Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 9. mars 2011 Miðvikudagur
Börsungar með knattspyrnusýningu á Camp Nou:
Barcelona í átta liða úrslit
Spánarmeistarar Barcelona eru komn-
ir í 8. liða úrslit Meistaradeildar Evr-
ópu eftir góðan 3-1 sigur á heimavelli
gegn Arsenal á þriðjudagskvöld. Ars-
enal léku manni færri nær allan síðari
hálfleikinn sem reyndist þeim ofviða
gegn ógnarsterku liði Börsunga.
Barcelona byrjaði leikinn af mikl-
um krafti. Höfðu yfirburði á miðj-
unni og sóttu linnulaust í fyrri hálfleik.
Börsungum gekk þó illa að skapa sér
marktækifæri þrátt fyrir yfirburðina.
Arsenal-menn virkuðu sem tauga-
veiklaðir áhorfendur allan fyrri hálf-
leikinn, náðu aldrei neinum takti og
fengu boltann aðeins lánaðan í nokkr-
ar sekúndur áður en Börsungar voru
búnir að hirða hann af þeim og byrjað-
ir á nýrri sókn.
En Arsenal-menn voru þéttir í
vörninni og staðráðnir í að hanga á 2-1
forskoti sínu úr fyrri leiknum. Allt þar
til á 48. mínútu þegar fyrirliðinn Cesc
Fabregas gerði klaufaleg mistök fyrir
framan vítateig sinna manna. Andr-
es Iniesta komst inn í arfaslaka hæl-
sendingu hans, vippaði boltanum
inn fyrir vörn Arsenal, þar sem Lionel
Messi tók á móti honum. Messi náði
valdi á knettinum, vippaði honum yfir
Manuel Almunia sem kom aðvífandi
og hamraði hann síðan viðstöðulaust
í markið. Stórbrotið mark. Almun-
ia hafði komið inn á sem varamaður
á 20. mínútu fyrir Wojciech Szczesny
sem virtist hafa puttabrotnað skömmu
áður. Barcelona var á leiðinni áfram.
Síðari hálfleikur byrjaði þó vel fyr-
ir Arsenal. Samir Nasri tók hornspyrnu
á 52. mínútu en Sergio Busquets, sem
stillt var upp í miðverðinum í leikn-
um, varð fyrir því óláni að stanga bolt-
ann í eigið mark. Taflið hafði snúið við
og í þessari stöðu var Arsenal áfram í
8. liða úrslitin. Barcelona þurfti mark
til að ná framlengingu, tvö til að sigra.
Og þeir voru ekki hættir. Tveimur mín-
útum eftir mark Arsenal fékk Robin
van Persie sitt annað gula spjald fyrir
að skjóta eftir að hafa verið flaggað-
ur rangstæður. Harður dómur en Ars-
enal manni færri síðustu 40 mínútu
leiksins. Á 68. mínútu skoraði Xavi eft-
ir frábæran samleik. Tveimur mínút-
um síðar var brotið á Pedro í vítateig
Arsenal og Messi skoraði sitt annað
mark úr vítinu. Barcelona er því komið
áfram í keppninni. mikael@dv.is
Lokaumferðin í
körfunni
n Tuttugasta og önnur og síðasta
umferðin í Iceland Express-deild
karla fer fram á fimmtudaginn.
Snæfell er orðið
deildarmeist-
ari en enn geta
þrjú lið fallið.
Sex leikir eru
á dagskrá sem
hefjast allir
klukkan 19.15 en
þeir eru: Njarð-
vík – Tindastóll,
Keflavík – Grindavík, Fjölnir – ÍR,
KR – Snæfell, Hamar – Stjarnan
og Haukar – KFÍ. KFÍ er fallið og
Hamar er sem stendur í 11. sætinu.
Rétt fyrir ofan Hvergerðingana eru
Tindastóll og Fjölnir sem bæði hafa
fjórtán stig.
