Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Side 18
18 | Umræða 9. mars 2011 Miðvikudagur
„Við bjuggumst
aldrei við svona
miklum við-
brögðum.“
n Ólafur Helgason, faðir
Theodórs Elvisar, um viðbrögðin sem
nafngiftin hefur fengið hér á landi sem og
erlendis en Elvis fékk meira að segja
sendingu frá Graceland. – DV
„Hún er bara að
vinna vinnuna
sína.“
n Jón Hilmar Hall-
grímsson, Jón stóri, um
lögregluna. Hann kippir sér
ekkert upp við það ef lögreglan fylgist
sérstaklega með samtökunum Semper Fi
sem hann fer fyrir. Hún banki hvort sem
er reglulega upp á hjá honum. – DV
„...hann lét berja sig í
hakkabuff af því að það
er ekkert ofbeldi í hon-
um.“
n Berglind Þorvaldsdóttir, móðir
drengs í Hveragerði sem hefur verið
lagður í svo mikið einelti að hann er
hættur að mæta í skóla. – DV
„Í dag er ég fullgildur
meðlimur í Outlaws.“
n Jón Trausti Lúthersson sem snéri
baki við Fáfni og Hells Angels og stofnaði
Black Pistons MC. – DV
„Það má kannski segja að
okkar stríðskostnaður sé
bara kostnaðurinn af
bankahruninu.“
n Lilja Mósesdóttir, formaður
viðskiptanefndar Alþingis, vill koma á
„stríðsskatti“ ekki ólíkum þeim sem
Bandaríkjamenn settu á til að fjármagna
stríðsrekstur í kringum seinni heimsstyrj-
öldina. Skatturinn myndi leggjast á þá
sem eru með milljón eða meira í laun. –
Visir.is
Einelti er lífsháski
S
amfélag manna er með þeim
ósköpum gert að alls stað-
ar þrífst grimmd í einhverj-
um mæli. Ofbeldið er gjarn-
an við hvert fótmál. Á netinu vega
nafnlausir aumingjar gjarnan að
nafngreindu fólki úr launsátri. Það
mætti skilgreina sem rafrænt ein-
elti. Í skólum og á vinnustöðum er
algengt að fólk sem er í einhverju
frábrugðið öðrum verði fórnar-
lömb þeirra sem telja sig vera
„normal“. Eineltið þrífst úti um allt
og verður alltaf til staðar. Það er
hins vegar á valdi samfélagsins alls
að búa til þau mörk sem duga til að
lágmarka og halda niðri þessum
viðbjóði. Vel meinandi fólk getur
auðveldlega komið í veg fyrir stór-
an hluta eineltismála með því að
fordæma athæfi gerenda og halda
þannig niðri hvöt þeirra til þess að
særa og meiða þá sem eru að ein-
hverju marki utan við normið.
DV sagði á mánudaginn frá 11
ára dreng í Hveragerði sem hefur
sætt einelti árum saman. Nú er svo
komið að hann neitar að mæta í
skólann þar sem ofsækjendur hans
bíða. Móðir hans lýsti því hvernig
hann hefur verið útskúfaður, lam-
inn og niðurlægður í skólanum. Og
þegar drengurinn bauð bekknum
sínum í afmæli mætti aðeins einn.
Hinir sniðgengu boðið. Fjöldi ann-
arra dæma hefur komið fram um
að brotalöm sé í skólanum.
Gerendur í eineltismálum eru
ekki endilega slæmt fólk. Í flestum
tilvikum er um að ræða óupplýsta
einstaklinga sem í hugsunarleysi
og af gráu gamni særa meðbræður
og -systur. Lausnin liggur í stöðugri
fræðslu um það hvernig fórnar-
lömbunum líður. Skólakerfinu ber
skylda til þess að halda niðri of-
beldinu með því að upplýsa alla
nemendur um skelfilegar afleið-
ingar eineltis.
Fjöldi dæma er til um sjálfs-
víg sem eiga rót sína í því ofbeldi
sem einelti er. Þar þarf ekki vitn-
anna við. Skólayfirvöld í Grunn-
skólanum í Hveragerði verða að
fara í gegnum sín mál af auðmýkt.
Þau verða að leitast við að varpa
ljósi á það sem er að gerast í skól-
anum. Öllum verður að vera ljóst
að óbætanlegur skaði getur hlotist
af ofbeldi af þeim toga sem móðir-
in í Hveragerði lýsir. Einelti er lífs-
háski.
Leiðari
Voru þið með
læti?
„Já, það voru
brjáluð læti.
