Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Page 20
20 | Fókus 9. mars 2011 Miðvikudagur
Ásta Briem með sýningar í Kaffifélaginu og Gallerí Horni:
101 KÖTTUR Í 101 REYKJAVÍK
„Ég er oft á gangi í miðbænum með
myndavélina á mér og mynda það
sem fyrir augu ber,“ segir Ásta Briem,
sjálfstætt starfandi kvikmyndagerð-
arkona sem hefur sett saman sýn-
ingu á myndum af kostulegum kött-
um miðbæjarins. „Ég tók myndir
af nokkrum köttum í nágrenni við
heimili mitt og fékk þá hugmynd-
ina að því að taka 101 mynd af kött-
um miðborgarinnar. Þeir setja sterk-
an svip á umhverfi sitt. Jafnvel meiri
en kaffidrykkjufólk,“ segir hún og
vísar þar í klisjuna um kaffilepjandi
101-miðbæjarrottuna.
Ásta hefur því tekið myndir af 101
ketti og vísað þannig í staðsetningu
þeirra miðsvæðis í borginni og sett
saman í sýningu. Brotabrot af henni
má sjá á Kaffifélaginu á Smiðjustíg og
svo í fullri stærð á vinnustofu Ástu,
Gallerí Horni á Skólavörðustíg 6b.
Keðjuverkun er yfirskriftin á sýningu abstraktlistamannsins Helga Más Kristinssonar:
Svífandi hjól og götulistir
„Ég er undir áhrifum frá götulist
borgarlandslagsins og á þessari sýn-
ingu koma hjól og hjólreiðar nokkuð
við sögu,“ segir Helgi Már Kristins-
son myndlistarmaður um sýningu
sína Keðjuverkun sem opnuð verður
fimmtudaginn 10. mars klukkan 17.
Þar verða sýnd málverk og skúlptúrar
sem Helgi Már hefur unnið að síðast-
liðna mánuði, þar á meðal endurgerð
hans á frægum skúlptúr Duchamps,
Bicycle Wheel, og svífandi BMX-hjól
í blöðrum sem Helgi tengir við kvik-
myndina E.T. og hina frægu frönsku
kvikmynd Ballon Rouge.
Helgi er einn fárra listamanna hér
á landi sem hefur einbeitt sér að ab-
straktmálverkinu og línuteikningu. Í
verkum Helga verður til óræður smá-
heimur þar sem fljótandi form og
línuteikning eru ríkjandi. Helgi býr
og starfar í Reykjavík, en hann út-
skrifaðist frá LHÍ árið 2002 og hefur
sýnt á einka- og samsýningum síð-
an þá auk þess að starfa sem sýn-
ingarstjóri og verkefnastjóri viða-
mikilla sýninga, meðal annars hjá
Listasafni Reykjavíkur. „Helgi er ein-
stakur í íslenskri myndlist, segir sýn-
ingarstjóri sýningarinnar, Yean Fee
Quay. „Hann er einn fárra sem hefur
einbeitt sér bæði að abstraktverkum
og línulegri teikningu, hann er eins
og eyja meðal íslenskra myndlistar-
manna. Hann tengir bæði við tón-
list og hjólreiðar og hefur ávallt ver-
ið mjög einbeittur í því hvernig hann
skilar skynjun sinni á myndflötinn.“
Helgi Már verður með leiðsögn
um sýninguna sunnudaginn 13.
mars klukkan 15.
Helgi Már Kristinsson Yean Fee Quay,
sýningarstjóri Keðjuverkunar, segir Helga
Má vera einstakan í íslenskri myndlist sam-
tímans. Helgi Már er abstraktlistamaður
sem leitar í áhrif frá götulist, djassi, graffiti
og hjólreiðum.
Veisla fyrir
lestrarhesta
Lestrarhestar landsins eiga gott í
vændum því þann 14. apríl – 1. júní
2011 geta þeir hitt fyrir bestu rithöf-
unda Norðurlanda á svokölluðum
höfundakvöldum. Á höfundakvöld-
unum koma fram rithöfundar og
ljóðskáld frá Grænlandi, Færeyjum,
Svíþjóð, Noregi og Íslandi. Þeir höf-
undar sem hafa boðað komu sína í
hús hinna norrænu bókmennta eru:
Kristian Olsen Aaju frá Grænlandi,
tilnefndur til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina
Det tatoverede budskap, Mariane
Petersen, ljóðskáld frá Grænlandi
sem hefur nýverið gefið út ljóða-
safnið Storfangerens efterkomm-
ere, Carl Jóhan Jensen frá Færeyjum
og Tóroddur Poulsen frá Færeyjum,
tilnefndur til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Út-
sýni.
