Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2011, Blaðsíða 2
n Árni Mathiesen lét Hannes Hólmstein Gissurarson hafa 10 milljónir króna n Peningana átti Hannes að nota til að svara spurningum um ágæti skattalækkana n Ætla má að skattalækkunarverkefni Hannesar hafi kostað tugi milljóna króna n Bankar, tryggingafélög og stórfyrirtæki voru styrktar aðilar „Íslenska efnahagsundursins“ 2 | Fréttir 28. mars 2011 Mánudagur Árni M. Mathiesen, þáverandi fjár- málaráðherra, tók ákvörðun um það síðla sumars 2007 að verja 10 milljónum króna af skatttekjum ríkissjóðs í kynningu á áhrifum skattalækkana. Verkefnið annað- ist prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en samkvæmt samn- ingi runnu milljónirnar 10 til Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands. Í verksamningi, sem DV hefur fengið afhentan, var gert ráð fyrir að 2,5 milljónir króna yrðu greidd- ar út strax við undirritun samnings- ins 3. september 2007. Þann 1. des- ember sama ár var greidd út jafn há upphæð. Í mars 2008 átti þriðja greiðslan að berast og við verklok í nóvember 2008 átti síðasti hluti fjárveitingarinnar að greiðast inn á reikning stofnunarinnar. Styrkurinn frá fjármálaráðherr- anum og flokksbróður Hannesar Hólmsteins var með öðrum orðum greiddur út á sama tíma og hann aflaði 6 milljóna króna til verk- efnisins hjá Landsbankanum, en hann var þá í eigu Björgólfsfeðga og Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í aldarfjórðung, sat í bankaráðinu. Heimsþekktir hagfræðingar Í samningnum, sem undirritaður er af Árna M. Mathiesen, var gert ráð fyrir að áhrif skattbreytinga frá árinu 1991 til 2007 yrðu metin, en tímabilið spannar óslitinn valda- tíma Sjálfstæðisflokksins. Ætl- ast var til þess að metin yrðu áhrif skattbreytinga á lífskjör almenn- ings, stöðugleika í efnahagslífinu og stöðu ríkissjóðs í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Í samningnum er bókstaflega tekið fram að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hafi umsjón með verkefninu fyrir hönd Félags- vísindastofnunar, „en hann fær síð- an innlenda og erlenda sérfræðinga sér til aðstoðar. Þar á meðal eru Ed- ward S. Prescott, Nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði, Gary S. Becker, Nób- elsverðlaunahafi í hagfræði, Arthur Laffer prófessor, dr. Michael Wal- ker forstöðumaður Fraser Institute í Kanada...“ Fleiri eru tilgreindir svo sem Ragnar Árnason prófessor og Bjarnfreður Ólafsson lögfræðingur. Góð þátttaka fyrirtækja Auk þeirra 16 milljóna króna, sem staðfest er að aflað var til skatta- lækkunarverkefnis Hannesar Hólmsteins, er að sjá sem verk- efnið hafi fengið góðar viðtökur hjá hagsmunasamtökum og fyrir- tækjum. Á vegum verkefnisins var til dæmis haldin ráðstefna þann 16. nóvember 2007 sem bar yfir- skriftina „Íslenska efnahagsundr- ið“. Meðal fyrirlesara voru Arthur Laffer prófessor og Árni M. Mathie- sen, þá fjármálaráðherra. Á vef- síðu verkefnisins má sjá að Sam- tök atvinnulífsins,  Morgunblaðið, Háskólinn í Reykjavík,  Samtök iðnaðarins,  Samtök fjármálafyrir- tækja,  Landssamband íslenskra útvegsmanna,  Viðskiptaráð  og  VR stóðu að eða studdu ráðstefnuhald- ið. Í kynningarefninu um ráðstefn- una er einnig að finna merki fjölda fyrirtækja en án nokkurs efa eru þau þar vegna fjárhagslegs stuðn- ings við ráðstefnuhaldið. Þetta eru Landsbankinn, Kaupþing, Glitnir, MP, SPRON og Byr, tryggingafélög- in TN og VÍS, FL Group og Exista, Novator, Actavis, Toyota, Síminn og Icelandair. Lausleg athugun DV bendir til þess að kostnaður við að fá þekkta erlenda fræðimenn til fyrirlestrahalds á ráðstefnum geti hlaupið á milljónum króna. Pró- fessor Fred ric Mishkin, sá er gerði kunna skýrslu með Tryggva Þór Herbertssyni um fjármálastöðug- leika bankanna vorið 2006 tók fyr- ir það um 15 milljónir króna. Þótt fyrirlestur kostaði aðeins tíunda hluta þeirrar upphæðar væru það engu að síður 1,5 milljónir króna. Líklegra er þó að fyrirlestrar Garys Becker og Edwards Prescott hafi verið mun dýrari. Ljóst er að fé, sem einkafyrir- tækin kunna að hafa látið af hendi rakna til skattaverkefnis Hann- esar Hólmsteins, hafa ekki farið í gegnum Félagsvísindastofnun líkt og umræddur 10 milljóna króna styrkur frá fjármálaráðuneytinu. Líkt og 6 milljóna króna styrkurinn frá Landsbankanum gætu framlög frá fyrirtækjum og stofnunum hafa runnið inn á reikning Conferen- ces and Ideas, fyrirtækis sem var í eigu Hannesar Hólmsteins á þess- um tíma. Og einkavæðingin líka Í verksamningi Árna Mathie- sen við Félagsvísindastofnun og Hannes Hólmstein var ekki að- eins gert ráð fyrir fyrirlestrahaldi heldur einnig söfnun gagna og