Það þýðir
ekkert minna
á hundraðasta
baráttudegi
kvenna“ segir
Inga Dóra Pét-
ursdóttir, fram-
kvæmdastýra
UN Women á Íslandi en landsnefnd
félagasamtakanna tók formlega til
starfa í gær. Efnt var til gleði vegna
þessa við Hljómalindarreitinn.
Spurningin
Bókstaflega
Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Útskúfaður, lam-
inn og niðurlægður
í skólanum.
Sótt að Svavari
n Svavar Halldórsson, fréttamaður
Ríkisútvarpsins, stendur eins og
klettur í ólgusjó lögsókna útrásar-
víkinga. Sá sem
sækir harðast
að honum er
Pálmi Haralds-
son, kenndur við
Fons. Þá er Jón
Ásgeir Jóhannes-
son athafnamað-
ur einnig drjúg-
ur við að velgja
honum undir uggum. En Svavar
lætur engan bilbug á sér finna og
fer ótroðnar slóðir í fréttum af Jón
Ásgeiri þar sem hann ýjar að því
að fólk ætti að segja upp Stöð 2 og
hætta að lesa Fréttablaðið til að láta
ekki allt yfir sig ganga.
Villi sleginn kaldur
n Einn allra skarpasti fjárfest-
ir landsins, Vilhjálmur Bjarnason,
formaður Félags fjárfesta, hefur
verið fastagest-
ur í þættinum
Útsvari þar sem
hann keppir fyrir
Garðabæ. Í fyrra
unnu Garðbæ-
ingar keppnina
og vann þá Vil-
hjálmur mikinn
leiksigur þegar
hann neitaði að þiggja gjafabréf Ice-
land Express sem er í eigu hins um-
deilda Pálma Haraldssonar. Minna
fór fyrir Vilhjálmi í ár þegar hann og
félagar voru slegnir út af Álftnes-
ingum.
Klárar kjörtímabilið
n Pólitískir andstæðingar Dags B.
Eggertssonar, oddvita Samfylkingar-
innar í Reykjavík, mega nú vígbúast
sem aldrei fyrr. Orðrómur hefur ver-
ið uppi um að kjörtímabilið kunni
að verða endasleppt hjá Degi þar
sem hann og eiginkona hans séu
hugsanlega á leið í framhaldsnám í
læknisfræði. Dagur brást skjótt við
sandkorni DV sem lýsti vangavelt-
unum. Segir þessi helsti ábyrgðar-
maður Besta flokksins afdráttar-
laust að hann sé ekki á förum. Mun
Dagur því sitja áfram út kjörtíma-
bilið.
Pínleg ádrepa
n Ádrepa Kjartans Ólafssonar, fyrr-
verandi ritstjóra og þingmanns, um
bók Þórs Whitehead prófessors um
íslenska kommúnista er ekkert ann-
að en áfellisdómur yfir vinnubrögð-
um Þórs. Dóm Kjartans um Þór er
að finna í nýjasta hefti Tímarits Máls
og menningar. Í ádrepunni sparkar
Kjartan stoðunum undan þeirri nið-
urstöðu Þórs að íslenskir kommún-
istar hafi verið þjálfaðir í vopnaburði
í Sovétríkjunum til að taka völdin á
Íslandi í blóðugri byltingu þannig að
ekki stendur steinn yfir steini. Innlegg
Kjartans er hluti af langri og persónu-
legri umræðu sagnfræðinga um þessi
mál en meðal annarra sem hafa deilt
um málið eru Jón Ólafsson og Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, en svo virðist
sem íslenskum hægrimönnum sé
mjög í mun að koma að þeirri hæpnu
söguskýringu að íslenskir kommún-
istar hafi ætlað að fremja valdarán í
byltingu á dögum kalda stríðsins.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
U
m fátt hefur verið ritað eins
mikið og hlutverk og stöðu
tungumála. Aðallega í hug-
og félagsvísindum. Í kjall-
aragrein í DV þann 17. febrúar vakti
ég athygli á einum þætti sem ég
nefndi vistarbönd tungunnar. Pét-
ur Gunnarsson kom með andmæli
„Frjómátt íslenskunnar“ þann 2.
mars og er rétt að svara þeim.
Hlutverk tungumála
Þar sem Pétur nálgast málið frá öðr-
um sjónarhóli vaknar spurning-
in hvort forsendur séu fyrir sam-
ræðu, hvort sjónarhornin útiloki
ekki hvort annað. Skoðum þau út
frá hlutverki tungumála í skilningi
Ulrichs Ammon:
Nytsemd – annars vegar fyrir
menntun og vísindi, starfsval, fé-
lagslegan hreyfanleika, hagvöxt –
og hins vegar fyrir pólitíska og land-
fræðilega einingu.
Samnefnari – þ.e. mikilvægi
tungumálsins fyrir samstöðu,
ímynd, félagslega og menningar-
lega sameiningu.
