Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Qupperneq 25
Sport | 25Miðvikudagur 9. mars 2011 Fjórar flatir, sex sandgryfjur og púttstúdíó: Allt til alls í nýju húsi Tigers Tiger Woods hefur ekkert gengið á golfvellinum undanfarna átján mán- uði en ein leiðin til þess að sporna við því er að flytja inn í nýja glæsivillu í Flórída. Hvernig hjálpar húsið til? Jú, þar er allt til alls til að æfa golf. „Í húsinu eru fjórar flatir til að æfa púttin, sex sandgryfjur sem eru mis- djúpar, myndbandsherbergi til að fara yfir sveifluna og púttstúdíó. Ef eng- inn vindur er úti get ég mest notað sjö járnið utan dyra. Þá get ég einnig sleg- ið bolta út úr húsinu af annarri hæð- inni,“ ritar Tiger Woods á heimasíðu sinni. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir húsinu og sérstaklega þessari æfinga- aðstöðu en hún á eftir að hjálpa mér mikið.“ Áður átti Tiger heima í Isleworth sem er úthverfi í Orlando en það var einmitt þar sem farsinn í kringum framhjáhald hans hófst. Nú horfir Tig- er fram á veginn en hann segist vera í mun betra standi en í fyrrasumar. „Ég er ljósárum betri en ég var í fyrrasumar. Ég er núna með mun dýpri skilning á hvaða skot ég á að velja hverju sinni en það á ég að þakka Sean Foley. Hann hefur hjálp- að mér mikið,“ segir Tiger. Tiger hefur ekki unnið mót lengi en hann fær tækifæri til þess að enda þessa eyðimerkurgöngu um helgina þegar heimsmótið í golfi fer fram. „Hvenær mun ég vinna mót aftur? Þegar það gerist, þá gerist það,“ seg- ir Tiger. „Núna hugsa ég bara um að halda áfram að bæta mig og reyna finna mitt fyrra form.“ tomas@dv.is Liverpool fylgist með Gago n Enska úrvalsdeildarliðið Liver- pool fylgist nú grannt með mál- um argentínska miðjumannsins Fernandos Gago hjá Real Madr- id en liðið hef- ur áhuga á að kaupa hann í sumar, sam- kvæmt breskum miðlum. Hinn 24 ára gamli Gago hefur spil- að yfir 90 leiki með Real Madrid frá því að hann var keyptur þangað árið 2007. Undanfarið hefur hann þó þurft að verma tréverkið mik- ið þar sem hann er orðinn fjórði kostur inn á miðjuna. Þetta tímabil hefur hann aðeins byrjað einn leik fyrir þá hvítu. Nýi Ronaldo fer á kostum n Japaninn Ryo Miyaichi sem Arsen- al keypti en lánaði strax til Feyen- oord í Hollandi stendur heldur bet- ur undir nafni sem hinn nýi Ronaldo þessa dagana. Frá því að hann kom til Hollands í jan- úar hefur hann gjörsamlega farið á kostum og sýnt ótrú- lega hæfni með boltann. Þá skoraði hann sitt fyrsta mark á dögunum. „Það sem Arsene Wenger sagði við mig er ég skrifaði undir samninginn hjá Arsenal hvatti mig til dáða og nú dreymir mig um að komast til Ars- enal sem fyrst,“ segir Miyaichi. Ekki í F1 til að eignast vini n Tvöfaldur heimsmeistari í For- múlu 1, Fernando Alonso hjá Ferr- ari, hefur svarað þeim ásökunum að hann hafi ekkert gaman af því að keppa í Formúlunni en hann þykir jafnan frekar fúll. Segist Alonso hafa gríðarlega gaman af því að keppa og væri sama þó hann myndi alltaf enda síðastur. Á blaðamannafundi í Bar- celona sagði hann þó enn fremur: „Ég er ekki í Formúlu 1 til að eignast vini heldur vinna titla. Ég vil bara vinna nógu marga svo að fólkið muni eftir mér.