Úrslitaleikur hjá stelp-
unum
n Stelpurnar okkar í íslenska
kvennalandsliðinu leika til úrslita
á Algarve-mótinu í knattspyrnu í
dag, miðviku-
dag, gegn stórliði
Bandaríkjanna.
Framganga
stelpnanna á
mótinu hef-
ur verið hreint
með ólíkindum
en þær byrj-
uðu mótið með
því að leggja fjórða besta landslið
heims, Svíþjóð, að velli. Næst lögðu
stelpurnar Kína og svo á mánudag-
inn vann Ísland Danmörku í fyrsta
skiptið, 1–0. Er þetta í fyrsta skiptið
sem Ísland leikur til úrslita á þessu
sterka, árlega æfingamóti.
Helena í úrvalsliðið
n Körfuknattleikskonan Helena
Sverrisdóttir var valin í úrvalslið
Mountain West-riðilsins í banda-
ríska háskóla-
boltanum. Þetta
er í þriðja skipt-
ið sem Helenu
hlotnast þessi
heiður. TCU, lið
Helenu, endaði
í öðru sæti rið-
ilsins en Helena
skoraði að með-
altali 13,8 stig í leik, gaf 4,6 fráköst,
gaf 4,7 stoðsendingar og stal bolt-
anum 1,5 sinnum að meðaltali í
leik. Næst á dagskrá hjá TCU er
úrslitahelgi Mountain West-rið-
ilsins í Las Vegas en Helena er að
spila sitt síðasta tímabil þar sem
hún er útskrifuð.
Brawn stórgræddi
n Ross Brawn, liðstjóri Mercedes
GP í Formúlu 1, græddi 100 millj-
ónir dollara á því að selja hlut sinn
í liðinu til arab-
íska hlutabréfar-
isans Daim-
ler and Aabar.
Brawn keypti
liðið af Honda
fyrir einn dollara
árið 2008 þegar
liðið var farið á
hausinn. Brawn
gerði þá Brawn GP að meisturum
árið 2009 áður en Mercedes keypti
síðan liðið af Ross Brawn. Brawn
hélt sínum 24,9 prósenta hlut í lið-
inu sem hann seldi nú og græddi
eins og áður segir 100 milljónir
dollara.
Þrír 1. deildar slagir
n Þrír leikir fara fram í Lengjubik-
arnum í knattspyrnu á fimmtudags-
kvöldið en öll liðin sem mætast
leika í 1. deildinni í sumar. Í Akra-
neshöllinni tekur ÍA á móti Selfossi
en bæði lið eru talin líkleg til þess
að fara upp um deild í sumar. Tví-
höfði verður síðan í boði í Egilshöll-
inni. Klukkan 19.10 mætast Fjölnir
og HK og þegar þeim leik er lokið
eða klukkan 21.10 mætast lið ÍR
og Hauka. Frítt er inn á alla leiki í
Lengjubikarnum.
Molar
„Þessi leikur leggst vel í mig. Það
er alltaf gaman að koma heim og
hitta strákana,“ segir Róbert Gunn-
arsson, línumaður íslenska lands-
liðsins í handbolta, en strákarnir
okkar mæta Þýskalandi tvívegis í
vikunni í undankeppni EM 2012.
Fyrri leikurinn er í Laugardalshöll
í kvöld, miðvikudag, en sá seinni
verður leikinn ytra á sunnudaginn.
Eftir óvænt tap gegn Austurríki í
sama riðli í október á síðasta ári
er sigur ótrúlega mikilvægur ætli
strákarnir okkar sér til Serbíu í jan-
úar á næsta ári þar sem EM verður
haldið. Þjóðverjar unnu Íslendinga
á HM í einum versta leik landsliðs-
ins til langs tíma en þar hófst fjög-
urra leikja taphrina Íslands á mót-
inu. Því fagnar Róbert því að fá að
svara fyrir tapið. „Það er samt bara
bónus,“ segir hann. „Það er samt
ekki rétt að fara inn í leikinn til að
hefna fyrir eitthvað. Við þurfum að
horfa á heildarmyndina en hún er
sú að við þurfum að klára þennan
riðil og því á ekki að skipta máli
hvernig síðasti leikur fór,“ segir Ró-
bert.
