinnar harma þetta innilega. Hann staðfestir það í samtali við DV að hnífsblaðið hafi væntanlega komið úr búðinni sjálfri en ekki við framleiðslu erlendis. „Þetta er hræðilegt slys og hefði get- að farið afar illa,“ segir hann og bætir við að aldrei sé of oft brýnt fyrir fólki að fara varlega með hnífana. Þeir séu notaðir til þess að skera upp kassa með vörum og það sem hefði gerst í þessu tilfelli var að hnífurinn fór í gegnum kassann, inn í vöruna og brotnaði þar. Aðspurður hvað Bónus geri í slík- um tilvikum segir Guðmundur að haft sé samband við viðskiptavin hið fyrsta. Eins eru send bréf á verslun- arstjóra Bónuss og enn og aftur ít- rekað að varlega skuli fara með hníf- ana. Hann segist ekki hafa lent í slíku áður, ekki svo hann muni eftir. „Þetta er hræðilegt slys sem hefði getað far- ið mun verr. Þetta fór vel, sem betur fer,“ bætir hann við. Fær gjafabréf í Bónus Eftir að Þórdísar rak augun á hnífs- blaðið í grautarpotti sínum sendi hún tölvupóst til verslunarstjóra Bónuss í Spönginni. „Ég fékk þó ekki svör strax þar sem verslun- arstjórinn var ekki við og aðstoð- arverslunarstjórinn sinnti þessu ekki. Mér finnst allt í lagi að þeir séu miður sín út af þessu því þetta er grafalvarlegt mál.“ Öryggisfull- trúi Bónuss hafði þó samband við Þórdísi á þriðjudaginn og hún fullvissuð um að henni yrði þetta bætt upp. „Hún sagði að þau vildu gjarnan bæta mér þetta upp og að ég fengi gjafabréf frá Bónus.“ Að- spurð hvað henni fyndist um það sagði hún að erfitt væri að verð- meta svona hluti. „Ég veit þó alveg hvað hefði gerst ef ég væri í Banda- ríkjunum. Þá væri ég sennilega að verða milljónamæringur. Ég hef hins vegar engan áhuga á því. Að- alatriðið er að ég var heppin og slapp.“ Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is HNÍFSBLAÐ FANNST Í HAFRAMJÖLSPOKA n Viðskiptavinur Bónuss fann brot af dúkahnífsblaði í Euro- shopper-haframjöli n Hnífsblaðið stakkst inn í pokann þegar starfsmenn Bónuss skáru kassa með haframjölspokum Þórdís Kristjánsdóttir Brá illilega þegar hún fann brotið af hnífsblaðinu og segist vera heppin að hafa ekki gleypt það. Hnífurinn og haframjölið Þórdís tók þrjár matskeiðar úr þessum poka og þar leyndist hárbeitt brot af dúkahnífsblaði. MYND ÞÓRDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.