“ BBC ósátt við United n Breska ríkissjónvarpið BBC er mjög ósátt við þá ákvörðun Manchester United að hafa ekki gefið kost á viðtölum eftir 3–1 tap- ið gegn Liverpool um síðastliðna helgi. BBC ætlar ekki að leggja inn formlega kvörtun til enska knatt- spyrnusambandsins en „mun þó ræða við forráðamenn deildarinn- ar“ eins og talsmaður BBC orðaði það. United gæti átt yfir höfði sér sektir fyrir að ræða ekki við neinn fjölmiðil sem hefur réttinn að deildinni, en aðeins ef útvarps- stöðin TalkSPORT eða Sky Sports leggja inn kvörtun. Ótrúlegur stuðningur n Framherjinn hávaxni Andy Carroll kom inn á fyrir Liverpool í sínum fyrsta leik þegar Liverpool lagði United, 3–1, um helgina. Hann ætlaði einfaldlega ekki að trúa þeim stuðningi sem hann fékk inni á vellinum. „Þegar ég var að hlaupa til baka eftir fyrsta skallann minn öskraði fólkið svo hátt að ég varð bara æstur. Ég var náttúrulega meira en ánægður að komast aftur út á knattspyrnuvöll- inn. Stuðningurinn var ótrúlegur, líka þegar ég var að hita upp. Þetta var alveg ótrúleg stemning,“ segir Carroll. Molar Ekki lengur bestur Gengi Tigers Woods hefur verið ömurlegt undanfarin misseri. ég sjá tvö stig í húsi á miðvikudag- inn. Það er alveg á hreinu,“ segir Ró- bert Gunnarsson sem skartar líka þessu glæsilega yfirvaraskeggi í til- efni Mottumars. Eigum mikið inni „Við erum í hefndarhug,“ segir Guð- mundur Guðmundsson, lands- liðsþjálfari, um leikinn mikilvæga í kvöld. „Við töpuðum fyrir Þjóð- verjum síðast og spiluðum þar ekki nægilega vel. Þeir náðu á okkur mörkum sem við erum ekki sáttir við. En Þýskaland er með frábært lið og við þurfum að spila vel til að vinna þá. Ég tel okkur eiga mik- ið inni bæði varnarlega og sóknar- lega. Núna er ég að kortleggja hvaða breytingar við getum gert í vörn- inni og sömuleiðis í sókninni,“ seg- ir Guðmundur en hvað var að í Sví- þjóð? „Þeir skoruðu of mikið á þriðju bylgju í hraðaupphlaupum. Við fengum þrjú mörk á okkur á þann hátt, Glandorf var að skora auðveld mörk og svo fengum við tvö mörk á okkur einum fleiri. Þegar þetta er talið saman eru kannski sex til sjö mörk sem ég vil bara ekki sjá og er óþarfi að fá á sig.“ Þýskaland kemur sem sært dýr Fyrir utan sigurinn á Íslandi gerði Þýskaland lítið sem ekkert á HM og endaði í níunda sæti. Guðmundur hefur að vanda samt varann á. „Þjóð- verjar koma hingað alveg dýrvitlaus- ir,“ segir hann. „Þeir voru gagnrýndir mjög eftir HM og koma hingað sem sært dýr. Þeir munu vera alveg kol- brjálaðir og ætla sér að sækja þessi tvö stig. Leikurinn er líka upp á líf og dauða. Hann skiptir gríðarlegu máli upp á það hvort við komumst hrein- lega á EM,“ segir Guðmundur sem vill ekkert gefa upp um hvað hann telji liðið þurfa mörg stig af þeim sex sem í boði eru til að komast til Serbíu. „Ég vil ekki segja neitt um það. Mín heimspeki er bara að hugsa um næsta leik því það er hann sem skiptir máli. Það sem við vitum er að til þess að vinna Þýskaland þarf liðið að spila mjög vel. Það þýðir ekkert hálfkák gegn þeim því Þjóðverjar eru með frábært lið. Ég vonast bara til þess að fólkið styðji við bakið á okkur og fylli Höllina.“ Strákarnir okkar í hefndarhug

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.