Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Side 26
26 | Fólk 9. mars 2011 Miðvikudagur Búnir að láta Þjóðverjana vita hvað sé í gangi: STRÁKARNIR OKKAR SAFNA Í MOTTU Íslenska landsliðið í hand- bolta mætir Þjóðverjum í tveimur mikilvægum leikj- um í undankeppni EM í vik- unni. Sá fyrri verður í kvöld, miðvikudag, í Laugardalshöll- inni. Strákarnir okkar komu til landsins um helgina og æfðu saman í fyrsta skipti á mánu- daginn. Þeir hafa ekki látið mottumars framhjá sér fara og skarta sumir hverjir glæsilegu yfirvaraskeggi. Róbert Gunnarsson mætti á blaðamannafund á mánudaginn með glæsi- legt skegg. Guðmundur Ólafsson, varaformað- ur HSÍ, sagði á fundinum að það minnti einna helst á skegg þjóðsagnapersónunnar Zorros sem uppskar mikil hlátrasköll. Fyrirliðinn Ólaf- ur Stefánsson var einnig að safna mottu. Á æfingu landsliðsins í gær sást að nokkr- ir leikmenn landsliðsins eru að safna í myndarlegar mottur. Ás- geir Örn Hallgrímsson er kominn með mikið skegg og má búast við að hann raki allt nema fyrir ofan vörina fyrir leikinn í kvöld. Þá var sprelligosinn í hópnum, leik- stjórnandinn Snorri Steinn Guð- jónsson, einnig mættur með fal- lega mottu. Þjálfari Þýskalands, Hein- er Brand, er konungur yfirvara- skeggins en mottan hans sem tengist mottumars nákvæmlega ekkert er fyrir löngu orðin goðsagnakennd. Ró- bert Gunnarsson tjáði blaðamönnum á fund- inum á mánudaginn að þeir væru búnir að láta liðsmenn Þýskalands hvað væri í gangi. Þetta væri ekki grín að Heiner Brand eða þýskri menningu heldur til styrktar góðu málefni. tomas@dv.is Motta mottanna Heiner Brand er búinn að vera með þessa lengi. Líklegur sigurvegari Ásgeir Örn Hallgrímsson er skeggjaður mjög og mun án efa skarta flottri mottu gegn Þjóðverjum. Flottur Snorri Steinn er að safna í eina ljósa mottu. Teiknimyndir og Þýsku mörkin Katrín Júlíusdóttir fer sínar eigin leiðir og hefur ekki látið það breyta sér að vera orðin iðnaðarráðherra. Glöggir áhorfendur Edduverðlaunanna muna kannski eftir því að hún ljóstraði því upp að hún missti aldrei af Þýsku mörkunum á RÚV. Nú hefur hún sagt frá því á Facebook-síðunni sinni að hún hafi líka gaman af barnatímanum. „Vex líklega aldrei upp úr teiknimyndum,“ sagði hún en sonur hennar var veikur heima og var það ástæðan fyrir teiknimyndaáhorfinu. „Morgunáhorrf með litla lasarus að baki og erfitt að sjá hvort skemmti sér betur...!“ Fóstureyðing fyrirsætu Fyrirsætan og pistlahöfundurinn Bryndís Gyða Michelsen opnar sig upp á gátt í nýjum pistli sínum á kvennavefsíðunni bleikt. is. Talar nítján ára gamla fyrirsætan þar opinskátt um fóstureyðingu sem hún gekkst sjálf undir til þess að vekja aðrar stúlkur á sínum aldri til meðvitunar um alvarleika þeirra. „Strax og ég setti pilluna upp í munn- inn sá ég eftir því,“ skrifar Bryndís Gyða og bendir stúlkum á að líta alvarlegum augum á fóstureyðingar. „Að fara í fóstureyðingu er ekkert grín. Það er ekki eins og að fara út í sjoppu og kaupa sér smokka. Þetta er ákvörðun sem þú munt þurfa að lifa við alla ævi. Fóstureyðing er ekki getnaðarvörn.