Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Page 22
22 | Viðtal 9. mars 2011 Miðvikudagur
B
ryndís Víglundsdóttir fædd-
ist í Reykjavík árið 1934.
Hún hefur sérfræðimennt-
un og mikla starfsreynslu
af kennslu og vinnu með fötluðu
fólki, fullorðnum og börnum sem
sérkennari og skólastjóri. Lengst
af var hún skólastjóri Þroskaþjálfa-
skóla Íslands en auk þess hefur hún
starfað mikið að menntamálum
fjölfatlaðra á Norðurlöndum og á
alþjóðlegum vettvangi. Árið 1989
hlaut Bryndís riddarakross Hinnar
íslensku fálkaorðu fyrir störf sín.
Bryndís býr yfir viðamikilli þekk-
ingu sem hún hefur sankað að sér
áratugum saman og er fyllilega á
pari við það sem er efst á baugi í
fræðum um heilann í dag. Þá sér-
staklega nýjar kenningar um heil-
ann og möguleika mannsins hvað
varðar lækningu og þá staðreynd
að heilinn er breytanlegt efni og
hefur mikla möguleika á að endur-
skapa sjálfan sig. Bæði hvað varðar
lækningu á skemmdum vefjum en
líka hvað varðar nám og það að ná
tökum á nýrri þekkingu og færni.
Í stuttu máli: Við getum miklum
meira en við höldum sjálf og aðr-
ir sem við höfum dæmt úr leik eiga
meiri möguleika en við teljum. Og
enn í stuttu máli: Lausnina er ekki
aðeins að finna finna í læknishjálp
eða lyfjum. Hún er líka falin í gild-
unum þremur: Trú, von og kær-
leika.
Fyrsta boðorðið er að trúa
Saga Bryndísar er afar sérstök og
lærdómsrík fyrir kynslóð sem er alin
upp á hraða og skyndilausnum. Hún
hefur reynt hið ómögulega mörgum
sinnum á ævinni, kennt börnum
sem eru bæði heyrnarlaus og blind
að tala og fært yngri bróður sínum
lífsgæði sem allir aðrir töldu töpuð.
„Ég hóf minn feril sem almenn-
ur kennari og eins og aðrir kennarar
hafði ég mikinn áhuga á manneskj-
unni og því hvernig hún hugsar og
bregst við. Ég fór utan í sérnám og
vann í skóla þar sem unnið var með
bæði blind og heyrnarlaus börn.
Þeir sem þekkja sögu Helen Kell-
er skilja við hvaða vanda er að etja.
Þeir sem heyra ekki og sjá ekki þurfa
að notast við aðra skynjun til þess að
læra að tala og tjá sig svo aðrir skilji.
Þeir sem starfa við kennslu og stuðn-
ing af þessu tagi eru sjálfkrafa leidd-
ir að mikilvægri þekkingu um heil-
ann. Við verðum einfaldlega vitni
að þekkingunni fremur en að hún sé
mæld.“
Bryndís segir að við þessa vinnu
hafi hún strax skilið mikilvæga stað-
reynd um heilann. „Fyrsta boðorð-
ið er einfaldlega að trúa. Þeir sem
hafa unnið með fötluð og vangefin
börn vita að ómögulegir og ótrúleg-
ir hlutir henda á hverjum degi. En
þeir henda ekki af sjálfu sér. Á bak
við undraverða hluti er þrautseigja
og gríðarleg vinna og bjargföst trú.
Leikskólakennarar, þroskaþjálfar
og sérkennarar þekkja lykilinn að
framfarakenningum um heilann.
Við nefnilega notum hann á hverj-
um degi.
Ég vann með heyrnarlausum og
blindum börnum í fjögur ár þang-
að til ég fór að sjá breytingar sem að
lokum leiddu til þess að þau lærðu
að tala og skilja mál. Það var eitthvað
að gerast í heilanum hjá þeim sem
ég skildi ekki og þau að sjálfsögðu
ekki heldur. En við fikruðum okkur
áfram á hverjum degi og ef við þurft-
um að standa á haus, þá stóðum við
á haus. Við urðum vitni að því að
hið ómögulega var að gerast og all-
an tímann varð ég að trúa því mjög
sterkt að það væri að gerast. Ég hef
hér skjöld í eldhúsinu hjá mér af He-
len Keller. Á honum stendur: Meðan
þeir sögðu að það gæti ekki gerst – þá
var það að gerast. Þessi tími var mér
lærdómsríkur og kenndi mér að við
höfum ekki leyfi til að gefast upp. “
Flest okkar hafa enga hugmynd um hvernig heilinn
vinnur eða hverjir möguleikar hans eru. Í heilanum
eru stofnfrumur sem gera það að verkum að
skemmd svæði geta að einhverju leyti endurskapað
sig. Að þessu komst Jón Víglundsson sem fékk
heilablóðfall, lamaðist og missti málið. Læknar
sögðu honum og ættingjum hans að hann ætti litla
von um bata. Systir hans, Bryndís Víglunds-
dóttir fyrrverandi skólastjóri Þroskaþjálfaskólans,
var á öðru máli og kom honum til bjargar. Hún nýtti
sérþekkingu sína honum til stuðnings og í dag hefur
Jón náð fullum bata. Kristjana Guðbrandsdótt-
ir heyrði í Bryndísi og Halli Hallssyni sem þýddi
bók Johns Medina um nýja þekkingu á heilanum;
Heilareglur og heilræði.
KOM
BRÓÐUR
SÍNUM TIL
BJARGAR
„Hann er eitt þess-
ara kraftaverka, en
eins og ég hef áður sagt
þá er hið ómögulega allt-
af að gerast.