úr- vinnslu þeirra. Heitið er aðgangi að gögnum úr fjármálaráðuneyt- inu en farið fram á trúnað og að meðferð gagna sé í samræmi við lög um persónuvernd. Gögnin gátu komið frá Hagstofunni, ríkis- skattstjóra, úr fjármálaráðueytinu og frá fleiri stofunum. Þá var gert ráð fyrir sérstakri skýrslu um málið. Í henni áttu að vera einhver svör við spurning- um sem tilgreindar eru á öðrum stað hér í umfjölluninni. Beinlínis var tekið fram að meta skyldi þátt einkavæðingar ýmissa fyrirtækja í auknum skatttekjum. Snerti arfleifð og stjórnarfar flokksins Árin næst á undan höfðu Hannes Hólmsteinn og fleiri haldið mjög á lofti hugmyndum frjálshyggjunn- ar um lækkun skatta og þýðingu einkavæðingar. Kenningin átti fylgi að fagna meðal þekktra hag- fræðinga á frjálshyggjuvængnum eins og Prescotts, Beckers og Laf- fers. Í stuttu máli var skattalækk- un, ekki síst meðal ríkra, talin til þess fallin að auka fjárfestingar VERKEFNI HANNESAR FÉKK 10 MILLJÓNIR Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Samningurinn Á skjalinu má sjá dagsetningu og upphæð samningsins sem gerður var vegna verkefnis Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Undir samninginn rituðu Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Friðrik H. Jónsson fyrir hönd Félagsvísindastofnunar. Prófessorinn og ráðherrann Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni virðist hafa orðið vel ágengt að safna fé til að að breiða út fagnaðarerindi um skattalækkanir. Níu manna nefnd sér- fræðinga skilaði Árna Mathiesen skýrslu um íslenska skattkerfið um svipað leyti og hann styrkti Hannes Hólmstein til svipaðra verka. „Lækkum myndarlega skatta á einstaklinga og fyrirtæki“ „Hvað olli íslenska efnahagsundrinu? Festa í peningamálum og ríkisfjármálum, frelsi til viðskipta, myndun einkaeignarréttar á auðlindum, sala ríkisfyrirtækja og skatta- lækkanir. En ef til vill eru tvær aðrar spurningar nú forvitnilegri. Hvaðan kom íslensku víkingunum fé til að kaupa fyrirtæki sín hér og erlendis? Augljós skýring er auðvitað hinir öflugu lífeyrissjóðir. En önnur skýring ekki síðri er, að fjármagn, sem áður var óvirkt, af því að það var eigendalaust, óskrásett, óveðhæft og óframseljanlegt, varð skyndilega virkt og kvikt og óx í höndum nýrra eigenda. Hér á ég aðallega við fiskistofnana og ríkis- fyrirtækin fyrrverandi, en líka ýmis samvinnufélög. Hin spurningin er, hvernig við getum haldið áfram á sömu braut. Svarið er einfalt: Lækkum myndarlega skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Getur norræni tígurinn stokkið fram úr hinum keltneska?“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson í Fréttablaðinu 19. september 2007 Sóun á almannafé? Ljóst er að skattaverkefni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar var hafið áður en opinber styrkur barst frá Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Samningurinn var undirritaður 3. september 2007, en í samningnum sjálfum var tekið fram að verkið átti að vinna frá júlí 2007 til nóvember 2008. Um einu og hálfu ári áður en Árni Mathiesen lét 10 milljónir króna af skattfé landsmanna af hendi rakna til skattalækkunarverkefnis Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar skipaði hann nefnd til að fara yfir skattkerfið. Bréf þar að lútandi er dagsett 16. febrúar árið 2006. Þar er tekið fram að nefndin eigi að varpa ljósi á hvaða þættir það séu sem geri Ísland samkeppnishæft og skilvirkt. Nefndin, sem var undir stjórn Friðriks Más Baldurssonar hagfræðings, skilaði Árna Mathiesen nærri 100 blaðsíðna skýrslu, „Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skil- virkni“ þann 11. september 2008. Innan við fjórum vikum síðar féll íslenska bankakerfið til grunna. Með Friðriki Má í nefndinni voru Indriði H. Þorláksson, Maríanna Jónasdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Ólafur Darri Andrason, Ragnar Ingimundarson, Tryggvi Þór Herbertsson, Tanya Zharov og Þorlákur Björnsson. Athyglisvert er að Tryggvi Þór Herbertsson vann á sama tíma með Hannesi Hólmsteini við að gefa út afraksturinn af skattalækkunarverkefninu. Flestum þeirra spurninga, sem fjármálaráðherrann vildi fá svör við og réttlættu 10 millj- óna króna styrkinn til Hannesar Hólmsteins, var svarað í skýrslu Friðriks Más og nefndar hans. Því vaknar spurning hvort ekki hafi verið um tvíverknað að ræða og augljósa sóun á almannafé þar sem nefnd Friðriks Más hafði starfað talsvert á annað ár þegar Árni lét Hannes Hólmstein hafa 10 milljóna króna styrkinn. „Beinlínis var tek- ið fram að meta skyldi þátt einkavæð- ingar ýmissa fyrirtækja í auknum skatttekjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.