Stórstjörnur hátíðarinnar eru svo Kaj-
sa Ingemarsson, höfundur bókanna
Sítrónur og saffran og Bara vanligt vat-
ten sem kemur út í íslenskri þýðingu
á vegum Forlagsins í ár, og Eva Ga-
brielsson frá Svíþjóð en flestir þekkja
hana sem ekkju Stiegs Larson en hún
er einnig rithöfundur og hefur gefið út
endurminningar sínar og bókina Sam-
bo. Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
Höfundur Sítróna og saffrans Kajsa
Ingemarsson.
Sambýliskona Stiegs Larsson Eva
emur til Íslands og kynnir höfundarverk sín.
Kostulegir nágranna-
kettir Ástu Briem.
The Rite
IMDb 6,2 RottenTomatoes 20% Metacritic 38
Leikstjóri: Mikael Hafstrom
Handrit: Michael Petroni
Leikarar: Anthony Hopkins, Colin O’Donog-
hue, Alice Braga, Ciaran Hinds, Rutger Hauer
119 mínútur
Bíómynd
Erpur
Eyvindarson
Michael Kovak (Colin O´Donog-hue) er úr fjölskyldu líksnyrta sem sinnir því starfi af alhug
inni á sjálfu uppeldisheimili drengs-
ins. Það segir sig sjálft að vitund um
líf og dauða stimplast hratt inn hjá
Michael og ekki síst þegar þeir feðgar
snyrta lík móður hans. Hann elst upp
sem venjulegur drengur sem af ein-
hverjum óskiljanlegum ástæðum vel-
ur sér guðfræði sem framtíðarmennt-
un. Hann er að því er virðist trúlaus
og þykir það því sæta furðu að hann
skuli sigla inn í íhaldssama klerka-
stétt kaþólsku kirkjunnar. Hann efast
um þetta á ákveðnum tímapunkti en
alvarlegir atburðir starta atburðarás
sem skilar honum á andasæringa-
námskeið í Vatíkaninu. Þar kynn-
ist hann ýmsum sprækum fýrum og
ber þá einna helst að nefna efasemd-
armann en þungavigtarsæringa-
meistara, Lucas Trevant (Anthony
Hopkins). Michael er settur inn í fagið
með aðferðum sem eiga eftir að hafa
mikil áhrif á hann og fólkið í kringum
hann. Munu trúlausi trúmaðurinn og
fjölmiðlavinkona hans Angeline (Al-
ice Braga) trúa á eitthvað sem leggst
á þau með öllum mætti Flugna-
höfðingjans? Innri barátta Michaels
sveiflast frá því að skynja eingöngu
það sem er fyrir framan hann og yfir
í að trúa á Kölskann sem blómstrar
í umhverfinu þar sem menn viður-
kenna ekki tilvist hans. Það kemur
fram að myndin er byggð á sönnum
atburðum sem er mjög fyndið þegar
hugsað er til þess að hún fjallar um
sendimenn Almættisins sem kljást
við snargeðveika púka, djöfla, ára,
andsetna og önnur myrkraöfl Sat-
ans. Allt sannsögulegt við það, þetta
er allt í 118. Magnað líka hvernig öll
þau einkenni andsetinna sem koma
fram eru meira eða minna sjúkdóms-
lýsingar sem er mikið vitað um í dag.
Tourette, spastík, hrörnunarsjúk-
dómar, einhverfa, MS, Alzheimer, al-
menn geðveiki, menn heyra raddir og
sjá óraunverulega hluti. En látum það
liggja á milli hluta, góð andasæringa-
mynd aftengir almenna skynsemi ef
vel er gert. Myndin hefur hæga en vel
útfærða uppbyggingu, missir sig ekki
í tilgerðarlegum bregðisenum, fínt
leikstýrt, ágætlega leikin og á sæmi-
lega óhugguleg augnablik. Ég er einn
mesti aðdáandi hryllingsmynda und-
ir trúarlegum áhrifum og er alveg til
í að trúa á svarthvíta heimssýn Bibl-
íunnar meðan á kvikmyndinni stend-
ur. En núna er halarófan af myndum
af þessu tagi orðin heldur löng og
ferskleikinn er langt frá því sem hófst
fyrir nærri 40 árum með Exorcist. Það
skal tekið fram að leikstjórinn Haaf-
strom er mikill fagmaður sem meist-
arastykkið Ondskan vitnar klárlega
um. En núna er Svíinn í Hollywood-
leik og kemst svo sem sæmilega frá
því bæði með 1408 og The Rite. Auð-
vitað getur hann gert miklu betri
kvikmyndir en spurning hvort það sé
eftirspurn eftir því í þeim geira sem
hann vill koma sér fyrir í?
ALLT ROSALEGA
SANNSÖGULEGT