Tjáning – samskipti innan og
milli hópa.
Önnur flokkun sem skiptir máli
er aðgreining hagsmuna út frá
stétt- eða lagskiptingu. Hvort tung-
an hafi áhrif á stöðu stétta til dæm-
is á vinnumarkaði, í fræðaheimin-
um eða notkun fjöl- eða vefmiðla.
Hugtökin þjóð og menning sneiða
hjá þessum greinarmun. Allt verð-
ur einsleitt, menningarhagsmunir
allra renna saman og útilokað verð-
ur að aðgreina til dæmis hagsmuni
rithöfunda frá öðrum.
Þriðja flokkunin tengist samfellu
fyrirbæris í tímanum. Eitt fyrirbæri
getur borið sama nafn í ár og aldir
en þarf ekki að vera hið sama eða
samfellt.
Staða íslenskunnar
Í grein minni fjallaði ég aðallega
um fórnarkostnað íslenskunnar fyr-
ir vissa hópa og vakti athygli á að
tungan verkar á suma eins og vist-
arbönd á vinnumarkaði. Þúsund-
ir margtyngdra Íslendinga starfa til
dæmis í skandinavísku löndunum.
Danska, sænska og norska vinnu-
aflið flæðir milli landa líkt og ár án
landamæra meðan eintyngdir at-
vinnulausir lepja dauðann úr skel á
Íslandi. Sem tryggir vinnuafl á lús-
arlaunum.
Í fræðaheiminum verða menn af
nauðsyn nytsemdar og tjáskipta að
skrifa á gjaldgengu tungumáli hvort
sem þeim líkar það betur eða verr.
Nýyrðasmíðin heyrir aðallega undir
þennan geira. Litlu málsvæðin ráða
ekki við verkefnið.
Í netheiminum er nánast allt efni
á stóru tungumálunum. Sama á við
sjónvarpsefni.
Gjaldgengi móðurmáls og mála-
kunnátta skýrir þannig aðgang, for-
gang og mismunun. Sárt er til þess
að vita að eintyngdir Íslendingar
(verkalýður og lægri millistétt) þurfi
að búa við hliðstætt skömmtunar-
kerfi menningar og í Austur-Þýska-
landi forðum. Þrúgandi og kúgandi!
Tungan breytist og þá er henni
oft gefin ný nöfn; latína verð-
ur ítalska og norræna verður að 4
tungumálum. Fyrir 6 öldum skildu
Íslendingar illa frændur sína í
Skandinavíu. Þegar forsetinn hitti
Snorra í páfagarði skildu þeir ekki
hvor annan. Íslenskan í dag hefur
enga upprunavottun. Lesandinn
sér væntanlega vanda málræktar-
manna við val viðmiða hins „rétta“
máls!
Svör við andmælum
Rök Péturs Gunnarssonar byggja
fyrst og fremst á samstöðuhlut-
verki tungunnar fyrir þjóð og sjálfs-
ímynd. Einnig gætir hugmynda
um afstæði tungunnar, að mál og
menning séu samofin, óaðskiljan-
leg. Að menn ruglist í ríminu við
að skipta um flík eða mál. Þetta er
utan við mitt efni en hér geta aðrir
lagt orð í belg.
Pétur segir að íslenskan sé ekki
fjötur um fót því allir læri tungu-
mál. Nemandi sé bara nemandi líkt
og þjóð sé þjóð. Með 4 til 5 tungu-
málaáfanga að baki eru marg-
ir ef ekki flestir bjargarlausir. Höf-
undar með máltilfinningu geta á
hinn bóginn tekið upp önnur mál.
Gunnar G., Kristmann og Heinesen
eru nærtæk dæmi. HKL reyndi fyrir
sér bæði á dönsku og ensku. Eigin-
lega munaði aðeins hársbreidd að
hann skrifaði á dönsku.
Mín umfjöllun er fyrst og fremst
félagsleg, að það sé ekki forsvaran-
legt að halda uppi tungu mismun-
unar nema að hafa ráð á því. Pétur
og margir aðrir andmæla þessu. Og
þá hlýtur fáfróður maður að spyrja
hvort þeir séu reiðbúnir til að taka
á sig fórnarkostnaðinn – þegar
bankabúðin er stekkur!
Nálgun Péturs á heita grautnum
ber keim af hugmyndum Claude
Lévi-Strauss um varðveislu menn-
ingar og menningarkima í út-
rýmingarhættu. Ballarhafið hef-
ur skapað verndar- eða griðasvæði
íslenskunnar með ærnum fórnar-
kostnaði fyrir marga.
Verndarsvæði íslenskunnar
Kjallari
Sævar
Tjörvason