Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 18.–20. mars 2011 Helgarblað Bröns alla laugardaga og sunnudaga Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Verð aðeins 1.795 með kaffi eða te Síðastliðinn miðvikudag fór fram fyrirtaka í máli Orkuveitu Reykja- víkur gegn ríkinu í Héraðsdómi Suðurlands. Ástæðan er sú að Orkuveitan keypti árin 1999 og 2000 mikið landsvæði af íslenska ríkinu, sveitarfélaginu Ölfusi, Grímsnes- og Grafningshreppi og 16 einstaklingum. Í raun er um að ræða endur- upptöku á máli sem vísað var frá með dómi Hæstaréttar síðasta sumar, en það snýst í grundvallar- atriðum um niðurstöðu óbyggða- nefndar frá árinu 2006 þess efnis að ákveðin svæði á Hellisheiði telj- ist þjóðlendur. Fari svo að niður- staða óbyggðanefndar verði stað- fest fyrir dómstólum má ætla að Orkuveitan geri kröfu á hendur ríkinu og þeim landeigendum sem seldu Orkuveitunni jarðir á þessu landsvæði. Snýst um auðlindir Landið sem um ræðir er að hluta til á Hellisheiðinni þar sem Orku- veitan hefur borað eftir gufu til raforkuframleiðslu. Á meðal landeigenda er þingkona Sjálf- stæðisflokksins, Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir, en hún gæti eins og fleiri þurft að endurgreiða Orkuveitunni kaupverð jarðarinn- ar verði dómurinn henni óhag- stæður. Þorgerður Katrín vildi ekk- ert tjá sig um málið í samtali við DV. Réttargæslumaður hennar og nokkurra annarra landeigenda í málinu, Indriði Þorsteinsson, seg- ir málið meðal annars snúast um hitaveituréttindi, jarðhita og önn- ur verðmæti á svæðinu. Þá sé tekist á um þá spurningu hvort landið sem selt var Orkuveit- unni á sínum tíma hafi verið í eigu þessara aðila eða þjóðlenda í eigu ríkisins. „Þessir aðilar áttu þarna jarðir og seldu þær Orkuveitunni út af Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. Fari málið á versta veg telur Orkuveitan að hún eigi endurkröfu á hendur þessum landeigendum,“ segir Indriði. Endurgreiðslu hugsanlega krafist Elín Björg Smáradóttir, lögmað- ur Orkuveitunnar, segir stefnuna vera tilkomna til þess að fá botn í málið. Aðspurð hvort gerð verði krafa á hendur landeigendum um að endurgreiða Orkuveitunni segir Elín Björg: „Það er ekkert verið að tala um það í þessu máli. Í þessari atrennu er bara verið að krefjast ógildingar á hluta af niðurstöðu óbyggðanefndar.“ Hún segir að verði niðurstaða óbyggðanefndar staðfest fyrir dómi verði í framhaldinu að fara í mál bæði gegn ríki og landeig- endum og krefjast endurgreiðslu á kaupverðinu, þar sem viðkomandi hafi ekki átt það sem hann seldi. Dregist á langinn DV fjallaði um málið þegar það var fyrst tekið fyrir árið 2007 en þá sagði Hjörleifur Kvaran, þáverandi lögmaður Orkuveitunnar, stefn- una einfalda: „Ríkið seldi okkur land fyrir tugi milljóna en tók það svo til baka í gegnum óbyggða- nefnd. Við viljum fá landið til baka og erum að fara í mál til ógildingar úrskurði óbyggðanefndar.“ Guðmundur A. Birgisson, einn landeigendanna, sagðist í þeirri sömu grein hissa á að Orkuveitan blandaði landeigendum í málið. „Ef Orkuveitan telur sig eiga að fá einhvern afslátt af landinu vegna úrskurðarins munum við frekar taka við landinu aftur og fá þá bara endurgreitt með vöxtum.“ TEKIST Á UM ÞJÓÐ- LENDUR n Orkuveita Reykjavíkur stefnir ríkinu á nýjan leik vegna jarðakaupa n Jarðirnar voru skilgreindar sem þjóðlend- ur árið 2006 n Þorgerður Katrín er einn landeigenda n Staðfesti dómstólar niðurstöðu óbyggðanefndar geta landeigendur verið krafðir um endurgreiðslu Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Fari málið á versta veg telur Orkuveit- an að hún eigi endurkröfu á hendur þessum land- eigendum. Landeigandi Óvissa ríkir um það hvort Þorgerður Katrín og aðrir landeigendur hafi átt jarðir sem þau seldu Orkuveitunni. Orkuveita Reykjavíkur Stefnir ríkinu vegna úrskurðar óbyggðanefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.