“ Þ etta er eins og að vera í líkams- rækt hjá þýsku leyniþjónust- unni,“ segir Einar Bárðarson, athafnamaður og útvarps- stjóri, um átakið sem hann er í und- ir leiðsögn handboltahetjunnar Loga Geirssonar. Logi segist fá fjölda ábend- inga á dag um að Einar hafi svikist undan í átakinu. Nú síðast að Einar hafi fengið sér gos í bíó. Sagði Logi meðal annars á Face- book-síðu sinni, „Einar, þú gætir farið á Kópasker í bíó með kók en ég myndi samt frétta það. Taktu þig á!“ „Ég fékk mér diet kók og lítinn popp,“ segir Einar með svar á reiðum höndum. „Lítinn popp! Hver fær sér lítinn popp í bíó? Það tekur því ekki að eyða pokanum undir lítinn popp. Logi vill bara að ég drekki vatn þannig að framvegis þegar ég sést með kókglas í bíó þá verður vatn í glasinu.“ Einar segir að þó hann hafi fengið sér smá diet-kók þá sé hann einnig hafður fyr- ir rangri sök og megi ekki sjást nálægt skyndibitastað án þess að Logi fái sím- tal. Um daginn hafði til dæmis pylsu- sali úr Hafnarfirði samband við Loga eftir að Einar sást þar. „Við rifumst um þetta fram og til baka þangað til að hann hringdi í pylsusalann sem sagð- ist ekki geta staðfest það að ég hefði verið með pylsu. Enda var ég að versla pylsu handa börnunum mínum og stóðst freistingar alveg sjálfur.“ Þegar Einar er spurður hvort að Logi sé harður í horn að taka á æfing- um andvarpar hann. „Í dag (í gær) var ég á hjóli í 40 mínútur með púlsinn í 140. Svo var ég settur á hlaupabretti eftir það í 35 mínútur og var bara far- inn að hlaupa eins og ég væri 16 ára. Ég var kominn með hlaupasting og allt. Ég man ekki eftir að hafa fengið hlaupasting á þessari öld. Hann vill samt að ég fari aftur í kvöld.“ En Einar er þó Loga þakklátur fyr- ir aðhaldið enda hafa þeir félagar sett sér skýr markmið. „Markmiðið er að ég verði 105,5 eins og Kaninn,“ en það er bylgjulengd útvarpsstöðvarinnar Kan- ans sem Einar rekur og Logi starfar sem markaðsstjóri hjá. „Markmiðið er að verða jafn léttur og skemmtilegur og Kaninn.“ Einar var 133 kíló þegar átak- ið hófst og segist vera mjaka sér niður í 130 kílóin. „Það er mæling á föstudag- inn og maður vonar það besta.“ „Ég er með menn út um allt. Ég fæ fimm til tíu ábendingar á dag,“ segir Logi Geirsson en það er eflaust ekki til sá einkaþjálfari á landinu sem fylg- ist jafn vel með skjólstæðingi sínum. „Einar verður að taka sig á og nú skil ég af hverju honum hefur ekki geng- ið vel að létta sig hingað til. Maður hefur verið að fá ábendingar um að hann sé í nammisjálfsöl- um hér og að fá sér pítsu- sneið þar.“ Logi segir að hugarfarsbreytingu vanti hjá Einar. „Þetta er eins og að hjálpa einhverj- um að hætta reykja. Það gerist ekki nema hann vilji það sjálfur.“ Logi hefur þó trú á sínum manni og segir Einar hafa verið að standa sig vel í ræktinni. „Ég hef bullandi trú á honum og ég er al- veg viss um að hann verði búinn að missa nokkur kíló í næstu mælingu.“ asgeir@dv.is UNDIR EFTIRLITI ÞJÓÐARINNAR n Einar gripinn með kók í bíó n Eins og að vera í einka- þjálfun hjá þýsku leyniþjónustunni n Fékk sér bara diet- kók og lítinn popp n Logi vill sjá hugarfarsbreytingu Einar Bárðarson Má ekki sjást nálægt skyndibita án þess að Logi viti af því. Logi Geirsson Fylgist stöðugt með Einari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.