Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 14
14 | Fréttir 18.–20. mars 2011 Helgarblað Bröns alla laugardaga og sunnudaga Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Verð aðeins 1.795 með kaffi eða te Síðastliðinn miðvikudag fór fram fyrirtaka í máli Orkuveitu Reykja- víkur gegn ríkinu í Héraðsdómi Suðurlands. Ástæðan er sú að Orkuveitan keypti árin 1999 og 2000 mikið landsvæði af íslenska ríkinu, sveitarfélaginu Ölfusi, Grímsnes- og Grafningshreppi og 16 einstaklingum. Í raun er um að ræða endur- upptöku á máli sem vísað var frá með dómi Hæstaréttar síðasta sumar, en það snýst í grundvallar- atriðum um niðurstöðu óbyggða- nefndar frá árinu 2006 þess efnis að ákveðin svæði á Hellisheiði telj- ist þjóðlendur. Fari svo að niður- staða óbyggðanefndar verði stað- fest fyrir dómstólum má ætla að Orkuveitan geri kröfu á hendur ríkinu og þeim landeigendum sem seldu Orkuveitunni jarðir á þessu landsvæði. Snýst um auðlindir Landið sem um ræðir er að hluta til á Hellisheiðinni þar sem Orku- veitan hefur borað eftir gufu til raforkuframleiðslu. Á meðal landeigenda er þingkona Sjálf- stæðisflokksins, Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir, en hún gæti eins og fleiri þurft að endurgreiða Orkuveitunni kaupverð jarðarinn- ar verði dómurinn henni óhag- stæður. Þorgerður Katrín vildi ekk- ert tjá sig um málið í samtali við DV. Réttargæslumaður hennar og nokkurra annarra landeigenda í málinu, Indriði Þorsteinsson, seg- ir málið meðal annars snúast um hitaveituréttindi, jarðhita og önn- ur verðmæti á svæðinu. Þá sé tekist á um þá spurningu hvort landið sem selt var Orkuveit- unni á sínum tíma hafi verið í eigu þessara aðila eða þjóðlenda í eigu ríkisins. „Þessir aðilar áttu þarna jarðir og seldu þær Orkuveitunni út af Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. Fari málið á versta veg telur Orkuveitan að hún eigi endurkröfu á hendur þessum landeigendum,“ segir Indriði. Endurgreiðslu hugsanlega krafist Elín Björg Smáradóttir, lögmað- ur Orkuveitunnar, segir stefnuna vera tilkomna til þess að fá botn í málið. Aðspurð hvort gerð verði krafa á hendur landeigendum um að endurgreiða Orkuveitunni segir Elín Björg: „Það er ekkert verið að tala um það í þessu máli. Í þessari atrennu er bara verið að krefjast ógildingar á hluta af niðurstöðu óbyggðanefndar.“ Hún segir að verði niðurstaða óbyggðanefndar staðfest fyrir dómi verði í framhaldinu að fara í mál bæði gegn ríki og landeig- endum og krefjast endurgreiðslu á kaupverðinu, þar sem viðkomandi hafi ekki átt það sem hann seldi. Dregist á langinn DV fjallaði um málið þegar það var fyrst tekið fyrir árið 2007 en þá sagði Hjörleifur Kvaran, þáverandi lögmaður Orkuveitunnar, stefn- una einfalda: „Ríkið seldi okkur land fyrir tugi milljóna en tók það svo til baka í gegnum óbyggða- nefnd. Við viljum fá landið til baka og erum að fara í mál til ógildingar úrskurði óbyggðanefndar.“ Guðmundur A. Birgisson, einn landeigendanna, sagðist í þeirri sömu grein hissa á að Orkuveitan blandaði landeigendum í málið. „Ef Orkuveitan telur sig eiga að fá einhvern afslátt af landinu vegna úrskurðarins munum við frekar taka við landinu aftur og fá þá bara endurgreitt með vöxtum.“ TEKIST Á UM ÞJÓÐ- LENDUR n Orkuveita Reykjavíkur stefnir ríkinu á nýjan leik vegna jarðakaupa n Jarðirnar voru skilgreindar sem þjóðlend- ur árið 2006 n Þorgerður Katrín er einn landeigenda n Staðfesti dómstólar niðurstöðu óbyggðanefndar geta landeigendur verið krafðir um endurgreiðslu Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Fari málið á versta veg telur Orkuveit- an að hún eigi endurkröfu á hendur þessum land- eigendum. Landeigandi Óvissa ríkir um það hvort Þorgerður Katrín og aðrir landeigendur hafi átt jarðir sem þau seldu Orkuveitunni. Orkuveita Reykjavíkur Stefnir ríkinu vegna úrskurðar óbyggðanefndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.