Þurfum að hugsa um okkur
Í október í fyrra náði Austurríki jafn-
tefli gegn Þýskalandi auk þess að
vinna Ísland. Er riðillinn því í miklu
uppnámi og berjast þessi þrjú lið
um tvö laus sæti á EM. „Þetta er al-
veg gríðarlega mikilvægur leikur,“
segir Róbert. „Tapið gegn Austur-
ríki dældaði vissulega vonir okkar
en sumir segja bara að þetta hleypi
spennu í riðilinn. Aðalatriðið er að
við þurfum að klára okkar leiki. Við
þurfum að fara að venjast því að
hugsa þannig því ef við klárum okk-
ar þá er allt í góðu.“
Beðinn um að líta til baka á leik-
inn gegn Þýskalandi á HM svarar
Róbert: „Það er alveg klárt að þar
gáfum við eftir í vörninni. Sókn-
arleikurinn var líka upp og ofan
en þetta eru auðveldar afsakanir.
Við vorum líka að klikka á skotum
úr góðum færum en við því er svo
sem ekkert að segja. Það getur alltaf
gerst. Nú er liðinn smátími frá leikn-
um þannig að við getum horft til
baka og svarað þessari spurningu.“
Fá lið sem geta stoppað okkur
Þegar Róbert horfir til baka á tapið
gegn Þýskalandi á HM er erfitt að
tala ekki um dómarana sem væg-
ast sagt stóðu sig ekki í stykkinu en
íslenska sendinefndin sendi dóm-
araeftirlitinu upptöku með tólf sýni-
dæmum þar sem annaðhvort var
ekki dæmt víti þegar Róbert sérstak-
lega átti að fá vítakast en einnig voru
nokkur mörk einfaldlega tekin af ís-
lenska liðinu.
„Mér finnst leiðinlegt að tala um
dómarana en ég veit alveg að þetta
skipti gífurlegu máli í leiknum. Við
höfum samt oft lent í svona dóm-
gæslu og öðrum utanaðkomandi
aðstæðum sem hafa haft áhrif á leik-
inn. Við verðum einfaldlega bara að
rísa yfir það og sigrast á svona mót-
læti,“ segir Róbert sem er sigurviss
nái íslenska liðið að knýja fram sinn
leik.
„Ég vil nú ekkert vera að „jin-
xa“ þetta daginn fyrir leik en þeg-
ar við hittum á okkar besta dag eru
ekki mörg lið í heiminum sem geta
stoppað okkur. Það er samt ekkert
sjálfgefið að detta alltaf á toppleiki.
En ef við spilum okkar bolta þá vil
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
n Ísland mætir Þýskalandi í undan-
keppni EM n Sigur gríðarlega þýð-
ingarmikill ætli Ísland sér til Serbíu
n Vilja fulla Laugardalshöll n
Guðmundur landsliðsþjálfari finnur
nýjar leiðir til að leggja Þýskaland
Strákarnir okkar í hefndarhug
Vill sigur Róbert Gunnarsson segir fá lið geta keppt við það íslenska hitti það á góðan dag.
Þarf að gera betur Arnór Atlason átti ekki gott HM og hann verður að gera betur eins og
Aron Pálmarsson á vinstri vængnum.
M
Y
N
D
iR
S
iG
TR
Y
G
G
U
R
A
R
i J
Ó
H
A
N
N
SS
O
N
Listaverk Andres Iniesta fagnar með Lionel Messi eftir að sá síðarnefndi hafði skorað
frábært mark í lok fyrri hálfleiks. MYND REUTERS